Birgir Þór Harðarson

Þessir einstaklingar blekktu stjórnvöld, almenning og fjölmiðla

Aflandsfélag fjármagnað af Kaupþingi var eigandi hlutarins sem Hauck & Aufhäuser var sagt hafa keypt. Þýska bankanum var tryggt algjört skaðleysi. Tvö önnur aflandsfélög högnuðust um milljarða á viðskiptunum. Annað í eigu Ólafs Ólafssonar, hitt líklegast í eigu Kaupþings.

„Í íslensku laga­máli nær hug­takið blekk­ing almennt til þess að vekja, styrkja eða hag­nýta sér ranga eða óljósa hug­mynd manns um ein­hver atvik. Telja verður raunar að almennur skiln­ingur á þessu hug­taki sé í meg­in­at­riðum á sömu lund. Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis telur að þau gögn sem rakin hafa verið og birt í þess­ari skýrslu, og þau atvik sem umrædd gögn varpa skýru og ótví­ræðu ljósi á, sýni fram á svo ekki verði um villst að íslensk stjórn­völd hafi á sínum tíma verið blekkt um aðkomu Hauck & Auf­häuser að þeirri einka­væð­ingu Bún­að­ar­banka Íslands hf. sem lokið var með kaup­samn­ingi 16. jan­úar 2003. Á sama hátt varpar skýrsla þessi að mati nefnd­ar­innar skýru og ótví­ræðu ljósi á hverjir stóðu að þeirri blekk­ingu, komu henni fram og héldu svo við æ síð­an, ýmist með því að leyna vit­neskju sinni um raun­veru­lega aðkomu Hauck & Auf­häuser eða halda öðru fram gegn betri vit­und.“

Þetta kemur fram í nið­ur­stöðu­hluta skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis á aðkomu Hauck & Auf­häuser að kaupum á 45,8 pró­sent hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­banka Íslands í jan­úar 2003.

Leyni­legir samn­ingar voru gerðir til að blekkja Íslend­inga til að halda að erlendur banki væri að kaupa í íslenskum banka, þegar kaup­and­inn var í reynd aflands­fé­lags­fé­lagið Well­ing & Partner, skráð á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Kaup­þing í Lúx­em­borg fjár­magn­aði það félag og allur nettó­hagn­aður sem varð að við­skipt­un­um, sem á end­anum var rúm­lega 100 millj­ónir dal, um 11,4 millj­arðar króna á núvirði, rann ann­ars vegar til aflands­fé­lags í eigu Ólafs Ólafs­sonar og hins vegar til aflands­fé­lags sem rann­sókn­ar­nefndin telur að Kaup­þing eða stjórn­endur þess hafi stýrt. Sá hagn­aður sem rann til Ólafs var end­ur­fjár­festur í erlendum verð­bréfum fyrir hans hönd. Ekk­ert er vitað um hvað var um þann hagnað sem rann til hins aflands­fé­lags­ins, sem rann­sókn­ar­nefndin ályktar að Kaup­þing eða stjórn­endur hans hafi haft yfir­ráð yfir.

Hagn­að­ur­inn varð til vegna þess að eign­ar­hlutur Hauck & Auf­häuser í Bún­að­ar­bank­an­um, sem þá hafði sam­ein­ast Kaup­þingi, hafði hækkað mjög í verði frá því að hann var keyptur og þar til að hann var að fullu seld­ur. Ávinn­ingnum var skipt á milli Ólafs Ólafs­sonar og aflands­fé­lags sem rann­sókn­ar­nefndin telur að hafi verið stýrt af Kaup­þingi. Sam­an­dregið þá kom Ólafur Ólafs­son með ekk­ert eigið fé inn í við­skiptin um kaup á hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­an­um. Hann hagn­að­ist hins vegar gríð­ar­lega á þeirri fléttu sem búin var til í bak­her­bergj­um.

Þýskur þing­maður þátt­tak­andi í flétt­unni

Í þessu ferli voru íslensk stjórn­völd, almenn­ingur og fjöl­miðlar blekktir til að halda að Hauck & Auf­häuser hafi keypt hlut í íslenskum við­skipta­banka, þegar ljóst var að svo var ekki. Starfs­menn franska stór­bank­ans Soci­ete General, sem létu að því liggja að sá banki hefði áhuga á að kaupa hlut­inn, tóku þátt í blekk­ing­unni og voru trún­að­ar­menn Ólafs Ólafs­sonar í gjörn­ingn­um. Þegar fram­kvæmda­nefnd um einka­væð­ingu var kynnt að Soci­ete General hefði áhuga á að vera hluti af S-hópnum sem ætl­aði að kaupa í Bún­að­ar­bank­an­um, þá var voru starfs­menn franska bank­ans að blekkja hana fyrir hönd Ólafs.

Starfs­menn Hauck & Auf­häuser tóku líka þátt í flétt­unni. Peter Gatti, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Hauck & Auf­häuser, sem sett­ist meðal ann­ars í stjórn Bún­að­ar­bank­ans og var við­staddur þegar kaup S-hóps­ins voru kláruð, gengdi þar lyk­il­hlut­verki. Það gerði Martin Zeil, fyrr­ver­andi for­stöðu­mann lög­fræðis­viðs bank­ans og síðar þing­maður í Þýska­landi, kom einnig að mál­inu.

Rann­sókn­ar­nefndin segir í skýrslu sinni að hún telji rétt að taka fram að í gögnum hennar hafi ekk­ert komið fram um að aðrir ein­stak­lingar sem voru í for­svari fyrir aðila innan S-hóps­ins, þ.e. þeir Krist­ján Lofts­son, stjórn­ar­for­maður Kers hf., Mar­geir Dan­í­els­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­vinnu­líf­eyr­is­sjóðs­ins, Finnur Ing­ólfs­son, fram­kvæmda­stjóri VÍS hf. og Axel Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Eign­ar­halds­fé­lags­ins Sam­vinnu­trygg­inga, hafi á nokkru stigi haft vit­neskju um gerð, til­vist, áhrif eða síð­ari fram­kvæmd þeirra bak­samn­inga sem um ræðir í skýrsl­unni.

Af gögnum rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar telur nefndin einnig hafið yfir allan vafa að til­teknir starfs­menn Kaup­þings hf. og Kaupt­hing Bank Lux­em­bo­urg S.A hafi ann­ars vegar átt beinan og veru­legan þátt í eða hins vegar haft vit­neskju um bak­samn­ing­anna og gerð þeirra. „Ljóst er að drög að bak­samn­ing­unum voru m.a. samin og full­gerð af Bjarka Diego, sem starf­aði sem lög­fræð­ingur í Kaup­þingi hf. á þessum tíma. Þá fylgd­ust ýmsir stjórn­endur Kaup­þings hf. og dótt­ur­fé­lags þess í Lúx­em­borg með gerð samn­ing­anna og tóku ákvarð­anir um ráð­staf­anir sem tengd­ust þeim og fram­kvæmd þeirra. Þar á meðal voru Hreiðar Már Sig­urðs­son, þáver­andi aðstoð­ar­for­stjóri Kaup­þings hf., Stein­grímur Kára­son, yfir­maður áhættu­stýr­ingar í Kaup­þingi hf., og Kristín Pét­urs­dótt­ir, for­stöðu­maður fjár­stýr­ingar Kaup­þings hf., eins og rakið er í 5. kafla skýrsl­unn­ar.“

Ólafur Ólafsson lagði ekkert fé í kaupin á Búnaðarbankanum en hagnaðist um milljarða á blekkingarleiknum með þýska bankanum.

Að mati nefnd­ar­innar liggur fyrir að Sig­urður Ein­ars­son, þáver­andi for­stjóri Kaup­þings, fékk sendar upp­lýs­ingar í tölvu­póstum um lán­veit­ingu Kaup­þings til Well­ing & Partners og fyr­ir­mæli um sím­greiðslur vegna þess láns inn á reikn­ing félags­ins hjá Hauck & Auf­häuser. „Af gögnum rann­sókn­ar­nefndar verður hins vegar ekki ráðið með óyggj­andi hætti hvort Sig­urður hafi á þeim tíma öðl­ast vit­neskju um gerð bak­samn­ing­anna og efni þeirra, , enda verður hvorki séð að hann hafi komið að ráð­stöf­unum þeim tengdum eða sent öðrum upp­lýs­ingar eða fyr­ir­mæli þar um. Í bréfi Sig­urðar til nefnd­ar­inn­ar, dags. 20. mars 2017, kvaðst hann því miður ekki geta aðstoðað nefnd­ina við að svara þeim spurn­ingum sem að honum væri bein­t.“

Nefndin telur ljóst að innan Kaup­þings í Lúx­em­borg hafi bæði­Magnús Guð­munds­son, annar fram­kvæmda­stjóra bank­ans, og Egg­ert J. Hilm­ars­son, lög­fræð­ingur hjá bank­an­um, vit­neskju um gerð bak­samn­ing­anna, auk þess sem þeir tóku virkan þátt í ráð­stöf­unum sem þeim tengd­ust og síð­ari fram­kvæmd þeirra. Í því sam­bandi nutu þeir aðstoðar Karim Van den Ende hjá félag­inu KV Associ­ates S.A. sem útveg­aði félagið Well­ing & Partners, auk þess að ann­ast ýmsa umsýslu í tengslum við félagið og fram­kvæmd bak­samn­ing­anna með þeim hætti sem rakið er í þess­ari skýrslu.“

Ekk­ert bendir til að einka­væð­ing­ar­nefnd hafi vitað

Ekk­ert í gögnum rann­sókn­ar­nefndar bendir til þess að nefnd­ar­menn í fram­kvæmda­nefnd um einka­væð­ingu, starfs­menn nefnd­ar­inn­ar, ráð­herrar sem sátu í ráð­herra­nefnd um einka­væð­ingu eða raunar nokkur annar full­trúi eða starfs­maður íslenskra stjórn­valda eða stofn­ana þeirra hafi á nokkru stigi haft vit­neskju um hver aðkoma Hauck & Auf­häuser að kaupum á hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­banka Íslands hf. hafi verið í reynd og „þá með hvaða hætti staðið var að þeim málum bak við tjöldin af hálfu Ólafs Ólafs­son­ar, Guð­mundar Hjalta­son­ar, til­tek­inna starfs­manna Kaup­þings hf., svo og ein­stakra starfs­manna Kaupt­hing Bank Lux­em­bo­urg S.A og Hauck & Auf­häuser.“

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var einnig í lykilhlutverki í fléttunni samkvæmt skýrslunni.

Þá hefur ekk­ert komið fram við rann­sókn nefnd­ar­innar sem bent gæti til þess að neinn þess­ara aðila hafi haft hug­mynd um að fjár­hags­legur ávinn­ingur af við­skiptum með þá hluti í Eglu hf. sem Hauck & Auf­häuser var í orði kveðnu eig­andi að hafi frá upp­hafi verið áskil­inn og í reynd á end­anum runnið til aflands­fé­lags í eigu Ólafs Ólafs­sonar og aflands­fé­lags­ins Dek­hill Advis­ors Ltd., sem nefnin ályktar að hafi verið undir yfir­ráðum Kaup­þings. 

Í skýrsl­unni segir um þetta félag: „Við rann­sókn nefnd­ar­innar komu ekki fram upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur síð­ast­nefnda félags­ins. Með vísan til þess að Kaup­þing hf. lagði fram fjár­muni til þeirra við­skipta sem bak­samn­ing­arnir lutu að, bar í reynd alla fjár­hags­lega áhættu af bak­samn­ing­unum og að öðru leyti ann­ars sem rakið hefur verið í skýrsl­unni varð­andi þátt starfs­manna Kaup­þings hf. í gerð og síð­ari fram­kvæmd hinna leyni­legu bak­samn­inga telur nefndin þó að líkur standi til þess að Kaup­þing sjálft eða aðilar því tengdir hafi verið raun­veru­legir eig­endur Dek­hill Advis­ors eða notið þeirra fjár­muna sem þangað runnu. Í bréfi Hreið­ars Más Sig­urðs­sonar sem vitnað er til hér að framan kvaðst hann aldrei hafa heyrt minnst á þetta félag fyrr en í bréfi nefnd­ar­inn­ar. Svör Bjarka Diego og Magn­úsar Guð­munds­sonar í fyrr­nefndum bréfum þeirra sama dag voru á sömu leið. Í svar­bréfum Sig­urðar Ein­ars­son­ar, Krist­ínar Pét­urs­dóttur og Stein­gríms Kára­sonar var spurn­ingum nefnd­ar­innar um Dek­hill Advis­ors ekki svarað sér­stak­lega. Í bréfum Sig­urðar Ein­ars­son­ar, Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, Stein­gríms Kára­sonar og Magn­úsar Guð­munds­sonar var hins vegar full­yrt að þeir hefðu aldrei sjálfir notið fjár­hags­legs ávinn­ings af við­skiptum sem tengd­ust þeim bak­samn­ingnum sem fyr­ir­spurnir til þeirra lutu að. Þá hafa þeir Lýður og Ágúst Guð­munds­synir svarað fyr­ir­spurnum nefnd­ar­innar um félagið á þann veg að þá reki ekki minni til atriða sem því tengj­ast.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None