Ávörp

Nýr tónn í ávörpum æðstu ráðamanna

Áherslur áramótaávarpa forseta og forsætisráðherra um áramótin 2015/2016 voru á mennina sem fluttu þau og þeirra verk. Áherslurnar nú voru allt aðrar.

Nýir menn fluttu ára­móta­á­vörp sem for­sæt­is­ráð­herra og for­seti Íslands um liðna helgi. Sig­urður Ingi Jóhanns­son flutti sitt fyrsta ára­móta­ávarp sem for­sæt­is­ráð­herra á gaml­árs­dag, en Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hafði flutt þrjú síð­ustu ávörp á meðan að hann gegndi starf­inu. Þá flutti Guðni Th. Jóhann­es­son, sjötti for­seti lýð­veld­is­ins, sitt fyrsta nýársávarp í fyrra­dag. Áður hafði Ólafur Ragnar Gríms­son flutt slík 20 ár í röð.

Tölu­verður áherslu­munur var á ávörpum mann­anna tveggja sem fluttu þau nú og hinna tveggja sem fluttu þau um síð­ustu ára­mót. Kjarn­inn tók saman það helsta úr ára­móta­ávarpi for­sæt­is­ráð­herra árin 2015 og 2016 og úr nýársávarpi for­seta Íslands sömu ár.

Mynd: RÚV skjáskot.

Pen­inga­stefna, staða íslensk­unnar og ótt­inn við að sagan end­ur­taki sig

Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra var ekki alveg öruggur með að flytja sitt fyrsta ávarp sem leið­togi rík­is­stjórn­ar, þar sem hann leiðir starfs­stjórn sem hefur minni­hluta atkvæða á bak við sig. Ef ný rík­is­stjórn hefði verið mynduð á grund­velli nið­ur­stöðu alþing­is­kosn­inga sem fram fóru 29. októ­ber fyrir lok síð­asta árs þá hefði nýr for­sæt­is­ráð­herra flutt ávarp­ið. Dag­inn áður en það var flutt fékk Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, raunar form­legt stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð frá for­seta Íslands til að mynda rík­is­stjórn með Við­reisn og Bjartri fram­tíð.

Sig­urður Ingi var hóf­samur í ára­móta­ávarpi sínu. Hann sagði að í haust hafi verið tíma­mót í hag­sögu Íslands þegar að erlendar eignir lands­manna urðu í fyrsta sinn meiri en skuldir okk­ar. Sér­stakrar aðgæslu væru þó þörf á upp­gangs­tímum eins og þeim sem við nú lif­um. Og mikil eyðsla leiði til þenslu og verð­bólgu.

Mesta athygli í ávarp­inu vöktu orð Sig­urðar Inga um að end­ur­skoða þyrfti pen­inga­stefnu Íslands heild­stætt og hvort að það kerfi sem við styðj­umst við nú sé best til þess fallið að við­halda lágri verð­bólgu og stöð­ug­leika. „Ég ótt­ast því miður að sagan gæti að ein­hverju leyti end­ur­tekið sig þar sem gengi krón­unnar hefur hækkað um tugi pró­senta á aðeins nokkrum árum og stefnir nú hrað­byri á sömu slóðir og fyrir 2008,“ sagði Sig­urður Ingi.

Stöðugt gengi skipti mestu máli og í huga starf­andi for­sæt­is­ráð­herra væri mikil geng­is­hækkun jafn skað­leg og geng­is­lækk­un. Leita þurfi nýrra lausna í pen­inga­málum og hætta að leggja ofurá­herslu á vexti. „Ég gæti nefnt þætti líkt og aðhald í rík­is­fjár­mál­um, sjóða­söfnun hins opin­bera og einnig ýmis­legt annað sem hefur verið tengt við hug­takið þjóð­hags­varúð þar sem meðal ann­ars er hugað að útlánum fjár­mála­stofn­ana[...]Grípa þarf í taumanna til að koma í veg fyrir frek­ari geng­is­styrk­ingu sem mun gera íslenska fram­leiðslu ósam­keppn­is­hæfa í útlönd­um.“

Sig­urður Ingi tal­aði einnig um stöðu íslensk­unnar og sagði rétt að leggja við hlustir þegar fræði­menn töl­uðu um að raun­veru­leg hætta væri á því að tungu­málið gæti dáið út. Þá nefndi hann einnig að Ísland ætti að vera í far­ar­broddi í loft­lags­málum þótt það yrði tölu­vert átak að ná þeim mark­miðum sem sett voru í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu.

Mynd: RÚV/Skjáskot

Hvatti lands­menn til að við­ur­kenna árangur sinn

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son flutti sitt síð­asta ára­móta­ávarp, að minnsta kosti í bili, á gaml­árs­dag 2015. Atburðir sem áttu sér stað í apríl 2016, í hinu svo­kall­aða Wintris-­máli, gerðu það að verkum að hann var knú­inn til að segja af sér emb­ætti og kosn­ingum var flytt fram á haust.

Í ávarp­inu lagði Sig­mundur Davíð fyrst og síð­ast áherslu á þann góða árangur sem hann taldi rík­is­stjórn sína hafa náð fyrir lands­menn. Þótt margir ættu við erf­ið­leika að stríða, og til þeirra ætti að hugsa, væri líka mik­il­vægt að minn­ast þess góða og láta það verða hvatn­ingu til fram­fara.

Árið 2015 reynd­ist far­sælt fyrir íslensku þjóð­ina. Flest hefur gengið okkur í hag und­an­farin miss­eri og betur en víð­ast hvar ann­ars stað­ar­.[...]Vel hefur tek­ist til með stór mál. Stutt er síðan skulda­vandi stóð efna­hags­legri fram­tíð lands­ins fyrir þrifum en nú hefur skulda­hlut­fall heim­il­anna lækkað það mikið og hratt að skuldir íslenskra heim­ila eru orðnar hlut­falls­lega lægri en í mörgum nágranna­löndum okk­ar.

Upp­gjör slita­búa bank­anna og losun fjár­magns­hafta ger­breyta efna­hags­legri stöðu okkar og mögu­leikum til fram­tíð­ar­.[...]Á nýju ári ræðst hvort okkur auðn­ast að byggja áfram upp á grunni þess árang­urs sem þegar hefur náðst. Til þess að svo megi verða munum við þurfa sam­stöðu um að halda áfram á þeirri braut sem hefur reynst okkur svo vel. Hluti af því er að við við­ur­kennum árang­ur­inn og látum hann þannig verða okkur að hvatn­ing­u.“

Sig­mundur Davíð sagði að þegar fólk upp­lifi vel­gengni, fram­farir og árangur þá dragi það athygl­ina að und­an­tekn­ing­un­um. „En þegar það er árang­ur­inn sem beinir athygl­inni að und­an­tekn­ing­unum væri synd að líta á und­an­tekn­ing­arnar sem rétt­læt­ingu fyrir því að umbylta öllu, telja allt von­laust og ætla að byrja frá grunni, gera eitt­hvað allt ann­að. Þegar gengur vel, mjög vel, gef­ast menn ekki upp og segja að fyrst ekki sé búið að ná full­komnun sé betra að gera enn eina til­raun með ein­hverja hug­mynda­fræði sem lofar full­komnu sam­fé­lagi. Slíkt hefur alltaf endað illa.“

For­sæt­is­ráð­herr­ann hvatti svo til þess að hið mann­gerða umhverfi, bæir og sveit­ir, yrðu gerð sífellt meira aðlað­andi og að arf­leið vík­inga­tím­ans yrði gert hærra undir höfði ásamt annarri sögu okkar og menn­ing­u.„­Sam­fé­lag okkar virkar vel og í krafti þess getum við haldið áfram að bæta það. Mestu hætt­urnar sem við stöndum frammi fyrir eru kæru­leysi, það að við lítum á árang­ur­inn sem sjálf­gef­inn, og nei­kvæðn­i.“

Mynd: RÚV/Skjáskot

Styrkur þjóð­fé­lags ekki mældur í hag­vexti heldur fram­komu við þá sem minna mega sín

Guðni Th. Jóhann­es­son, sjötti for­seti Íslands, flutti í fyrsta sinn nýársávarp á sunnu­dag. Þar var sleg­inn nýr tónn. Guðni Th. hóf ávarp sitt á því að fjalla stutt­­lega um þann tíma sem hann hefur setið í emb­ætt­inu, en hann tók við því 1. ágúst síð­­ast­lið­inn. Hann hafi upp­­lifað að Íslend­ingar beri mikla virð­ingu fyrir emb­ætti for­­seta Íslands en um leið megi hann ekki telja sig yfir aðra haf­inn. Öllum sé hollt að koma til dyr­anna eins og þeir eru klæddir og sagði Guðni Th. að Helgi Björns­­son hafi orðað það þannig í nýlegu dæg­­ur­lagi: „Vertu þú sjálf­­ur, gerðu það sem þú vilt. Vertu þú sjálf­­ur, eins og þú ert. Láttu það flakka, dans­­aðu í vind­in­­um. Faðm­­aðu heim­inn, elsk­að­u.“

Guðni Th. sagði að sam­­fé­lag okkar hafi lengi verið eins­­leitt. Ekki væri langt síðan að Íslend­ingar voru nær allir í þjóð­­kirkj­unni og öðrum kristnum trú­­fé­lög­um, hvítir á hör­und, áttu íslensku að móð­­ur­­máli og báru auð­­sýn­i­­lega íslenskt nafn. „Þetta er liðin tíð sem kemur ekki á ný. Fram­farir um okkar daga byggj­­ast á fjöl­breytni; flæði hug­­mynda og fólks um víða ver­öld. Um leið verðum við þó ætíð að tryggja og vernda grunn­­gildi okk­­ar; rétt­­ar­­ríki og vel­­ferð­­ar­­sam­­fé­lag þar sem mann­rétt­indi eru í hávegum höfð, jafn­­rétti kynj­anna, trú­frelsi og ást­frelsi, mál­frelsi og menn­ing­­ar­frelsi. Söm­u­­leiðis væri heilla­ráð að kynna fyrir þeim sem hér vilja setj­­­ast að þau þjóð­­ar­ein­­kenni sem hafa hjálpað okkur að kom­­ast af á hinu harð­býla landi okk­­ar: þraut­­seigju og þrjósku, sam­­stöðu þegar þörf krefur en sund­­ur­­lyndi þess á milli, og þá blöndu af aga­­leysi og æðru­­leysi sem kemur okkur í vand­ræði en út úr þeim aftur – og má draga saman í orð­tak­inu góða: „Þetta redd­­ast.““

For­­set­inn sagði að hann hyggi að flestir Íslend­ingar séu ein­huga um að meg­in­­stoð­ir okkar sam­­fé­lags séu jafn réttur allra til grunn­­mennt­unar og lækn­inga, óháð efna­hag. „Sátt virð­ist líka ríkja um nauð­­syn þess að heil­brigð­is- og ­mennta­­kerfi lands­ins standi undir nafni. Sé þannig að verki staðið er minni hætta en ella á því að fólk fest­ist í fátækt og for­laga­­fjötr­­um. Um ­leið eiga allir að geta spreytt sig, skarað fram úr, efnast, gert vel við sig og sína en goldið sann­­gjarnan skerf til sam­­fé­lags­þarfa. Höfum þó í huga að aukin mis­­­skipt­ing veldur sundr­ungu og spennu. Mann­kyni mun aldrei farn­­ast vel ef eitt pró­­sent jarð­­ar­­búa á eins mik­inn auð og hin 99 pró­­sent­in til sam­ans. Ógn stafar af fjár­­­magns­­skipu­lagi sem örfáir stýra og tek­ur ekki mið af hags­munum fjöld­ans. Þannig hafa Barack Obama ­Banda­­ríkja­­for­­seti og vís­inda­­mað­­ur­inn Stephen Hawk­ing nýlega kom­ist að orði og undir þessi sjón­­­ar­mið má taka.“

Guðni Th. sagði að styrkur ríkis og þjóð­­fé­lags væri ekki met­inn eftir hag­vexti, þjóð­­ar­fram­­leiðslu, víg­­bún­­aði eða mann­­fjölda. Þótt að við Íslend­ingar fögnum afrekum sam­landa okkar á sviði menn­ing­­ar, vís­inda eða ­í­­þrótta séu þau ekki end­i­­lega til vitnis um kosti sam­­fé­lags­ins. „Raun­veru­­legur styrkur þess felst í því hversu vel er hlúð að sjúkum og öðrum sem þurfa á aðstoð að halda, fólki sem býr við fötlun eða ­þroska­skerð­ingu. Styrk sam­­fé­lags má líka meta eftir því hvernig börn­um er sinnt, hvernig búið er að öldruðum á ævi­­kvöldi. Þetta eru allt sam­an­ ­mæli­kvarðar á lífs­­gæði, mark­mið sem skipta mestu í bráð og lengd. Í sam­an­­burði við mörg önnur ríki og okkar eigin for­­tíð megum við vel við una. En við getum ætíð gert enn bet­­ur.“

Mynd: RÚV/Skjáskot

Taldi óhætt að stíga frá þar sem helstu áskor­anir væru úr vegi

Ólafur Ragnar Gríms­son flutti nýársávarp for­seta Íslands í síð­asta sinn fyrir einu ári og einum degi síð­an. Hann hafði þá setið sem for­seti í tæp 20 ár. Ávarps­ins var beðið með mik­illi eft­ir­vænt­ingu enda hafi for­set­inn gefið það út að hann myndi til­kynna um hvort hann ætl­aði sér að sækj­ast eftir end­ur­kjöri eða ekki í því.

Ávarp Ólafs Ragn­ars fjall­aði framan af um emb­ættið sjálft og þann fjöl­þætta vitn­is­burð sem árið 2015 hafði fært um trausta stöðu Íslands á alþjóða­vett­vangi. Þar minnt­ist Ólafur Ragnar sér­stak­lega á þing Hring­borðs Norð­ur­slóða og þau erlendu fyr­ir­menni sem höfðu annað hvort haldið ræður eða komið að þeim vett­vangi en for­set­inn fyrr­ver­andi var sjálfur helsti hvata­maður vett­vangs­ins.

Ólafur Ragnar rakti síðan fleiri ferðir sínar erlendis og sagði frá þeim vilja sem fram hefði komið hjá erlendum ríkjum að nýta kunn­áttu Íslend­inga og hæfni, t.d. í sjálf­bærum veiðum og vinnslu og varð­andi orku­bú­skap.

Hann snéri sér síðan að stemmn­ing­unni í sam­fé­lag­inu og sagði: „Þótt erf­ið­leikar í kjöl­far banka­hruns­ins, glíman við fjár­málakrepp­una og and­streymið sem við mættum víða hafi á stundum nán­ast þaggað niður umræður um ágæti Íslands og styrk­leika þjóð­ar­inn­ar, er áríð­andi nú, þegar mestur vand­inn er að baki, að við höldum til haga hinum góðu kost­um, skiljum hve gjöful fram­tíðin getur reynst lands­mönnum öllum og sækjum svo auk­inn styrk í þá virð­ingu sem Íslend­ingar njóta víða um ver­öld.“

Ólafur Ragnar fór síðan yfir helstu auð­lindir þjóð­ar­innar sem væru að verða sífellt verð­mæt­ari. Þær væri fiski­stofn­ar, gæði lands­ins til að fram­leiða mat­væli, orkan í iðrum jarð­ar, feg­urð lands­ins, menn­ing þess og ótrú­legur árangur Íslend­inga í vís­indum og tækni. „Allt eru þetta sterkir strengir í stöðu Íslands, burð­ar­virki í þeirri bygg­ingu sem helguð er fram­tíð okk­ar.“

Í nið­ur­lagi ávarps síns hvatti Ólafur Ragnar til þess að Íslend­ingar ættu að nýta bætta stöðu sína til að laga haf aldr­aðra og öryrkja og útrýma fátækt úr íslensku sam­fé­lagi.

Þjóð­inni hafi þó, þrátt fyrir allt, miðað vel og leyst úr flestum þeim þrautum sem veg­ferð hennar hefði fært henni í hend­ur. Sú óvissa sem mót­aði afstöðu margra til for­seta­kjörs nokkrum árum áður væri ekki lengur fyrir hendi.  Búið væri að leggja til hliðar aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, upp­­­gjör föllnu bank­anna og afnám hafta væri senn í höfn og deilur um stjórn­­­ar­­skrána hefðu vikið fyrir sátt.

Í ljósi hennar og á grund­velli lýð­ræð­is­ins sem er okkar aðals­merki finn­ast mér blasa við hin réttu vega­mót til að færa ábyrgð for­seta á aðrar herðar og hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til end­ur­kjörs.

Nú er góður tími fyrir þjóð­ina að ganga með nýjum hætti til ákvörð­unar um for­­seta; sess Íslands og inn­­viðir þjóð­lífs­ins eru traust­­ari en um langan tíma. Þótt annar muni halda um for­­seta­­stýrið verð ég áfram reið­u­­bú­inn að sinna verkum á þjóð­­ar­skútu okkar Íslend­inga; er á engan hátt að hverfa frá borði; verð ætíð fús að leggj­­ast með öðrum á árar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar