Gríðarlegt umfang skattaskjólseigna Íslendinga

„Þeir Íslendingar sem hafa verið í aðstöðu til þess hafa frá fornu fari sumir hverjir leitað leiða til þess að flytja fé úr landi, ýmist til þess að forðast skattgreiðslur, leyna auðlegð sinni eða firra sig þeirri gengisáhættu sem fylgir íslensku krónunni.“ Þetta segir í skýrslu starfshóps um umfang skattaskjólseigna, sem var birt í dag og varpar ljósi á skattaskjólseignir Íslendinga.

Það varð stökk­breyt­ing á flæði fjár til aflands- og lág­skatta­svæða á fyrsta ára­tug þess­arar ald­ar, og fjöldi aflands­fé­laga í eigu Íslend­inga fer­tug­fald­að­ist frá árinu 1999 og fram að hruni. Eignir í stýr­ingu íslensku bank­anna í Lúx­em­borg 46-­földuðust á sama tíma­bili. Upp­safnað umfang eigna Íslend­inga á aflands­svæðum frá árinu 1990 til 2015 nemur ein­hvers staðar á bil­inu 350 til 810 millj­örðum króna, og tekju­tap hins opin­bera á árunum 2006 til 2014 nemur lík­lega um 56 millj­örðum króna. Á hverju ári gæti tapið vegna van­tal­inna skatta verið á bil­inu 4,6 til 15,5 millj­arðar króna.  

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu starfs­hóps, sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra skip­aði í kjöl­far upp­ljóstrana Panama­skjal­anna í apríl á síð­asta ári. Starfs­hóp­ur­inn skil­aði skýrslu sinni í sept­em­ber og kynnti hana í fjár­mála­ráðu­neyt­inu í byrjun októ­ber síð­ast­lið­ins, en hún var ekki kynnt fyrir Alþingi fyrir kosn­ing­ar. Kjarn­inn spurð­ist ítrekað fyrir um mál­ið, og í nóv­em­ber var greint frá því að skýrslan kæmi fyrir nýtt Alþingi þegar það kæmi sam­an. Af því varð ekki, og Kjarn­inn sagði frá því fyrr í þess­ari viku að ekk­ert bólaði á skýrsl­unni þrátt fyrir að þing hafi komið saman í byrjun des­em­ber. Í dag var skýrslan svo gerð opin­ber, og hún hefur verið send til efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is. 

Í starfs­hópnum áttu sæti Sig­­urður Ing­­ólfs­­son, for­­mað­­ur, Andrés Þor­­leifs­­son frá­ Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu, Anna Borg­þór­s­dóttir Olsen frá fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­inu, Björn R. Guð­­munds­­son frá Hag­­stofu Íslands, Fjóla Agn­­­ar­s­dóttir frá fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­in­u, Guð­­mundur Sig­bergs­­son frá Seðla­­banka Íslands, Sig­­urður H. Ing­i­mar­s­­son frá­ skatt­rann­­sókna­­stjóra og Sig­­urður Jens­­son frá rík­­is­skatt­­stjóra. Starfs­­maður hóps­ins var Íris H. Atla­dóttir frá fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­in­u. Hóp­ur­inn tekur marg­sinnis fram í skýrsl­unni að erfitt sé að meta umfang og tap af aflands­fé­lög­um, og að flestar rann­sóknir af þessu tagi taki mörg ár, en ekki nokkrar vikur eins og hér var raun­in. Þá tekur hóp­ur­inn fram að ljóst sé að þær tölur sem kynntar eru í skýrsl­unni séu aðeins bráða­birgða­nið­ur­stöður og mun ítarlegri grein­ingar sé þörf. „Telur starfs­hóp­ur­inn að gagn­legt gæti verið að taka upp þráð­inn aftur síðar og freista þess að taka á þeim mörgu álita­málum sem upp komu í vinnu­ferl­inu að þessu sinn­i.“

Stökk­breyt­ing í und­an­skotum

„Þeir Íslend­ingar sem hafa verið í aðstöðu til þess hafa frá fornu fari sumir hverjir leitað leiða til þess að flytja fé úr landi, ýmist til þess að forð­ast skatt­greiðsl­ur, leyna auð­legð sinni eða firra sig þeirri geng­is­á­hættu sem fylgir íslensku krón­unn­i,“ segir í skýrsl­unni. Í henni sé reynt að rekja laus­lega þá djúptæku afland­svæð­ingu efna­hags­lífs­ins sem hafi fylgt þenslu á fyrsta ára­tug ald­ar­inn­ar. 

„Út­rásin sem sést í tölum um erlenda stöðu þjóð­ar­bús­ins var ekki nema að hluta til eig­in­legt eign­ar­hald Íslend­inga erlend­is, heldur að miklu leyti það sem kalla mætti fram-og-til­baka fjár­fest­ingu, (e. round tripp­ing). Það eru mála­mynda­gjörn­ingar sem ekki þjóna öðrum til­gangi en þeim að fela eign­ar­hald, forð­ast skatt­greiðslur og koma eignum úr seil­ing­ar­færi lán­ar­drottna. Þar sem þró­unin varð alls ólík á hinum Norð­ur­lönd­un­um, sem búa við svip­aðan lag­ara­mma að öðru leyti, vaknar sú spurn­ing óhjá­kvæmi­lega, hvort hægt hefði verið að draga úr eða kom­ast hjá þessum mikla fjár­magns­flótta með því að fylgja líkri stefnu og þau gerð­u.“

Í skýrsl­unni segir að lengi hafi verið nokkuð um und­an­skot fjár­muna á erlenda leyni­reikn­inga, en stökk­breyt­ing varð á árunum fyrir hrun. Afland­svæð­ingin á íslenskum eignum var að öðrum þræði „þjóð­ern­issinn­uð“ segja skýrslu­höf­und­ar, vegna þess að aflands­fé­lögin fjár­festu í stórum stíl á Íslandi. Til dæmis var meiri­hluti úrvals­vísi­tölu Kaup­hall­ar­inn­ar, eða 56%, í eigu aflands­fé­laga í árs­lok 2007, eða um 1.500 millj­arðar króna. Félögin voru að lang­mestu leyti í eigum Íslend­inga, og það sama gilti um óskráð félög í aflandseign­ar­haldi. Á þessum tíma er lík­legt að um 70 pró­sent eigna­safns í eigna­stýr­ingu íslensku bank­anna í Lúx­em­borg hafi verið bundin í íslenskum hluta­bréf­um. Þetta var nátengt mik­illi inn­lendri eigna­verðs­þenslu, útlána­vexti og rót­tækri fjár­mála­væð­ingu íslensks sam­fé­lags á þessum tíma, segir í skýrsl­unni. Útlán banka tíföld­uð­ust á þesum tíma. „Eins og Panama­skjölin gefa til kynna var umfang afland­svæð­ingar íslensks efna­hags­lífs ein­stakt í heim­inum á þessum tíma. Afl­vak­inn var íslenska fjár­má­laun­d­rið og drif­kraft­ur­inn skatta­hag­ræð­ing og virk mark­aðs­setn­ing íslenskrar sér­banka­þjón­ustu í Lúx­em­borg.“ 

Í skýrsl­unni kemur einnig fram að rétt eins og Rann­sókn­ar­skýrsla Alþingis hafi leitt í ljós að ákveðin lausa­tök hafi verið í opin­berri umgjörð um fjár­mála­kerfið á þessum tíma fyrir hrun, virð­ist íslensk skatta­lög hafa gefið meira svig­rúm til flutn­ings eigna úr lög­sög­unni með lög­legum hætti en víða ann­ars stað­ar, en eft­ir­fylgni og gagna­skrán­ing á þessu sviði hafi ekki haldið í við hraðan vöxt fjár­magns­flutn­inga. 

Uppljóstranir úr Panamaskjölunum urðu til þess að ráðist var í gerð skýrslunnar.
Mynd: Birgir Þór

Bara þriðj­ungur félaga gef­inn upp á Íslandi

Starfs­hóp­ur­inn skoð­aði skatt­fram­töl Íslend­inga á árunum 2000 til 2015 með til­liti til arð­greiðslna af erlendri hluta­fjár­eign, og leiddi í ljós að fram­taldar fjár­magnstekjur sem má rekja til aflands­fé­laga nema rúmum 30 millj­örðum króna. Til við­bótar við það eru upp­lýs­ingar um að aðilar hafi selt og inn­leyst sölu­hagnað af aflands­fé­lögum fyrir hátt í 10 millj­arða. Auk þess hafi verið tal­inn fram um millj­arður í vaxta­tekjur frá slíkum félög­um. 

Þá kemur fram að 1.629 aflands­fé­lög hafa fengið íslenska kenni­tölu vegna banka- og hluta­bréfa­við­skipta. 

Það er eflaust stór hluti virkra aflands­fé­laga í eigu Íslend­inga, enda leit­uðu margir eig­end­anna ­fyrst og fremst að við­skipta­tæki­færum hér heima. Félögin í keyptum gögn­um skatt­rann­sókna­stjóra voru aftur á móti 585 tals­ins. Þar er því um mark­tækt úrtak að ræða (36% af þýð­i). Við sam­an­burð á keyptu gögn­unum við skatt­fram­töl kom á dag­inn að aðeins ­þriðj­ungur félag­anna höfðu verið gefin upp á Íslandi. Segir það hlut­fall auð­vitað aðeins hálf­a ­sög­una, þar sem ekki er tryggt að umsvif hafi verið talin fram að fullu þótt upp­lýst hafi ver­ið um félögin sjálf.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar