kosningaspá

Uppgjör kosningaspárinnar 2016

Íslendingar fengu tækifæri til þess að kjósa í lýðræðislegum kosningum tvisvar á árinu sem er að líða. Í aðdraganda forsetakosninga og alþingiskosninga gerði Kjarninn kosningaspá í samstarfi við Baldur Héðinsson stærðfræðing.

Tvennar kosn­ingar fóru fram á Íslandi árið 2016. Kosið var í emb­ætti for­seta Íslands þar sem aldrei hafa fleiri verið í kjöri og svo var boðað til alþing­is­kosn­inga að hausti, hálfu ári áður en kjör­tíma­bilið var úti. Fyrir kosn­ing­arnar birti Kjarn­inn kosn­inga­spána, eins og gert var fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2014.

Í örstuttu máli þá er kosn­inga­spáin sam­an­safn allra þeirra kann­ana sem liggja fyrir um fylgi stjórn­mála­flokka og fram­bjóð­enda í kosn­ingum hverju sinni. Baldur Héð­ins­son stærð­fræð­ingur hefur hannað reink­i­líkan sem vegur hverja könnun eftir fyr­ir­framá­kveðum stöðlum og nið­ur­staðan er lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­inga hverju sinni.

Fyrir alþing­is­kosn­ing­arnar var svo þing­sæta­spáin kynnt til sög­unar en það er nýj­ung í íslenskri kosn­inga­um­fjöll­un. Þing­sæta­spáin er reikni­líkan sem fram­kvæmir 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­ar“ þar sem nið­ur­stöður fyr­ir­liggj­andi kann­ana eru hafðar til grund­vall­ar. Líkanið hönn­uðu stærð­fræð­ing­arnir Baldur Héð­ins­son og Stefán Ingi Valdi­mars­son með það að mark­miði að reikna líkur á því að ein­staka fram­bjóð­andi nái kjöri í Alþing­is­kosn­ing­un­um. Skoð­ana­kann­anir í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 2009 og 2013 voru not­aðar til að sann­prófa þing­sæta­spána, þar sem spáin er borin saman við end­an­lega úthlutun þing­sæta.

Hér að neðan verður gerð til­raun til þess að gera upp kosn­inga­spána í sam­ræmi við nið­ur­stöður kosn­ing­anna. Kosn­inga­spáin byggir á þeim gögnum sem könn­un­ar­að­ilar veita og því er eðli­legt að byrja á því að skoða frá­vik könn­un­ar­að­ila í þessum kosn­ingum sem haldnar voru á árinu.

For­seta­kosn­ing­arnar

Í for­seta­kosn­ing­unum tókst Gallup best til í síð­ustu könnun sinni. Það mun­aði hins vegar ekki miklu á milli könn­un­ar­að­il­anna.

Frávik kannana frá úrslitum forsetakosninga
Könnuaraðili tímabil frávik frá úrslitum
Gallup fyrir RÚV 20.-24.júní 2.33%
Félagsvísindast. fyrir Morgunbl. 19.-22. júní 2.66%
Fréttablaðið 21. júní 2.73%

Þetta mikla frá­vik má að ein­hverju leyti skýra með því að benda á mikla fylg­is­sveiflu við Höllu Tóm­as­dóttur á loka­metrum kosn­inga­bar­átt­unn­ar. Hún hafði verið langt á eftir Guðna Th. Jóhann­essyni í öllum könn­unum þar til í síð­ustu vik­unni fyrir kosn­ing­arnar þegar fylgi við hana fór á flug. Um leið tókst kosn­inga­spánni ekki að gera ráð fyrir miklu meiri stuðn­ingi við Höllu sem kom fram í kosn­ing­un­um.

Kosn­inga­spáin er reikni­líkan sem ætlað er að birta sem raun­hæf­asta mynd af fylgi fram­bjóð­enda á hverjum tíma­punkti fyrir sig í aðdrag­anda kosn­inga. Í reikni­lík­andið voru færðar nýj­ustu kann­anir á fylgi fram­bjóð­enda í emb­ætti for­seta og þeim gefið vægi eftir fyr­ir­fram ákveðnum regl­um. Í kosn­inga­spánni eru áhrif svo­kall­aðra útlaga demp­uð, það eru kann­anir sem lýsa ekki þýð­inu nógu vel, eða birta nið­ur­stöður sem eru á skjön við allar aðrar kann­anir sem gerðar hafa verið á sama eða svipð­uðu tíma­bili. Sveifl­urnar í kosn­inga­spánni verða minni fyrir vik­ið.

Fylgi við Höllu Tómasdóttur tók mikið skrið í lok kosningabaráttunnar. Mynd: Birgir Þór

Það var þess vegna nokkuð óvænt að sjá stuðn­ing við fram­boð Höllu Tóm­as­dóttur aukast hratt í síð­ustu kosn­inga­spám fyrir kosn­ing­ar. Nokkrir dagar höfðu liðið þar til Frétta­blað­ið, Félags­vís­inda­stofnun og Gallup birtu kannir á fimmtu­dag og föstu­dag fyrir kosn­ing­ar. Halla hafði á þeim tíma fengið meiri byr undir báða vængi en hún hafði áður gert og var á föstu­dag komin með upp undir 20 pró­sent fylgi í kosn­inga­spánni, nokkuð meira en Davíð Odds­son og Andri Snær Magna­son, sem bit­ist höfðu um „annað sæt­ið“ vik­urnar á und­an.

Nið­­ur­­stöður kosn­­ing­anna voru því rök­rétt fram­hald af þeim fylg­is­­sveiflum sem lesa má úr lín­u­­rit­inu. Halla bætti við sig tölu­vert og tók mest af sínu auka­­fylgi af Guðna, Andra og Dav­­íð.

Alþing­is­kosn­ingar

Þær kann­anir sem réðu loka­spá kosn­inga­spár­innar 29. októ­ber 2016, á kjör­dag, eru hér að neðan og með­al­frá­vik könn­un­ar­að­ila frá úrslitum kosn­ing­anna.

Frávik kannana frá úrslitum alþingiskosninga
Könnunaraðili Meðalfrávik frá úrslitum
Þjóðarpúls Gallup 1.71%
Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar 2.40%
Vegið meðaltal skoðanakannana MMR 2.17%
Skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis 1.23%

Eins og áður segir þá birti Kjarn­inn í fyrsta sinn þing­sæta­spá fyrir alþing­is­kosn­ing­arnar í haust. Líkanið gerir 10.000 sýnd­ar­kosn­ingar með fyr­ir­liggj­andi kann­anir á fylgi flokka til hlið­sjónar og metur þannig lík­urnar á því að ein­staka fram­bjóð­endur nái kjöri í kosn­ing­un­um.

Hvernig tókst til

Reini­líkön líkt og það sem Þing­manna­spáin byggir á þarf að sann­prófa. Mik­il­væg­ustu mæli­kvarð­arnir sem þarf að skoða eru röðun og kvörð­um.

Röðun sann­reynir hversu gott líkanið er að aðgreina þá sem kom­ast á þing frá þeim sem ekki kom­ast á þing. Öllum fram­bjóð­endum sem til­greindir voru í Þing­manna­spánni er raðað frá þeim sem fengu hæstar líkur til þeirra sem fengu lægstar líkur (sjá mynd).

Röðun fulltrúa Græni liturinn táknar það að fulltrúi hafi náð kjöri, rauður merkir að fulltrúinn hafi ekki náð kjöri. Hlutfallstalan í hringjunum táknar líkindi þess að fulltrúi næði kjöri í þingmannaspánni.
1-10
100%
100%
100%
100%
100%
100%
100%
100%
100%
100%
11-20
100%
100%
100%
100%
100%
100%
100%
100%
99%
99%
21-30
99%
99%
99%
99%
97%
97%
96%
96%
96%
96%
31-40
95%
94%
94%
94%
91%
90%
90%
89%
87%
86%
41-50
85%
82%
78%
78%
77%
75%
73%
71%
68%
67%
51-60
63%
62%
62%
58%
58%
57%
57%
57%
56%
52%
61-70
52%
51%
48%
48%
46%
46%
44%
44%
43%
41%
71-80
40%
40%
38%
37%
35%
34%
31%
29%
24%
24%
81-90
16%
15%
14%
14%
12%
12%
11%
10%
10%
10%
91-100
10%
9%
8%
7%
6%
4%
4%
4%
3%
3%
101-110
3%
3%
3%
3%
3%
2%
2%
2%
2%
2%
111-120
2%
2%
1%
1%
1%
1%
1%
1%
1%
1%
121-130
0,6%
0,5%
0,4%
0,4%
0,3%
0,3%
0,2%
0,1%
0,1%
0,1%
131-140
0,1%
0,1%
0,1%
0,1%
0,1%
0,1%
0,1%
0,1%
0,1%
0,1%
141-146
0,1%
0,1%
0,1%
0,1%
0,1%
0,1%

Full­komin röðun væri ef allir þeir 63 sem kjörnir voru á þing hefðu fengið hæstar líkur í Þing­manna­spánni og hefði því verið raðað fremst. Eins og sjá má af mynd­inni kemur röðun Þing­manna­spár­innar heilt yfir vel út, þeir sem kom­ast inn á þing rað­ast fram­ar­lega og þeir sem kom­ast ekki inn á þing aft­ar­lega.

Kvörðun sann­reynir hvort líkur sem Þing­manna­spáin úthlutar fram­bjóð­endum séu rétt metn­ar. Sem dæmi ef 100 fram­bjóð­endum er öllum úthlutað 75% líkum á að ná kjöri, ættu um 75 þeirra að ná kjöri, 25 ekki. Þing­manna­spáin úthlut­aði 42 fram­bjóð­endum líkum á bil­inu 80%-100% og með­al­líkur þess­ara 42 fram­bjóð­enda reikn­ast 96%. 40 þeirra náður kjöri eða 95%. Taflan hér að neðan sýnir nán­ari nið­ur­stöður um kvörðun Þing­manna­spár­inn­ar.

Kvörðun ÞingsætaspárTaflan sýnir frekari útlistun á upplýsingunum hér að ofan. Hér má sjá fjölda þeirra fulltrúa (frambjóðenda) sem lentu í tilgreindu líkindabili, hversu margir voru kjörnir, hlutfall þeirra fulltrúa sem náðu kjöri af þeim fjölda sem Þingsætaspáin spáði kjöri og að lokum meðallíkindi á að fulltrúarnir myndu ná kjöri.
Líkindabil Frambjóðendur Kjörnir Hlutfall kjörinna Meðallíkur
80%-100% 42 40 95.2% 96.4%
60%-80% 11 7 63.6% 70.4%
40%-60% 18 11 61.1% 49.9%
20%-40% 9 4 44.4% 32.4%
0%-20% 66 1 1.5% 3.4%

Hvað er kosn­­inga­­spá­in?

Fyrir hverjar kosn­ingar um allan heim birta fjöl­miðlar gríð­ar­legt magn af upp­lýs­ing­um. Þessar upp­lýs­ingar eru oftar en ekki töl­fræði­leg­ar, byggðar á skoð­ana­könn­unum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upp­lifir stjórn­mála­um­ræð­una og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórn­mála­fræð­ingar og fjöl­miðlar kepp­ast svo við að túlka nið­ur­stöð­urnar og veita almenn­ingi enn meiri upp­lýs­ingar um stöð­una í heimi stjórn­mál­anna.

Allar þessar kann­anir og allar mögu­legar túlk­anir á nið­ur­stöðum þeirra kunna að vera rugl­andi fyrir hinn almenna neyt­anda. Einn kannar skoð­anir fólks yfir ákveðið tíma­bil og annar kannar sömu skoð­anir á öðrum tíma og með öðrum aðferð­um. Hvor könn­unin er nákvæm­ari? Hverri skal treysta bet­ur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vand­inn er að hinn almenni kjós­andi hefur ekki for­sendur til að meta áreið­an­leika hverrar könn­un­ar. Þar kemur kosn­inga­spáin til sög­unn­ar.

Kosn­­­inga­­­spálíkan Bald­­­urs Héð­ins­­­sonar miðar að því að setja upp­­­lýs­ing­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar hér á Kjarn­anum reglu­lega.

Til útskýr­ingar má segja að vægi kann­ana er gefið eftir því hversu næmur könn­un­ar­að­il­inn og aðferðir hans eru á raun­veru­legar hreyf­ingar í sam­fé­lag­inu. Kosn­ingar eru auð­vitað eini mæli­kvarð­inn á það hversu vel könn­un­ar­að­ilum tekst upp svo miðað er við sögu­leg gögn og þau borin saman við kosn­inga­úr­slit til að ákvarða áreið­an­leika. Þá skiptir máli hversu langt er liðið síðan könn­unin var gerð og hversu margir tóku þátt í henni.

Kjarn­inn birti Kosn­­­inga­­­spá Bald­­­urs fyrir sveit­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­kosn­­­ing­­­arnar 2014 og reynd­ist sú til­­­raun vel. Á vefnum kosn­­­inga­­­spá.is má lesa nið­­­ur­­­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­­­vik kann­ana miðað við kosn­­­inga­úr­slit­in.

Kosn­­­inga­­­spá Kjarn­ans og Bald­­­urs Héð­ins­­­sonar er gerð í fyrsta sinn fyrir for­seta­kosn­ingar og alþing­is­kosn­ingar í ár. Í nýj­­­ustu kosn­­­inga­­­spánni hverju sinni eru nýj­ustu kann­anir könn­un­ar­að­ila vegnar eftir áreið­an­leika. Fylgi ein­stakra fram­boða er svo fundið með vegnu með­al­tali úr þeim könn­unum sem liggja til grund­vallar hverri spá fyrir sig. Spálíkanið sem Baldur hefur útbúið byggir að veru­legu leyti á aðferðum Nate Sil­ver. Um það má lesa hér.

Þær kann­anir sem teknar eru gildar í kosn­inga­spánni verða að upp­fylla lág­marks skil­yrði töl­fræði­legrar aðferða­fræði. Þar er litið til stærðar úrtaks­ins, fjölda svar­enda, könn­un­ar­tíma­bils og þess hvort úrtakið stand­ist kröfur til að reyn­ast mark­tækt, svo fátt eitt sé nefnt. Bent er á að í frétt­unum hér að neð­an, þar sem nið­ur­stöður spálík­ans­ins hverju sinni eru greind­ar, má finna upp­lýs­ingar um hvaða kann­anir liggja til grund­vallar hverri spá og hversu mikið vægi þær fengu í útreikn­ing­un­um.

Þing­sæta­spáin

Þing­sæta­spáin er ítar­legri grein­ing á gögnum kosn­inga­spár­innar sem mælir lík­indi þess að ein­staka fram­bjóð­andi nái kjöri í alþing­is­kosn­ing­um. Nið­ur­stöð­urnar byggja á fyr­ir­liggj­andi könn­unum á fylgi fram­boða í öllum sex kjör­dæmum lands­ins hverju sinni og eru nið­ur­stöð­urnar birtar hér á vefn­um.

Fyrir kjör­dæmin

Líkur á því að ein­staka fram­bjóð­andi nái kjöri byggja á reikni­lík­ani stærð­fræð­ing­anna Bald­urs Héð­ins­sonar og Stef­áns Inga Valdi­mars­son­ar. Í stuttu máli er aðferða­fræðin sú að fylgi fram­boða í skoð­ana­könn­unum er talin lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­inga að við­bættri óvissu sem byggir á sögu­legu frá­viki kann­ana frá kosn­inga­úr­slit­um. Sögu­leg gögn sýna fylgni er á milli þess að ofmeta/van­meta fylgi flokks í einu kjör­dæmi og að ofmeta/van­meta fylgi flokks­ins í öðrum kjör­dæm­um. Frá­vikið frá lík­leg­ustu nið­ur­stöðu fyrir flokk er því ekki óháð milli kjör­dæma. Ef frá­vikið er nei­kvætt í einu kjör­dæmi fyrir ákveð­inn flokk aukast lík­urnar á að það sé sömu­leiðis nei­kvætt í öðrum kjör­dæm­um.

Reikni­líkanið hermir 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­ar“ og úthlutar kjör­dæma- og jöfn­un­ar­sætum út frá nið­ur­stöð­un­um. Líkur fram­bjóð­anda á að ná kjöri er þess vegna hlut­fall „sýnd­ar­kosn­inga“ þar sem fram­bjóð­and­inn nær kjöri.

Tökum ímyndað fram­boð X-list­ans í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sem dæmi: Fram­boðið mælist með 20 pró­sent fylgi. Í flestum „sýnd­ar­kosn­ing­un­um“ fær X-list­inn 2 þing­menn en þó kemur fyrir að fylgið í kjör­dæm­inu dreif­ist þannig að nið­ur­staðan er aðeins einn þing­mað­ur. Sömu­leiðis kemur fyrir að X-list­inn fær þrjá þing­menn í kjör­dæm­inu og í örfáum til­vikum eru fjórir þing­menn í höfn.

Ef skoðað er í hversu mörgum „sýnd­ar­kosn­ing­um“ hver fram­bjóð­andi komst inn sem hlut­fall af heild­ar­fjölda fást lík­urnar á að sá fram­bjóð­andi nái kjöri. Sem dæmi, hafi fram­bjóð­and­inn í 2. sæti X-list­ans í Norð­vest­ur­kjör­dæmi náð kjöri í 90.000 af 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­um“ þá eru lík­urnar á því að hann nái kjöri í alþing­is­kosn­ing­unum metnar 90 pró­sent.

Skoð­ana­kann­anir í aðdrag­anda alþing­is­kosn­inga 2009 og 2013 voru not­aðar til að sann­prófa þing­sæta­spánna, þar sem spáin er borin saman við end­an­lega úthlutun þing­sæta.

Fyrir landið í heild

Þegar nið­ur­stöður í öllum kjör­dæmum liggja fyrir er hægt taka nið­ur­stöð­urnar saman fyrir landið í heild og meta líkur á því hversu marga þing­menn hver flokkur fær á lands­vísu. X-list­inn gæti, svo dæm­inu hér að ofan sé haldið áfram, feng­ið:

  • 8 þing­menn í 4% til­fella
  • 9 þing­menn í 25% til­fella
  • 10 þing­menn í 42% til­fella
  • 11 þing­menn í 25% til­fella
  • 12 þing­menn í 4% til­fella

Þetta veitir tæki­færi til þess að máta flokka saman reyna að mynda meiri­hluta þing­manna og skoða líkur á því hvaða flokkar muni ná meiri­hluta á þingi að afstöðnum kosn­ing­um. Ef X-list­inn er einn af þeim flokkum sem myndar meiri­hluta að loknum kosn­ingnum er þing­manna­fram­lag hans til meiri­hlut­ans aldrei færri en 8 þing­menn, í 96% til­fella a.m.k. 9 þing­menn, í 71% til­fella a.m.k. 10 þing­menn o.s.frv. Lands­líkur X-list­ans eru því settar fram á form­inu:

  • = > 8 þing­menn í 100% til­fella
  • = > 9 þing­menn í 96% til­fella
  • = > 10 þing­menn í 71% til­fella
  • = > 11 þing­menn í 29% til­fella
  • = > 12 þing­menn í 4% til­fella
  • = > 13 þing­menn í 0% til­fella

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar