Fjölmiðlar

Íslenskur fjölmiðlamarkaður gjörbreyttist á einum mánuði

Björn Ingi Hrafnsson er ekki lengur ráðandi í Pressusamstæðunni. Útgerðarmenn hafa selt fjórðung af hlut sínum í Árvakri. Fréttatíminn er í rekstrarstöðvun og 365 miðlar verða brotnir upp ef kaup Vodafone á stærstum hluta þeirra ganga í gegn.

Síð­ast­lið­inn mánuð hefur íslenskur fjöl­miðla­mark­aður gengið í gegnum miklar breyt­ing­ar. Frétta­tím­inn stefnir í gjald­þrot eftir 151 millj­óna króna tap á árinu 2016 og starfs­menn hans hafa ekki mætt til vinnu í tæpar tvær vik­ur. Eyþór Arn­alds keypti rúm­lega fjórð­ungs­hlut í Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, fyrir ótil­greinda upp­hæð af stórum útgerð­ar­fyr­ir­tækj­um. Í gær var svo greint frá því að nýir aðilar séu að taka við fjöl­miðla­veldi Björns Inga Hrafns­son­ar, sem oft­ast er kennt við Press­una. Innan þeirrar sam­stæðu eru tæp­lega 30 miðlar sem birta efni á vef, á dag­blaða- og tíma­rita­formi og í sjón­varpi. Þeirra þekkt­astir eru DV, DV.is, Eyj­an, Pressan, sjón­varps­stöðin ÍNN og tíma­ritin Vikan, Gest­gjaf­inn, Nýtt líf og Hús og híbýli.

Þegar við bæt­ist að fyrir dyrum er frá­gangur á kaupum Voda­fone á nær öllum miðlum 365 utan Frétta­blaðs­ins blasir við að árið 2017 virð­ist ætla að verða ár breyt­inga í íslenskum fjöl­miðl­um. Lík­lega mestu breyt­ingar sem orðið hafa á þeim mark­aði árum sam­an.

Björn Ingi stígur til hliðar

Til­kynnt var um það í gær að hlutafé útgáfu­fé­lags­ins Pressunnar verði aukið um 300 millj­ónir króna. Sam­hliða stígur Björn Ingi Hrafns­son, stofn­andi Pressunnar og sá sem leitt hefur skuld­settar yfir­tökur hennar á öðrum miðlum und­an­farin ár, til hlið­ar.

Hann hefur verið bæði stjórn­ar­for­maður og útgef­andi Pressu­sam­stæð­unnar fram að þessu auk þess sem hann stýrir sjón­varps­þætt­inum Eyj­unni, sem var um nokk­urra ára skeið á Stöð 2 en er nú sýndur á ÍNN. Björn Ingi mun láta af öllum stjórn­un­ar­störfum fyrir Press­una sam­hliða hluta­fjár­aukn­ing­unni. Hann mun þó áfram stýra sjón­varps­þætt­in­um. Hann mun því hvorki vera í stjórn né koma að rit­stjórn miðla sam­stæð­unnar leng­ur.

Ný stjórn var kosin á hlut­hafa­fundi í gær og verður Gunn­laugur Árna­son stjórn­ar­for­mað­ur. Aðrir í stjórn verða Þor­varður Gunn­ars­son, Sess­elja Vil­hjálms­dóttir og Hall­dór Krist­manns­son. Hall­dór, sem er yfir­maður sam­skipta- og mark­aðs­sviðs Alvogen, er sá eini sem situr í stjórn­inni sem er líka eig­andi. Hann er á meðal þeirra sem standa að Fjár­fest­inga­fé­lag­inu Dal­ur­inn, ásamt m.a. Róberti Wessman og Árna Harð­ar­syni. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans stendur til að bæta einum stjórn­ar­manni til við­bótar við, svo odda­tala verði í stjórn­inni.

Núver­andi fram­kvæmda­stjóri Birt­ings, Karl Steinar Ósk­ars­son verður fram­kvæmda­stjóri Pressu-­sam­stæð­unnar og Matth­ías Björns­son, fjár­mála­stjóri Birt­ings, mun gegna sama starfi á sam­stæðu­grund­velli. Sig­ur­vin Ólafs­son verður fram­kvæmda­stjóri DV, en hann tók við því starfi fyrr á þessu ári.

Umfangs­mikil end­ur­skipu­lagn­ing

Vinna við end­ur­skipu­lagn­ingu á Press­unni og tengdum miðlum hefur staðið yfir mán­uðum sam­an. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans er ekki ein­ungis um hluta­fjár­aukn­ingu að ræða. Sam­hliða var einnig tekið umtals­vert til í skuldum sam­stæð­unn­ar, og fer hluti hluta­fjár­aukn­ing­ar­innar í að gera slíkar upp. Skuldir Pressunnar hafa verið tölu­vert til umræðu á und­an­förnum árum. Í jan­úar greindi Kjarn­inn frá því að skuldir sam­stæð­unnar hefðu sexfald­ast frá árs­lokum 2013 og til loka árs 2015. Þá stóðu þær í 444 millj­ónum króna. Aug­ljóst var að hluti skuld­anna var vegna þess að fjöl­miðlar voru teknir inn í sam­stæð­una gegn selj­enda­lán­um. Þ.e. þeir sem áttu fjöl­miðl­anna áður lán­uðu Press­unni fyrir kaup­verð­inu. Þannig var málum til að mynda háttað þegar DV var keypt seint á árinu 2014.

Ljóst var þó að allar þær skuldir sem söfn­uð­ust saman innan Pressu­sam­stæð­unnar voru ekki af þeim toga. Einnig þurfti að fjár­magna rekstur og umbreyt­inga­kostnað í sam­stæðu sem var sífellt að bæta við sig fleiri fjöl­miðl­um. Þeir eru nú orðnir tæp­lega 30 tals­ins, þegar öll lands­byggð­ar­blöðin og tíma­ritin sem fylgja Birt­ingi eru talin með. Aldrei var upp­ljóstrað um hverjir það hefðu verið sem hefðu lánað annað hvort stærstu eig­end­urm Pressu­sam­stæð­unnar –Birni Inga Hrafn­syni og Arn­ari Ægis­syni – eða sam­stæð­unni sjálfri það fé sem kom inn í hana. Þeir vildu sjálfir ekki upp­lýsa um það og Fjöl­miðla­nefnd taldi sig ekki hafa heim­ild í lögum til að kalla eftir upp­lýs­ingum um lán­veit­end­ur.

Kvika fram­seldi skuld sína

Ein skuld vakti meiri athygli en önn­ur. Það var yfir­dráttur sem Pressan var með hjá MP banka, sem í dag heitir Kvika. Hann var upp á rúm­lega 60 millj­ónir króna í lok árs 2013. Ástæða þess að sú skuld vakti athygli var sú að tvær syst­ur, Malín Brand og Hlín Ein­ars­dótt­ir, reyndu að kúga fé út úr Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, snemma sum­ars 2015. Í fjár­­­kúg­un­­ar­bréfi sem þær sendu hót­­uðu þær að gera opin­ber­ar ­upp­­lýs­ingar sem áttu að koma ráð­herr­­anum illa. Þær snér­ust um að Sig­­mundur Davíð eða aðilar tengdir honum hafi haft aðkomu að því að Pressan ehf. hafi fengið lána­­fyr­ir­greiðslu hjá MP banka þegar félagið keypti DV. Sig­­mundur Davíð hefur hafnað því að hann hafi fjár­­hags­­leg tengsl við Björn Inga Hrafns­­son og að hann hafi komið að kaupum á DV á nokkurn hátt. Björn Ingi sagði sömu­leiðis að for­­sæt­is­ráð­herra hafi ekki fjár­­­magnað kaup Pressunnar á DV og að hann eigi ekki hlut í blað­inu. Bank­inn vildi sjálfur ekki tjá sig um málið efn­is­lega þar sem hann taldi sig ekki geta rofið trúnað við við­skipta­vini sína.

Kvika framseldi skuldabréf á Pressusamstæðuna til þeirra sem standa að FÓ eignarhaldi ehf. sem hluta af öðru viðskiptauppgjöri. Sigurður Atli Jónsson er forstjóri Kviku.
Mynd: Kvika

Einn nýrra eig­enda Pressunnar er félagið eign­ar­hald ehf. Á meðal þeirra eig­enda þess er Fannar Ólafs­son. Hann segir í sam­tali við Kjarn­ann að aðkomu megi rekja til þess að félagið hafi fengið skulda­bréf á Pressu­sam­stæð­una fram­selt frá Kviku banka sem hluta af öðru við­skipta­upp­gjöri. Það sé hans aðkoma að mál­inu. Hann sé að reyna að fá umrætt skulda­bréf greitt.

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Kviku um fram­sal á kröfu bank­ans á Pressu­sam­stæð­una. Í svari frá Kviku við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að bank­inn ekki geta tjáð sig um mál­ið. Hann sagð­ist auk þess ekki geta tjáð sig um hvort Kvika hefði afskrifað ein­hverjar skuldir Pressunn­ar.

Félag Róberts og Árna verður stærsti hlut­haf­inn

Sá aðili sem kemur með mest fé inn í rekst­ur­inn er Fjár­fest­inga­fé­lagið Dal­ur­inn., félag í eigu Róberts Wessman, Árna Harð­ar­sonar og þriggja ann­arra manna. Róbert og Árni hafa verið við­skipta­fé­lagar árum saman og eru burð­ar­rás­irnar í Alvogen í dag. Áður störf­uðu þeir m.a. hjá Act­a­vis. Báðir eru sterk­efn­að­ir. Árni var til að mynda skatta­kongur Íslands árið 2016, þegar hann greiddi sam­tals 265,3 millj­ónir króna í opin­ber gjöld. Árni var líka áber­andi í kringum hóp­mál­sókn fyrr­ver­andi hlut­hafa Lands­banka Íslands gegn Björgólfii Thor Björg­ólfs­syni sem þing­fest var í októ­ber 2015. Félag í eigu Árna átti um 60 pró­sent af hluta­bréf­unum sem stóðu á bak­við mál­sókn­ina en hann hafði keypt þau fyrir 25-30 millj­ónir krona af íslenskum líf­eyr­is­sjóðum vik­una áður en mál­sóknin var þing­fest. Auk þess greiddi Árni sinn hluta máls­kostn­að­ar. Málið var ein­ungis einn af mörgum öngum langvar­andi deilna og orða­skaks milli Árna og Róberts ann­ars vegar og Björg­ólfs Thors hins veg­ar. Deilna sem hófust að alvöru þegar Björgólfur Thor rak Róbert úr stóli for­stjóra Act­a­vis.

Róbert Wessman er einn þeirra sem standa að félaginu sem verður stærsti einstaki eigandi Pressusamstæðunnar.

Alls setja Árni, Róbert og félagar þeirra 155 millj­ónir króna inn í rekstur Pressunnar og verða stærstu hlut­hafar fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Róbert Wessman kemur að sam­stæð­unni. Hann tók þátt að fjár­magna Vef­press­una, upp­haf­legt móð­ur­fyr­ir­tæki vef­mið­ils­ins Pressunn­ar, þegar það félag var stofnað 2009. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi þess árs átti Salt Invest­ments, félag Róberts, 23,08 pró­sent hlut í Vef­press­unni í lok þess árs. Auk þess var starf­semi hennar til húsa á skrif­stofum Salts framan af.

Eig­endur Eyktar og Subway bæt­ast í hóp­inn

Næst hæsta upp­hæðin kemur frá Kringlu­turn­inum ehf., félagi í eigu Björns Inga og Arn­ars Ægis­son­ar. Þeir setja um 50 millj­ónir króna af nýju hlutafé inn í rekst­ur­inn en það skilar þeim þó ekki nema um 14-16 pró­sent eign­ar­hlut, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans. Auk þess eiga þeir kaup­rétt á meiru hluta­fé, sem ekki hefur verið gefið upp hver er. Björn Ingi og Arnar áttu um 82 pró­sent hlut í Press­unni í upp­hafi árs.

Þriðji stóri hlut­haf­inn í hópnum eru fyrr­ver­andi eig­endur Birt­ings. Greint var frá því í lok nóv­em­ber 2016 að Pressan hefði keypt Birt­ing, stærstu tíma­rita­út­gáfu lands­ins. Síðar kom í ljós að ekki var um klippt og skorin kaup að ræða. Í febr­úar síð­ast­lið­inn var til­kynnt um að Pressan hefði eign­ast allt hlutafé í Birt­ingi en að fyrr­ver­andi eig­endur Birt­ings myndu koma inn í hlut­hafa­hóp Pressunn­ar. Þessi hópur leggur nú til 47 millj­ónir króna af nýju hlutafé til Pressu­sam­stæð­unn­ar.

Aðrir sem taka þátt í hluta­fjár­aukn­ing­unni leggja minna fé til. Mest leggur félagið eign­ar­hald – eigu Fann­ars Ólafs­son­ar, Andra Gunn­ars­sonar og Gests Breið­fjörð Gests­sonar – til, eða 20 millj­ónir króna. Þar á eftir kemur verk­tak­aris­inn Eykt ehf., í eigu Pét­urs Guð­munds­son­ar, með 15 millj­óna króna fram­lag. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans stendur til að flytja starf­semi allra Pressu­miðl­anna í hús­næði í Borg­ar­túni sem Eykt er að byggja um kom­andi ára­mót. Skúli Gunnar Sig­fús­son, oft­ast kenndur við Subway, leggur til tíu millj­ónir króna og Sig­ur­vin Ólafs­son, lög­maður og fram­kvæmda­stjóri DV, leggur tvær millj­ónir króna í púkk­ið. Viggó Einar Hilm­ars­son leggur svo fram eina milljón króna.

Eyþór kemur inn í eig­enda­hóp Árvak­urs

Á mánu­dag var upp­lýs­ingum um eign­ar­hald á Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins og Mbl.is, breytt á heima­síðu Fjöl­miðla­nefnd­ar. Félagið Ram­ses II, í eigu Eyþórs Arn­alds, er nú skrað með 26,62 pró­sent eign­ar­hlut og er stærsti ein­staki eig­andi Þórs­merkur ehf., eig­anda Árvak­urs. Engar upp­lýs­ingar hafa verið gefnar um kaup­verð á hlutn­um, en Eyþór keypti hann af Sam­herja, Vísi og Síld­ar­vinnsl­unni.

Eyþór er þar með orð­inn stærsti ein­staki eig­andi Árvak­urs. Félög tengd Ísfé­lagi Vest­manna­eyja eru hins vegar enn með sam­an­lagt stærstan eign­ar­hlut. Ísfé­lagið á sjálft 13,43 pró­sent hlut og félagið Hlynur A, í eigu Guð­bjargar Matth­í­as­dótt­ur, aðal­eig­anda Ísfé­lags­ins, á 16,38 pró­sent hlut. Auk þess á félagið Legalis 12,37 pró­sent hlut. Eig­endur þess eru m.a. Sig­ur­björn Magn­ús­son, stjórn­ar­for­maður Árvak­urs og stjórn­ar­maður í Ísfé­lag­inu, og Gunn­laugur Sævar Gunn­laugs­son, stjórn­ar­for­maður Ísfé­lags­ins. Sam­an­lagður hlutur þess­arar blokkar í Árvakri er 42,18 pró­sent. Gunn­laugur Sævar er einnig eig­andi að hlut í Lýsi ehf., sem á 1,97 pró­sent hlut í Árvakri. Bæði Gunn­laugur Sævar og Sig­ur­björn sitja í stjórn þess fyr­ir­tæk­is.

Undanfarin misseri hefur Morgunblaðið verið nær einvörðungu í eigu aðila í sjávarútvegi. Nú verður breyting á. Eyþór Arnalds hefur eignast rúman fjórðung í Árvakri, útgáfufélagi blaðsins.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Aðrir eig­endur eru að mestu aðilar tengdir íslenskum sjáv­ar­út­vegi. Á meðal Þeirra eru Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, Rammi hf. og Skinn­ey-­Þinga­nes.

Kaup félags Eyþórs á hlut í Þórs­mörk eru háð þeim fyr­ir­vara að aðrir eig­endur nýti sér ekki for­kaups­rétt.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er hluta­fjár­aukn­ing í Árvakri fram undan og er aðkoma Eyþórs að félag­inu tengd henni. Árvakur tap­aði 1,5 millj­­arði króna frá því að nýir eig­endur tóku við félag­inu 2009 og fram til loka árs 2015. Á þeim tíma hafa þeir eig­endur sett að minnsta kosti 1,2 millj­­arða króna í rekstur félags­­ins og voru 4,5 millj­­arðar króna afskrif­aði hjá Íslands­­­banka í því ferli þegar nýir eig­endur komu að félag­inu. Tap Árvak­­urs var 164 millj­­ónir króna á árinu 2015.

Árs­­reikn­ingur fyrir árið 2016 hefur ekki verið birtur en Har­aldur Johann­es­sen, fram­­kvæmda­­stjóri Árvak­­urs og rit­­stjóri Morg­un­­blaðs­ins, sagði í til­­kynn­ingu í fyrra­haust að líkur væru á halla­­rekstri á árinu 2016 líka. Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­­skráar var hlutafé Árvak­­urs aukið um 7,4 pró­­sent í nóv­­em­ber í fyrra og hækk­­unin öll greidd með pen­ing­­um.

Tífalt tap og rekst­ur­inn stöðv­aður

Frí­blaðið Frétta­tím­inn kom síð­ast út föstu­dag­inn 7. apr­íl. Ekki hefur form­lega verið til­kynnt um hver afdrif þess verða en starfs­menn blaðs­ins hafa ekki verið boð­aðir til vinnu síðan að gerð þess tölu­blaðs lauk. Hluti starfs­manna, um tug­ur, hefur enn ekki fengið greidd laun sem áttu að greið­ast um síð­ustu mán­aða­mót.

Frétta­blaðið greindi frá því fyrir skemmstu að tap Frétta­tím­ans, sam­kvæmt rekstr­ar­reikn­ingi, hefði verið 151 milljón króna á árinu 2016. Tapið tífald­að­ist á milli ára.

Gunnar Smári Egils­son, sem leiddi hóp sem keypti útgáfu­fé­lag Frétta­tím­ans síðla árs 2015, hætti afskiptum af útgáf­unni í byrjun apr­íl. Í stöðu­upp­færslu á Face­book sagði hann það hafa verið gert á „meðan lán­­ar­drottn­­ar, aðrir hlut­haf­­ar, starfs­­fólk og mög­u­­legir kaup­endur leit­uðu nýrra lausn­a.“

Engar nýjar fréttir hafa borist af afdrifum Frétta­tím­ans á síð­ustu dög­um.

Stærsta einka­rekna fjöl­miðla­sam­steypan brotin upp

Stærstu tíð­indin á fjöl­miðla­mark­aði það sem af er þessu mikla breyt­ing­ar­ári urðu þó lík­ast til um miðjan mars síð­ast­lið­inn, þegar til­kynnt var um að Fjar­skipti, móð­ur­fé­lag Voda­fone á Íslandi, hefði und­ir­­ritað samn­ing um kaup á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að und­an­­skildum eignum er varða útgáfu Frétta­­blaðs­ins. Kaup­verðið er 7.725-7.875 millj­­ónir króna. Það greið­ist í reið­u­­fé, með útgáfu nýrra hluta í Fjar­­skiptum og yfir­­­töku á 4,6 millj­­arða króna skuld­­um.

Sú breyt­ing var gerð á fyrra sam­komu­lagi að Fjar­­skipti eru ekki bara að kaupa ljós­vaka- og fjar­­skipta­­eignir 365 miðla. Nú bæt­t­ust bæði frétta­vef­­ur­inn Vís­ir.is og frétta­­stofa 365, að und­an­skil­inni rit­­stjórn og rekstri Frétta­­blaðs­ins, í kaup­in. Áður ætl­­aði Fjar­­skipti ein­ungis að kaupa sjón­­varps- og útvarps­­­stöðvar 365 auk fjar­­skipta­hluta fyr­ir­tæk­is­ins. Helstu sjón­­varps­­stöðvar eru Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 3 og Bíórás­in. Helstu útvarps­­­stöðvar eru Bylgj­an, FM957 og X-ið.

Frétta­­blaðið verður áfram í eigu 365 miðla. Það verður tíma­­ritið Gla­mour einnig. Engar breyt­ingar verða á eign­­ar­haldi þess félags. Eft­ir­lits­að­ilar fara nú yfir við­skiptin og er búist við nið­ur­stöðu þeirra síð­sum­ars eða í haust.

Núver­andi hlut­hafar 365 miðla munu eign­­­ast 10,9 pró­­sent hlut í Fjar­­­skipt­um eftir ef greitt verður með nýju hluta­­fé, líkt og stefnt er að. Það þýðir að stærsti eig­andi 365 miðla, aflands­­­fé­lög í eigu Ing­i­­­bjargar S. Pálma­dótt­­­ur, munu eign­­­ast um átta pró­­­sent í Fjar­­­skipt­­­um. Sam­an­lagt verða félög hennar stærsti ein­staki einka­fjár­­­­­fest­ir­inn í hlut­hafa­hópi félags­­­ins. Í dag er það Ursus, félag Heið­­­ars Guð­jóns­­­son­­­ar, sem á 6,4 pró­­­sent hlut. Í krafti þess eign­­­ar­hlutar er Heiðar stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Fjar­­­skipta. Stærstu eig­endur Fjar­­­skipta eru þrír stærstu líf­eyr­is­­­sjóðir lands­ins: Líf­eyr­is­­­sjóður starfs­­­manna rík­­­is­ins, Líf­eyr­is­­­sjóður versl­un­­­ar­­­manna og Gildi líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur. Sam­an­lagt eiga þeir 32,13 pró­­­sent eign­­­ar­hlut í félag­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar