Birgir Þór Harðarson

Sumir unnu margfalt í húsnæðislottóinu

Frá 2010 hefur húsnæðisverð hækkað um 65 prósent og langt umfram verðbólgu. Eigið fé þeirra sem eiga fasteignir hefur hækkað um hundruð milljarða, en þeim sem ekki geta eignast húsnæði fjölgað. Samt þurfti að greiða verðtryggðum íbúðareigendum 80,4 milljarða króna í Leiðréttingu og enn hafa ekki fengist almennileg svör um hvernig hún skiptist.

Afgreiðsla skýrslu um hvernig Leið­rétt­ing­in, nið­ur­færsla verð­tryggðra fast­eigna­veð­lána, skipt­ist á milli fólks mun bíða nýrrar rík­is­stjórn­ar.  Þetta kemur fram í svari fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. Tæp­lega fjórtán mán­uðir eru liðnir frá því að tíu stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn lögðu fram beiðni um skýrsl­una, sem átti að skýra frekar hvernig Leið­rétt­ingin dreifð­ist á milli þeirri sem hana feng­u. 

Leið­rétt­ingin er aðgerð sem rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks ákvað á ráð­ast í. Aðgerð­in sner­ist um að hluti þeirra Íslend­inga sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009 fengu 80,4 millj­arða króna greidda úr rík­is­sjóði vegna þess að lán þeirra hækk­uðu í kjöl­far verð­bólgu­skots á þeim árum. 

Vísi­tala ­í­búða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (rúm­lega 70 pró­sent Leið­rétt­ing­ar­innar fór á Suð­vest­ur­horn lands­ins), sem mælir hækkun á íbúð­ar­verði, hefur hækkað um 66 pró­sent frá árs­lokum 2009. Vísi­tala neyslu­verðs, sem mælir verð­bólgu, hækk­aði um 13,4 pró­sent upp­hafi hruns­ins haustið 2008 og til loka árs 2009. Frá hruni og fram til dags­ins í dag hefur vísi­talan hækkað um 38,9 pró­sent. 

Því er ljóst að íbúða­verð hefur hækkað langt umfram verð­bólgu á þeim tíma sem lið­inn er frá hruni og eig­endur hús­næðis með verð­tryggð lán fengið umtals­verða ­eigna­mynd­un um­fram verð­bólgu á því tíma­bili. Auk þess hafa láns­kjör batnað umtals­vert á Íslandi, vextir lækkað og aðgangs­hindr­anir til að end­ur­fjár­magna á betri kjörum verið rutt úr vegi. Þetta hefur leitt til þess að eig­endur fast­eigna á Íslandi hafa séð eign sína aukast um mörg hund­ruð millj­arða króna. 

Til við­bótar við þá ­eigna­mynd­un ­fékk hluti þeirra 80,4 millj­arða króna úr rík­is­sjóði.

Sátt­máli kyn­slóð­anna

Leið­rétt­ingin var kynnt undir yfir­skrift­inni „Sátt­máli kyn­slóð­anna“ með lúðra­blæstri á fundi leið­toga rík­is­stjórn­ar­innar í Hörpu haustið 2013. Næsta árið voru haldnir tveir slíkir fundir til við­bót­ar, sá síð­asti í nóv­em­ber 2014.

Á síð­asta fund­inum var farið yfir valin dæmi um hvernig Leið­rétt­ingin átti að virka. Meðal ann­ars var sýnt að 27.193 ein­stak­lingar sem skuld­uðu undir tíu millj­ónum króna fengu nið­ur­fell­ingu á skuldum sínum vegna aðgerð­ar­innar og að 30 pró­sent upp­hæð­ar­innar sem rík­is­sjóður greiddi út hafi varið til hjóna sem áttu meira en 25 millj­ónir króna í eigin fé í hús­næði sínu og ein­stak­linga sem sem áttu meira en ell­efu millj­ónir króna í eigin fé.

Í þeim gögnum sem birt voru á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins sam­hliða kynn­ing­unni voru flestar upp­lýs­ingar hins vegar settar fram með hlut­falls­bilum og ómögu­legt var að sjá út skipt­ingu milli ald­ur­s-, tekju- og eigna­hópa utan þeirra dæma sem valin voru sér­stak­lega við kynn­ingu á nið­ur­stöðum aðgerð­ar­inn­ar. 

Stjórn­ar­and­stöðu­þing­mönnum þóttu þær upp­lýs­ingar sem veittar höfðu verið um skipt­ingu 80,4 millj­arða króna af skattfé á milli hópa ekki nægj­an­leg­ar. Þann 11. nóv­em­ber 2014 lagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, fram fyr­ir­spurn á Alþingi í 15 liðum im Leið­rétt­ing­una. Tæpum mán­uði síðar barst svar frá Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Í svar­inu var engum spurn­inga Katrínar svarað efn­is­lega en svörum lofað á vor­þingi 2015 með­ ­með fram­lagn­ingu sér­­­stakrar skýrslu ráð­herra um aðgerð­ina. 

Málið olli nokkru upp­­­­­námi á Alþingi og svar­aði ráð­herra í kjöl­farið fimm af 15 spurn­ingum Katrínar 29. jan­ú­­ar 2015. Beðið var eftir frek­­­ari svörum í fimm mán­uði til við­­­bótar og 29. júní 2015 birti fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra svo skýrslu sína um lækkun höf­uð­stóls verð­­­tryggðra hús­næð­is­veð­lána. Hún hafði upp­haf­lega átt að birt­ast í des­em­ber 2014 og verið í „loka­frá­gangi“ frá því í maí 2015. 

Smá ljósi varpað á skipt­ingu

Skýrslan varp­aði skýr­ara ljósi á því hvernig Leið­rétt­ingin skipt­ist á milli þeirra sem hana fengu, en svar­aði ekki öllum þeim spurn­ingum sem fram höfðu verið lagð­ar.  Kjarn­inn þurfti að óska sér­stak­lega eftir tölum sem lágu á bak við ­skýr­ing­ar­myndir sem birtar voru í skýrsl­unni til að fá geta áttað sig hvernig upp­hæðin skipt­ist á milli­ ­fólks eftir aldri, búsetu og tekj­u­m. 

Að ein­hverju leyti voru upp­­lýs­ing­­arnar sem komu fram í skýrsl­unni end­­ur­birt­ing á þeim upp­­lýs­ingum sem birtar voru í Hörpu í nóv­­em­ber 2014. Þar segir að um 94 þús­und ein­stak­l­ingar hafi átt rétt á að fá nið­ur­felldar verð­tryggðar skuldir vegna verð­­bólg­u­skots­ins sem varð á Íslandi á árunum 2008 og 2009. Á þeim árum voru um 80 þús­und Íslend­ingar yngri en 18 ára. Ætla má að um 30 pró­­sent þeirra barna séu börn „leið­réttra“ Íslend­inga. Því má segja að sá hópur sem hafi verið „leið­rétt­­ur“ vegna verð­­bólg­u­skots eft­ir­hrunsár­anna telji um 117 þús­und manns. Með­­al­­fjöldi Íslend­inga árið 2008 og 2009 var 317.413 manns. Það þýðir að rúm­­lega 200 þús­und Íslend­ingar eru „óleið­rétt­ir“.

Þar kom enn fremur fram að flestir sem sóttu um leið­rétt­ingu voru um eða yfir fimm­tugt. Þannig fengu þeir sem eru yfir 56 ára alls 26,4 millj­arða króna úr rík­is­sjóði vegna aðgerð­ar­innar en þeir sem voru yngri en 35 ára 4,4 millj­arða króna. Rúm­lega 70 pró­sent útdeilds fjár­magns fór til íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða þeirra sem bjuggu á Suð­vest­ur­land­i. 

Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 65 prósent frá 2010. Það er langt umfram verðbólgu frá hruni, líka þegar tillit er tekið til „leiðrétta“ timabilsins.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þá stað­festi skýrslan að tekju­hæstir fengu mest út úr Leið­rétt­ing­unn­i. Alls fékk tekju­hæsti hóp­­ur­inn, þar sem heim­il­is­­tekjur voru yfir 21,3 millj­­ónir króna á ári, 10,4 millj­­arða króna. Sá næst­­tekju­hæsti fékk 9,4 millj­­arða króna. Sam­tals fengu þessir hópar (þar sem mán­að­­ar­­legar með­­al­­tekjur voru ann­­ars vegar tæp­­lega 1,8 millj­­ónir króna á mán­uði og hins vegar tæp­­lega 1,2 til tæp­­lega 1,8 millj­­ónir króna á mán­uði) 19,8 millj­­arða króna í leið­rétt­ingu. Með­­al­­upp­­hæð leið­rétt­ing­­ar­greiðslu var 7,6 pró­­sent af árs­­tekjum efsta bils­ins. Til sam­an­­burðar nam heild­­ar­­upp­­hæð leið­rétt­ingar 62 pró­­sentum af árs­­tekjum lægsta tekju­bils­ins sem fékk greiðslu vegna Leið­rétt­ing­ar­inn­ar.

Stór­eigna­fólk fékk millj­arða í Leið­rétt­ingu

Engar upp­­lýs­ingar eru um ­eigna­stöð­u þeirra sem fá leið­rétt­ingu í skýrsl­unni. Þar mátti hins vegar sjá að tæpur þriðj­ungur þeirra heim­ila sem fengu gef­ins fé úr rík­­is­­sjóði í aðgerð­inni skuld­aði undir tíu millj­­ónum króna. Til að setja töl­una í sam­hengi má benda á að með­al­upp­hæð gerðs ­kaup­samn­ings­ ­vegna ­í­búð­ar­kaupa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu síð­ustu rúmu þrjá mán­uði er 44,6 millj­ónir króna. 

Það eina sem kemur fram um ­eigna­stöð­u ­þiggj­enda er sú að alls hafi 1.250 manns sem greiddu auð­legð­ar­skatt árið 2013 höf­uð­stólslækk­­un. Til að borga auð­legð­ar­skatt, sem nú hefur verið aflagð­­ur, þurftu hjón að eiga meira en 100 millj­­ónir króna í hreinni eign (ein­stak­l­ingur þurfi að eiga 75 millj­­ónir króna). Alls fékk þessi stór­­eign­­ar­hóp­­ur, sem er um fjórð­ungur allra þeirra sem greiða auð­legð­ar­skatt, 1,5 millj­­arð króna vegna Leið­rétt­ing­ar­inn­ar.

Til við­­bótar kom fram að þau heim­ili sem skuld­uðu ekki lengur verð­­tryggð hús­næð­is­lán, meðal ann­­ars vegna þess að þau höfðu borgað þau upp, fengu svo­­kall­aðan sér­­stakan per­­són­u­af­­slátt í stað nið­­ur­­færslu á höf­uð­stól. Alls fékk sá hópur 5,8 millj­­arða króna úr rík­­is­­sjóði. Í reið­u­­fé.

Beiðni um frek­ari skipt­ingu

Í ljósi þess að skýrsla Bjarna svar­aði ekki nema að hluta til þeim spurn­ingum sem Katrín hafði óskað eftir svörum við lögðu tíu þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar sam­eig­in­lega fram beiðni um nýja skýrslu. Beiðnin var fyrst lögð fram í júní 2015 og svo aftur í októ­ber sama ár. Seinni beiðnin var sam­þykkt 20. októ­ber 2015. 

Þing­­­menn­irnir tíu fóru meðal ann­­­ars fram á að fá að vita hvernig heild­­­ar­­­upp­­­hæð leið­rétt­ing­­­ar­inn­­­ar, um 80,4 millj­­­örðum króna, skipt­ist eftir tekjum á milli allra fram­telj­enda árið 2014, hvort sem þeir nutu lækk­­­unar eða ekki og hvernig heild­­­ar­­­upp­­­hæðin dreif­ist á milli allra fram­telj­enda eftir hreinum eign­­­um.

Spurn­ing­­­arnar fimm sem stjórn­­­­­ar­and­­­stöð­u­­­þing­­­menn­irnir vilja fá svör við eru eft­ir­far­andi:

  1. Hvernig skipt­ist heild­­­ar­­­upp­­­hæð þeirrar fjár­­­hæðar sem varið hefur verið til lækk­­­unar verð­­­tryggðra fast­­­eigna­veð­lána ein­stak­l­inga milli beinnar höf­uð­stólslækk­­­unar á fast­­­eigna­veð­lánum ein­stak­l­inga og frá­­­­­drátt­­­ar­liða, svo sem fast­­­eigna­veð­krafna án veð­­­trygg­inga, van­skila og greiðslu­­­jöfn­un­­­ar­­­reikn­inga?

  2. Hverjir eru frá­­­­­drátt­­­ar­lið­irnir og hver er skipt­ingin milli þeirra í krónum talið?

  3. Hvert er heild­­­ar­hlut­­­fall beinnar höf­uð­stólslækk­­­un­­­ar, þ.e. lækk­­­unar höf­uð­stóls að und­an­­­skildum frá­­­­­drátt­­­ar­lið­um, af verð­­­tryggðum fast­­­eigna­veð­lán­um?

  4. Hvernig dreif­ist heild­­­ar­­­upp­­­hæðin sem varið hefur verið til lækk­­­unar verð­­­tryggðra hús­næð­is­lána eftir tekjum á milli allra fram­telj­enda árið 2014, hvort sem þeir nutu lækk­­­unar eða ekki? Hvert er hlut­­­fall heild­­­ar­­­upp­­­hæð­­­ar­innar sem skipt­ist niður á tekju­bil hvers tíunda hluta fyrir sig, miðað við eignir á árinu 2014? Hver er fjöldi fram­telj­enda á bak við hvert tekju­bil?

  5. Hvernig dreif­ist heild­­­ar­­­upp­­­hæðin sem varið hefur verið til lækk­­­unar verð­­­tryggðra hús­næð­is­lána á milli allra fram­telj­enda árið 2014 eftir hreinum eign­um, þ.e. eignum umfram skuld­ir? Hvert er hlut­­­fall heild­­­ar­­­upp­­­hæð­­­ar­innar sem skipt­ist niður á eigna­bil hvers tíunda hluta fyrir sig, miðað við eignir á árinu 2014? Hver er fjöldi fram­telj­enda á bak við hvert eigna­bil?

Katrín Jakobsdóttir lagði fram beiðni um nýja skýrslu um skiptingu Leiðréttingarinnar fyrir um fjórtán mánuðum síðan.
mynd:Birgir Þór Harðarson

Síðan eru liðnir tæp­lega fjórtán mán­uðir og ný skýrsla hefur enn ekki borist.

Ekk­ert gerst

Kjarn­inn spurð­ist fyrir um afdrif skýrsl­unnar í júní síð­ast­liðn­um. Í svörum ráðu­neyt­is­ins kom fram að ekki væri hægt að fá upp­lýs­ingar um hvenær skýrslan yrði til­búin en að hún yrði send Alþingi um leið og það gerð­is­t. 

Þann 11. októ­ber síð­ast­lið­inn, rétt rúmum tveimur vikum fyrir kosn­ing­ar, vakti Katrín Jak­obs­dóttir athygli á stöðu skýrslu­gerð­ar­innar á þing­i. „Þessar upp­­lýs­ingar hljóta að liggja fyrir og hæstv. ráð­herra gerði þá betur í því að skila bara auðu og segja að hann hafi ekki upp­­lýs­ing­­arnar ef hann hefur þær ekki. Þetta á auð­vitað að vera löngu kom­ið, herra for­­seti. Þetta er ekki boð­­leg­t,“ sagði Katrín. Hún sagði að henni hefði verið sagt að rekið hafi verið eftir skýrsl­unni í ráðu­­neyt­inu. „Ég fer nú að velta því fyrir mér hvernig hæst­virtir ráð­herrar ætla að sinna skyldum sínum gagn­vart þing­inu þegar þeir kom­­ast upp með það í heilt ár að svara ekki skýrslu­beiðni frá tíu þing­­mönnum úr öllum stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­flokk­un­­um.“ 

Oddný Harð­ar­dótt­ir, þá for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tók undir með Katrín­u og sagði vinn­u­brögðin í mál­inu til hábor­innar skammar, að það skuli drag­­ast í heilt ár að bregð­­ast við skýrslu­beiðni um stærsta kosn­­inga­lof­orð­ið. „Maður spyr sig þá hvort þarna séu spurn­ingar sem hæstv. fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra treysti sér ekki til þess að upp­­lýsa um svörin við. Þarna er spurt um tekj­­ur, eign­ir, hverjir fengu nið­­ur­greiðsl­una. Er það ekki einmitt eins og bent hefur verið á að þarna var ríku fólki rétt rík­­isfé og stuðn­­ing­­ur? Ég leyfi mér að full­yrða að þess vegna sé skýrslan ekki komin fram. Meðan ég fæ ekki aðrar skýr­ingar held ég mig við þessa.“ 

Einar K. Guð­finns­­son, for­­seti Alþing­is, sagð­ist þá ætla að kanna hvernig á þessu stæði og hvers vegna skýrslan væri ekki komin til Alþing­­is.

Síðan hefur ekk­ert gerst.

Eigið fé fast­eigna­eig­enda hefur tvö­fald­ast

Á vef Alþingis stendur nú um afdrif skýrsl­unnar að beiðni vegna hennar hafi verið leyfð en að skýrslan hafi ekki borist. Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um stöðu skýrsl­unnar og í svari þess, sem barst í dag, kemur fram að afgreiðsla skýrsl­unnar muni bíða nýrrar rík­is­stjórn­ar. 

Það verður því enn nokkur bið á því að almenn­ingur á Íslandi fái nákvæm­lega að vita hvernig 80,4 millj­arðar króna sem greiddir voru út úr rík­is­sjóði skipt­ist niður á lands­menn þrátt fyrir að rúm þrjú ár séu síðan að Leið­rétt­ingin var kynnt í Hörpu. 

Þótt langt sé um lið­ið, og þegar sé búið að greiða út allt féð, þá skipta upp­lýs­ing­arnar um skipt­ingu þess samt sem áður enn miklu máli. Ástæður á íslenskum hús­næð­is­mark­aði eru nefni­lega þannig að verð hefur hækkað gríð­ar­lega á und­an­förnum árum og hindr­unum þeirra sem eru með lágar tekj­ur, eiga litlar eignir eða eru bara ungir inn á mark­að­inn hefur fjölgað mik­ið. Visitala íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem mælir hækkun á íbúð­ar­verði, hefur til að mynda hækkað um 48,4 pró­sent frá árs­lokum 2009. Það þýðir að íbúð sem kost­aði 30 millj­ónir króna í lok árs 2009 kostar nú tæp­lega 45 millj­ónir króna og þörf þeirra sem vilja kaupa fyrir eigið fé hefur vaxið úr sex millj­ónum króna í tæp­lega níu millj­ónir króna, sé miðað við 20 pró­sent eig­in­fjár­fram­lag. Íbúða­verð hefur hækkað langt umfram verð­bólgu frá hruni, meðal ann­ars þá verð­bólgu sem Leið­rétt­ingin var greidd út vegna. Þá hafa vaxta­kjör verð­tryggðra lána lækkað til muna – meðal ann­ars með inn­komu líf­eyr­is­sjóða á þann markað – og hindr­unum almenn­ings til að skipta um fjár­mögnun fækk­að. Þeir sem fengu leið­rétt en búa enn í verð­tryggð­u ­eign­inni hafa því hagn­ast þrefalt á þró­un­inni hér­lendis á und­an­förnum árum. Virði hús­næðis þeirra hefur hækkað langt umfram verð­bólgu, þeir fengu nið­ur­greiðslu á lánum sínum vegna Leið­rétt­ing­ar­innar og láns­kjör þeirra hafa batnað til muna.

Á sama tíma hefur eft­ir­spurn eftir hús­næði auk­ist mun hraðar en fram­boð, meðal ann­ars vegna auk­ins fjölda ferða­manna. Bygg­ing nýs ­í­búð­ar­hús­næð­is er óra­fjarri því að mæta þeirri miklu eft­ir­spurn sem er eftir hús­næði. Afleið­ingin er meðal ann­ars sú að 42 pró­sent ungs fólks á aldr­inum 20-29 ára á höf­uð­borg­ar­svæð­inu býr nú í for­eldra­hús­um. Fyrir tíu árum var þetta hlut­fall ríf­lega 30 pró­sent. Miklu fleiri í þessum ald­urs­hópi búa í for­eldra­húsum á Íslandi en á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Leigu­verð hefur líka rokið upp. Í síð­asta mán­uði var með­alleigu­verð í Reykja­vík á þriggja her­bergja 77 fer­metra íbúð 170.670 þús­und krónur á mán­uði. Í árs­lok 2011 kost­aði leiga fyrir slíka íbúð 114.884 krón­ur. 

Á meðan að sífellt stærri hópur glímir við óyf­ir­stíg­an­legar aðgangs­hindr­anir inn á hús­næð­is­mark­að, hvort sem er eign­ar- eða leigu­mark­að, verða þeir sem eiga eignir á Íslandi sífellt rík­ari. 

Sam­kvæmt tölum Rík­is­skatt­stjóra var eigið fé lands­manna 2.813 millj­arðar króna í lok árs 2015. Ári áður var það 2.443 millj­arðar króna. Það jókst því um 370 millj­arða króna á árinu 2015. Helsta ástæða þess að eigið fé flestra Íslend­inga hefur auk­ist hratt á síð­ustu árum er gríð­ar­leg hækkun á hús­næð­is­verði. Sú hækkun hefur haft áhrif á alla hópa sam­fé­lags­ins, en þó hlut­falls­lega mest áhrif á þá sem höfðu eign­ast fast­eignir en áttu lítið eða ekk­ert í þeim. Þorri eigna venju­legra íslenskra launa­manna eru enda bundnar í fast­eign­um, þegar eign þeirra í líf­eyr­is­sjóðum er und­an­skil­in. Frá árinu 2010, þegar fast­eigna­mark­að­ur­inn náði botni sínum eftir hrun­ið, hefur vísi­tala íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um 66 pró­sent. 

Á því tíma­bili hefur eigið fé þeirra Íslend­inga sem eiga fast­eignir tvö­fald­ast.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar