Anton Brink

Lífeyrissjóðir hafa lánað tvöfalt meira en allt árið 2015...á fjórum mánuðum

Lífeyrissjóðir verða sífellt umfangsmeiri á íbúðalánamarkaði. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins lánuðu þeir rúma 40 milljarða króna. Allt árið 2015 námu sjóðsfélagalán þeirra 21,6 milljarði króna.

Umfang líf­eyr­is­sjóða á íbúða­lána­mark­aði heldur áfram að aukast hratt. Í fyrra lán­uðu þeir rúm­lega fjór­falt hærri upp­hæð en árið 2015 og á fyrstu fjórum mán­uðum árs­ins 2017 hafa þeir lánað nán­ast helm­ing þeirrar upp­hæðar sem þeir lán­uðu til íbúð­ar­kaupa allt árið í fyrra. Haldi sama þróun áfram má ætla að íbúða­lán líf­eyr­is­sjóða verði sex sinnum hærri upp­hæð árið 2017 en þau voru allt árið 2015.

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa þegar lánað sjóðs­fé­lögum sínum 40,5 millj­arða króna á fjórum fyrstu mán­uðum árs­ins 2017. Til sam­an­burðar lán­uðu sjóð­irnir í heild 21,6 millj­arða króna allt árið 2015. Í fyrra tóku sjóðs­fé­laga­lánin risa­stóran kipp. Alls námu þau 89 millj­örðum króna.

Umrædd lán eru nær ein­vörð­ungu lán til íbúð­ar­kaupa. Hlut­deild líf­eyr­is­sjóða á þeim mark­aði hefur auk­ist veru­lega eftir að nokkrir stórir sjóðir hófu að bjóða allt að 75 pró­sent íbúða­lán, betri vaxta­kjör en bank­arn­ir, óverð­tryggð lán og lægri lán­töku­gjöld á síð­ari hluta árs­ins 2015.

Met sett í mars

Nýtt met var sett í útlánum í mars síð­ast­liðn­um, þegar líf­eyr­is­sjóð­irnir lán­uðu sjóðs­fé­lögum sínum alls 13,6 millj­arða króna. Það þýðir að útlán í mars 2017 voru um 63 pró­sent af heild­ar­út­lánum sjóð­anna til sjóðs­fé­laga á árinu 2015.

Fjöldi lána hefur líka rokið upp. Árið 2015 veittu líf­eyr­is­sjóð­irnir 1.913 lán og með­al­út­lán var 11,3 millj­ónir króna. Í fyrra voru veitt lán 5.628 tals­ins og með­al­út­lán fór í 15,8 millj­ónir króna. Á fyrstu fjórum mán­uðum árs­ins 2017 hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir veitt 2.173 lán og með­al­upp­hæð hvers láns er 18,6 pró­sent.

Hús­næð­is­verð hækkað um 87 pró­sent

Á Íslandi er að eiga sér stað gríð­ar­lega hröð hækkun á hús­næð­is­verði. Frá byrjun árs 2010, þegar verðið náði sínum lægsta botni eftir hrun, hefur hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að mynda hækkað um 87 pró­sent. Verðið hefur hækkað um 25 pró­sent frá byrjun árs 2016 og um heil 9,4 pró­sent frá síð­ustu ára­mótum og til loka apr­íl­mán­aðar 2017.

Þessar miklu hækk­anir hafa leitt til þess að eigið fé lands­manna hefur auk­ist mik­ið. Í lok árs 2015 var það 2.813 millj­arðar króna. Ári áður var það 2.443 millj­arðar króna. Það jókst því um 370 millj­arða króna á árinu 2015. Helsta ástæða þess að eigið fé flestra Íslend­inga hefur auk­ist hratt á síð­ustu árum er gríð­ar­leg hækkun á hús­næð­is­verði. Sú hækkun hefur haft áhrif á alla hópa sam­fé­lags­ins, en þó hlut­falls­lega mest áhrif á þá sem höfðu eign­ast fast­eignir en áttu lítið eða ekk­ert í þeim. Þorri eigna venju­legra íslenskra launa­manna eru enda bundnar í fast­eign­um, þegar eign þeirra í líf­eyr­is­sjóðum er und­an­skil­in.

Marg­þættar ástæður skapa neyð­ar­á­stand

Ástæður þessa eru marg­þætt­ar. Lítil fjár­fest­ing í íbúð­ar­hús­næði á sama tíma og eft­ir­spurn eftir slíku hefur stór­auk­ist – bæði vegna inn­lendrar eft­ir­spurnar og stór­auk­ins ferða­manna­straums – spilar þar stóra rullu. Ruðn­ings­á­hrif vegna Leið­rétt­ing­ar­inn­ar, nið­ur­greiðsla rík­is­stjórnar Íslands á völdum verð­tryggðum lán­um, hefur einnig haft áhrif. Og svo hefur lág verð­bólga í næstum þrjú ár og kaup­mátt­ar­aukn­ing und­an­far­innar ára skipt sköp­um.

Allt þetta, ásamt því að leiga hefur hækkað um 74 pró­sent frá byrjun árs 2011,  hefur skapað miklar aðgangs­hindr­anir inn á hús­næð­is­mark­að. Stórir hópar eru ein­fald­lega ekki í stöðu til að koma þaki yfir höf­uð­ið. Vegna þessa var skip­aður aðgerð­ar­hópur rík­is­stjórn­ar­innar í hús­næð­is­málum sem kynnti aðgerðir sínar í byrjun júní. Mark­mið aðgerð­anna er að ná jafn­vægi á hús­næð­is­mark­aði á næstu þremur árum en þörf er á um níu þús­und nýjum íbúðum til að það mark­mið náist.

Inn­reiðin hófst af alvöru á ný 2015

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa lengi lánað sjóð­fé­lögum sínum til íbúð­ar­kaupa. Þau lán hafa þó verið þannig að mun lægra láns­hlut­fall hefur verið í boði sem gerði það að verkum að fólk sem átti lítið eigið fé gat illa nýtt sér þau lán. Það breytt­ist allt haustið 2015 þegar sjóð­irnir hækk­uðu láns­hlut­fall sitt og bjóða upp á enn hag­stæð­ari kjör.

Þorsteinn Víglundsson, ráðherra húsnæðismála, hafði forgöngu að því að aðgerðarhópurinn var skipaður.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Það var erfitt fyrir íslensku við­skipta­bank­anna, sem höfðu nær ein­okað íslenska íbúða­lána­mark­að­inn eftir hrun, að bregð­ast við þessu. Þeir töldu sig ekki geta lækkað kjör á hús­næð­is­lánum sínum meira en þeir höfðu þegar gert og báru fyrir sig tvenns konar ástæður sem skertu sam­keppn­is­­stöðu þeirra gagn­vart öðrum lán­veit­endum á mark­aðn­­­um. Í fyrsta lagi eru þeir skyldugir sam­­kvæmt lögum til að eiga mun meira eigið fé en líf­eyr­is­­sjóð­­ir. Líf­eyr­is­­sjóð­irnir þurfa ekki að sitja á svona miklu eigin fé. Raunar eiga þeir ekk­ert eigið fé.

Í öðru lagi þurfa stóru við­­skipta­­bank­­arnir að greiða banka­skatt og sér­­stakan fjár­sýslukatt. Þeir skattar hafa ekki verið afnumdir þótt að íslensku bank­arnir séu nær allir komnir í eigu íslenska rík­is­ins og búið sé að semja við kröfu­hafa föllnu bank­anna um slit þrota­búa þeirra. Í fjár­lögum er til að mynda gert ráð fyrir að tekjur rík­is­sjóðs á árinu 2017 af banka­skatti, sem er 0,376 pró­sent af skuldum banka, verði 9,2 millj­arðar króna. Bank­arnir hafa haldið því fram að þessi skattur sé ekk­ert annað en álag ofan á útlán, sem almenn­ingur þurfi á end­anum að borga.

Þess vegna er staðan enn þannig í dag að þeir vextir á íbúða­lánum sem bank­arnir bjóða eru í lang­flestum til­vikum ekki jafn góðir og þeir sem líf­eyr­is­sjóðir geta boð­ið.

Þetta ástand hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir nýtt sér út í ystu æsar. Og skóflað til sín við­skipt­um.

Lægstu vext­irnir nálg­ast þrjú pró­sent

Kjarn­inn greindi frá því í gær að kjörin sem sjóð­irnir bjóða eru sífellt að batna. Vextir á breyti­legum íbúða­lánum hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna eru nú 3,06 pró­sent. Vext­irnir á lán­unum sem sjóð­ur­inn býður upp á taka breyt­ingum 15. hvers mán­aðar og ákvarð­ast þannig að þeir eru 0,75 pró­sent hærri en með­al­á­vöxtun síð­asta mán­aðar á ákveðnum flokki íbúða­bréfa, sem skráður er í kaup­höll Nas­daq OMX. Lækkun meg­in­vaxta Seðla­banka Íslands skilar sér því nær alltaf beint í lækkun breyti­legra vaxta í sjóð­fé­lags­lánum hans, en slíkir vextir voru lækk­aðir um 0,25 pró­sent í gær. Þeir vextir sem Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna er að bjóða sínum sjóðs­fé­lögum eru  lægstu vexti sem hægt er að fá á verð­tryggðum íbúða­lánum á Íslandi í dag.

Ýmsir aðrir líf­eyr­is­sjóðir bjóða líka upp á mjög sam­keppn­is­hæfa vexti. Þannig eru breyti­legir vextir lána hjá Líf­eyr­is­sjóði starfs­manna rík­is­ins (LSR) t.d. nú 3,26 pró­sent og hjá Gildi eru þeir 3,35 pró­sent. Vert er að taka fram að sjóð­irnir bjóða upp á mis­mun­andi veð­hlut­fall. LSR býður upp á allt að 75 pró­sent veð­hlut­fall en Gildi upp að 65 pró­sent. Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna bauð upp á 75 pró­sent veð­hlut­fall þar til í síð­asta mán­uði þegar það var lækkað niður í 70 pró­sent, vegna mik­illa hækk­ana á hús­næð­is­mark­aði. Sam­hliða til­kynnti sjóð­ur­inn að hann miði ekki lengur við mats­verð fast­eigna við útreikn­inga útlána heldur ein­ungis við mark­aðs­verð sam­kvæmt kaup­samn­ingi eða fast­eigna­mat. Það gerir það að verkum að erf­ið­ara verður fyrir ýmsa, sér­stak­lega þá sem eru að kaupa fyrstu fast­eign, að taka lán hjá sjóðn­um.

Íslensku við­skipta­bank­arnir geta ekki boðið upp á sam­bæri­leg kjör og líf­eyr­is­sjóð­irn­ir. Á „stóru“ lánum þeirra, sem veitt eru á skap­legri vöxtum upp að 70 pró­sent veð­hlut­falli, eru lægstu breyti­legu vextir 3,65 pró­sent hjá Lands­bank­anum og Arion banka. Íslands­banki býður ekki upp á breyti­lega vexti en þar er hægt að fá fasta verð­tryggða vexti til fimm ára á 3,95 pró­sent kjör­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar