EPA

Karlalandsliðið fékk 846 milljónir í bónus vegna EM

Evrópumótið í knattspyrnu gjörbreytti efnahag KSÍ, sem var þó góður fyrir. Veltan fór úr rúmum milljarði króna í um þrjá milljarða og rekstrarhagnaður var um 861 milljónir króna. Það er svipuð upphæð og leikmenn og þjálfarar fengu í bónusgreiðslur vegna m

Velta Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) tæp­lega þre­fald­að­ist á árinu 2016, bónusar til leik­manna og þjálf­ara A-lands­liðs karla námu 846 millj­ónum króna og greiðslur til aðild­ar­fé­laga fjór­föld­uð­ust. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi sam­bands­ins sem birtur var í gær.

Alls námu tekjur sam­bands­ins rúmum þremur millj­örðum króna en þær voru um 1,1 millj­arður króna árið 2015. Þessi aukna velta skil­aði því að rekstr­ar­hagn­aður KSÍ var 861 milljón króna á síð­asta ári en hann hafði verið 156 millj­ónir króna árið áður. Þegar búið var að taka til­lit til greiðslu til aðild­ar­fé­laga KSÍ var hagn­aður sam­bands­ins samt sem áður 317 millj­ónir króna, en hann hafði verið um tíu millj­ónir króna árið áður. Það þýðir að eignir KSÍ hafa vaxið um 338 millj­ónir króna á milli ára og standa í rúmum millj­arði króna. Óráð­stafað eigið fé var 539 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót.

Ástæðan er fyrst þátt­taka íslenska karla­lands­liðs­ins á Evr­ópu­mót­inu í Frakk­landi í fyrra­sumar og síðan góður árangur liðs­ins á mót­inu. Helsta tekju­lind KSÍ eru styrkir frá UEFA og umfang þeirra er bein­tengd árangri. Þannig hækk­uðu styrkir og fram­lög um tæpa tvo millj­arða króna á árinu 2016.

846 millj­ónir króna í bónus

Þátt­tök­unni fylgdi líka aukin kostn­að­ur. Þannig jókst kostn­aður við rekstur lands­lið úr 448 millj­ónum króna árið 2015 í um 1,6 millj­arð króna í fyrra. Þar mun­aði mest um A-lands­liðin en rekstr­ar­kostn­aður þeirra fór úr 287 millj­ónum króna í 1,4 millj­arð króna. Kostn­aður vegna rekst­urs A-lands­liðs karla á Evr­ópu­mót­inu námu um 1,1 millj­arði króna. Stóru stærð­irnar í þeim kostn­aði eru tvær: ann­ars vegar nam flug- og dval­ar­kostn­aður íslenska liðs­ins um 250 millj­ónum króna og hins vegar námu greiðslur til leik­manna og þjálf­ara vegna þátt­töku þeirra í mót­inu 846 millj­ónum króna. Til við­bótar námu laun og launa­tengd gjöld til starfs­manna KSÍ 164 millj­ónum króna og hækk­uðu um 28 millj­ónir króna milli ára. Þar af fengu Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóri KSÍ, og Geir Þor­steins­son, for­maður sam­bands­ins, sam­tals 33,4 millj­ónir króna.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, og félagar hans fengu dágóða summu hver fyrir frábæran árangur á EM í sumar.
Mynd: EPA

Þátt­takan í Evr­ópu­mót­inu marg­fald­aði þau fram­lög sem aðild­ar­fé­lög KSÍ fá úr sjóðum sam­bands­ins. Árið 2015 skiptu þau á milli sín 147 millj­ónum króna en í fyrra nam sú upp­hæð 561 millj­ónum króna.

Fram­lög frá ÍSÍ og get­raunum 1,7 pró­sent af tekjum

KSÍ er langstærsta sér­sam­bandið á Íslandi og tekjur þess meiri en sam­an­lagðar tekjur allra ann­arra sér­sam­banda. Líkt og áður sagði skiptir þar mestu máli að KSÍ fær háa styrki frá UEFA og FIFA auk þess sem sjón­varps­tekjur þess eru háar. Alls komu níu af hverjum tíu krónum sem skil­uðu sér í kass­ann hjá KSÍ í fyrra úr þessum þremur liðum og þar mun­aði lang­mest um 2,2 millj­arða króna styrk frá UEFA.

Í ljósi þess­arar sterku stöðu hefur verið uppi krafa hjá öðrum sér­sam­böndum um að KSÍ fari út úr ÍSÍ og leyfi öðrum ­sér­­­sam­­böndum sem eiga mun erf­ið­­ara með að láta enda ná saman og sækja að njóta þeirra tekna sem til falla vegna styrkja rík­­is­­sjóðs og hlut­­deildar sér­­­sam­­banda í get­raun­­ar­­tekj­u­m. Á árinu 2016 fékk KSÍ fái 46 millj­­ónir króna fram­lag frá ÍSÍ og 5,5 millj­­ónir króna ­vegna íslenskra get­rauna. Sam­an­lagt er þessi tala, 51,5 millj­­ónir króna, 1,7 ­pró­­sent af tekjum KSÍ og ljóst að þær skipta sam­­bandið ekki öllu máli. Þetta er hins vegar fé sem gæti skipt sköpum hjá mörgum minni sér­­­sam­­bönd­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar