Lægstu verðtryggðu vextirnir nálægt þremur prósentum

Breytilegir verðtryggðir vextir á lánum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna eru nú 3,06 prósent. Sjóðurinn setti nýverið upp auknar hindranir gagnvart lántöku. Bankarnir bjóða best 3,65 prósent.

img_4542_raw_2709130519_10191460516_o.jpg
Auglýsing

Vextir á breyti­legum íbúða­lánum hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna eru nú 3,06 pró­sent. Vext­irnir á lán­unum sem sjóð­ur­inn býður upp á taka breyt­ingum 15. hvers mán­aðar og ákvarð­ast þannig að þeir eru 0,75 pró­sent hærri en með­al­á­vöxtun síð­asta mán­aðar á ákveðnum flokki íbúða­bréfa, sem skráður er í kaup­höll Nas­daq OMX. Lækkun meg­in­vaxta Seðla­banka Íslands skilar sér því nær alltaf beint í lækkun breyti­legra vaxta í sjóð­fé­lags­lánum hans, en slíkir vextir voru lækk­aðir um 0,25 pró­sent í gær. Þeir vextir sem Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna er að bjóða sínum sjóðs­fé­lögum eru  lægstu vexti sem hægt er að fá á verð­tryggðum íbúða­lánum á Íslandi í dag.

Ýmsir aðrir líf­eyr­is­sjóðir bjóða líka upp á mjög sam­keppn­is­hæfa vexti. Þannig eru breyti­legir vextir lána hjá Líf­eyr­is­sjóði starfs­manna rík­is­ins (LSR) t.d. nú 3,26 pró­sent og hjá Gildi eru þeir 3,35 pró­sent. Vert er að taka fram að sjóð­irnir bjóða upp á mis­mun­andi veð­hlut­fall. LSR býður upp á allt að 75 pró­sent veð­hlut­fall en Gildi upp að 65 pró­sent. Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna bauð upp á 75 pró­sent veð­hlut­fall þar til í síð­asta mán­uði þegar það var lækkað niður í 70 pró­sent, vegna mik­illa hækk­ana á hús­næð­is­mark­aði. Sam­hliða til­kynnti sjóð­ur­inn að hann miði ekki lengur við mats­verð fast­eigna við útreikn­inga útlána heldur ein­ungis við mark­aðs­verð sam­kvæmt kaup­samn­ingi eða fast­eigna­mat. Það gerir það að verkum að erf­ið­ara verður fyrir ýmsa, sér­stak­lega þá sem eru að kaupa fyrstu fast­eign, að taka lán hjá sjóðn­um.

Íslensku við­skipta­bank­arnir geta ekki boðið upp á sam­bæri­leg kjör og líf­eyr­is­sjóð­irn­ir. Á „stóru“ lánum þeirra, sem veitt eru á skap­legri vöxtum upp að 70 pró­sent veð­hlut­falli, eru lægstu breyti­legu vextir 3,65 pró­sent hjá Lands­bank­anum og Arion banka. Íslands­banki býður ekki upp á breyti­lega vexti en þar er hægt að fá fasta verð­tryggða vexti til fimm ára á 3,95 pró­sent kjör­um.

Auglýsing

Segja banka­skatt rýra eignir rík­is­ins

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa verið að taka til sín sífellt stærri hluta af íbúða­lána­mark­aðnum á und­an­förnum mán­uðum og árum. Um það verður fjallað sér­stak­lega á Kjarn­anum á morg­un. Það hafa þeir m.a. gert með því að hækka veð­hlut­fallið sitt og bjóða upp á mun betri kjör á bæði verð­tryggðum og óverð­tryggðum lánum en við­skipta­bank­arnir hafa getað boðið upp á. Þeir hafa haldið því fram að banka­skatt­ur, og önnur sér­tæk skatt­lagn­ing sem við­skipta­bönkum er gert að greiða en aðrir lán­veit­endur á borð við líf­eyr­is­sjóði þurfa ekki að greiða, skipti þar sköp­um. Í umsögn sem Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja sendu efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis í maí í fyrra beindu sam­tökin því til Alþingis að líf­eyr­is­sjóðum ætti að vera óheim­ilt að lána til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja og köll­uðu beinar lán­veit­ingar sjóð­anna „skugga­banka­starf­sem­i“.

Katrín Júl­í­us­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, sagði í sjón­varps­þætti Kjarn­ans fyrir rúmum mán­uði síðan að við­skipta­bank­arnir standi ekki jafn­fætis líf­eyr­is­sjóðum þegar kemur að útlánum vegna þess að banka­skatt­ur­inn er bara lagður á banka. Það sama eigi við gagn­vart erlendum lán­veit­end­um, sem séu aftur orðnir mjög sterkir hjá stóru fyr­ir­tækj­unum á Ísland­i. 

„Þannig að sam­keppn­is­­staða bank­anna hefur skekkst mjög mikið og þetta getur til lengri tíma haft mjög alvar­­leg áhrif á eigna­­söfn þess­­ara banka og við skulum þá ekki gleyma því að bank­­arnir eru í eigu rík­­is­ins og skatt­­borg­ar­anna að tveimur þriðju hluta til. Þannig að virði eigna skatt­­borg­ar­anna í þessu til­­viki eru og geta rýrnað þegar til lengri tíma lætur ef þessi skattur heldur áfram vegna þess að sam­keppn­is­­staðan er ekki sú sama,“ sagði Katrín. Þetta muni hafa áhrif á arð­greiðslur og á virði þess­­ara eigna sem séu í eigna rík­­is­ins í dag.

Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar