Birgir Þór Harðarson

Ein stjórn í myndinni og fylkingar farnar að myndast á þingi

Eina stjórnin sem forsvarsmenn stjórnmálaflokka eru að ræða um að alvöru er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Flokkarnir þrír mynduðu meirihluta ásamt Framsókn í lífeyrissjóðsmálinu.

Þrátt fyrir að 53 dagar séu liðnir frá því að þing­kosn­ingar fóru fram, og þrír stjórn­mála­leið­togar séu búnir að fá stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð, er engin rík­is­stjórn í land­inu. Sem stendur eru engar form­legar við­ræður í gangi um myndun slíkrar en sam­töl eru að eiga sér stað um myndun rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar.

Flokk­arnir þrír hafa tví­vegis áður reynt að mynda rík­is­stjórn. Þeir fóru í form­legar við­ræður í nóv­em­ber eftir að Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, veitti Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar. Þegar full­trúar Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar töldu rík­is­stjórn­ina nán­ast í höfn sleit Bjarni við­ræð­unum 15. nóv­em­ber og bar fyrir sig að hann teldi hana ekki nægi­lega sterka – með sinn eins manns meiri­hluta – í ljósi þeirra efna­hags­legu áskor­ana sem fram undan eru á næsta ári. Innan hinna flokk­anna er sú skoðun hins vegar almenn að við­ræð­unum hafi verið slitið vegna til­lögum um upp­boðs­leið í sjáv­ar­út­vegi og and­stöðu hluta þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks við sam­starf við Við­reisn, sem litið er á sem flokk svik­ara. Ástæðan er sú að Við­reisn er að hluta til stofn­aður af fólki sem flúði Sjálf­stæð­is­flokk­inn vegna Evr­ópu­mála og skorts á fram­gangi frjáls­lyndra við­horfa.

Eftir að reynt var að mynda fimm flokka rík­is­stjórn undir for­ystu Vinstri grænna var reynt aftur við myndun DAC-­rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þó óform­lega í þetta skipt­ið. Aftur virt­ust for­svars­menn Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar vissir um að saman hefði náðst. Búið var að semja um inn­leið­ingu ýmissa frjáls­lyndra stefnu­mála sem myndu hafa bein og sýni­lega áhrif á íslenskan almúga og fram­sækna skatta­stefnu sem ætti að breyta því hvernig byrð­arnar dreifð­ust án þess að auka skatt­tekjur rík­is­sjóðs.

Mánu­dag­inn 28. nóv­em­ber virt­ist allt vera klappað og klárt. Þá breytt­ist afstaða Sjálf­stæð­is­manna hins vegar aftur og í stað þess að mynda DAC-­rík­is­stjórn­ina bauð Bjarni Við­reisn stjórn­ar­sam­starf með sér og Fram­sókn­ar­flokkn­um, sem var hafn­að. Heim­ildir Kjarn­ans herma að Bjartri fram­tíð hafi á sama tíma verið boðið að slíta sam­starfi sínu við Við­reisn og reyna að mynda rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki og Vinstri græn­um. Því til­boði var líka hafn­að. Í kjöl­farið var við­ræð­unum hætt aft­ur.

Við tók önnur til­raun við að mynda fimm flokka rík­is­stjórn frá miðju til vinstri, sem fyrir lá allan tím­ann að mynda ekki haf­ast sökum óbrú­an­legs bils milli Vinstri grænna og Við­reisnar í lyk­il­mál­um, sér­stak­lega skatta­mál­um.

Bjarni hefur lýst því yfir að hann sé til­bú­inn að fara aftur í við­ræður um myndun stjórnar með Við­reisn og Bjartri fram­tíð. Og óform­legar við­ræður um þá stjórn fóru fram um helg­ina og hafa haldið áfram í þess­ari viku. Innan Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar er eðli­lega fyr­ir­vari á við­ræð­unum í ljósi þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur tví­vegis áður slitið slíkum og reynt í kjöl­farið af krafti við myndun rík­is­stjórnar með öðrum flokk­um. Þeim finnst þeir ekki sætasta stelpan á ball­inu eins og er, heldur sú sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ætlar að sætta sig við.

Þreyta og þing­störf

Ástæða þess að umfjöllun um stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður hefur kólnað er tví­þætt: Ann­ars vegar er málið orðið ansi þvælt og þreytt, og stjórn­mála­leið­tog­arnir sem eru í hring­iðu þess sömu­leið­is. Hins vegar eru þing­störf hafin og þar er verið að takast á um mjög stór mál við nær ein­stæðar aðstæð­ur.

Fjár­laga­frum­varp var lagt fram í byrjun des­em­ber og þarf að sam­þykkj­ast fyrir ára­mót. Það var lagt fram að fyrri rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, sem situr enn þótt hún hafi ekki lengur þing­meiri­hluta. Þess vegna duga öll atkvæði þess­ara tveggja flokka ekki til að sam­þykkja fjár­laga­frum­varp­ið. Og ljóst er að innan fjár­laga­nefnd­ar, sem hefur frum­varpið til umfjöll­un­ar, er ágrein­ing­ur.

Oddný Harðardóttir og Þorsteinn Víglundsson eru hvorug sátt við fjárlagafrumvarpið, en af sitt hvorri ástæðunni.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og vara­for­maður fjár­laga­nefnd­ar, segir í Frétta­blað­inu í morgun að hún muni greiða atkvæði gegn frum­varp­inu að óbreyttu. Það sé byggt á stefnu síð­ustu rík­is­stjórnar og við það sé margt að athuga. Í ljósi yfir­lýs­inga og áherslna Vinstri grænna um mikla aukn­ingu til vel­ferð­ar­mála og inn­viða­upp­bygg­ingu verður að telj­ast nær öruggt að þau muni einnig standa gegn frum­varp­inu eins og það er núna.

Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisnar sem situr í nefnd­inni, gagn­rýnir hins vegar frum­varpið á sama stað fyrir að vera „mjög bólg­ið.“ Það hvernig tekst að lenda fjár­laga­frum­varp­inu mun segja mikið til um hvers konar rík­is­stjórn verður hægt að mynda.

Línur dregnar í líf­eyr­is­sjóðs­mál­inu

Tvö önnur mál eru til umfjöll­unar á þing­inu. Í öðru þeirra eru póli­tískar línur farnar að mynd­ast. Það snýst um frum­varp um breyt­ingu á Líf­eyr­is­sjóði starfs­manna rík­is­ins (LSR) sem ætlað er að jafna líf­eyr­is­rétt­indi í land­inu. Málið byggir á sam­komu­lagi við helstu stétt­ar­fé­lög opin­bera starfs­manna frá 19. sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Vanda­málið er að þau hafa nær öll nú snú­ist gegn frum­varp­inu og aðilar sam­komu­lags­ins eru ósam­mála um túlkun á grund­vall­ar­at­riðum í breyt­ingum sem lúta að því hvernig líf­eyr­is­kjör verða tryggð til fram­búðar og hvort þau geti talist jafn­verð­mæt fyrir og eftir breyt­ing­ar. Þá ríkja miklar efa­semdir um að laun opin­berra starfs­manna verði jöfnuð við það sem er á almenna mark­aðn­um, gefi þeir eftir betra líf­eyr­is­kerfi með rík­is­á­byrgð.

Þrátt fyrir þennan ágrein­ing var frum­varpið lagt aftur fram í des­em­ber og það var afgreitt út úr efna­hags- og við­skipta­nefnd í gær nær óbreytt. Fjórir flokkar stóðu saman og mynd­uðu meiri­hluta um afgreiðslu frum­varps­ins til ann­arrar umræðu: Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokk­ur, Við­reisn og Björt fram­tíð. Hinir þrír flokk­arnir skil­uðu allir sér­á­liti og ætla ekki að sam­þykkja frum­varpið að óbreyttu.

Meiri sátt er hins vegar um þriðja málið sem þarf að afgreiða: breyt­ingar á lögum um kjara­ráð. Það frum­varp var afgreitt til ann­arrar umræðu á mánu­dag með atkvæðum allra nema full­trúa Pírata. Full­trúi þeirra leggur þó til að frum­varpið verði sam­þykkt með ákveðnum breyt­ing­um.

Flytur Sig­urður Ingi ára­móta­ávarp­ið?

Miðað við stöð­una eins og hún er nú verður að telj­ast óvíst, en ekki ómögu­legt, að fjár­lög verði afgreidd fyrir jól, þótt að dag­skrá þings­ins geri ráð fyrir því. Á meðan að sú vinna stendur yfir mun form­leg stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður vera á ís á með­an. Og litlar líkur eru á form­legum fund­ar­höldum á aðfanga- eða jóla­dag. Í ljósi þess að búið er að fara tví­vegis í gegnum við­ræður milli þeirra flokka sem lík­leg­astir eru til að mynda rík­is­stjórn þá ættu slíkar hins vegar að taka skamman tíma ef ákveðið verður að láta slag standa.

Ef þörf er á fjár­laga­vinnu milli jóla og nýárs mun myndun nýrrar rík­is­stjórnar þó nær örugg­lega drag­ast fram yfir ára­mót. Og Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, þá flytja ára­móta­ávarp for­sæt­is­ráð­herra fyrir hönd minni­hluta-­starfs­stjórnar sinn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar