Fjölmiðlar

Íslenskur fjölmiðlamarkaður gjörbreyttist á einum mánuði

Björn Ingi Hrafnsson er ekki lengur ráðandi í Pressusamstæðunni. Útgerðarmenn hafa selt fjórðung af hlut sínum í Árvakri. Fréttatíminn er í rekstrarstöðvun og 365 miðlar verða brotnir upp ef kaup Vodafone á stærstum hluta þeirra ganga í gegn.

Síð­ast­lið­inn mánuð hefur íslenskur fjöl­miðla­mark­aður gengið í gegnum miklar breyt­ing­ar. Frétta­tím­inn stefnir í gjald­þrot eftir 151 millj­óna króna tap á árinu 2016 og starfs­menn hans hafa ekki mætt til vinnu í tæpar tvær vik­ur. Eyþór Arn­alds keypti rúm­lega fjórð­ungs­hlut í Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, fyrir ótil­greinda upp­hæð af stórum útgerð­ar­fyr­ir­tækj­um. Í gær var svo greint frá því að nýir aðilar séu að taka við fjöl­miðla­veldi Björns Inga Hrafns­son­ar, sem oft­ast er kennt við Press­una. Innan þeirrar sam­stæðu eru tæp­lega 30 miðlar sem birta efni á vef, á dag­blaða- og tíma­rita­formi og í sjón­varpi. Þeirra þekkt­astir eru DV, DV.is, Eyj­an, Pressan, sjón­varps­stöðin ÍNN og tíma­ritin Vikan, Gest­gjaf­inn, Nýtt líf og Hús og híbýli.

Þegar við bæt­ist að fyrir dyrum er frá­gangur á kaupum Voda­fone á nær öllum miðlum 365 utan Frétta­blaðs­ins blasir við að árið 2017 virð­ist ætla að verða ár breyt­inga í íslenskum fjöl­miðl­um. Lík­lega mestu breyt­ingar sem orðið hafa á þeim mark­aði árum sam­an.

Björn Ingi stígur til hliðar

Til­kynnt var um það í gær að hlutafé útgáfu­fé­lags­ins Pressunnar verði aukið um 300 millj­ónir króna. Sam­hliða stígur Björn Ingi Hrafns­son, stofn­andi Pressunnar og sá sem leitt hefur skuld­settar yfir­tökur hennar á öðrum miðlum und­an­farin ár, til hlið­ar.

Hann hefur verið bæði stjórn­ar­for­maður og útgef­andi Pressu­sam­stæð­unnar fram að þessu auk þess sem hann stýrir sjón­varps­þætt­inum Eyj­unni, sem var um nokk­urra ára skeið á Stöð 2 en er nú sýndur á ÍNN. Björn Ingi mun láta af öllum stjórn­un­ar­störfum fyrir Press­una sam­hliða hluta­fjár­aukn­ing­unni. Hann mun þó áfram stýra sjón­varps­þætt­in­um. Hann mun því hvorki vera í stjórn né koma að rit­stjórn miðla sam­stæð­unnar leng­ur.

Ný stjórn var kosin á hlut­hafa­fundi í gær og verður Gunn­laugur Árna­son stjórn­ar­for­mað­ur. Aðrir í stjórn verða Þor­varður Gunn­ars­son, Sess­elja Vil­hjálms­dóttir og Hall­dór Krist­manns­son. Hall­dór, sem er yfir­maður sam­skipta- og mark­aðs­sviðs Alvogen, er sá eini sem situr í stjórn­inni sem er líka eig­andi. Hann er á meðal þeirra sem standa að Fjár­fest­inga­fé­lag­inu Dal­ur­inn, ásamt m.a. Róberti Wessman og Árna Harð­ar­syni. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans stendur til að bæta einum stjórn­ar­manni til við­bótar við, svo odda­tala verði í stjórn­inni.

Núver­andi fram­kvæmda­stjóri Birt­ings, Karl Steinar Ósk­ars­son verður fram­kvæmda­stjóri Pressu-­sam­stæð­unnar og Matth­ías Björns­son, fjár­mála­stjóri Birt­ings, mun gegna sama starfi á sam­stæðu­grund­velli. Sig­ur­vin Ólafs­son verður fram­kvæmda­stjóri DV, en hann tók við því starfi fyrr á þessu ári.

Umfangs­mikil end­ur­skipu­lagn­ing

Vinna við end­ur­skipu­lagn­ingu á Press­unni og tengdum miðlum hefur staðið yfir mán­uðum sam­an. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans er ekki ein­ungis um hluta­fjár­aukn­ingu að ræða. Sam­hliða var einnig tekið umtals­vert til í skuldum sam­stæð­unn­ar, og fer hluti hluta­fjár­aukn­ing­ar­innar í að gera slíkar upp. Skuldir Pressunnar hafa verið tölu­vert til umræðu á und­an­förnum árum. Í jan­úar greindi Kjarn­inn frá því að skuldir sam­stæð­unnar hefðu sexfald­ast frá árs­lokum 2013 og til loka árs 2015. Þá stóðu þær í 444 millj­ónum króna. Aug­ljóst var að hluti skuld­anna var vegna þess að fjöl­miðlar voru teknir inn í sam­stæð­una gegn selj­enda­lán­um. Þ.e. þeir sem áttu fjöl­miðl­anna áður lán­uðu Press­unni fyrir kaup­verð­inu. Þannig var málum til að mynda háttað þegar DV var keypt seint á árinu 2014.

Ljóst var þó að allar þær skuldir sem söfn­uð­ust saman innan Pressu­sam­stæð­unnar voru ekki af þeim toga. Einnig þurfti að fjár­magna rekstur og umbreyt­inga­kostnað í sam­stæðu sem var sífellt að bæta við sig fleiri fjöl­miðl­um. Þeir eru nú orðnir tæp­lega 30 tals­ins, þegar öll lands­byggð­ar­blöðin og tíma­ritin sem fylgja Birt­ingi eru talin með. Aldrei var upp­ljóstrað um hverjir það hefðu verið sem hefðu lánað annað hvort stærstu eig­end­urm Pressu­sam­stæð­unnar –Birni Inga Hrafn­syni og Arn­ari Ægis­syni – eða sam­stæð­unni sjálfri það fé sem kom inn í hana. Þeir vildu sjálfir ekki upp­lýsa um það og Fjöl­miðla­nefnd taldi sig ekki hafa heim­ild í lögum til að kalla eftir upp­lýs­ingum um lán­veit­end­ur.

Kvika fram­seldi skuld sína

Ein skuld vakti meiri athygli en önn­ur. Það var yfir­dráttur sem Pressan var með hjá MP banka, sem í dag heitir Kvika. Hann var upp á rúm­lega 60 millj­ónir króna í lok árs 2013. Ástæða þess að sú skuld vakti athygli var sú að tvær syst­ur, Malín Brand og Hlín Ein­ars­dótt­ir, reyndu að kúga fé út úr Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, snemma sum­ars 2015. Í fjár­­­kúg­un­­ar­bréfi sem þær sendu hót­­uðu þær að gera opin­ber­ar ­upp­­lýs­ingar sem áttu að koma ráð­herr­­anum illa. Þær snér­ust um að Sig­­mundur Davíð eða aðilar tengdir honum hafi haft aðkomu að því að Pressan ehf. hafi fengið lána­­fyr­ir­greiðslu hjá MP banka þegar félagið keypti DV. Sig­­mundur Davíð hefur hafnað því að hann hafi fjár­­hags­­leg tengsl við Björn Inga Hrafns­­son og að hann hafi komið að kaupum á DV á nokkurn hátt. Björn Ingi sagði sömu­leiðis að for­­sæt­is­ráð­herra hafi ekki fjár­­­magnað kaup Pressunnar á DV og að hann eigi ekki hlut í blað­inu. Bank­inn vildi sjálfur ekki tjá sig um málið efn­is­lega þar sem hann taldi sig ekki geta rofið trúnað við við­skipta­vini sína.

Kvika framseldi skuldabréf á Pressusamstæðuna til þeirra sem standa að FÓ eignarhaldi ehf. sem hluta af öðru viðskiptauppgjöri. Sigurður Atli Jónsson er forstjóri Kviku.
Mynd: Kvika

Einn nýrra eig­enda Pressunnar er félagið eign­ar­hald ehf. Á meðal þeirra eig­enda þess er Fannar Ólafs­son. Hann segir í sam­tali við Kjarn­ann að aðkomu megi rekja til þess að félagið hafi fengið skulda­bréf á Pressu­sam­stæð­una fram­selt frá Kviku banka sem hluta af öðru við­skipta­upp­gjöri. Það sé hans aðkoma að mál­inu. Hann sé að reyna að fá umrætt skulda­bréf greitt.

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Kviku um fram­sal á kröfu bank­ans á Pressu­sam­stæð­una. Í svari frá Kviku við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að bank­inn ekki geta tjáð sig um mál­ið. Hann sagð­ist auk þess ekki geta tjáð sig um hvort Kvika hefði afskrifað ein­hverjar skuldir Pressunn­ar.

Félag Róberts og Árna verður stærsti hlut­haf­inn

Sá aðili sem kemur með mest fé inn í rekst­ur­inn er Fjár­fest­inga­fé­lagið Dal­ur­inn., félag í eigu Róberts Wessman, Árna Harð­ar­sonar og þriggja ann­arra manna. Róbert og Árni hafa verið við­skipta­fé­lagar árum saman og eru burð­ar­rás­irnar í Alvogen í dag. Áður störf­uðu þeir m.a. hjá Act­a­vis. Báðir eru sterk­efn­að­ir. Árni var til að mynda skatta­kongur Íslands árið 2016, þegar hann greiddi sam­tals 265,3 millj­ónir króna í opin­ber gjöld. Árni var líka áber­andi í kringum hóp­mál­sókn fyrr­ver­andi hlut­hafa Lands­banka Íslands gegn Björgólfii Thor Björg­ólfs­syni sem þing­fest var í októ­ber 2015. Félag í eigu Árna átti um 60 pró­sent af hluta­bréf­unum sem stóðu á bak­við mál­sókn­ina en hann hafði keypt þau fyrir 25-30 millj­ónir krona af íslenskum líf­eyr­is­sjóðum vik­una áður en mál­sóknin var þing­fest. Auk þess greiddi Árni sinn hluta máls­kostn­að­ar. Málið var ein­ungis einn af mörgum öngum langvar­andi deilna og orða­skaks milli Árna og Róberts ann­ars vegar og Björg­ólfs Thors hins veg­ar. Deilna sem hófust að alvöru þegar Björgólfur Thor rak Róbert úr stóli for­stjóra Act­a­vis.

Róbert Wessman er einn þeirra sem standa að félaginu sem verður stærsti einstaki eigandi Pressusamstæðunnar.

Alls setja Árni, Róbert og félagar þeirra 155 millj­ónir króna inn í rekstur Pressunnar og verða stærstu hlut­hafar fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Róbert Wessman kemur að sam­stæð­unni. Hann tók þátt að fjár­magna Vef­press­una, upp­haf­legt móð­ur­fyr­ir­tæki vef­mið­ils­ins Pressunn­ar, þegar það félag var stofnað 2009. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi þess árs átti Salt Invest­ments, félag Róberts, 23,08 pró­sent hlut í Vef­press­unni í lok þess árs. Auk þess var starf­semi hennar til húsa á skrif­stofum Salts framan af.

Eig­endur Eyktar og Subway bæt­ast í hóp­inn

Næst hæsta upp­hæðin kemur frá Kringlu­turn­inum ehf., félagi í eigu Björns Inga og Arn­ars Ægis­son­ar. Þeir setja um 50 millj­ónir króna af nýju hlutafé inn í rekst­ur­inn en það skilar þeim þó ekki nema um 14-16 pró­sent eign­ar­hlut, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans. Auk þess eiga þeir kaup­rétt á meiru hluta­fé, sem ekki hefur verið gefið upp hver er. Björn Ingi og Arnar áttu um 82 pró­sent hlut í Press­unni í upp­hafi árs.

Þriðji stóri hlut­haf­inn í hópnum eru fyrr­ver­andi eig­endur Birt­ings. Greint var frá því í lok nóv­em­ber 2016 að Pressan hefði keypt Birt­ing, stærstu tíma­rita­út­gáfu lands­ins. Síðar kom í ljós að ekki var um klippt og skorin kaup að ræða. Í febr­úar síð­ast­lið­inn var til­kynnt um að Pressan hefði eign­ast allt hlutafé í Birt­ingi en að fyrr­ver­andi eig­endur Birt­ings myndu koma inn í hlut­hafa­hóp Pressunn­ar. Þessi hópur leggur nú til 47 millj­ónir króna af nýju hlutafé til Pressu­sam­stæð­unn­ar.

Aðrir sem taka þátt í hluta­fjár­aukn­ing­unni leggja minna fé til. Mest leggur félagið eign­ar­hald – eigu Fann­ars Ólafs­son­ar, Andra Gunn­ars­sonar og Gests Breið­fjörð Gests­sonar – til, eða 20 millj­ónir króna. Þar á eftir kemur verk­tak­aris­inn Eykt ehf., í eigu Pét­urs Guð­munds­son­ar, með 15 millj­óna króna fram­lag. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans stendur til að flytja starf­semi allra Pressu­miðl­anna í hús­næði í Borg­ar­túni sem Eykt er að byggja um kom­andi ára­mót. Skúli Gunnar Sig­fús­son, oft­ast kenndur við Subway, leggur til tíu millj­ónir króna og Sig­ur­vin Ólafs­son, lög­maður og fram­kvæmda­stjóri DV, leggur tvær millj­ónir króna í púkk­ið. Viggó Einar Hilm­ars­son leggur svo fram eina milljón króna.

Eyþór kemur inn í eig­enda­hóp Árvak­urs

Á mánu­dag var upp­lýs­ingum um eign­ar­hald á Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins og Mbl.is, breytt á heima­síðu Fjöl­miðla­nefnd­ar. Félagið Ram­ses II, í eigu Eyþórs Arn­alds, er nú skrað með 26,62 pró­sent eign­ar­hlut og er stærsti ein­staki eig­andi Þórs­merkur ehf., eig­anda Árvak­urs. Engar upp­lýs­ingar hafa verið gefnar um kaup­verð á hlutn­um, en Eyþór keypti hann af Sam­herja, Vísi og Síld­ar­vinnsl­unni.

Eyþór er þar með orð­inn stærsti ein­staki eig­andi Árvak­urs. Félög tengd Ísfé­lagi Vest­manna­eyja eru hins vegar enn með sam­an­lagt stærstan eign­ar­hlut. Ísfé­lagið á sjálft 13,43 pró­sent hlut og félagið Hlynur A, í eigu Guð­bjargar Matth­í­as­dótt­ur, aðal­eig­anda Ísfé­lags­ins, á 16,38 pró­sent hlut. Auk þess á félagið Legalis 12,37 pró­sent hlut. Eig­endur þess eru m.a. Sig­ur­björn Magn­ús­son, stjórn­ar­for­maður Árvak­urs og stjórn­ar­maður í Ísfé­lag­inu, og Gunn­laugur Sævar Gunn­laugs­son, stjórn­ar­for­maður Ísfé­lags­ins. Sam­an­lagður hlutur þess­arar blokkar í Árvakri er 42,18 pró­sent. Gunn­laugur Sævar er einnig eig­andi að hlut í Lýsi ehf., sem á 1,97 pró­sent hlut í Árvakri. Bæði Gunn­laugur Sævar og Sig­ur­björn sitja í stjórn þess fyr­ir­tæk­is.

Undanfarin misseri hefur Morgunblaðið verið nær einvörðungu í eigu aðila í sjávarútvegi. Nú verður breyting á. Eyþór Arnalds hefur eignast rúman fjórðung í Árvakri, útgáfufélagi blaðsins.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Aðrir eig­endur eru að mestu aðilar tengdir íslenskum sjáv­ar­út­vegi. Á meðal Þeirra eru Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, Rammi hf. og Skinn­ey-­Þinga­nes.

Kaup félags Eyþórs á hlut í Þórs­mörk eru háð þeim fyr­ir­vara að aðrir eig­endur nýti sér ekki for­kaups­rétt.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er hluta­fjár­aukn­ing í Árvakri fram undan og er aðkoma Eyþórs að félag­inu tengd henni. Árvakur tap­aði 1,5 millj­­arði króna frá því að nýir eig­endur tóku við félag­inu 2009 og fram til loka árs 2015. Á þeim tíma hafa þeir eig­endur sett að minnsta kosti 1,2 millj­­arða króna í rekstur félags­­ins og voru 4,5 millj­­arðar króna afskrif­aði hjá Íslands­­­banka í því ferli þegar nýir eig­endur komu að félag­inu. Tap Árvak­­urs var 164 millj­­ónir króna á árinu 2015.

Árs­­reikn­ingur fyrir árið 2016 hefur ekki verið birtur en Har­aldur Johann­es­sen, fram­­kvæmda­­stjóri Árvak­­urs og rit­­stjóri Morg­un­­blaðs­ins, sagði í til­­kynn­ingu í fyrra­haust að líkur væru á halla­­rekstri á árinu 2016 líka. Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­­skráar var hlutafé Árvak­­urs aukið um 7,4 pró­­sent í nóv­­em­ber í fyrra og hækk­­unin öll greidd með pen­ing­­um.

Tífalt tap og rekst­ur­inn stöðv­aður

Frí­blaðið Frétta­tím­inn kom síð­ast út föstu­dag­inn 7. apr­íl. Ekki hefur form­lega verið til­kynnt um hver afdrif þess verða en starfs­menn blaðs­ins hafa ekki verið boð­aðir til vinnu síðan að gerð þess tölu­blaðs lauk. Hluti starfs­manna, um tug­ur, hefur enn ekki fengið greidd laun sem áttu að greið­ast um síð­ustu mán­aða­mót.

Frétta­blaðið greindi frá því fyrir skemmstu að tap Frétta­tím­ans, sam­kvæmt rekstr­ar­reikn­ingi, hefði verið 151 milljón króna á árinu 2016. Tapið tífald­að­ist á milli ára.

Gunnar Smári Egils­son, sem leiddi hóp sem keypti útgáfu­fé­lag Frétta­tím­ans síðla árs 2015, hætti afskiptum af útgáf­unni í byrjun apr­íl. Í stöðu­upp­færslu á Face­book sagði hann það hafa verið gert á „meðan lán­­ar­drottn­­ar, aðrir hlut­haf­­ar, starfs­­fólk og mög­u­­legir kaup­endur leit­uðu nýrra lausn­a.“

Engar nýjar fréttir hafa borist af afdrifum Frétta­tím­ans á síð­ustu dög­um.

Stærsta einka­rekna fjöl­miðla­sam­steypan brotin upp

Stærstu tíð­indin á fjöl­miðla­mark­aði það sem af er þessu mikla breyt­ing­ar­ári urðu þó lík­ast til um miðjan mars síð­ast­lið­inn, þegar til­kynnt var um að Fjar­skipti, móð­ur­fé­lag Voda­fone á Íslandi, hefði und­ir­­ritað samn­ing um kaup á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að und­an­­skildum eignum er varða útgáfu Frétta­­blaðs­ins. Kaup­verðið er 7.725-7.875 millj­­ónir króna. Það greið­ist í reið­u­­fé, með útgáfu nýrra hluta í Fjar­­skiptum og yfir­­­töku á 4,6 millj­­arða króna skuld­­um.

Sú breyt­ing var gerð á fyrra sam­komu­lagi að Fjar­­skipti eru ekki bara að kaupa ljós­vaka- og fjar­­skipta­­eignir 365 miðla. Nú bæt­t­ust bæði frétta­vef­­ur­inn Vís­ir.is og frétta­­stofa 365, að und­an­skil­inni rit­­stjórn og rekstri Frétta­­blaðs­ins, í kaup­in. Áður ætl­­aði Fjar­­skipti ein­ungis að kaupa sjón­­varps- og útvarps­­­stöðvar 365 auk fjar­­skipta­hluta fyr­ir­tæk­is­ins. Helstu sjón­­varps­­stöðvar eru Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 3 og Bíórás­in. Helstu útvarps­­­stöðvar eru Bylgj­an, FM957 og X-ið.

Frétta­­blaðið verður áfram í eigu 365 miðla. Það verður tíma­­ritið Gla­mour einnig. Engar breyt­ingar verða á eign­­ar­haldi þess félags. Eft­ir­lits­að­ilar fara nú yfir við­skiptin og er búist við nið­ur­stöðu þeirra síð­sum­ars eða í haust.

Núver­andi hlut­hafar 365 miðla munu eign­­­ast 10,9 pró­­sent hlut í Fjar­­­skipt­um eftir ef greitt verður með nýju hluta­­fé, líkt og stefnt er að. Það þýðir að stærsti eig­andi 365 miðla, aflands­­­fé­lög í eigu Ing­i­­­bjargar S. Pálma­dótt­­­ur, munu eign­­­ast um átta pró­­­sent í Fjar­­­skipt­­­um. Sam­an­lagt verða félög hennar stærsti ein­staki einka­fjár­­­­­fest­ir­inn í hlut­hafa­hópi félags­­­ins. Í dag er það Ursus, félag Heið­­­ars Guð­jóns­­­son­­­ar, sem á 6,4 pró­­­sent hlut. Í krafti þess eign­­­ar­hlutar er Heiðar stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Fjar­­­skipta. Stærstu eig­endur Fjar­­­skipta eru þrír stærstu líf­eyr­is­­­sjóðir lands­ins: Líf­eyr­is­­­sjóður starfs­­­manna rík­­­is­ins, Líf­eyr­is­­­sjóður versl­un­­­ar­­­manna og Gildi líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur. Sam­an­lagt eiga þeir 32,13 pró­­­sent eign­­­ar­hlut í félag­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar