EPA

Karlalandsliðið fékk 846 milljónir í bónus vegna EM

Evrópumótið í knattspyrnu gjörbreytti efnahag KSÍ, sem var þó góður fyrir. Veltan fór úr rúmum milljarði króna í um þrjá milljarða og rekstrarhagnaður var um 861 milljónir króna. Það er svipuð upphæð og leikmenn og þjálfarar fengu í bónusgreiðslur vegna m

Velta Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) tæp­lega þre­fald­að­ist á árinu 2016, bónusar til leik­manna og þjálf­ara A-lands­liðs karla námu 846 millj­ónum króna og greiðslur til aðild­ar­fé­laga fjór­föld­uð­ust. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi sam­bands­ins sem birtur var í gær.

Alls námu tekjur sam­bands­ins rúmum þremur millj­örðum króna en þær voru um 1,1 millj­arður króna árið 2015. Þessi aukna velta skil­aði því að rekstr­ar­hagn­aður KSÍ var 861 milljón króna á síð­asta ári en hann hafði verið 156 millj­ónir króna árið áður. Þegar búið var að taka til­lit til greiðslu til aðild­ar­fé­laga KSÍ var hagn­aður sam­bands­ins samt sem áður 317 millj­ónir króna, en hann hafði verið um tíu millj­ónir króna árið áður. Það þýðir að eignir KSÍ hafa vaxið um 338 millj­ónir króna á milli ára og standa í rúmum millj­arði króna. Óráð­stafað eigið fé var 539 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót.

Ástæðan er fyrst þátt­taka íslenska karla­lands­liðs­ins á Evr­ópu­mót­inu í Frakk­landi í fyrra­sumar og síðan góður árangur liðs­ins á mót­inu. Helsta tekju­lind KSÍ eru styrkir frá UEFA og umfang þeirra er bein­tengd árangri. Þannig hækk­uðu styrkir og fram­lög um tæpa tvo millj­arða króna á árinu 2016.

846 millj­ónir króna í bónus

Þátt­tök­unni fylgdi líka aukin kostn­að­ur. Þannig jókst kostn­aður við rekstur lands­lið úr 448 millj­ónum króna árið 2015 í um 1,6 millj­arð króna í fyrra. Þar mun­aði mest um A-lands­liðin en rekstr­ar­kostn­aður þeirra fór úr 287 millj­ónum króna í 1,4 millj­arð króna. Kostn­aður vegna rekst­urs A-lands­liðs karla á Evr­ópu­mót­inu námu um 1,1 millj­arði króna. Stóru stærð­irnar í þeim kostn­aði eru tvær: ann­ars vegar nam flug- og dval­ar­kostn­aður íslenska liðs­ins um 250 millj­ónum króna og hins vegar námu greiðslur til leik­manna og þjálf­ara vegna þátt­töku þeirra í mót­inu 846 millj­ónum króna. Til við­bótar námu laun og launa­tengd gjöld til starfs­manna KSÍ 164 millj­ónum króna og hækk­uðu um 28 millj­ónir króna milli ára. Þar af fengu Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóri KSÍ, og Geir Þor­steins­son, for­maður sam­bands­ins, sam­tals 33,4 millj­ónir króna.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, og félagar hans fengu dágóða summu hver fyrir frábæran árangur á EM í sumar.
Mynd: EPA

Þátt­takan í Evr­ópu­mót­inu marg­fald­aði þau fram­lög sem aðild­ar­fé­lög KSÍ fá úr sjóðum sam­bands­ins. Árið 2015 skiptu þau á milli sín 147 millj­ónum króna en í fyrra nam sú upp­hæð 561 millj­ónum króna.

Fram­lög frá ÍSÍ og get­raunum 1,7 pró­sent af tekjum

KSÍ er langstærsta sér­sam­bandið á Íslandi og tekjur þess meiri en sam­an­lagðar tekjur allra ann­arra sér­sam­banda. Líkt og áður sagði skiptir þar mestu máli að KSÍ fær háa styrki frá UEFA og FIFA auk þess sem sjón­varps­tekjur þess eru háar. Alls komu níu af hverjum tíu krónum sem skil­uðu sér í kass­ann hjá KSÍ í fyrra úr þessum þremur liðum og þar mun­aði lang­mest um 2,2 millj­arða króna styrk frá UEFA.

Í ljósi þess­arar sterku stöðu hefur verið uppi krafa hjá öðrum sér­sam­böndum um að KSÍ fari út úr ÍSÍ og leyfi öðrum ­sér­­­sam­­böndum sem eiga mun erf­ið­­ara með að láta enda ná saman og sækja að njóta þeirra tekna sem til falla vegna styrkja rík­­is­­sjóðs og hlut­­deildar sér­­­sam­­banda í get­raun­­ar­­tekj­u­m. Á árinu 2016 fékk KSÍ fái 46 millj­­ónir króna fram­lag frá ÍSÍ og 5,5 millj­­ónir króna ­vegna íslenskra get­rauna. Sam­an­lagt er þessi tala, 51,5 millj­­ónir króna, 1,7 ­pró­­sent af tekjum KSÍ og ljóst að þær skipta sam­­bandið ekki öllu máli. Þetta er hins vegar fé sem gæti skipt sköpum hjá mörgum minni sér­­­sam­­bönd­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar