Árangur Kína í stríðinu gegn mengun

Eftir að stjórnvöld í Kína lýstu yfir stríði gegn mengun vorið 2014 hafa þau sett sér ýmis loftslagsmarkmið, fullgilt Parísarsáttmálann og aukið fjárfestingar til endurnýjanlegrar orkuvinnslu. Kolabrennsla þeirra er þó gríðarlegt vandamál á heimsvísu.

Kína
Auglýsing

Á vetr­ar­mán­uðum viðrar oft sér­stak­lega vel til loft­meng­unar í Pekíng og upp­lifðu borg­ar­búar að loft­mengun mæld­ist 24 sinnum hærri en það sem telst skað­legt fyrir heilsu af Alþjóð­heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni (WHO) á nýárs­dag. Ástandið í Pekíng, og víðs vegar í Kína, er áminn­ing um þann meng­un­ar­vanda sem blasir enn við þrátt fyrir miklar fram­farir í aðgerðum gegn loft­mengun á und­an­förnum árum. Loft­mengun í Kína orsakast að miklu leyti af útblæstri frá kolaknúnum stál­verk­smiðjum og raf­orku­stöðvum í norð­ur­hluta lands­ins og sú losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem fylgir hefur mikil áhrif á lofts­lags­mál á heims­vísu.

Fylgi­fiskar örar þró­unar

Ör hag­vöxtur og þróun í Kína frá lok átt­unda ára­tug­ar­ins hef­ur lyft yfir 800 milljón manns úr fátækt og hefur í kjöl­farið gert landið að því landi í heim­inum sem stendur fyrir mestri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eða rúm­lega einn fjórða af heild­ar­los­un. 

Auglýsing

Með­al­l­osun á íbúa í Kína er þó lægri en með­al­talið fyrir ríki Evr­ópu­sam­bands­ins, Japan og Banda­ríkin enda er landið það fjöl­menn­asta í heimi. Raf­orku­fram­leiðsla stóð fyrir um 78,5% af losun í Kína árið 2012 og kola­notkun stóð fyrir um 66% af orku­neyslu í land­inu árið 2014. 



Gríðarleg mengunarþoka hefur legið yfir stórum borgum í Kína nú í byrjun árs. Skyggni er víða undir 200 metrum, meðal annars í höfuðborginni Peking. MYND:EPAÁ und­an­förnum árum hefur Kína miðað að því að auka „gæði hag­vaxtar úr þeim fram­leiðslu­mið­aða hag­vexti sem ein­kenndi þróun lands­ins frá níunda ára­tugi síð­ustu aldar til fyrsta ára­tug­ar 21. ald­ar­inn­ar. Þessi breyt­ing hefur haft í för með sér að hag­vöxtur hefur minnkað á síð­ustu árum og er mark­mið 13. fimm ára áætl­un­ar­innar (2016-2020) 6,5% árlegur vöxtur. Þjón­ustu­geir­inn hefur á und­an­förnum árum aukið vægi sitt – hann stendur nú fyrir um 57% af hag­kerfi lands­ins – og er mark­miðið að gera neyslu inn­an­lands, frekar en útflutn­ing og fjár­fest­ing­ar, að meg­in­stoð hag­kerf­is­ins. 

Þessi þróun hefur stuðlað að því að fram­leiðslu­geta lands­ins á stáli og kol­um, horn­steinar hag­vaxtar fyrri ára, er talin vera of há sem veldur bæði lof­st­lagstengdri áhættu en einnig deilum við ESB og Banda­ríkin vegna meintra brota á sam­keppn­is­lögum í alþjóða­við­skiptum við útflutn­ing á nið­ur­greiddu stáli. Kín­versk stjórn­völd hafa sett mark­mið um að minnka fram­leiðslu­getu á kolum um 9% og stáli um 13% á næstu fimm árum. Þá kynntu stjórn­völd nú á dög­unum að þau ætla sér að draga úr fram­leiðslu­getu á kolum um 300 milljón tonn á ári fram til árs­ins 2020 en á sama tíma auka fram­leiðslu úr 3,75 millj­örðum tonna í 3,9 millj­arða tonna. Ætl­unin með­ því er að færa fram­leiðslu til skil­virk­ari verk­smiðna.

Stríð gegn mengun

Fjár­fest­ingar í innviðum og hröðun á borg­ar­væð­ingu er mik­il­vægur hlekkur í átt að þróun hag­kerf­is­ins í átt að inn­an­lands­neyslu. Sú mikla loft­mengun sem er stað­reynd í mörgum af stærstu borgum lands­ins hefur stuðlað að auk­inni óánægju meðal almenn­ings á versn­andi meng­unar­á­standi. Þessi þrýst­ingur knúði stjórn­völd til að lýsa yfir „stríði gegn mengun vorið 2014 og hefur ákveðin árangur náð­st; bæði í mörgum af stærstu borgum lands­ins þar sem hertar reglu­gerðir um umhverf­is­vernd og bætt eft­ir­fylgni þeirra, ásamt betri og nákvæm­ari mæl­ingum hafa leitt til minn­kunnar á loft­meng­un, en líka á alþjóða­vett­vangi þar sem stjórn­völd hafa stigið stór skref á und­an­förnum árum.

Xi Jin­p­ing, for­seti Kína, og Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, komust að sam­komu­lagi í nóv­em­ber 2014 þar sem Kína skuld­batt sig til að ná hámarki los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í síð­asta lagið árið 2030 og til að auka vægi end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í orku­neyslu lands­ins til 20%. Í sept­em­ber 2015 til­kynnti Xi Jin­p­ing að landið myndi koma á svoköll­uðu „cap-and-tra­de“-kerfi fyrir losun kolefna árið 2017. Í sept­em­ber síð­ast­liðnum und­ir­rit­uðu svo Xi og Obama Par­ís­ar­sátt­mál­ann en Kína gegndi lyk­il­hlut­verki í að leiða sátt­mála­við­ræð­urnar að far­sælum enda.

Þá hefur Kína stór­aukið nýjar fjár­fest­ingar til end­ur­nýj­an­legra orku­auð­linda og varði meira en 100 millj­örð­u­m ­Banda­ríkja­dala til þeirra árið 2015. Landið hefur mestu fram­leiðslu­getu í heim­inum innan vind- og sól­ar­orku. Sam­hliða mark­miði um að auka vægi end­ur­nýj­an­legra orku­auð­linda miðar Kína einnig að því að lækka koltví­sýr­ings­stig í orku­fram­leiðslu um 60-65% fyrir árið 2030. 

Vænt­ingar milli­stétt­ar­innar

Í landi þar sem lífs­kjör hafa auk­ist hratt hafa vænt­ingar hinnar nýju, og gríð­ar­lega stóru, milli­stéttar auk­ist að sama skapi. Stjórn­völd í Kína hafa á síð­ustu ára­tug­um reitt sig á að geta skilað háum hag­vexti og skil­virkri upp­ræt­ingu á fátækt sem meg­in­að­ferð til að koma til móts við almenn­ing. Eftir því sem um helm­ingur borg­ar­búa í Kína er undir 35 ára aldri, og hefur ekki upp­lifað fátækt og hall­æri átt­unda og sjö­unda ára­tug­ar­ins, eru vænt­ingar þeirra til stjórn­valda um að draga úr mengun háar og eru þau lík­legri til að láta heyra í óánægju sinni á sam­fé­lags­miðlum eða í gegnum mót­mæl­is­að­gerð­ir. Aðgerðir Kína til að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og nútíma­væða hag­kerfið eru því ekki ein­ungis gerðar til að styrkja efna­hag lands­ins eða taka leið­toga­hlut­verk á alþjóða­vett­vangi heldur eru þær bráð­nauð­syn­legar fyrir sam­fé­lags­sátt­mála stjórn­valda og nýrrar milli­stétt­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None