Mynd: Pexels.com
#viðskipti #stjórnmál #efnahagsmál

Íslendingar eiga þúsund milljarða erlendis - 32 milljarðar eru á Tortóla

Eignir Íslendinga erlendis drógust lítillega saman í fyrra. Mikil styrking krónunnar og aukið innflæði til að taka þátt í fjárfestingum hérlendis spilar þar rullu. Tugir milljarða eru geymdar á lágskattarsvæðum og yfir 100 milljarðar króna eru með „óflokkað“ heimilisfesti.

Íslend­ingar áttu sam­tals 1.004 millj­arða króna í beinni erlendri fjár­muna­eign um síð­ustu ára­mót. Það er aðeins lægri upp­hæð en lands­menn áttu utan lands­stein­anna ári áður, þegar hún nam 1.067 millj­örðum króna. Stærsti hluti þeirra eigna er í félögum sem skráð eru til heim­ilis í Hollandi (324 millj­arðar króna), Bret­landi (213 millj­arðar króna) og Lúx­em­borg (98 millj­arðar króna] sem allt eru þekktar fjár­mála­mið­stöðv­ar. Íslend­ingar eiga lík­a ­tölu­verðar eignir í þekktum lág­skatta­­svæðum á borð við Bresku Jóm­frú­­ar­eyj­­arn­­ar. Þar eiga Íslend­ingar 32,2 millj­­arða króna. Bein fjár­­muna­­eign Íslend­inga þar hefur auk­ist mikið frá því fyrir hrun, en í árs­­lok 2007 áttu Íslend­ingar 8,6 millj­­arða króna á eyj­un­um, en fræg­ust þeirra er Tortóla. Geng­is­­fall krón­unnar skýrir aukn­ing­una að ein­hverju leyti.

Þetta kemur fram í nýj­ustu tölum Seðla­banka Íslands um beina fjár­muna­eign Íslend­inga erlend­is.

Skrán­ingu á erlendri fjár­­muna­­eign Íslend­inga var breytt fyr­ir­ nokkrum árum síð­­­an. Nú eru gefnar upp­­lýs­ingar um eign í færri löndum en áður en ­flokk­­ur­inn „óflokk­að“ hefur stækk­­að. Áður var hægt að sjá til að mynda hver bein fjár­­muna­­eign Íslend­inga er á Cayman-eyjum, Mön, Jersey, Guernsey og Má­ri­­tí­us. Það er ekki hægt leng­­ur. Alls eru eiga Íslend­ing­ar „óflokk­að­­ar“ eignir upp á 111 millj­­arða króna.

Fjár­muna­eign Íslend­inga erlendis hefur verið að drag­ast saman á und­an­förnum árum í krónum talið. Þar hefur áhrif að fallandi gengi krónu eftir banka­hrunið 2008 hafði mikið áhrif á eign­ina til hækk­un­ar. Mestar voru þær tæp­lega 1.600 millj­arðar króna í lok árs 2012 þegar krónan var enn afar veik. Umfang beinnar fjár­muna­eignar Íslend­inga erlendis hafði þá 6,5 fald­ast í krónum talið frá árinu 2004, þegar þjóðin átti um 245 millj­arða króna af beinum eignum í öðrum lönd­um.

Krónan hefur vita­skuld styrkst mikið á und­an­förnum tveimur árum. Frá byrjun árs 2015 hefur hún styrkst um 25 pró­­sent gagn­vart evru, 16,5 pró­­sent gagn­vart Banda­­ríkja­­dal og um 43 pró­­sent gagn­vart breska pund­inu, en þar á Brexit hlut að máli.

Íslenskir ráð­herrar með eignir í aflands­­fé­lögum

Erlend fjár­muna­eign Íslend­inga hefur verið í kast­ljósi heims­ins í kjöl­far frétta úr gagna­leka frá panamísku lög­fræði­stof­unni Mossack Fon­seca sem gerður var opin­ber í apr­íl. Í þeim kom fram að um 600 Íslend­ingar teng­ist um 800 aflands­fé­lögum sem koma fram í skjöl­un­um. Fyrir liggur að mestu er um að ræða við­skipta­vini Lands­banka Íslands sem stund­uðu aflands­við­skipti. Ekki liggur fyrir hvaða milli­göngu­liði Kaup­þing og Glitnir not­uðu, en sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans sem þekktu vel til í starf­semi íslensku bank­anna fyrir hrun er ljóst að fjöldi aflands­fé­laga sem stofnuð voru fyrir íslenska við­skipta­vini eru mörg þús­und tals­ins.

Á meðal þeirra Íslend­inga sem koma fram í gögn­un­um, og eru með tengsl við aflands­­fé­lög, eru Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, fyrr­ver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, Ólöf Nor­dal inn­­an­­rík­­is­ráð­herra og nokkrir stjórn­­­mála­­menn af sveit­ar­stjórn­ar­stíg­inu.

Kjarn­inn hafði ítrekað beint fyr­ir­­spurnum til Sig­­urðar Más Jóns­­son­­ar, upp­­lýs­inga­­full­­trúa rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar, þar sem óskað var eftir upp­­lýs­ingum um hvort ráð­herrar í rík­­is­­stjórn Íslands, eða fjöl­­skyldur þeirra, ættu eignir erlend­­is. Hinn 15. mars 2015 voru fyr­ir­­spurnir sendar til upp­­lýs­inga­­full­­trúa rík­­is­­stjórn­­­ar­innar þar sem fyrr­­nefnd fyr­ir­­spurn var borin upp. Sá sem svar­aði fyrir hönd for­­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins, skrif­­stofu­­stjóri innan þess, neit­aði að svara fyr­ir­­spurn­inni, og sagði það ekki í verka­hring for­­sæt­is­ráðu­­neyts­ins að gera það, og lög krefð­ust þess ekki. Fyr­ir­­spurnin var ítrekuð í nokkur skipti, eftir að eft­ir­grennslan rit­­stjórnar benti til þess að ráð­herrar í rík­­is­­stjórn Íslands ættu hugs­an­­lega eignir erlend­is, sem hvergi hefði verið greint frá. Fyr­ir­­spurnir Kjarn­ans báru ekki árang­­ur. 

Í Panama­skjöl­unum var einnig að finna stjórn­­endur úr líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­inu og fjöl­marga ein­stak­l­inga sem hafa verið áber­andi í íslensku við­­skipta­­lífi á und­an­­förnum árum. Þar á meðal voru Jón Ásgeir Jóhann­es­­son, Ing­i­­björg Pálma­dótt­ir, Lýður og Ágúst Guð­­munds­­syn­ir, Finnur Ing­­ólfs­­son, Sig­­urður Bolla­­son, Hannes Smára­­son, Björgólfur Thor Björg­­ólfs­­son ofl. Hluti þessa hóps er skráður með lög­­heim­ili erlend­­is.

Hafa getað fengið virð­is­aukn­ingu og keypt upp íslenskar eignir

Líkt og áður sagði hefur styrk­ing krón­unnar haft áhrif á heild­ar­virði erlendrar fjár­muna­eignar Íslend­inga á und­an­förnum árum, og gert það að verkum að það hefur lækkað um tæp­lega 600 millj­arða króna frá árs­lokum 2012. En það getur líka spilað inn í að hún lækki að Íslend­ingar hafa verið að ferja fé erlendis frá heim til að fjár­festa hér­lend­is.

794 inn­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­kerfi í gegnum útboð fjár­fest­ing­ar­leiðar Seðla­banka Íslands á meðan þau voru í boði, frá febr­úar 2012 til febr­úar 2015. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­sent þeirrar fjár­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­ari leið, en hún tryggði um 20 pró­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi.

Alls fengu þessir aðilar 72 millj­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­kvæmt skil­málum útboða fjár­fest­ing­ar­leið­ar­inn­ar. Afslátt­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­bank­ans er um 17 millj­arðar króna. Þegar Kjarn­inn hefur spurst fyrir um hverjir það eru sem hafa notið þess­arar leiðar hefur Seðla­bank­inn svarað því til að sér sé ekki heim­ilt að greina frá nöfnum þátt­tak­enda í gjald­eyr­is­út­boðum sínum vegna þagn­ar­skyldu­á­kvæðis í lögum um Seðla­banka Íslands.



Bjarni Benediktsson var einn þeirra sem gagnrýni fjárfestingaleið Seðlabankans opinberlega og sagði að í henni fælist aðstöðumunur. Bjarni var einnig einn þeirra stjórnmálamanna sem var opinberuð með aflandsfélagatengsl í Panamaskjölunum.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Gagn­rýni á fjár­fest­ing­ar­leið­ina kom úr mörgum átt­um, áður en ákveðið var að hætta útboðum henn­ar. Bjarni Bene­dikts­son gagn­rýndi hana meðal ann­ars fyrir að vera ósann­gjarna. Í sam­tali við Kjarn­ann í febr­úar 2014 sagði hann leið­ina fela í sér aðstöðumun milli inn­lendra og erlendra aðila.

Ein­ungis fyrir efnað fólk

Fjöl­miðlar hafa verið dug­legir við að segja fréttir af þeim aðilum sem blasað hefur við að hafi nýtt sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina við að flytja pen­inga erlendis frá til lands­ins. Félög í eigu þeirra aðila hafa þá oftar en ekki ráð­ist í skulda­bréfa­út­gáfu sem sömu aðilar hafa keypt fyrir krón­urnar sem þeir fá fyrir gjald­eyr­inn sinn, og þar með hefur ákvæði um bind­ingu í verð­bréfum verið full­nægt. Á meðal þeirra sem hafa nýtt sér þessa leið eru félög í eigu bræðr­anna Lýðs og Ágústs Guð­munds­sona, Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, Jóns Ólafs­son­ar, Jóns Von Tetzchner, knatt­spyrnu­manns­ins Gylfa Þórs Sig­urðs­son­ar, Ólafs Ólafs­son­ar, Hjör­leifs Jak­obs­son­ar, Ármanns Þor­valds­son­ar, Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, Skúla Mog­en­senrekstr­ar­fé­lags Iceland FoodsAlvogen, Karls og Stein­gríms Wern­ers­sona og danskra eig­enda Húsa­smiðj­unn­ar.

Fjár­fest­ing­ar­leiðin var ein­ungis fyrir efnað fólk. Lengi vel þurfti við­kom­andi að eiga að minnsta kosti 50 þús­und evrur sem hann vildi skipta í krónur til að taka þátt en sú upp­hæð var lækkuð í 25 þús­und evrur allra síð­ustu mán­uð­ina sem hún var við lýði. Lengst af þurfti því að minnsta kosti að eiga and­virði um sjö millj­óna króna í reiðufé til að taka þátt.

Ákveðin skil­yrði voru fyrir því að mega fara í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið­ina. Á meðal þeirra er að fjár­festir­inn væri raun­veru­legur eig­andi þeirra fjár­muna sem hann ætlar sér að flytja inn til lands­ins. Auk þess er óheim­ilt að flytja fjár­muni fyrir hönd ann­ars eða ann­arra aðila. Annað skil­yrði var að fjár­festir læg­i„ekki undir rök­studdum grun hjá gjald­eyr­is­eft­ir­liti Seðla­bank­ans um meint brot, ákærður af hand­hafa ákæru­valds eða kærður til lög­reglu af Seðla­bank­an­um, og máli vegna þess sé enn ólokið hjá ákæru­valdi eða lög­reglu“.

Skil­mál­unum var þó breytt í des­em­ber 2012 þegar því var bætt inn að þeir aðilar sem lágu undir rök­studdum grun hjá gjald­eyr­is­eft­ir­liti Seðla­bank­ans um meint brot mættu ekki heldur taka þátt í útboðum fjár­fest­ing­ar­leið­ar­inn­ar.

Engar tak­mark­anir  voru hins vegar á þátt­töku í fjár­fest­ing­ar­leið­inni fyrir aðila sem voru til rann­sóknar eða jafn­vel í ákæru­ferli hjá öðrum emb­ættum en gjald­eyr­is­eft­ir­liti Seðla­bank­ans. Þannig gat ein­stak­lingur setið í dóms­sal að morgni þar sem honum var gefið að hafa framið stór­kost­lega efna­hags­glæpi. Síð­degis gat hann tekið þátt í gjald­eyr­is­út­boði Seðla­bank­ans og tryggt sér tug­pró­senta­af­slátt af íslenskum krón­um. Um kvöldið gat hann keypt sér íslenskt fyr­ir­tæki fyrir þessar sömu krón­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar