#velferðarmál

Færri fá fjárhagsaðstoð frá borginni

Ríflega 2.200 einstaklingar fengu fjárhagsaðstoð sér til framfærslu frá Reykjavíkurborg í fyrra og hafa ekki verið færri frá því fyrir hrun. Fjórir af hverjum tíu sem fá aðstoð eru á þrítugsaldri, og 27 prósent á fertugsaldri.

882 á aldrinum 20 til 29 ára fengu fjárhagsaðstoð til framfærslu í fyrra.
882 á aldrinum 20 til 29 ára fengu fjárhagsaðstoð til framfærslu í fyrra.

Tæp­lega 40 pró­sent allra sem fá fjár­hags­lega aðstoð til fram­færslu frá Reykja­vík­ur­borg er fólk á aldr­inum 20 til 29 ára. Hlut­fallið er lægra en fyrir hrun, en árin 2007 og 2008 voru 48 og 45 pró­sent allra sem fengu fjár­hags­lega aðstoð til fram­færslu á þessum aldri. 

Þetta kemur fram í töl­fræði Reykja­vík­ur­borg­ar. 882 ein­stak­lingar á aldr­inum 20 til 29 ára fengu fjár­hags­að­stoð til fram­færslu í fyrra, sem gera 39,1 pró­sent af þeim 2.259 ein­stak­lingum sem í heild­ina fengu slíka aðstoð. 

Reykja­vík­ur­borg skiptir þessum hópi í tvennt, ann­ars vegar 20 til 24 ára og hins vegar 25 til 29 ára. Hóp­arnir eru nán­ast jafn­stór­ir, 444 ein­stak­lingar á aldr­inum 20 til 24 ára og 438 á aldr­inum 25 til 29 ára. 

Auglýsing

27,1 pró­sent, eða 612 ein­stak­ling­ar, á aldr­inum 30 til 39 ára fá fjár­hags­lega aðstoð til fram­færslu frá borg­inni. Þetta hlut­fall hefur farið hækk­andi á und­an­förnum árum, en var í kringum 23 til 24 pró­sent á árunum fyrir hrun. 

Fólk á aldr­inum 40 til 49 ára eru 14,3 pró­sent þeirra sem fá aðstoð og 10,4 pró­sent eru á aldr­inum 50 til 59 ára. 3,2 pró­sent eru á aldr­inum 60 til 66 ára og 2,6 pró­sent yfir 66 ára aldri. 

Færri fá aðstoð 

Árið 2008 fengu 1.876 ein­stak­lingar fjár­hags­að­stoð sér til fram­færslu í borg­inni, en strax árið 2009 fjölg­aði þeim um sex hund­ruð, upp í 2.489 ein­stak­linga. Þeim fjölg­aði svo á hverju ári til árs­ins 2013, þegar 3.350 ein­stak­lingar fengu fram­færslu frá borg­inni. Í fyrra var fjöld­inn svo 2.259 ein­stak­ling­ar, sem eru færri en nokkuð annað ár eftir hrun.

Þegar skoð­aðar eru tölur yfir hlut­fall þeirra fjöl­skyldna í Reykja­vík sem fá fjár­hags­að­stoð sér til fram­færslu kemur í ljós að 3,1 pró­sent fjöl­skyldna fá aðstoð frá borg­inni. Þegar skipt er eftir þjón­ustu­mið­stöðvum borg­ar­innar sést að hlut­fallið er hæst í Breið­holti, 4,6 pró­sent, en lægst í Graf­ar­vogi og á Kjal­ar­nesi, 2,4 pró­sent. Í Laug­ar­dal og Háa­leiti er það 2,5 pró­sent, 2,7 pró­sent í Árbæ og Graf­ar­holti og 3,2 pró­sent í Vest­ur­bæ, Mið­borg og Hlíð­u­m. 

Enn­fremur er hægt að skoða fjölda þeirra sem fá fjár­hags­að­stoð til fram­færslu barna­fjöl­skyldna, en í fyrra voru það 564 sem fengu slíka aðstoð. Þessir 564 voru með 913 börn á sínu fram­færi sam­kvæmt töl­un­um. Það eru tals­vert færri en mest hefur verið á síð­ustu árum, en árið 2012 voru 895 fjöl­skyldur með 1.335 börn með fjár­hags­að­stoð sér til fram­færslu hjá borg­inn­i. 

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None