Færri fá fjárhagsaðstoð frá borginni

Ríflega 2.200 einstaklingar fengu fjárhagsaðstoð sér til framfærslu frá Reykjavíkurborg í fyrra og hafa ekki verið færri frá því fyrir hrun. Fjórir af hverjum tíu sem fá aðstoð eru á þrítugsaldri, og 27 prósent á fertugsaldri.

882 á aldrinum 20 til 29 ára fengu fjárhagsaðstoð til framfærslu í fyrra.
882 á aldrinum 20 til 29 ára fengu fjárhagsaðstoð til framfærslu í fyrra.
Auglýsing

Tæp­lega 40 pró­sent allra sem fá fjár­hags­lega aðstoð til fram­færslu frá Reykja­vík­ur­borg er fólk á aldr­inum 20 til 29 ára. Hlut­fallið er lægra en fyrir hrun, en árin 2007 og 2008 voru 48 og 45 pró­sent allra sem fengu fjár­hags­lega aðstoð til fram­færslu á þessum aldri. 

Þetta kemur fram í töl­fræði Reykja­vík­ur­borg­ar. 882 ein­stak­lingar á aldr­inum 20 til 29 ára fengu fjár­hags­að­stoð til fram­færslu í fyrra, sem gera 39,1 pró­sent af þeim 2.259 ein­stak­lingum sem í heild­ina fengu slíka aðstoð. 

Reykja­vík­ur­borg skiptir þessum hópi í tvennt, ann­ars vegar 20 til 24 ára og hins vegar 25 til 29 ára. Hóp­arnir eru nán­ast jafn­stór­ir, 444 ein­stak­lingar á aldr­inum 20 til 24 ára og 438 á aldr­inum 25 til 29 ára. 

Auglýsing

27,1 pró­sent, eða 612 ein­stak­ling­ar, á aldr­inum 30 til 39 ára fá fjár­hags­lega aðstoð til fram­færslu frá borg­inni. Þetta hlut­fall hefur farið hækk­andi á und­an­förnum árum, en var í kringum 23 til 24 pró­sent á árunum fyrir hrun. 

Fólk á aldr­inum 40 til 49 ára eru 14,3 pró­sent þeirra sem fá aðstoð og 10,4 pró­sent eru á aldr­inum 50 til 59 ára. 3,2 pró­sent eru á aldr­inum 60 til 66 ára og 2,6 pró­sent yfir 66 ára aldri. 

Færri fá aðstoð 

Árið 2008 fengu 1.876 ein­stak­lingar fjár­hags­að­stoð sér til fram­færslu í borg­inni, en strax árið 2009 fjölg­aði þeim um sex hund­ruð, upp í 2.489 ein­stak­linga. Þeim fjölg­aði svo á hverju ári til árs­ins 2013, þegar 3.350 ein­stak­lingar fengu fram­færslu frá borg­inni. Í fyrra var fjöld­inn svo 2.259 ein­stak­ling­ar, sem eru færri en nokkuð annað ár eftir hrun.

Þegar skoð­aðar eru tölur yfir hlut­fall þeirra fjöl­skyldna í Reykja­vík sem fá fjár­hags­að­stoð sér til fram­færslu kemur í ljós að 3,1 pró­sent fjöl­skyldna fá aðstoð frá borg­inni. Þegar skipt er eftir þjón­ustu­mið­stöðvum borg­ar­innar sést að hlut­fallið er hæst í Breið­holti, 4,6 pró­sent, en lægst í Graf­ar­vogi og á Kjal­ar­nesi, 2,4 pró­sent. Í Laug­ar­dal og Háa­leiti er það 2,5 pró­sent, 2,7 pró­sent í Árbæ og Graf­ar­holti og 3,2 pró­sent í Vest­ur­bæ, Mið­borg og Hlíð­u­m. 

Enn­fremur er hægt að skoða fjölda þeirra sem fá fjár­hags­að­stoð til fram­færslu barna­fjöl­skyldna, en í fyrra voru það 564 sem fengu slíka aðstoð. Þessir 564 voru með 913 börn á sínu fram­færi sam­kvæmt töl­un­um. Það eru tals­vert færri en mest hefur verið á síð­ustu árum, en árið 2012 voru 895 fjöl­skyldur með 1.335 börn með fjár­hags­að­stoð sér til fram­færslu hjá borg­inn­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None