36 dagar í fimmta sæti yfir lengstu stjórnlausu tímabilin

Liðnir eru 36 dagar frá kosningum og engin ríkisstjórn hefur verið mynduð. Þetta er fimmta lengsta „stjórnlausa“ tímabilið á Íslandi.

Það er óvíst hvaða ríkisstjórn verður mynduð eftir síðustu Alþingiskosningar. Hér er ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á ríkisráðsfundi. Hún starfar sem starfsstjórn þar til ný stjórn tekur við.
Það er óvíst hvaða ríkisstjórn verður mynduð eftir síðustu Alþingiskosningar. Hér er ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á ríkisráðsfundi. Hún starfar sem starfsstjórn þar til ný stjórn tekur við.
Auglýsing

Ekki hefur tek­ist að mynda rík­is­stjórn eftir kosn­ing­arnar 29. októ­ber síð­ast­lið­inn. Liðnir eru 36 dagar síðan kosn­ing­arnar voru sem er tvö­falt lengri tími en leið að jafn­aði frá kosn­ingum síð­ustu tvo ára­tugi.

Lengd stjórn­ar­mynd­un­ar­tíma­bils­ins nú er í fimmta sæti yfir lengstu tíma­bil eftir kosn­ingar og þar til rík­is­ráðs­fundur er hald­inn með nýrri rík­is­stjórn. Enn vantar 23 daga þar til tíma­bilið eftir kosn­ing­arnar í haust verður fjórða lengsta stjórn­ar­mynd­un­ar­tíma­bil­ið.

Sé litið til stjórn­ar­myndana síð­ustu 60 ára þá hefur það tekið nýja þing­menn að jafn­aði tekið 33 daga að mynda rík­is­stjórn eftir kosn­ing­ar. Lengsta slíka tíma­bilið var í aðdrag­anda fyrsta ráðu­neytis Þor­steins Páls­sonar en það liðu 74 dagar frá kosn­ingum 1987 og þar til hann gat myndað meiri­hluta­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokknum sín­um, Fram­sókn­ar­flokki og Alþýðu­flokki.

Auglýsing

Kosið var að vori árið 1987 og þá tap­aði rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks þing­meiri­hluta sín­um. Rík­is­stjórn Þor­steins tók form­lega við á rík­is­ráðs­fundi í júlí þetta sama ár en hún varð ekki lang­líf heldur sprakk hún rúmu ári síð­ar. Stundum er þessi rík­is­stjórn kölluð „stjórnin sem sprakk í beinni útsend­ing­u“.

Steingrímur Hermannsson myndaði ríkisstjórn eftir að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar „sprakk í beinni“. Í þessari ríkisstjórn sátu meðal annars Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon sem áttu tvisvar eftir að mynda ríkisstjórn saman árið 2009. Einnig átti Ólafur Ragnar Grímsson, síðar forseti Íslands, sæti í þessari ríkisstjórn sem fjármálaráðherra.

Stjórn­ar­kreppa 1978-1980

Í öðru sæti á þessum stjórn­ar­mynd­un­ar­lista er rík­is­stjórn Ólafs Jóhann­es­sonar árið 1978 sem tók 68 daga að setja sam­an. Þetta var upp­haf lengri stjórn­ar­kreppu sem átti ekki eftir að leys­ast fyrr en nærri tveimur árum seinna. Ólaf­ur, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, náði þarna að setja flokk sinn við rík­i­s­tjórn­ar­borðið ásamt Alþýðu­banda­lag­inu og Alþýðu­flokkn­um. Það tók stjórn­mála­menn­ina allt sum­arið 1978 að mynda rík­is­stjórn því kosið var í júní og rík­is­stjórnin tók ekki við fyrr en á rík­is­ráðs­fundi 1. sept­em­ber.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn var eftir kosn­ing­arnar 1978 minnstur flokka á Alþingi en þó með 12 þing­menn. Alþýðu­banda­lagið og Alþýðu­flokk­ur­inn höfðu 14 menn hvor og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 20. Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið undir for­sæti Ólafs Jóhann­es­sonar sprakk hins vegar í októ­ber 1979 svo boðað var til kosn­inga og fóru þær fram 2. og 3. des­em­ber. Við­ræðu­tíma­bilið sem fór þá í hönd tók heila 67 daga eða þar til Gunnar Thorodd­sen, þing­maður klof­ins Sjálf­stæð­is­flokks, gat sett sinn arm þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins við rík­is­stjórn­ar­borðið ásamt Fram­sókn­ar­flokki og Alþýðu­banda­lagi.

Í báðum þessum kosn­ingum höfðu flokk­arnir mögu­leika á að mynda tvegggja flokka meiri­hluta­stjórn, ólíkt þeirri stöðu sem nú er uppi eftir kosn­ing­arnar 2016. Þá var það djúpur mál­efna­á­grein­ingur sem varð þess vald­andi að ekki tókst að mynda rík­is­stjórn með öllum Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Lengd við­ræðna um stjórn­ar­myndun Fjöldi daga frá kjör­degi og þar til nýtt ráðu­neyti tekur við völdum á rík­is­ráðs­fundi. For­sæt­is­ráð­herrar nýrrar stjórnar eru merktir við.
Kosn­ingar Rík­is­ráðs­fundur Fjöldi daga For­sæt­is­ráð­herra
25. April 1987 8. July 1987 74 Þor­steinn Páls­son
25. June 1978 1. Sept­em­ber 1978 68 Ólafur Jóhann­es­son
3. Decem­ber 1979 8. Febru­ary 1980 67 Gunnar Thorodd­sen
30. June 1974 28. Aug­ust 1974 59 Geir Hall­gríms­son
29. Oct­o­ber 2016 4. Decem­ber 2016 36 ?
23. April 1983 26. May 1983 33 Stein­grímur Her­mann­son
13. June 1971 14. July 1971 31 Ólafur Jóhann­es­son
24. June 1956 24. July 1956 30 Her­mann Jón­as­son
27. April 2013 23. May 2013 26 Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son
26. Oct­o­ber 1959 20. Novem­ber 1959 25 Ólafur Thors
8. May 1999 28. May 1999 20 Davíð Odds­son
25. April 2009 10. May 2009 15 Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir
8. April 1995 23. April 1995 15 Davíð Odds­son
10. May 2003 23. May 2003 13 Davíð Odds­son
12. May 2007 24. May 2007 12 Geir Haarde
20. April 1991 30. April 1991 10 Davíð Odds­son
  Með­al­tal 33  
  Með­al­tal síð­ustu 20 ára 17  
  Með­al­tal síð­ustu 60 ára 34  

Davíð Odds­son var snöggur að þessu

Sé aðeins litið til síð­ustu tveggja ára­tuga eða svo sést að til­tölu­lega hratt hefur gengið að mynda rík­is­stjórnir hér á landi eftir síð­ustu sex Alþing­is­kosn­ing­ar. Athygli vekur að Davíð Odds­son var áber­andi sneggstur allra verð­andi for­sæt­is­ráð­herra að mynda rík­is­stjórn. Það liðu aðeins 10 dagar frá kosn­ingum og þar til Davíð lét mynda sig og fyrsta ráðu­neyti sitt árið 1991.

Davíð fór sem for­maður flokks­ins í þrjár aðrar Alþing­is­kosn­ing­ar. Eftir kosn­ing­arnar 1995 mynd­aði hann og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn rík­is­stjórn með Hall­dóri Ásgríms­syni og Fram­sókn­ar­flokkn­um. Þá liðu 15 dagar frá kosn­ingum þar til nýtt ráðu­neyti Dav­íðs tók við. Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur höfðu svo rík­is­stjórn­ar­sam­starf undir for­ystu Dav­íðs þar til um mitt kjör­tíma­bilið 2003-2007 þegar bæði Davíð og Hall­dór drógu sig í hlé frá stjórn­mál­un­um.

Að gamni eru dag­arnir sem liðu frá kosn­ingum og þar til nýtt ráðu­neyti Dav­íðs tók við, jafn­vel þó rík­is­stjórn­ar­sam­starfið hafi verið það sama. Með­al­tal Dav­íðs var 14,5 dagar sem er mun minna en þeir for­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem á undan honum voru.

Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar eftir kosningar 1999.

Aug­ljós úrslit

Árið 2007 var Geir Haarde orð­inn for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem fékk stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni for­seta. Geir hringdi í Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur, for­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og hitt­ust þau á Þing­völlum til að ræða rík­is­stjórn­ar­sam­starf. Sam­fylk­ingin hafði fengið góða kosn­ingu og hafði 18 þing­menn. Geir var líka fljótur að þessu og var búinn að láta mynda sig með sam­flokks­mönnum og fyrstu ráð­herrum Sam­fylk­ing­ar­innar 12 dögum eftir kosn­ing­ar.

Tveimur árum síðar – vorið 2009 í fyrstu kosn­ing­unum eftir efna­hags­hrunið – hlutu Sam­fylk­ingin og Vinstri græn sam­an­lagt meiri­hluta þing­manna. Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hafði starfað sem for­sæt­is­ráð­herra í minni­hluta­stjórn þess­ara flokka frá því að Geir Haarde baðst lausnar í lok jan­úar 2009. Eftir kosn­ing­arnar liðu 15 dagar frá kosn­ingum þar til Jóhanna tók við sínu öðru ráðu­neyti.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hlaut stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð frá for­seta Íslands eftir kosn­ing­arnar 2013. Fram­sókn­ar­flokkur Sig­mundar Dav­íðs hafði þá unnið mik­inn kosn­inga­sigur og bætt við sig fjölda þing­manna frá kosn­ing­unum fjórum árum áður. Vinstri flokk­unum var klár­lega hafnað og þess vegna lá í augum uppi að Fram­sókn­ar­menn og Sjálf­stæð­is­menn tækju höndum sam­an.

Í sum­ar­bú­stað Bjarna Bene­dikts­sonar var stjórn­ar­sátt­máli settur sam­an. Samn­inga­lotan var hins vegar nokkuð löng í þetta sinn og myndin af Sig­mundi Davíð og ráðu­neyti hans var ekki tekin fyrr en 26 dögum eftir kosn­ing­ar. Það er einum degi lengra en það tók Ólaf Thors og Emil Jóns­son að setja saman Við­reisn­ar­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Alþýðu­flokks sem sat árin 1959-1971.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son tók við sem for­sæt­is­ráð­herra í þess­ari rík­is­stjórn eftir að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son var upp­vís af því að hafa átt félög í skatta­skjólum og sagði af sér í apríl á þessu ári. Það er einnig ástæða þess að kosið var 29. októ­ber.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á ríkisráðsfundi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None