Raforkuverðið til Elkem gæti tvöfaldast

Miklir almannahagsmunir eru í húfi þegar kemur að orkusölusamningum Landsvirkjunar.

Ketill Sigurjónsson
hvalfjorur_18005361785_o.jpg
Auglýsing

Ein­ungis eru um tvö ár þar til raf­orku­samn­ingur járn­blendi­verk­smiðju Elkem og Lands­virkj­unar rennur út. Við­ræður um end­ur­nýj­aðan samn­ing hafa dreg­ist á lang­inn og nú er orðið ansið stutt eftir af samn­ings­tím­an­um. Til þessa hefur lítið frést af samn­inga­við­ræð­unum opin­ber­lega, sem er ólíkt því sem var þegar Norð­urál átti nýverið í sams­konar við­ræðum við Lands­virkj­un. Í þeim við­ræðum var ýmsum með­ölum beitt, líkt og þáver­andi yfir­lýs­ingar Lands­virkj­unar og Norð­ur­áls báru með sér. Í þess­ari grein verður ekki dvalið við þá for­tíð, heldur er hér athygl­inni beint að því álita­efni hvaða orku­verði lík­legt er að Lands­virkjun stefni að vegna Elkem.

Samn­ing­ur­inn 2010 vegna álvers­ins í Straums­vík sló tón­inn

Á und­an­förnum árum hefur Lands­virkjun (LV) end­ur­samið um raf­orku­sölu til tveggja af fjórum stærstu stór­iðju­fyr­ir­tækj­un­um. Árið 2010 var end­ur­samið við álver RTA/Í­SAL í Straums­vík. Þar varð verð­hækk­unin á raf­orkunni mjög mik­il, en orku­verðið skv. fyrri samn­ingi hafði verið afar lágt. Nýi samn­ing­ur­inn við Straums­vík­ur­verið er lang­tíma­samn­ing­ur; hann gildir til 2036 en er þó með end­ur­skoð­un­ar­á­kvæði um raf­orku­verðið sem verður virkt 2024. Orku­verðið í þessum nýja samn­ingi er ekki tengt álverði, heldur helst það í hendur við banda­ríska neyslu­vísi­tölu (CPI). 

Það er verð­hækk­unin í þessum nýja samn­ingi frá 2010 sem er grund­vallar­á­stæða fyrir því hversu fjár­hags­leg staða LV er nú sterk. Enda er stundum talað um þennan samn­ing sem krafta­verk Lands­virkj­unar sökum þess hversu áhættu­lít­ill hann er og skilar góðum tekj­um. Hitt stór­iðju­fyr­ir­tækið sem LV hefur end­ur­samið við er Norð­ur­ál, en sá nýi samn­ingur tekur ekki gildi fyrr en 2019.

Auglýsing

Núver­andi samn­ingur LV og Elkem er „barn síns tíma“

For­stjóri LV hefur sagt gömlu raf­orku­samn­ing­ana við RTA/Í­SAL og Norð­ur­ál, sem umræddir nýir samn­ingar leysa af hólmi, vera „barn síns tíma“. Og vísar þar til þess hversu raf­orku­verðið í þessum eldri samn­ingum var lágt. Gera má ráð fyrir að LV hafi sams­konar afstöðu til samn­ings­ins við Elkem, sem er um tutt­ugu ára gam­all. Og stefni þar að mik­illi hækkun á raf­orku­verð­inu. Eftir stendur spurn­ingin um það hvort fyr­ir­tæk­in, þ.e. LV og Elkem, muni ná saman og þá á hvaða nót­um. Hér má minn­ast þess að und­an­farið hefur ekki gengið alltof vel hjá þeim að semja, sbr. nýverið þegar reynt var að semja um aðgang Elkem að við­bót­ar­orku. Þar mun hafa strandað á ólíkum verð­hug­myndum.

Raf­orku­verð á sam­keppn­is­mörk­uðum LV hefur lækkað

Þegar LV gerði samn­ing­inn við RTA/Í­SAL árið 2010 var margt sem benti til þess að heild­sölu­verð á raf­orku í á helstu sam­keppn­is­mörk­uðum LV yrði nokkuð hátt á kom­andi árum. Sem skýrir það m.a. af hverju RTA/Í­SAL féllst á að upp­hafsverðið í nýja samn­ingnum yrði þá nálægt 25 USD/MWst (með flutn­ingi var samn­ings­verðið rúm­lega 30 USD/MWst). 

Þar með var sleg­inn sá tónn af hálfu LV að raf­orku­verðið í öðrum kom­andi stór­iðju­samn­ingum sem kæmu til end­ur­nýj­unar yrði a.m.k. um eða yfir 30 USD/MWst (þegar flutn­ings­kostn­aður er inni­fal­inn). Og færi hækk­andi eftir því sem banda­rísk neyslu­vísi­tala (CPI) hækk­aði. Miðað við hækkun CPI frá 2010 má ætla að raf­orku­verðið til Straums­víkur með flutn­ingi nálgist nú 35 USD/MWst.

Það er athygl­is­vert að síðan þessi samn­ingur var gerður árið 2010 hefur raf­orku­verð á helstu sam­keppn­is­mörk­uðum LV m.t.t. stór­iðju lækkað mik­ið. Fyrir vikið er ekki aug­ljóst að raf­orku­verð í end­ur­nýj­uðum samn­ingum við stór­iðju á Íslandi verði svo hátt sem Straums­vík­ur­samn­ing­ur­inn gaf tón­inn um. Í ljósi sterkrar samn­ings­stöðu sinnar gerir LV þó eflaust ráð fyrir því að geta nú náð svip­aðri nið­ur­stöðu í samn­ingum við Elkem eins og samið var um við RTA/Í­SAL eða Norð­urál.

Óljóst hversu mik­illi hækkun nýr samn­ingur við Norð­urál skilar

Umrædd lækkun á heild­sölu­mörk­uðum raf­orku erlendis síðan 2010 er senni­lega helsta ástæða þess að samið var á allt öðrum nótum þegar LV og Norð­urál (Cent­ury Alu­m­inum) náðu loks saman um end­ur­nýjun raf­orku­samn­ings árið 2016. Nið­ur­staðan var að not­ast við raf­orku­verð á nor­ræna raf­orku­mark­aðnum sem við­mið­un. Sá samn­ingur á því lítið sam­eig­in­legt með samn­ingnum vegna álvers­ins í Straums­vík nema það að verð­teng­ing við álverð fór út.

Þessi nýi samn­ingur milli Norð­ur­áls og LV frá 2016 gildir bara í örfá ár; 2019–2023. Ekki er víst hvaða orku­verð verður þá á nor­ræna raf­orku­mark­aðn­um. Engu að síður er senni­legt að LV hafi vænt­ingar um að verð­teng­ingin við nor­ræna mark­að­inn muni skila um eða yfir 100% hækkun á raf­orku­verð­inu til Norð­ur­áls. Þá er miðað við að verðið á nor­ræna raf­orku­mark­aðnum þró­ist þannig að það verði á samn­ings­tím­anum 2019-2023 u.þ.b tvö­falt það verð sem Norð­urál var að greiða LV árin 2015 og 2016. En þá var orku­verðið til Norð­ur­áls án flutn­ings í nágrenni við 12 USD/MWst (sveifl­að­ist þó vegna verð­breyt­inga á áli). Hækkun á raf­orku­verð­inu um 100% eða þar um bil myndi skila orku­verði upp á um 30–35 USD/MWst þegar flutn­ing­ur­inn er tek­inn með.

Elkem kaupir um 8% orkunnar en borgar aðeins um 5% tekn­anna

Lang­mest af tekjum LV af raf­orku­sölu­samn­ingum fyr­ir­tæk­is­ins koma frá álveri RTA/Í­SAL í Straums­vík; sá við­skipta­vinur skilar LV um þriðj­ungi af tekjum fyr­ir­tæk­is­ins vegna raf­orku­sölu­samn­inga þó svo Straums­víkin kaupi ein­ungis um fjórð­ung af raf­orku­fram­leiðslu LV (sbr. taflan hér að neð­an). Þá fær LV líka mjög hátt hlut­fall tekna sinna með almennri heild­sölu (sem er fyrst og fremst raf­orku­sala til ann­arra orku­fyr­ir­tækja og smá­ræði til Lands­nets).

Salan til Elkem nemur um 8% af raf­orku­sölu LV, þ.e. þegar miðað er við raf­orku­magn­ið. Þó svo þetta sé ekki mjög hátt hlut­fall þá er að sjálf­sögðu mik­il­vægt fyrir LV að ná fram auknum tekjum frá Elkem, enda er Elkem núna ein­ungis að skila LV um 5% af tekjum fyr­ir­tæk­is­ins af raf­orku­sölu (flutn­ings­kostn­aður er þá með­tal­inn). Þegar þessi hlut­föll eru borin saman við hlut­föllin vegna RTA/Í­SAL (sbr. taflan hér að neð­an) sést vel hversu hlut­falls­lega lágt raf­orku­verðið til Elkem er.

Lands­virkjun vill senni­lega meira en 100% verð­hækkun

Lík­legt er að LV stefni að því að nýr raf­orku­samn­ingur við Elkem muni skila fyr­ir­tæk­inu tekju­aukn­ingu sem nemur um eða yfir 100% m.v. það orku­verð sem Elkem hefur verið að greiða LV upp á síðkast­ið. Sem merkir að tekju­aukn­ing LV vegna Elkem yrði á bil­inu ca. 2–2,5 millj­arðar króna, líkt og sýnt er á graf­inu hér að neð­an. Þetta gæti gerst annað hvort með því að semja um fast verð, svipað og gert var í samn­ingi LV og RTA/Í­SAL 2010, eða að tengja verðið við nor­ræna raf­orku­verð­ið, en þá yrði auð­vitað ansið óvíst hver verð­hækk­unin kæmi til með að verða í reynd.

Ef umrædd tekju­aukn­ing næð­ist yrði það mikil hlut­falls­leg aukn­ing. Und­an­farið hafa tekjur LV af raf­orku­sölu­samn­ingnum við Elkem ein­ungis numið nálægt 2 millj­örðum króna (tekj­urnar ásamt flutn­ings­kostn­aði; athugið að nákvæm tala er hér vís­vit­andi námunduð í heilan millj­arð). Verð­hækkun um 2–2,5 millj­arða króna myndi verða hrein við­bót við hagnað LV. Og sá aukni hagn­aður gæti mest allur farið í kær­komna aukn­ingu á arð­greiðslum Lands­virkj­unar. Að vísu er mögu­legt að Elkem standi mjög fast gegn því að raf­orku­reikn­ingur fyr­ir­tæk­is­ins ásamt flutn­ingi fari úr núver­andi u.þ.b. 2 millj­örðum króna í alls um 4-4,5 millj­arða króna. En það fer að verða aðkallandi að þarna náist brátt nýr samn­ing­ur, enda myndi lokun verk­smiðj­unnar ekki bein­línis valda kátínu; allra síst á Akra­nesi.

Taflan hér að neðan sýnir tekju­skipt­ingu LV árið 2016. Það ár námu tekjur LV vegna raf­orku­sölu­samn­inga alls um 42 millj­örðum króna (þá er flutn­ings­kostn­að­ur­inn með­tal­inn þar sem það á við). Nákvæm­ari grein­ing og upp­lýs­ingar um skipt­ingu tekna LV og um sér­hvert samn­ings­verð verða ekki birtar hér. En eru í boði fyrir við­skipta­vini grein­ar­höf­und­ar, þ.m.t. upp­lýs­ingar í við­kom­andi samn­ings­mynt. Einnig eru í boði ítar­legar upp­lýs­ingar til mark­aðs­að­ila um það hversu sam­keppn­is­hæft það verð er sem orku­fyr­ir­tækin hér hafa verið að bjóða nýjum við­skipta­vinum síð­ustu miss­eri og ár, og hvaða til­boða megi nú vænta í slíkum samn­inga­við­ræð­um.

Tekjur Landsvirkjunar vegna raforkusölu, má sjá hér útlistaðar ítarlega.

Höf­undur er lög­fræð­ingur og MBA.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar