Umferðin um Víkurskarð miklu meiri en gert var ráð fyrir

Þrátt fyrir kostnaðaraukningu við gerð Vaðlaheiðarganga þá eru rekstrarforsendur þeirra mun betri en reiknað var með þegar farið var í framkvæmdina. Umferðaraukningin, meðal annars vegna vaxtar í ferðaþjónstunni, hefur næstum 50 prósent á fjórum árum.

Gangnagerð í Vaðlaheiði var samþykkt á Alþingi sumarið 2012.
Gangnagerð í Vaðlaheiði var samþykkt á Alþingi sumarið 2012.
Auglýsing

Margt hefur verið skrifað um Vaðla­heið­ar­göngin og sýn­ist sitt hverjum eins og eðli­legt er þegar stórar sam­göngu­fram­kvæmdir eru ann­ars veg­ar.  Líkt og með öll jarð­göng eru Vaðla­heið­ar­göngin kostn­að­ar­söm fram­kvæmd en þau verða 7,5 km að lengd.  

Göngin munu til­heyra þjóð­vegi nr 1 og leysa af fjall­veg­inn um Vík­ur­skarð sem oft hefur reynst far­ar­tálmi yfir vetr­ar­tím­ann. 

Með til­komu gang­anna mun hring­veg­ur­inn stytt­ast um 16 kíló­metra. Fyrir íbúa á Norð­ur­landi, ferða­menn á svæð­inu og fyr­ir­tæki verður þessi sam­göngu­bót lyfti­stöng.  Með göng­unum stytt­ist vega­lengdin á milli Eyj­ar­fjarð­ar­sýslu og Þing­eyj­ar­sýslna með til­heyr­andi hag­ræð­ingu fyrir þá sem þurfa að sækja atvinnu á þessum svæð­um, auk þess sem sam­göngur verða trygg­ari allan árs­ins hring sem styrkir meðal ann­ars ferða­þjón­ust­una á svæð­inu.

Þá verða göngin ekki síður mik­il­væg fyrir öryggi íbú­anna í Þing­eyj­ar­sýslum þar sem Sjúkra­húsið á Akur­eyri þjónar þeim sem aðal­sjúkra­hús. Ekki verður mikil hætta á að lok­ast austan Vik­ur­skarðs vegna veð­urs, eins og mörg dæmi eru um, þegar göngin verða komin í gagn­ið.

Auglýsing

Göngin verða dýr­ari

Margar fréttir hafa verið skrif­aðar um vand­ræðin sem upp hafa komið við gerð Vaðla­heið­ar­ganga.  Þau hafa þau tekið lengri tíma en reiknað var með og svo verða þau tals­vert dýr­ari en lagt var upp með. 

Í júní 2012 sam­­þykkti Alþingi lög um gerð jarð­­ganga undir Vaðla­heiði. Í þeim fólst að rík­­is­­sjóður gat lánað allt að 8,7 millj­­arða króna til verk­efn­is­ins, á því verð­lagi sem var í lok árs 2011. Vextir á lán­unum voru allt að 3,7 pró­­sent og átti það fé að duga fyrir stofn­­kostn­að­i. 

Sér­­stakt félag var stofnað utan um fram­­kvæmd­ina, Vaðla­heið­­ar­­göng ehf. Meiri­hluta­eig­andi þess félags er Greið leið ehf. í eigu Akur­eyr­­ar­bæj­­­ar, fjár­­­fest­ing­­ar­­fé­lags­ins KEA og Útgerð­­ar­­fé­lags Akur­eyr­inga. Minn­i­hluta­eig­andi í félag­inu er Vega­­gerð­in. Gert var ráð fyrir að fram­­kvæmdum yrði lokið í árs­­lok 2016 og að ganga­gröftur myndi klár­­ast í sept­­em­ber 2015. Vinnan hefur hins vegar gengið hæg­ar, meðal ann­ars vegna mik­ils vatns­is­flæðis og erf­ið­leika við að bora, en nú er útlit fyrir að göngin verði til­búin á næsta ári. Stjórn­völd ákváðu á dög­unum að sam­þykkja frek­ari lán­vet­ingar til að ljúka fram­kvæmdum um allt að 4,7 millj­arða.

En þrátt fyrir þetta, þá munu not­endur gang­anna sjálfir borga fyrir þau á end­anum með veggjöld­unum sem inn­heimt verða og ríkið mun eign­ast þau eftir ára­tugi og þá verða þau skuld­laus eins og nú er að ger­ast með Hval­fjarð­ar­göng. 

Umferð­ar­spár

Þegar ákveðið var að ráð­ast í gerð Vaðla­heið­ar­ganga var gerð spá um umferð, enda umferð um göngin grund­völl­ur­inn fyrir því að glöggva sig á rekstr­in­um. Í skýrslu IFS um mat á for­sendum Vaðla­heið­ar­ganga sem unnin var fyrir Fjár­mála­ráðu­neytið árið 2012 kemur fram að umferð­ar­spáin sem lá til grund­vallar (með­al­spá) var upp á 1% aukn­ingu (með­al­tals­um­ferð um Vík­ur­skarð á dag á heils­árs­vísu – ÁDU) í umferð fram til 2015 en 2% aukn­ingu frá 2015-2025.  

Skrifað var undir samn­inga við verk­taka um verkið í upp­hafi árs 2013.

Raun­tölur vs umferð­ar­spár

Frá því skýrsla IFS kom út árið 2012 og frá því skrifað var undir við verk­tak­ana árið 2013 hefur mikið vatn runnið til sjáv­ar. Ekki er úr vegi að skoða ofan í kjöl­inn hvernig umferð­ar­spáin sem lá til grund­vallar við ákvörðun um smíði gang­anna hefur stað­ist tím­ans tönn.  

Með því að skoða raun­tölur Vega­gerð­ar­innar um umferð á þjóð­vegi nr 1 frá 2012-2016 kemur ýmis­legt merki­legt í ljós

Á Vík­ur­skarði er taln­ing­ar­staður yfir umferð á hring­veg­in­um. Á með­fylgj­andi mynd sést að umferðin yfir Vík­ur­skarð hefur auk­ist mun meira en spáin sem lá til grund­vallar fram­kvæmd­inni gerði ráð fyr­ir. Umferðin hefur auk­ist um 47% á ára­bil­inu 2012-2016 en spáin gerði ráð fyrir 8% aukn­ingu. Aukn­ingin hefur haldið áfram á fystu mán­uðum árs­ins 2017 og útlit fyrir að hún geti orðið mun meiri, sam­hliða vexti í ferða­þjón­ustu.

Hér má sjá hversu mikil umferðin hefur verið, miðað við gefnar forsendur fyrir framkvæmdinni á sínum tíma.

Helstu skýr­ingar á þess­ari miklu umferð­ar­aukn­ingu er auk­inn ferða­manna­straumur um hring­veg­inn. Þá hefur auk­inn kraftur í atvinnu­málum á Norð­ur­landi einnig haft sitt að segja. 

Umferð­ar­grunn­ur­inn sterkur

Umferð­ar­tölur Vega­gerð­ar­innar á Vík­ur­skarði sýna að umferð hefur auk­ist tæp­lega 40% meira á ára­bil­inu 2012-2016 sam­an­borið við þá spá sem lá til grund­vallar ákvörð­un­inni um smíði gang­anna. 

Tekju­grunnur gang­anna er miklu sterk­ari en áður var reiknað með og þegar göngin verða opnuð á næsta ári verður umferðin um þau að lík­indum um 30-40% meiri á fyrsta rekstr­ar­ári þeirra heldur en talið var á þeim tíma sem fram­kvæmdin var ákveð­in.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM samþykktu í dag að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja í dag.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None