Vindorka er áhugaverðari en Kvika áætlar

Vindurinn og rokið getur verið Íslandi afar mikilvægt til framtíðar litið, eins og Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA, rekur í grein sinni.

Ketill Sigurjónsson
Vindmyllur
Auglýsing

Um mitt ár 2016 kom út ítar­leg skýrsla unnin af Kviku banka um kostn­að­ar- og ábata­grein­ingu vegna raf­orku­sæ­strengs milli Íslands og Bret­lands. Þetta er um margt mjög vel unnin og fróð­leg skýrsla. En því miður gefur skýrslan skakkt mat á því hversu mikil vind­orka er lík­leg til að verða virkjuð á Íslandi á kom­andi árum og ára­tug­um. Þar er byggt á röngum eða í besta falli óná­kvæmum for­sendum og fyrir vikið gefur nið­ur­staða bank­ans um orku­öflun hér á landi til fram­tíðar fremur óraun­sæja mynd af lík­legri þróun orku­geirans. Nýt­ing vind­orku á Íslandi er m.ö.o. mun áhuga­verð­ari kostur en skýrsla Kviku banka gefur til kynna.

Yfir­borðs­kennd umfjöllun Kviku banka um vind­orku

Umrædd skýrsla Kviku banka hefur að geyma mikið magn upp­lýs­inga og varla til önnur dæmi um jafn ítar­lega umfjöllun um kostnað við raf­orku­öflun á Íslandi. Sem gerir skýrsl­una afar áhuga­verða og merki­legt inn­legg bæði í umræðu um mögu­legan sæstreng og um upp­bygg­ingu nýrra virkj­ana.

Það er engu að síður svo að miðað við það hversu ítar­leg skýrslan er, vekur það nokkra furðu hversu umfjöllun skýrslu­höf­unda um vind­orku er yfir­borðs­kennd. Sú umfjöllun er að mestu tak­mörkuð við einn stuttan kafla með fáeinum skýr­ing­ar­mynd­um/gröfum sem eru nán­ast vand­ræða­lega almenns eðlis og þýð­inga­lítil (kafli 15.3.3). Skýrsl­una í heild má nálg­ast á vef atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyts­ins, svo og á vef Kviku banka.

Auglýsing

Engin vind­orka án sæstrengs?

Í ljósi fábrot­innar umfjöll­unar skýrsl­unnar um vind­orku kemur kannski ekki á óvart að nið­ur­staða skýrslu­höf­unda um mögu­leika í virkjun vind­orku á Íslandi er hvorki skyn­sam­leg né raun­sæ. Í stuttu máli þá gerir Kvika banki ráð fyrir því að ef ekki kemur til lagn­ingar sæstrengs (raf­strengs) milli Íslands og Evr­ópu, sé ólík­legt að vind­orka verði virkjuð hér á landi. Sbr. miðsviðs­mynd skýrslu­höf­unda, sem sjá má á þessu grafi úr skýrsl­unni.

Skýr­ingin á þessu ein­kenni­lega mati Kviku banka á tæki­færum í vind­orku virð­ist fyrst og fremst vera sú að vind­orka sé álitin of dýr til að vera áhuga­verð hér nema til lagn­ingar sæstrengs komi (sæ­streng­ur­inn skapar rétti­lega mögu­leika á að fá hærra verð fyrir raf­ork­una en ella). Þetta mat Kviku banka er byggt á veikum for­send­um, eins og lýst er nánar í þess­ari grein.

Lyk­il­at­riðið er að höf­undar að skýrslu Kviku banka beittu skakkri aðferða­fræði við mat á kostn­aði vind­orku í sam­an­burði við kostnað nýrra hefð­bund­inna virkj­ana og van­mátu þar með tæki­færin sem í vind­orkunni fel­ast. Þetta kemur nokkuð á óvart, enda naut Kvika banki ráð­gjafar frá ráð­gjafa- og grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Pöyry. Sem er „eitt virtasta ráð­gjafa­fyr­ir­tæki á sviði orku­mála í Evr­ópu“, eins og segir á vef Kviku banka.

Kostn­aður vind­orku liggur á mjög breiðu bili

Helsta ástæða þess að Kvika banki van­mat tæki­færin í vind­orku er sú að bank­inn setti eina fasta kostn­að­ar­tölu á alla virkj­an­lega vind­orku upp að 6 TWst, sbr. graf sem sjá má hér á vef Icelandic Energy Por­tal (rauðu hringj­unum þar er bætt við inn á upp­haf­legt graf Kviku til áherslu­auka). Sú fasta kostn­að­ar­tala var rétt yfir 50 EUR/MWst. Sá kostn­aður er vissu­lega hærri en kostn­aður almennt við nýjar vatns­afls- og jarð­varma­virkj­anir á Íslandi. En þessi aðferða­fræði Kviku banka gengur samt ekki upp í þessu sam­hengi.

Þarna hefði vind­orkan átt að fá sams­konar umfjöllun eins og beitt var um virkj­un­ar­kosti í vatns­afli og jarð­varma. Þar sem hver virkj­un­ar­kostur var kostn­að­ar­met­inn og þeim svo raðað þannig að ódýr­ustu virkj­un­ar­kost­irnir væru lík­legir til að verða virkj­aðir fyrst og svo koll af kolli.

Eðli­legt hefði verið að kostn­að­ar­meta vind­orku með svip­uðum hætti. þ.e. gera ráð fyrir að hluti hennar væri undir með­al­kostn­aði (og hluti hennar yfir með­al­kostn­að­i). Rétt eins bæði IRENA og Laz­ard gera við mat á kostnað vind­orku, en kostn­aður vind­orku er jú mjög breyti­leg­ur; ekki síst vegna mis­mun­andi vind­að­stæðna á hverjum stað.

Það má virkja rokið með miklum ávinningi fyrir samfélagið.

Mis­mun­andi aðferða­fræði skekkti sam­an­burð­inn

Kostn­aður við að virkja vind­orku og fram­leiða þannig raf­magn er sem sagt langt frá því að vera ein til­tekin upp­hæð. Með því að beita sömu eða svip­aðri aðferða­fræði um vind­ork­una eins og gert var með vatns­aflið og jarð­var­mann, hefði nið­ur­staða Kviku banka orðið tals­vert öðru­vísi heldur en sú sem fyr­ir­tækið kynnti (þá nið­ur­stöðu bank­ans má sjá hér á vef Icelandic Energy Por­tal).

Ef Kvika hefði þarna notað sam­bæri­lega aðferða­fræði hefði glögg­lega mátt sjá að ódýr­ustu kost­irnir í vind­orku eru nokkru kostn­að­ar­minni en margir kostir í jarð­varma, sbr. einnig grein um þetta á vef Icelandic Energy Por­tal. Það er m.ö.o. óheppi­legt og raunar frá­leitt að afgreiða alla virkj­un­ar­kosti í vind­orku með einni kostn­að­ar­tölu, enda beitti Kvika banki að sjálf­sögðu ekki þeirri aðferð við mat á kostn­aði nýrra vatns­afls- og jarð­varma­virkj­ana. Þessi mis­mun­andi aðferða­fræði skekkir sam­an­burð­inn í skýrsl­unni.

Kostn­aður ein­stakra verk­efna er afger­andi atriði

Eðli­leg­ast er að gera ráð fyrir því að röðun virkjuna­fram­kvæmda muni fyrst og fremst ráð­ast af kostn­aði ein­stakra verk­efna (svo og umhverf­is­á­hrifum og skipu­lag­i). Það merkir að ódýrir kostir í vind­orku munu í a.m.k. ein­hverjum til­vikum verða byggðir upp á undan mun dýr­ari kostum í jarð­varma (og jafn­vel vatns­afli). 

Við þetta bæt­ist svo að sam­spil eldri vatns­afls­virkj­ana og nýrra vind­myllu­garða geta gert vind­orku­verk­efni ennþá hag­stæð­ari en ella. Sem kann að flýta ennþá meira fyrir upp­bygg­ingu vind­myllu­garða. Eftir stendur svo auð­vitað spurn­ingin um kostnað vegna vara­afls fyrir íslenska vind­myllu­garða, en þann kostnað er snúið að meta vegna þess að hér á landi er ekki ennþá til slíkur mark­að­ur.

Kostn­aður við vind­orku oft tölu­vert lægri en kostn­aður jarð­varma

Eins og áður sagði er í skýrslu Kviku banka miðað við að kostn­aður vind­orku sé almennt nokkuð yfir 50 EUR/MWst (kostn­aður sem byggir á efna­hags­legum líf­tíma virkj­un­ar, stofn­kostn­aði, rekstr­ar­kostn­aði og vegnum með­al­fjár­magns­kostn­að­i). Hafa ber í huga að skv. upp­lýs­ingum frá Kviku banka er tengi­kostn­aður virkj­ana við flutn­ings­netið inni­fal­inn í umræddri kostn­að­ar­tölu.

Umrædd tala er með­al­kostn­að­ur, en Kvika banki leit ekki til þess að mörg vind­orku­verk­efni eru langt undir með­al­kostn­aði (og önnur langt yfir). Ef Kvika hefði beitt sömu aðferða­fræði gagn­vart vind­orku eins og vatns­afli og jarð­varma, hefði kostn­aður ódýr­ustu vind­myllu­garð­anna senni­lega verið met­inn u.þ.b. 25–30% lægri en með­al­tals­kostn­að­ur­inn sem Kvika banki mið­aði við.

Þetta hefði skipt veru­legu máli fyrir mat á sam­keppn­is­hæfni vind­orku. Því þá hefði nið­ur­staðan vafa­lítið orðið sú að hund­ruð MW af vind­orku­afli á Íslandi séu hag­kvæm­ari en t.d. margar þeirra jarð­varma­virkj­ana sem eru fyr­ir­hug­aðar hér skv. Ramma­á­ætl­un. Sá sem þetta skrifar álítur lík­legt að hér muni reyn­ast hag­kvæmt að reisa um 300–400 MW af vindafli á kom­andi árum, þó svo eng­inn sæstrengur komi. Og jafn­vel meira. Sæstrengur myndi svo gera nýt­ingu á íslenskri vind­orku ennþá áhuga­verð­ar­i. 

Nýleg grein­ing MIT/IIT styður hag­kvæmni íslenskrar vind­orku

Í þessu sam­bandi má líka horfa til nýlegrar grein­ingar og kostn­að­ar­mats af hálfu MIT Energy Ini­ti­ative og Comilla­s-IIT. Þar kemur fram að hér­lendis verði unnt að reisa nokkur hund­ruð MW af vindafli þar sem kostn­að­ur­inn (levelized cost of energy; LCOE) nemur um 35 USD/MWst, þ.e. um 32 EUR/MWst (miðað við gengi evru og banda­ríkja­dals).

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem ég hef fengið frá MIT/IIT eru þessir útreikn­ingar m.a. byggðir á upp­lýs­ingum frá Lands­virkjun um nýt­ing­ar­tíma (capacity fact­or) vind­myll­anna tveggja ofan við Búr­fell. Ætla má að sú töl­fræði gefi ágæta mynd af því hvers vænta megi um hag­kvæmni vind­orku á Íslandi. Sú hag­kvæmni virð­ist tví­mæla­laust vera mun meiri en ráða má af skýrslu Kviku banka. Af þessu öllu leiðir að sú ályktun Kviku banka að ólík­legt sé að hér rísi vind­myllu­garðar nema til sæstrengs komi, er senni­lega röng.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None