#viðskipti#húsnæðismál

Lægstu verðtryggðu vextirnir nálægt þremur prósentum

Breytilegir verðtryggðir vextir á lánum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna eru nú 3,06 prósent. Sjóðurinn setti nýverið upp auknar hindranir gagnvart lántöku. Bankarnir bjóða best 3,65 prósent.

Vextir á breyti­legum íbúða­lánum hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna eru nú 3,06 pró­sent. Vext­irnir á lán­unum sem sjóð­ur­inn býður upp á taka breyt­ingum 15. hvers mán­aðar og ákvarð­ast þannig að þeir eru 0,75 pró­sent hærri en með­al­á­vöxtun síð­asta mán­aðar á ákveðnum flokki íbúða­bréfa, sem skráður er í kaup­höll Nas­daq OMX. Lækkun meg­in­vaxta Seðla­banka Íslands skilar sér því nær alltaf beint í lækkun breyti­legra vaxta í sjóð­fé­lags­lánum hans, en slíkir vextir voru lækk­aðir um 0,25 pró­sent í gær. Þeir vextir sem Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna er að bjóða sínum sjóðs­fé­lögum eru  lægstu vexti sem hægt er að fá á verð­tryggðum íbúða­lánum á Íslandi í dag.

Ýmsir aðrir líf­eyr­is­sjóðir bjóða líka upp á mjög sam­keppn­is­hæfa vexti. Þannig eru breyti­legir vextir lána hjá Líf­eyr­is­sjóði starfs­manna rík­is­ins (LSR) t.d. nú 3,26 pró­sent og hjá Gildi eru þeir 3,35 pró­sent. Vert er að taka fram að sjóð­irnir bjóða upp á mis­mun­andi veð­hlut­fall. LSR býður upp á allt að 75 pró­sent veð­hlut­fall en Gildi upp að 65 pró­sent. Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna bauð upp á 75 pró­sent veð­hlut­fall þar til í síð­asta mán­uði þegar það var lækkað niður í 70 pró­sent, vegna mik­illa hækk­ana á hús­næð­is­mark­aði. Sam­hliða til­kynnti sjóð­ur­inn að hann miði ekki lengur við mats­verð fast­eigna við útreikn­inga útlána heldur ein­ungis við mark­aðs­verð sam­kvæmt kaup­samn­ingi eða fast­eigna­mat. Það gerir það að verkum að erf­ið­ara verður fyrir ýmsa, sér­stak­lega þá sem eru að kaupa fyrstu fast­eign, að taka lán hjá sjóðn­um.

Íslensku við­skipta­bank­arnir geta ekki boðið upp á sam­bæri­leg kjör og líf­eyr­is­sjóð­irn­ir. Á „stóru“ lánum þeirra, sem veitt eru á skap­legri vöxtum upp að 70 pró­sent veð­hlut­falli, eru lægstu breyti­legu vextir 3,65 pró­sent hjá Lands­bank­anum og Arion banka. Íslands­banki býður ekki upp á breyti­lega vexti en þar er hægt að fá fasta verð­tryggða vexti til fimm ára á 3,95 pró­sent kjör­um.

Auglýsing

Segja banka­skatt rýra eignir rík­is­ins

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa verið að taka til sín sífellt stærri hluta af íbúða­lána­mark­aðnum á und­an­förnum mán­uðum og árum. Um það verður fjallað sér­stak­lega á Kjarn­anum á morg­un. Það hafa þeir m.a. gert með því að hækka veð­hlut­fallið sitt og bjóða upp á mun betri kjör á bæði verð­tryggðum og óverð­tryggðum lánum en við­skipta­bank­arnir hafa getað boðið upp á. Þeir hafa haldið því fram að banka­skatt­ur, og önnur sér­tæk skatt­lagn­ing sem við­skipta­bönkum er gert að greiða en aðrir lán­veit­endur á borð við líf­eyr­is­sjóði þurfa ekki að greiða, skipti þar sköp­um. Í umsögn sem Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja sendu efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis í maí í fyrra beindu sam­tökin því til Alþingis að líf­eyr­is­sjóðum ætti að vera óheim­ilt að lána til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja og köll­uðu beinar lán­veit­ingar sjóð­anna „skugga­banka­starf­sem­i“.

Katrín Júl­í­us­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, sagði í sjón­varps­þætti Kjarn­ans fyrir rúmum mán­uði síðan að við­skipta­bank­arnir standi ekki jafn­fætis líf­eyr­is­sjóðum þegar kemur að útlánum vegna þess að banka­skatt­ur­inn er bara lagður á banka. Það sama eigi við gagn­vart erlendum lán­veit­end­um, sem séu aftur orðnir mjög sterkir hjá stóru fyr­ir­tækj­unum á Ísland­i. 

„Þannig að sam­keppn­is­­staða bank­anna hefur skekkst mjög mikið og þetta getur til lengri tíma haft mjög alvar­­leg áhrif á eigna­­söfn þess­­ara banka og við skulum þá ekki gleyma því að bank­­arnir eru í eigu rík­­is­ins og skatt­­borg­ar­anna að tveimur þriðju hluta til. Þannig að virði eigna skatt­­borg­ar­anna í þessu til­­viki eru og geta rýrnað þegar til lengri tíma lætur ef þessi skattur heldur áfram vegna þess að sam­keppn­is­­staðan er ekki sú sama,“ sagði Katrín. Þetta muni hafa áhrif á arð­greiðslur og á virði þess­­ara eigna sem séu í eigna rík­­is­ins í dag.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
„Meiri tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins en ég átti von á“
Benedikt Jóhannesson hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra í fimm mánuði. Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi ekki lokað á markaðsleið í sjávarútvegi í stjórnarmyndunarviðræðum og að krónan sé alvarlegasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
24. júní 2017
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
43 þúsund tonn af mat fara í ruslið frá IKEA
IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.
24. júní 2017
Fréttastofan Bloomberg segir hugsanlegt að FL Group hafi verið styrkt af rússneskum óligörkum.
Ráðleggur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka FL Group
Í nýrri grein sem birtist á Bloomberg- fréttasíðunni var sagt frá því að grunur leiki á um að FL group hafi verið milliliður í fjártengslum Donald Trump við rússneska auðjöfra.
23. júní 2017
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Ekki búist við endalokum reiðufjár
Hugmyndir fjármálaráðuneytisins um minnkun seðla í umferð og rafvæðingu gjaldeyris hafa áður komið fram á Indlandi og í Svíþjóð. Ekki er hins vegar búist við því að endalok reiðufjár muni líta dagsins ljós á Íslandi á næstunni.
23. júní 2017
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar