Mynd: Birgir Þór Harðarson

Íslensk stjórnmál eru gjörbreytt... og hrunið breytti þeim

Á síðustu árum hefur fjórflokkurinn svokallaði misst yfirburðastöðu sína í íslenskum stjórnmálum. Flokkarnir sem smíðuðu kerfin ná ekki lengur nægilegu fylgi til að verja þau. Öfl stofnuð eftir 2012 taka til sín nær sama magn atkvæða og þeir. Breytingarnar sem orðið hafa á íslensku stjórnmálalandslagi á síðasta tæpa áratug eru viðfangsefni nýjasta þáttar Kjarnans á Hringbraut.

Fyrir banka­hrun var stjórn­mála­kerfi til staðar hér­lendis sem kalla má 4+1. Hér voru fjórir stjórn­mála­flokkar sem röð­uðu sér niður á mis­mun­andi stöðum í hinu hefð­bundna póli­tíska lit­rófi, frá vinstri til hægri. Einn sós­íal­ískur flokkur (lengi vel Alþýðu­banda­lag­ið), einn sós­í­alde­mókrat­ískur flokkur (lengi vel Alþýðu­flokk­ur­inn), einn íhalds­samur bænda­flokkur (Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn) og einn stór íhalds­flokkur (Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn) sem hafði mjög breiða skírskotun þótt hann skil­greindi sig á tylli­dögum sem hægri flokk.

Til við­bótar var oft einn flokkur til við­bótar á þingi sem end­ur­spegl­aði nýjar áherslur í sam­fé­lag­inu hverju sinni. Skýrasta dæmið um slíkan flokk var Kvenna­list­inn á níunda ára­tugn­um, sem lyfti grettistaki í jafn­rétt­is­bar­áttu kvenna og rann á end­anum inn í meg­in­straums­stjórn­mál þegar áherslur hans voru að hluta orðnar norm en ekki jað­ar­skoð­an­ir.

Á tíunda ára­tugnum og eftir ald­ar­mót breytt­ist lands­lagið lít­il­lega með tvennum hætti. Í fyrsta lagi má segja að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn færði sig frá því að vera flokkur allra stétta og í átt að nýfrjáls­hyggju og auð­ræði. Flokk­ur­inn umfaðm­aði hug­mynda­fræð­ina um lága skatta á fjár­magn og eig­endur þess og hélt því fram að þannig myndi kakan stækka. Vissu­lega myndi sneið fjár­magns­eig­end­anna gera það líka en mylsnan sem félli af myndi auðga allt sam­fé­lagið sam­hliða og bæta lífs­gæða ann­arra. Hin stóra breyt­ingin var til­raunin til að sam­eina vinstri væng stjórn­mál­anna í Sam­fylk­ing­unni. Þangað inn var runnu Alþýðu­flokk­ur­inn, klofn­ings­fram­boðið Þjóð­vaki, Alþýðu­banda­lagið og Kvenna­list­inn. Til átti að verða jafn­að­ar­manna­flokkur sem yrði svip­aður að stærð og á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Ljóst varð þó til­tölu­lega snemma að Sam­fylk­ingin leit líka mjög til þeirrar þró­unar sem var að eiga sér stað hjá Verka­manna­flokknum í Bret­landi undir stjórn Tony Blair varð­andi áhersl­ur. Þar var verið að vinna með „þriðju leið­ina“. Hug­myndin þar var að sam­þætta og umfaðma mark­aðs­á­herslur kap­ít­al­ism­ans á sama tíma og lögð yrði áhersla á sós­íal­ískar áherslur í rík­is­rekstri og sterkt vel­ferð­ar­kerfi.

Það var mikil jafn­væg­is­list að reyna að valda þessum and­stæðum og skiptar skoð­anir eru um hversu vel til tókst. Margir vinstri­menn eru þeirrar skoð­unar að Sam­fylk­ingin hafi algjör­lega yfir­gefið hlut­verk jafn­að­ar­manna­flokk­anna sem flokks launa­fólks og vinnu­mark­aðs­rétt­inda til að hlýja sér hjá auð­vald­inu og boða aukna alþjóða­hyggju og við­skipta­frelsi sem leiðir til að bæta kjör verka­lýðs­ins. Strax í byrjun ákváðu enda lyk­il­menn úr flokk­unum fjórum sem stofn­uðu Sam­fylk­ing­una um ald­ar­mótin að taka ekki þátt heldur að stofna eigið nýtt vinstri­afl, Vinstri­hreyf­ing­una grænt fram­boð. Hinn mikli sam­runi á vinstri vængnum breytti því 4+1 kerf­inu ekki á neinn hátt. Fjór­flokk­ur­inn sem rað­aði sér frá vinstri til hægri var enn til staðar og var kjöl­festan í íslenskum stjórn­málum áfram sem áður með yfir 90 pró­sent atkvæða og þorra þing­manna.

Kerfið skil­aði nán­ast alltaf sömu flokk­unum við stýrið

Kerfið sem var til staðar skil­aði nán­ast alltaf þeirri nið­ur­stöðu að annað hvort Sjálf­stæð­is­flokkur eða Fram­sókn­ar­flokkur voru við völd, og oft­ast sam­an. Það gerð­ist fyrst árið 2009 að hvor­ugur þess­ara flokka ætti sæti í meiri­hluta­stjórn á Íslandi. Frá lýð­veld­is­stofnun hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stýrt land­inu í þrjú af hverjum fjórum árum sem liðið hafa og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn í tvö af hverjum þrem­ur. Þeir hafa því mótað kerfin sem Ísland hvílir á og sniðið stjórn­sýslu lands­ins og lagaum­hverfi að sínum áhersl­um. Í aðdrag­anda banka­hruns­ins var Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn til að mynda í rík­is­stjórn sam­fleytt frá árinu 1991. Í tólf þeirra ára – frá 1995 til 2007 – stýrði hann með Fram­sókn­ar­flokkn­um.

Við hrunið breytt­ist allt. Á einni nóttu hvarf traust almenn­ings til flestra stofn­ana sam­fé­lags­ins, þar með talið stjórn­mál­anna. Það var mjög almenn skoðun að stjórn­mál, stjórn­sýsla, og auð­vitað banka- og við­skipta­menn­irnir sem nýtt höfðu sér kerfið sem skapað hafði verið til að valda sínum skaða, hefðu saman valdið því tjóni sem almenn­ingur stóð frammi fyr­ir. Geng­is­hruni, atvinnu­leysi, eigna­missi, verð­bólgu­skoti, skulda­fang­elsi og svo fram­veg­is. Helgi Hrafn Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi þing­maður Pírata, ræðir það í nýjasta þætti Kjarn­ans á Hring­braut, sem fjallar um breyt­ingar í íslenskum stjórn­málum eftir hrun.

Sam­fylk­ingin slapp ansi vel frá því að vera kennt um, þrátt fyrir að hafa setið í rík­is­stjórn frá 2007 og fram yfir hrun með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Þegar fjölda­mót­mæli felldu rík­is­stjórn­ina snemma árs 2009 gat hún myndað minni­hluta­stjórn með Vinstri grænum og selt þá hug­mynd að þar væri komin til­tekt­ar­stjórn sem ætl­aði að hreinsa upp eftir partý­ið. Partý sem Sam­fylk­ingin hafði sann­ar­lega tekið þátt í, og bar að hluta til ábyrgð á hvernig end­aði.

Í kosn­ing­unum 2009 var því kerf­is­varn­ar­flokk­un­um, sem stýrt höfðu Íslandi að mestu á lýð­veld­is­tím­an­um, refsað mest allra. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk sína verstu útreið í sög­unni og ein­ungis 23,7 pró­sent atkvæða. Hann tap­aði níu þing­mönn­um. Fram­sókn­ar­flokknum gekk ögn betur og náði 14,8 pró­sent atkvæða, sem þýddi að hann bætti við sig tveimur þing­mönnum milli kosn­ing­ar. En sig­ur­veg­ar­arnir voru Vinstri græn (21,7 pró­sent) og Sam­fylk­ingin sem nú var farin að flagga vinstri­á­herslum í stað þriðju leið­ar­innar (29,8 pró­sent). Saman náðu þessir tveir flokkar á vinstri væng stjórn­mál­anna 34 þing­mönnum og meiri­hluta. Til varð fyrsta hreina tveggja flokka vinstri­st­jórnin í Íslands­sög­unni.

En fjór­flokka­kerfið lifði góðu lífi. Saman fékk það 90 pró­sent atkvæða. Plús­flokkur þess tíma – and­ófs­flokk­ur­inn Borg­ara­hreyf­ingin sem spratt upp úr fjölda­mót­mælum vegna hruns­ins – náði að krækja sér í 7,2 pró­sent atkvæða og fjóra þing­menn.

Traust hverfur í miðri tækni- og upp­lýs­inga­bylt­ingu

Þótt 4+1 kerfið virt­ist lifa góðu lífi var ljóst að eðl­is­breyt­ingar voru í far­vatn­inu. Mikil hreyf­ing var á þing­mönnum milli flokka á kjör­tíma­bil­inu og átökin milli stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu voru ein þau hörð­ustu sem sést hafa. Það skýrist auð­vitað að ein­hverju leyti af því að við­fangs­efnin voru for­dæma­laus. Sam­hliða var að eiga sér stað tækni- og upp­lýs­inga­bylt­ing sem mun breyta því hvernig við lifum meira en iðn­bylt­ing­in. Hún hefur t.d. þegar breytt því algjör­lega hvernig fólk nálg­ast upp­lýs­ingar og getu þess til að taka þátt í þjóð­fé­lags­um­ræðu.

Þetta and­rúms­loft skil­aði af sér ótrú­legum kosn­ingum árið 2013. Þar má segja að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi náð að stela kosn­ing­unum með því að eigna sér Ices­a­ve-­nið­ur­stöð­una, sem fallið hafði skömmu áður, og með því að bjóð­ast til að gefa ákveðnum hópi, verð­tryggðum hús­næð­is­lán­tök­um, ævin­týra­legar fjár­hæðir ef þeir myndu kjósa flokk­inn. Það er for­dæma­laust í íslenskri stjórn­mála­sögu að flokkur bjóði fólki bein­línis reiðufé úr rík­is­sjóði fyrir að kjósa sig.

Árangur Pírata, sem nú eru með tíu manna þingflokk, hefur vakið heimsathygli.
Mynd: Birgir Þór

Þetta svín­virk­aði hins vegar og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn náði í 24,4 pró­sent atkvæða. Kostn­að­ur­inn vegna þessa kosn­inga­sig­urs reynd­ist á end­anum vera 72,2 millj­arðar króna sem runnu úr rík­is­sjóði til hluta þeirra sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009, undir hatti Leið­rétt­ing­ar­inn­ar. Þorri upp­hæð­ar­innar fór til hópa sem áttu miklar eignir og voru með háar tekj­ur. Aðgerðin gerði stöðu þeirra sem virki­lega þurftu á aðstoð að halda, eigna­lausra, tekju­lágra og ungs fólks, mun verri en hún hefði verið ella. Þótt Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bætti örlítið við sig í kosn­ing­unum var fylgi hans enn ein­ungis 26,7 pró­sent, sem er langt frá því sem áður þótti ásætt­an­legt. Raunar var þetta ein­ungis í þriðja sinn sem flokk­ur­inn fékk undir 30 pró­sent atkvæða.

Stjórn­ar­flokk­unum tveimur var refsað illi­lega. Sam­tals töp­uðu þeir 27,7 pró­sent atkvæða og voru ein­ungis með 16 þing­menn sam­an­lagt að loknum kosn­ing­un­um. Þau undur gerð­ust þó að tveir aðrir flokkar utan fjór­flokks­ins náðu inn á þing. Ann­ars vegar Píratar (5,1 pró­sent) og hins vegar Björt fram­tíð (8,2 pró­sent), syst­ur­flokkur Besta flokks­ins sem þá stýrði Reykja­vík­ur­borg. 4+1 mynstrið var því brot­ið. Það hafði vissu­lega gerst áður en þá vegna klofn­ings­fram­boða úr hefð­bundnu flokk­un­um. Píratar og Björt fram­tíð voru hvor­ugt. Sam­an­lagt fylgi fjór­flokks­ins dróst líka umtals­vert saman milli kosn­inga, og var nú 74,9 pró­sent. Alls fengu ell­efu aðrir flokkar atkvæði í kosn­ing­un­um. Það var aug­ljós­lega eitt­hvað í loft­inu.

Mestu breyt­ing­ar­kosn­ingar í Íslands­sög­unni

Kosn­ing­arnar haustið 2016 urðu svo mestu breyt­ing­ar­kosn­ingar í Íslands­sög­unni. Aðdrag­andi þeirra var auð­vitað ein­stak­ur: afsagnir tveggja lyk­il­ráð­herra á kjör­tíma­bil­inu, Panama­skjölin sem opin­ber­uðu að Íslend­ing­ar, þar á meðal íslenskir stjórn­mála­menn, voru heims­meist­arar miðað við höfða­tölu í að nýta sér aflands­fé­lög til að koma sér undan skatt­greiðslum eða til að fela eignir og stærstu mót­mæli sem haldin hafa verið hér­lendis þegar 26 þús­und manns kröfð­ust kosn­inga og afsagnar rík­is­stjórnar Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Það er vægt til að orða tekið að sú rík­is­stjórn sem sat á árunum 2013 til 2016 hafi mis­tek­ist að end­ur­vekja það traust í sam­fé­lag­inu sem glat­að­ist í hrun­inu og til­tek­inni eftir það.

Samfylkingunni vegnaði ekki vel á meðan að fyrst Árni Páll Árnason og síðan Oddný Harðardóttir stýrðu henni. Flokkurinn rétt skreið inn á þing í kosningunum 2016 með 5,7 prósent atkvæða og þrjá þingmenn.

Það segir ýmis­legt um síð­ustu kosn­ingar að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var álit­inn sig­ur­veg­ari þeirra þrátt fyrir að hann hafi ein­ungis fengið 29 pró­sent atkvæða. Í þriðju kosn­ing­unum í röð fékk þessi stærsti, og skipu­lagð­asti flokkur lands­ins, undir 30 pró­sent atkvæða. Sam­fylk­ing­in, breið­fylk­ing jafn­að­ar­manna, var næstum því þurrkuð út og fékk ein­ungis 5,7 pró­sent atkvæða. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk sína verstu nið­ur­stöðu í 100 ára sögu sinni, ein­ungis 12,7 pró­sent atkvæða. Eini fjór­flokk­ur­inn sem bætti meira en fimm pró­sentum við sig voru Vinstri græn, sem fengu 15,9 pró­sent atkvæða. Sam­an­lagt fylgi fjór­flokks­ins, sem hafði verið alls­ráð­andi í íslenskum stjórn­málum alltaf, var nú komið niður í 62 pró­sent. Rík­is­stjórn kerf­is­varn­ar­flokk­anna Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks kol­féll og nú vildu ein­ungis fjórir af hverjum tíu kjós­endum þessa tvo flokka.

Hvert fór allt þetta fylgi? Jú, það fór til flokka sem stofn­aðir voru eftir árið 2012. Í eft­ir­hruns-Ís­landi. Slíkir fengu 38 pró­sent atkvæða. Þrír þeirra náðu mönnum inn á þing og þeir fengu sam­tals 21 þing­mann, eða þriðj­ung þeirra. Alls fengu átta flokkar sem stofn­aðir eru eftir árið 2012 atkvæði í kosn­ing­un­um.

Nú eru því sjö flokkar á Alþingi og þeir þrír sem stofn­aðir voru á síð­ustu árum fengu ekki mikið minna fylgi en kerf­is­varn­ar­flokk­arnir tveir þegar talið var upp úr kjör­köss­un­um. Konur hafa aldrei verið fleiri á þingi og þing­mannaflóran hefur aldrei end­ur­speglað jafn vel fjöl­breyti­leika íslensku þjóð­ar­inn­ar.

Allir flokk­arnir þrír, Björt fram­tíð, Við­reisn og Pírat­ar, eiga það sam­eig­in­legt að vera and­kerf­is­flokk­ar, að minnsta kosti í orði, og leggja mikla áherslu á frjáls­lyndi. Þeir vilja breyt­ingar sem byggja á jákvæðni, meira gagn­sæi og meira vald til fólks­ins sam­kvæmt stefnu­skrám. Og þeir eru allir alþjóð­lega og lýð­ræð­is­lega sinn­að­ir. Vilja minni spill­ingu og minni frænd­hygli. Opn­ara sam­fé­lag.

Það er athygl­is­verð þróun því í öðrum löndum í kringum okkur hefur breyt­ing­ar­fylgið verið að fara mun meira til flokka sem boða þjóð­ern­ispopúl­isma og hafa lagt áherslu á mis­mun­un, hræðslu, minni alþjóða­væð­ingu og ein­angr­un­ar­hyggju í mál­flutn­ingi sín­um, sér­stak­lega þegar kemur að mál­efnum inn­flytj­enda. Einn slíkur flokk­ur, Íslenska þjóð­fylk­ing­in, bauð fram í kosn­ing­unum 2016 og fékk 0,2 pró­sent. 303 manns kusu hann.

For­dæma­lausar óvin­sældir rík­is­stjórnar sem fáir vildu

Þrátt fyrir þessar miklu breyt­ingar má segja að nær eng­inn hafi verið ánægður með nið­ur­stöðu kosn­ing­anna. Mjög erfitt var að mynda rík­is­stjórn. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þurfti að róa á ný mið eftir makker í ljósi þess að Fram­sókn dugði ekki lengur til ein og sér og eng­inn hinna flokk­anna vildi mynda rík­is­stjórn með Fram­sókn­ar­flokkn­um. Það þurfti ansi margar til­raunir til að klístra saman rík­is­stjórn og á end­anum varð til þriggja flokka stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar undir for­sæti Bjarna Bene­dikts­son­ar. Flokk­arnir þrír eru ekki með meiri­hluta atkvæða á bak við sig og minnsta mögu­lega meiri­hluta þing­manna, 32 tals­ins.

Það er ekki óvar­legt að segja að þetta hafi verið rík­is­stjórn sem fáir voru ánægðir með. Ágrein­ingur innan hennar og stuðn­ingur almenn­ings við hana síðan að hún tók við völdum í jan­úar sýnir það svart á hvítu.

Engin ríkisstjórn hefur notið jafn lítils stuðnings meðal almennings á fyrstu starfsdögum sínum og ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Og stuðningur við hana hefur dregist saman eftir því sem frá líður.
Mynd: Birgir Þór

Í nýj­ustu skoð­ana­könnun MMR, sem birt var á þriðju­dag, kom fram að ein­ungis 31,4 pró­sent lands­manna styður rík­is­stjórn­ina. Engin rík­is­stjórn hefur nokkru sinni, frá því að mæl­ingar hófust, farið af stað með jafn lít­inn stuðn­ing og sú sem nú sit­ur. Allir stjórn­ar­flokk­arnir þrír tapa fylgi á sam­starf­inu. Björt fram­tíð mælist nú með 3,2 pró­sent fylgi – jafn mikið og Flokkur fólks­ins – og er því langt frá því að ná inn þing­manni ef kosið yrði nú. Við­reisn, sem fékk 10,5 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um, mælist nú með fimm pró­sent fylgi og er við það að detta út af þingi ef kosið yrði í dag. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með 25,2 pró­sent, sem yrði næst versta kosn­ing hans frá upp­hafi ef það væri nið­ur­staða kosn­inga.

Fylgið er fyrst og fremst að fær­ast yfir á gömlu vinstri flokk­anna, Vinstri græn og Sam­fylk­ingu sam­kvæmt könn­un­inni. Samt er sam­an­lagt fylgi fjór­flokks­ins ein­ungis 70 pró­sent og kerf­is­varn­ar­flokk­arn­ir, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, mæl­ast ein­ungis með rúm­lega 36 pró­sent fylgi.

Kann­anir sýna því skýrt að breyt­inga­skeiði íslenska stjórn­mála er fjarri því lok­ið. Tryggð kjós­enda við einn flokk er á miklu und­an­haldi og fylgið stans­laust á fleygi­ferð. Sífellt bæt­ast ný fram­boð í flór­una, nú síð­ast Sós­í­alista­flokkur Íslands sem stofn­aður var 1. maí. Ef sá flokkur nær fót­festu er ljóst að hann mun fyrst og síð­ast taka fylgi af Vinstri grænum og Sam­fylk­ingu. Þá er hópur Fram­sókn­ar­manna að máta sig við nýtt fram­boð sem myndi hverf­ast í kringum Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­mann flokks­ins sem ýtt var til hliðar í kjöl­far Wintris-­máls­ins.

Það má því segja að það eina sem við vitum um þró­un­ina í íslenskum stjórn­málum á næstu miss­erum er að við vitum ekki neitt. Að öðru leyti en það að tími 4+1 kerf­is­ins er lið­inn. Og kemur lík­lega aldrei aft­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar