Birgir Þór Harðarson

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar strandaði á sjávarútvegsmálum

Andstaða gegn uppboði á aflaheimildum og þjóðaratkvæði um Evrópusambandið varð til þess að stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks og frjálslyndu miðjuflokkanna var slitið. Nú verður reynt að mynda ríkisstjórn frá miðju til vinstri.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, stöðv­aði fyrr í dag við­ræður við Við­reisn og Bjarta fram­tíð um myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar. Hann hefur ekki skilað stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boði sínu til for­seta Íslands en seg­ist ekki vera með neina við­mæl­endur um myndun nýrrar rík­is­stjórnar í augna­blik­inu. Ástæðan fyrir við­ræðu­slitum var sú að ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ­gat ekki sætt sig við að hluti afla­heim­ilda yrði boð­inn upp mark­aði. Við bæt­ist að and­staða var við mála­miðlun í Evr­ópu­sam­bands­málum innan flokks­ins, sem ákveðið hafði verið að fresta við­ræðum um þar til nið­ur­staða lægi fyrir um önnur mál. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans voru lagðar fram til­lögur á mánu­dag um að bjóða upp nokkur pró­sent afla­heim­ilda, sem miðju­flokk­arnir töldu að skila ættu á annan tug millj­arða króna. Taka átti þriðju­dag­inn í við­ræður um sjáv­ar­út­vegs­mál og þegar mætt var til þeirra funda var ljóst að Sjálf­stæðisflokk­ur­inn taldi sig ekki geta gengið að kröfum um að hluti afla­heim­ilda yrðu settar á upp­boð. 

Flokk­arnir höfðu þegar náð saman um ýmsa þætti sem við­ræðu­að­ilar voru mjög spenntir fyr­ir. Þar á meðal ein­földun á skatt­kerf­inu sem átti að nýt­ast atvinnu­líf­inu sér­stak­lega vel og hug­myndir um afnám ýmissa tolla í land­bún­aði höfðu verið ræddar við góðan hljóm­grunn. Bjarni stað­festi það í yfir­lýs­ingu fyrr í dag að góður sam­hljómur hafi verið á milli flokk­anna um ýmis mál en við­ræður hefðu sýnt áherslumun í öðr­um. ,,Ég tel að sam­töl und­an­far­inna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvar­legt að leggja af stað með þann mál­efna­grunn sem um er rætt og nauman meiri­hluta inn í kjör­tíma­bil­ið.  Margt segir mér að aðstæður kalli á rík­is­stjórn með breið­ari skírskotun og sterk­ari meiri­hluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boð­ið.  Ég úti­loka ekk­ert ­fyrir fram í þeim efn­um,” sagði Bjarni.

Ólík­legt verður þó að telj­ast að rík­is­stjórn með sterk­ari meiri­hluta sé í kort­un­um. Næst í röð­inni til að fá stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð er að öllum lík­indum Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna. Hún hefur verið boðuð á fund for­set­ans á morgun og mun reyna að mynda margra flokka stjórn frá miðju til vinstri sem gæti vel orðið minni­hluta­stjórn með stuðn­ingi eins eða tveggja flokka. 

Gener­alprufa miðju-hægri stjórn­ar­innar

Um helg­ina átti sér stað gener­alprufa rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks ann­ars vegar og frjáls­lynds miðju­banda­lags Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar hins veg­ar. Þar fengu flokk­arnir nasa­þef­inn af því hvernig and­staða gegn rík­is­stjórn þeirra gæti orð­ið. Eftir að til­kynnt var um það á föstu­dag að form­legar við­ræður myndu eiga sér stað reis reiði­bylgja upp þar sem hin fyr­ir­hug­aði ráða­hagur var harð­lega gagn­rýndur í opin­berri umræðu og á sam­fé­lags­miðl­um.

Andúðin beind­ist fyrst og fremst að Ótt­arri Proppé, for­manni Bjartrar fram­tíð­ar. Hann þótti ekki hafa sýnt heil­indi með því að fara í við­ræður við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Pönk­söngv­ar­inn sjálfur sem hafði sung­ið: „Burt með kvót­ann“.

Hún kom í flestum til­fellum frá stjórn­mála­mönn­um og aðilum sem eru fylg­is­menn þeirra flokka sem eiga ekki aðild að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum eða fólki sem er alfarið á móti veru Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rík­is­stjórn. Margt af því fólki sem gagn­rýndi Ótt­arr hvað harð­ast þarf nú að reyna að mynda rík­is­stjórn með hon­um. Má þar nefna Jón Þór Ólafs­son, þing­mann Pírata, sem sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book að Ótt­arr væri vin­gjarn­leg­asti og kurt­eis­asti maður sem hægt væri að hitta. „Eflaust þolir hann ekki að vera hat­aður eins og mun ger­ast þegar hann styður aftur og aftur og aftur spill­ingu for­ystu XD í þingsal, á nefnd­ar­fund­um, í atkvæða­greiðsl­u­m,“ skrif­aði Jón Þór. Hann bætti svo við að Ótt­arr myndi sam­þykkja lög um bit­linga, um verk­föll á kenn­ara og um einka­væð­ingu heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og for­sæt­is­ráð­herra, bland­aði sér einnig í umræð­urn­ar. Í stöðu­upp­færslu á Face­book sagði hún: „Æ, æ, Ótt­arr Proppé. Ekki láta það ger­ast að stjórn hægri afl­anna i sam­fé­lag­inu verði í boði Bjartrar fram­tíðar þegar þið hafið betri kost í aug­sýn. Rík­is­stjórn umbóta og breyt­inga undir for­ystu Katrínar Jak­obs­dóttur er það sem fólk kallar eft­ir, ekki að Björt Fram­tíð verðið hækja Eng­eyj­ar­stjórn­ar. Það þarf að upp­ræta spill­ingu og forétt­indi í sam­fé­lag­inu og auka jöfnuð og rétt­læti. Það verður ekki gert í slíkri stjórn.“

Þessi mikla opin­bera andúð hafði áhrif á við­ræð­urnar og Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, sá sig knú­inn til að taka upp hansk­ann fyrir Ótt­arr á sam­fé­lags­miðlum á sunnu­dags­kvöld.

Svika­logn

Við­mæl­endur Kjarn­ans segja þó að sam­hljómur hafi verið milli Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar að halda óhrædd áfram við­ræðum og sjá hvort að hægt væri að ná þeirra áherslum í gegn. Á fundi í bak­landi Bjartrar fram­tíðar á mánu­dag var slegið á margar þeirra áhyggja sem settar höfðu verið fram innan flokks­ins. Þótt ljóst væri að umræður um erf­ið­ustu mál­in, sjáv­ar­út­vegs­mál og Evr­ópu­mál, væru eftir ríkti hóf­leg bjart­sýni um að það tæk­ist að ná sam­an. Fullur vilji var til að halda við­ræð­unum til streytu þangað til að stranda myndi á mál­efn­um.

Ein ástæða þess að við­ræð­urnar milli aðila höfðu gengið nokkuð vel hingað til er fólgin í manna­val­inu sem tó þátt í þeim. Bjarni valdi að taka með sér Svan­hildi Hólm Vals­dóttur og þing­mann­inn Teit Björn Ein­ars­son, sem hafa verið aðstoð­ar­menn hans und­an­farin ár, og yngsta þing­mann flokks­ins, rit­ar­ann Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur. Öll eru talin frjáls­lynd og ekki hluti af þeim armi flokks­ins sem er harð­astur gegn breyt­ingum á sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­kerfum eða mála­miðlun í Evr­ópu­sam­bands­mál­um. Þessi manna­skipan vakti athygli, enda eng­inn annar odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins við við­ræðu­borð­ið. 

Það yrði án efa erf­ið­ara að ná mála­miðlun ef fyrr­ver­andi for­maður Bænda­sam­tak­anna Har­aldur Bene­dikts­son væri að ræða um land­bún­að­ar­mál, ef Evr­ópu­and­stæð­ing­arnir Guð­laugur Þór Þórð­ar­son eða Óli Björn Kára­son væru að ræða Evr­ópu­mál eða Krist­ján Þór Júl­í­us­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Sam­herja, að ræða breyt­ingar á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­in­u. 

Sú bjart­sýni sem ríkti í gær var fljót að hverfa þegar fundir hófust í dag. Ástandið sem ríkt hafði var svika­logn. Til­lögur um upp­boð á nokkrum pró­sentum afla­heim­ilda í sjáv­ar­út­vegi, sem Við­reisn og Björt fram­tíð lögðu fram, voru óyf­ir­stíg­an­legar fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Bjarni sleit í kjöl­farið við­ræð­un­um. 

Morg­un­blaðið og þrýst­ingur um Fram­sókn

Skoðun þess arms Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem stendur fast­ast gegn breyt­ingum í sjáv­ar­út­vegi og land­bún­aði birt­ist oft­ast nær ágæt­lega í þeim skoð­unum sem fram eru settar í leið­urum Morg­un­blaðs­ins. Báðir rit­stjórar blaðs­ins, Davíð Odds­son og Har­ald­ur Johann­es­sen, erum áhrifa­menn innan þess arms. Í gær­morgun birt­ist leið­ari með fyr­ir­sögn­inn­i „Á­hyggju­efn­i“. Þar var reynt að leggja lín­urnar um hvað stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­urnar ættu að snú­ast um, að mati leið­ara­höf­und­ar, og svo voru talin upp brýn­ustu úrlausn­ar­efnin eins og mynd­ar­legar skatta­lækk­an­ir, inn­viða­fjár­fest­ingar og bæt­ing í heil­brigð­is-, vel­ferð­ar- og mennta­mál­um. „En það eru ekki þessi verk­efni og önnur álíka sem mestu ráða um myndun næstu rík­is­stjórn­ar. Sú umræða snýst aðal­lega um hvernig hægt sé að þókn­ast Við­reisn­ar­flokk­unum í Evr­ópu­málum og í aðför­inni að und­ir­stöðu­at­vinnu­vegum þjóð­ar­inn­ar, en íslenskir kra­ta­flokkar hafa af ein­hverjum ástæðum lengi haft horn í síðu þeirra atvinnu­greina[...]Það að umsókn um aðild að ESB skuli þykja eiga erindi inn í jafn mik­il­vægar umræður og nú standa yfir um stjórn­ar­myndun er veru­legt áhyggju­efni. Það gefur ekki góðar vonir um fram­haldið næstu fjögur árin ef ein­hverjir aðilar að rík­is­stjórn, ekki síst rík­is­stjórn með naumasta þing­meiri­hluta, eru svo laustengdir raun­veru­leik­anum að þeir telji brýn­ast af öllu að blásið verði lífi í þá alræmdu aðild­ar­um­sókn,“ sagði síðan í leið­ar­an­um.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun nú reyna að mynda ríkisstjórn, m.a. með flokkum Þorsteins Víglundssonar og Óttarrs Proppé.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þá hefur líka verið fyr­ir­staða inni í þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins gagn­vart myndun rík­is­stjórnar með Við­reisn og Bjartri fram­tíð. Þar er að finna nokkra þing­menn sem hafa lagst hart gegn stjórn­inni og þrýst mjög á að Fram­sókn­ar­flokknum verði bætt inn í allar verð­andi rík­is­stjórn­ir. Slíkar hug­myndir koma ekki til greina innan Við­reisnar né Bjartrar fram­tíð­ar.

Þverpóli­tísk sátt um stóru málin

Flestir stjórn­mála­flokkar á Íslandi – jafnt þeir sem nú sitja og reyna að mynda rík­is­stjórn og hinir sem munu standa utan hennar – gera sér grein fyrir því að ráð­ast þarf í mjög umfangs­miklar fjár­fest­ingar í innviðum og vel­ferð­ar­kerf­inu. Gríð­ar­leg upp­söfnuð fjár­fest­inga­þörf er í flestum stoðum sam­fé­lags­ins og ofur­vöxtur í ferða­þjón­ustu hefur aukið enn á nauð­syn þess að bætt verði veru­lega við hana á næstu árum. Í ljósi þess að afgangur af rík­is­fjár­málum stefnir í að verða um 400 millj­arðar króna í ár vegna stöð­ug­leika­fram­laga, og búist er við áfram­hald­andi bull­andi hag­vexti á næsta ári, þá er til mikið fjár­magn til að ráð­ast í margar þessar fjár­fest­ingar og við­mæl­endur Kjarn­ans innan þeirra flokka sem stóðu að við­ræð­unum sögðu það ekki verða vand­kvæðum bundið að koma sér saman milli flokk­anna þriggja hvernig sú fjár­fest­ing verði útfærð. Vanda­málið væri mun frekar það að fara ekki fram úr sér í fjár­fest­ingu og ofhita efna­hags­kerfið um leið. Þá höfðu flokk­arnir þrír höfðu náð nokkuð góðri sátt um aðgerðir til að ein­falda skatt­kerfið fyrir atvinnu­lífið

Það var því eðli­legt að helstu átökin séu um þau mál þar sem stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins er bein­línis á and­stæðum póli við stefnu Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að vel hafi gengið að ræða um breyt­ingar á land­bún­að­ar­kerf­inu og þar hafði náðst sam­staða um afnám ýmissa tolla og aðrar aðgerðir sem telj­ast hefðu mátt sem kerf­is­breyt­ing­ar.

Ákveðið hafði verið að geyma Evr­ópu­málin þar til síð­ast og dag­ur­inn í dag átti, líkt og áður sagði, að fara í að ræða sig niður á mögu­legar lausnir í sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Það tókst ekki.

Lota eitt búin, lota tvö að hefj­ast

Innan raða Vinstri grænna hefur það stöðu­mat verið ríkj­andi að ekki sé fýsi­legt að fara í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Fátt, ef nokk­uð, sam­eini flokk­anna. Þar hafa ráð­andi öfl verið meira en til­búin til að bíða af sér stjórn­ar­mynd­un­ar­til­raunir Sjálf­stæð­is­flokks­ins – sem þau telja að muni ekki skila neinum árangri – til að fá stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boðið sjálf og reyna myndun stjórnar frá miðju til vinstri undir for­sæti Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Lang lík­leg­ast verður að telja að Katrín fái nú tæki­færi til þess.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn virð­ist vera mjög til­bú­inn til að koma að slíkri miðju-vinstri stjórn, og sömu­leiðis stjórn til hægri ef svo ólík­lega vildi til að slík yrði á borð­inu með hann inn­an­borðs. Aðilar alls staðar að úr hinu póli­tíska lit­rófi segja að Fram­sókn virð­ist vera til­bú­inn að gera nán­ast allt til að kom­ast í rík­is­stjórn. Þar á meðal að ein­angra Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son og jafn­vel Gunnar Braga Sveins­son.

Lota eitt í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum eftir einar sögu­leg­ustu kosn­ingar í Íslands­sög­unni er lok­ið. Lota tvö er að hefj­ast. Því fer fjarri að fyrir liggi að hún verði sú síð­asta.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar