365 vodafone

Stærsti samruni fjölmiðlunar og fjarskipta í Íslandssögunni

Eignir 365 miðla hafa staðið öðrum fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækjum til boða á meðan að verið var að ganga frá samningum við Fjarskipti, móðurfélag Vodafone, um kaup á þeim. Viðskiptin þykja frábær fyrir eigendur 365 en líka góð fyrir Fjarskipti vegna samlegðaráhrifa. Arion banki þrýsti mjög á kaupin.

Þrátt fyrir að til­kynnt hafi verið um sölu á ljós­vaka- og fjar­skipta­hluta 365 miðla til Fjar­skipta, móð­ur­fé­lags Voda­fone á Íslandi, síð­sum­ars 2016 hefur gengið erf­ið­lega að klára hana. Í des­em­ber var til­kynnt um að verð­mið­inn hefði verið lækk­aður um 1,2 millj­arða króna og þegar end­an­legur kaup­samn­ingur var kynntur í gær kom í ljós að frétta­vefnum Vísi.is og frétta­stofu ljós­vaka­miðla 365 hafði verið bætt við kaupin á loka­metr­un­um.

Á fjár­festa­kynn­ingu sem Fjar­skipti héldu í gær kom fram að kaup­verðið er sett fram á verð­bili. Á neðri og efri mörkum þess munar 150 millj­ónum króna og er það háð afkomu hins keypta á árinu 2017 hvort verður ofan á. Fjár­festar túlk­uðu þetta á þann veg að svo stutt væri síðan að Vísi var bætt í pakk­ann að ekki hafi gef­ist almenn­ingur tími til að átta sig á hvert raun­veru­legt verð­mæti vefs­ins væri.

Við­mæl­endur Kjarn­ans innan fjar­skipta- og fjöl­miðla­geirans segja þó að því fari fjarri að aug­ljóst væri að samn­ingar myndu nást. 365-­megin var mál­inu stýrt af Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni, fyrr­ver­andi aðal­eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins og eig­in­manns núver­andi aðal­eig­anda, Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur. Það eru allir sem rætt er við, hvort sem það er innan 365 miðla eða hjá við­semj­endum fyr­ir­tæk­is­ins, að Jón Ásgeir stýrir því sem skugga­stjórn­andi, þótt hann sé ekki á neinu skipu­riti. Sú staða opin­ber­að­ist ágæt­lega í gær þegar kaup Fjar­skipta voru kynnt á starfs­manna­fundi í mötu­neyti 365 miðla. Þar sá Jón Ásgeir um að kynna söl­una fyrir starfs­mönn­un­um.

Við­ræður við aðra

Á þeim tíma sem lið­inn er frá því að upp­haf­lega var til­kynnt um áform Fjar­skipta um að kaupa hluta af starf­semi 365 miðla hefur Jón Ásgeir, og aðrir sem koma að stjórnun 365, líka reynt að selja fyr­ir­tæk­ið, sér­stak­lega valda hluta þess, til ann­arra aðila. Þannig sást oft til Jóns Ásgeirs funda með helstu stjórn­endum Sím­ans á und­an­förnum mán­uðum í höf­uð­stöðvum fjar­skipt­ar­is­ans.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að þar hafi Sím­anum bæði verið boðið að kaupa ákveðnar eignir út úr 365 auk þess sem verið var að semja um skuldir 365 við Sím­ans, sem eru til­komnar vegna veittrar fjar­skipta­þjón­ustu og aðgengis að sjón­varps­dreifi­kerfi Sím­ans. Á end­anum varð ekk­ert úr því að Sím­inn reyndi með form­legum hætti að kaupa neitt af eignum 365.

Heim­ildir Kjarn­ans herma einnig að Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, hafi verið boðið að kaupa útvarps­svið 365 miðla, en þær umleit­anir skil­uðu heldur ekki neinum árangri.

Arion banki þrýsti mjög á kaupin

Helsti drif­kraft­ur­inn á bak við sölu á hluta af 365 til Fjar­skipta er Arion banki. Bank­inn end­ur­fjár­magn­aði skuldir 365, nokkuð óvænt, haustið 2015. Áður hafði fyr­ir­tækið verið í banka­við­skiptum við Lands­bank­ann. Við þá breyt­ingu juk­ust lang­­tíma­skuldir 365 miðla úr 3,6 millj­­örðum króna í 4,8 millj­­arða króna.

Rekstur 365 hefur hins vegar ekki verið að ganga neitt frá­bær­lega. 365 miðlar töp­uðu 1,4 millj­­arði króna á árinu 2014 og ef það hefði fært skatta­skuld sem það hefur þegar verið dæmt til að greiða í rekstr­­ar­­reikn­ing 2015 hefði tapið verið 350 millj­­ónir króna það árið. Alls skuld­aði fyr­ir­tækið um tíu millj­arða króna í lok þess árs, en af þeirri tölu voru áður­nefndir 4,8 millj­arðar króna vaxta­ber­andi lang­tíma­skuldir . Restin var í formi við­skipta- og skamm­tíma­skulda (um fjórir millj­arðar króna), skamm­tíma­skuldir upp rúm­lega 400 millj­ónir króna og fyrir fram inn­heimtar tekjur upp á rúm­lega 700 millj­ónir króna. Í sam­komu­lag­inu við Fjar­skipti eru yfir­teknar við­skipta­skuldir upp á 1.550 millj­ónir króna en við­skipta­kröfur verða skildar eftir hjá selj­anda við afhend­ingu.

Sævar Freyr Þráinsson tilkynnti í gær að hann væri hættur sem forstjóri hjá 365 miðlum og tekur við starfi bæjarstjóra á Akranesi. Innan 365 er sterklega búist við því að ekki verði pláss fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins þegar flutningur þess yfir til Fjarskipta verður yfirstaðinn.



Sam­kvæmt árs­reikn­ingi 365 fyrir árið 2015 áttu end­ur­greiðslur af end­ur­fjár­mögn­uðu lán­unum sem feng­ust hjá Arion banka að hefj­ast fyrir alvöru í ár, á árinu 2017. Þá átti 365 að greiða bank­anum 396 millj­ónir króna. Miðað við rekstur 365 á und­an­förnum árum hefði orðið erfitt að mæta þeim gjald­daga.

Hvernig fyr­ir­tæki verður 365 miðlar nú?

Fjar­skipti er að kaupa alla fjar­skipta­þjón­ustu sem 365 veit­ir. Mark­aðs­hlut­deild hennar í far­síma­þjón­ustu er 3,7 pró­sent og í inter­net­þjón­ustu 11,8 pró­sent. Auk þess fara allar sjón­varps- og útvarps­stöðvar 365 miðla yfir til Fjar­skipta. Þar á meðal eru Stöð 2, allar íþrótt­ar­ás­ir, Bylgj­an, FM957 og X-ið. Auk þess var ákveðið á loka­sprett­in­um, líkt og áður sagði, að frétta­vef­ur­inn Vís­ir.is og frétta­stofa ljós­vaka­miðla myndi fylgja með í kaup­un­um.

Á fjár­festa­kynn­ing­unni sem haldin var í gær kom fram að aðilar hafi „samið um miðlun frétta­efnis og sam­starf sín á milli í kjöl­far við­skipta.“ Í þessu felst aðal­lega að efni úr Frétta­blað­inu heldur áfram að birt­ast á Vísi, á grunni gerðs þjón­ustu­samn­ings.

Eft­ir­lits­stofn­anir eiga eftir að segja skoðun sína á slíku sam­starfi. Á kynn­ing­unni kom einnig fram að Frétta­blað­inu, sem verður skilið eitt eftir í 365 miðlum með tíma­rit­inu Gla­mour, má stofna eigin vef­síðu en tak­mark­anir eru á því hvað Frétta­blaðið má gera á þeirri síðu, sam­kvæmt sam­komu­lagi milli aðila.

Þar kom hins vegar ekki fram hvernig frétta­stofu 365 miðla verði skipt upp. Eins og staðan er í dag er einn aðal­rit­stjóri, Kristín Þor­steins­dótt­ir, yfir henni allri og hún rekin sem ein ein­ing. Fleiri hafa fljót­andi hlut­verk innan fyr­ir­tæk­is­ins sem snertir fleiri en einn teg­und miðla.

Helstu tekj­urnar frá áskriftum að sjón­varps­stöðvum

Í fjár­festa­kynn­ing­unni kemur einnig fram að tekjur þeirra ein­inga sem keyptar verða af 365 hafi verið 8,5 millj­arðar króna á árinu 2016. Þar af voru fjar­skipta­tekjur 1,7 millj­arðar króna og aug­lýs­inga­tekjur voru tæp­lega 1,8 millj­arðar króna. Uppi­staðan í tekju­flæð­inu voru áskrifta­tekjur sjón­varps. Þær voru 58 pró­sent allra tekna, eða tæpir fimm millj­arðar króna.

Það eru fá við­skipta­módel sem eiga meira undir högg að sækja en sala á dýrum áskriftum að sjón­varps­stöðv­um, líkt og Stöð 2 og tengdar stöðvar hafa byggt rekstur sinn upp á. Pakkar sem inni­halda Stöð 2, og eru til sölu hjá 365, kosta til að mynda frá 9.900 krónum á mán­uði upp í 22.990 krónur á mán­uði. Mán­að­ar­á­skrift að efn­isveit­unni Net­flix kostar til sam­an­burðar undir eitt þús­und krón­um.

Það var enda til­tekið sem einn helst áhættu­þátt­ur­inn í við­skipt­unum að við­skipta­vinum í áskrift­ar­sjón­varpi muni fækka með auk­inni sam­keppni frá erlendum efn­isveit­um. Þeim við­skipta­vinum hefur nú þegar fækkað mjög á und­an­förnum árum og erfitt að sjá hvernig hægt verður að halda við­skipta­vinum í því að borga marg­falt meira fyrir aðgang að efni sem hægt er að mestu að nálg­ast á mun ódýr­ari hátt ann­ars stað­ar.

Stefán Sig­urðs­son, for­stjóri Voda­fone, sagði í Kast­ljósi í gær að félagið hefði mikla reynslu af því að byggja  upp áskrift­ar­þjón­ustu eftir að hafa farið í gegnum þann fasa með sölu á Play-­þjón­ust­unni á und­an­förnum miss­er­um. Nú séu við­skipta­vinir hennar um tíu þús­und. Það er hins vegar mun ódýr­ara að kaupa Play-­þjón­ustu Voda­fone en að kaupa þá sjón­varps­þjón­ustu sem 365 hefur boðið upp á. Verðið fyrir Play-­pakka er á bil­inu 2.490 til 3.990 krónur á mán­uði.

Frá­bær samn­ingur fyrir stærstu eig­endur 365

Það eru flestir við­mæl­endur Kjarn­ans á því að salan á eign­unum til Fjar­skipta  sé frá­bær fyrir eig­endur 365 miðla. Þeir sitja eftir með litlar skuld­ir, um einn og hálfan millj­arð króna í reiðu­fé, halda Frétta­blað­inu og fá 10,9 pró­sent hlut í Fjar­skiptum sem gerir þá að einum af stærstu hlut­höf­unum í félag­inu.

Félög í eigu Ingibjargar Pálmadóttur eru stærstu eigendur 365. Þau verða mjög stórir eigendur í Fjarskiptum gangi kaupin eftir. Auk þess verður fjárhagsstaða 365 miðla mjög góð.

En það þarf ekki að þýða að kaupin séu endi­lega slæm fyrir Fjar­skipti. Það er mikil sam­legð fólgin í kaup­unum sem er metin á um 1,1 millj­arða króna á ári þegar hún er að fullu komin fram. Miðað við það ættu kaupin að borga sig upp á nokkrum árum fyrir Fjar­skipti.

Þar af er sparn­aður í tækni­málum met­inn á 600 millj­ónir króna á ári. Um er að ræða sam­legð sem myndi ekki koma fram hjá neinum öðrum kaup­anda en fjar­skipta­fyr­ir­tæki og því ekki margir aðilar sem myndu ná fram þeirri sam­legð aðrir en Voda­fone. Lík­lega bara Sím­inn. Sam­legðin felst í því að 365, sem á ekki eigin fjar­skipta­kerfi, hættir að kaupa þjón­ustu af Sím­anum og fer inn á kerfi Voda­fone sem er þegar til stað­ar.

Þorri þeirrar sam­legðar sem á að ná til við­bótar er vegna lægri rekstr­ar­kostn­að­ar. Lægri kostn­aður þýðir vana­lega færra starfs­fólk, enda stærsti kostn­aður þjón­ustu­fyr­ir­tæki vana­lega launa­kostn­að­ur. Auk þess eykst velta Fjar­skipta til muna við kaupin og verður 22 millj­arðar króna. Þá er áætluð EBITDA (hagn­aður fyrir afskrift­ir, fjár­magns­kostnað og skatta) sam­ein­aðs félags, þegar sam­legð er að fullu komin fram, um fimm millj­arðar króna.

Þótt að búið sé að ganga frá kaup­samn­ingi þá er ekki þar með sagt að kaupin séu frá­geng­in. Sam­keppn­is­eft­ir­litið á enn eftir að segja sína skoðun á þeim og í fjár­festa­kynn­ingu Fjar­skipta kom fram að einn helsti áhættu­þáttur við­skipt­anna væri sá að eft­ir­litið banni eða setji kaup­unum íþyngj­andi skil­yrði. Það á því enn margt eftir að ger­ast áður en þessi stærsti sam­runi fjar­skipta og fjöl­miðl­unar í Íslands­sög­unni fær að eiga sér stað.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar