Veruleg hækkun á arðgreiðslu strax á næsta ári?

Margt bendir til þess að íslenska ríkið muni fá töluvert hærri arðgreiðslur á næstu árum vegna reksturs Landsvirkjunar heldur en verið hefur raunin undanfarin ár.

Auglýsing

Lands­virkjun boðar að arð­greiðslur muni brátt hækka úr 1,5 millj­arði í 10-20 millj­arða króna og að þetta muni ger­ast á næstu 3-4 árum. Þ.e. að arð­greiðsl­urnar tífald­ist og jafn­vel rúm­lega það á ein­ungis örfáum árum. Það yrði gríð­ar­lega mikil og snögg hækkun arð­greiðslna. Og þessi sviðs­mynd Lands­virkj­unar virð­ist raun­hæf. Það hljóta að vera afskap­lega ánægju­leg tíð­indi fyrir eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins; íslenska rík­ið.

Úr 1,5 millj­arði 2017 í 10-20 millj­arða á næstu 3-4 árum

Arð­greiðsla Lands­virkj­unar und­an­farin ár hefur verið 1,5 millj­arður króna. Sam­kvæmt rúm­lega mán­að­ar­gam­alli kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins á upp­gjöri árs­ins 2016 á að byrja að auka arð­greiðsl­urnar eftir 1-2 ár. Og að þær muni fara í 10-20 millj­arða króna á næstu 3-4 árum.

Ekki hefur komið fram hvernig þetta á nákvæm­lega að ger­ast. Stefnan virð­ist þó sú að á næsta ári eða ekki síðar en 2019 verði unnt að auka arð­greiðsl­una um þó nokkra millj­arða. Og brátt muni svo arð­greiðslan fara yfir millj­arða­tug­inn og svo teygja sig í átt að u.þ.b. 15 millj­örðum króna og jafn­vel í 20 millj­arða króna. Á örfáum árum.

Auglýsing

Arð­greiðslur áttu að aukast jafn­vel strax 2017

Það er vel að merkja svo að vænt­ingar Lands­virkj­unar frá árinu 2015 um vax­andi arð­greiðslur eftir „tvö til þrjú ár“ eiga ennþá eftir að raun­ger­ast. Núna tveimur árum síðar er arð­greiðslan ennþá í 1,5 millj­arði króna, rétt eins og verið hefur und­an­farin ár. Og sá arður sem greiddur er núna, sbr. árs­reikn­ingur fyrir rekstr­ar­árið 2016, er minni í USD en greiddur var vegna rekstr­ar­árs­ins 2014 (USD er upp­gjörs­mynt Lands­virkj­un­ar). Að því leyti hefur arð­greiðsla Lands­virkj­unar í reynd minnkað síðan 2014. Og bæði rekstr­ar­hagn­aður og nettó­hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins vegna árs­ins 2016 var minni en vegna árs­ins 2015.

Lágt álverð heldur aftur af arð­greiðslu­getu Lands­virkj­unar

Mark­mið eða vænt­ingar Lands­virkj­unar frá 2015 um hækk­andi arð­greiðslur eftir 2-3 ár geta ennþá gengið eft­ir. Þ.e. ef arð­greiðslan eykst árið 2018, þ.e. vegna rekstr­ar­árs­ins 2017. Það er því ekki svo að vænt­ingar Lands­virkj­unar um auknar arð­greiðslur hafi ekki gengið eft­ir. En spyrja má af hverju arð­greiðslan jókst ekki strax nú í ár?

Svarið við þeirri spurn­ingu er senni­lega að álverð hafi verið lægra en vænt­ingar voru um, svo og gengi krón­unn­ar. Hvort tveggja hefur haldið aftur af arð­greiðslu­mögu­leikum Lands­virkj­un­ar. Hefði álverð hækkað hraðar og meira en raunin hefur verið hefði arð­greiðslan senni­lega auk­ist strax árið 2017. Og Lands­virkjun hefur vel að merkja ekki slegið af vænt­ing­unum og boðar núna að hækka arð­greiðslur úr 1,5 millj­arði í 10-20 millj­arða króna á næstu 3-4 árum.

Mikil vik­mörk

Vik­mörkin þarna eru mik­il; mik­ill munur er á því hvort arð­greiðsla eftir 3-4 ár verði 10 millj­arðar eða 20 millj­arðar króna. Þessi miklu vik­mörk skýr­ast senni­lega fyrst og fremst af óviss­unni um þróun raf­orku­verðs og þróun álverðs. Það hvort arð­greiðslur nái brátt 10 eða 20 millj­örðum króna strax um eða upp úr 2020 mun sem sagt ráð­ast mjög af þróun tekna Lands­virkj­unar af raf­orku­söl­unni og þar er álverð stór áhrifa­þátt­ur. Fleira kemur þó til og óvissu­þætt­irnir eru marg­ir.

Minni fram­kvæmd­ir, minni afborg­anir skulda og hækk­andi orku­verð

Fari arð­greiðslur Lands­virkj­unar vel yfir 10 millj­arða króna strax á næstu árum yrði það mun hrað­ari aukn­ing arð­greiðslna en grein­ar­höf­undur gerði ráð fyrir í nýlegri grein hér á Kjarn­anum. Mun­ur­inn þarna felst einkum í því að meiri sam­dráttur virð­ist áætl­aður í fram­kvæmdum Lands­virkj­unar en grein­ar­höf­undur bjóst þá við. Þar með verða meiri fjár­munir fyrir hendi til að greiða arð.

Sam­kvæmt áður­nefndri nýlegri kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins kemur fram að þeir fjár­munir sem muni skapa þessa miklu aukn­ingu á arð­greiðslum eigi sér þrenns konar upp­sprett­ur:

  1. Sam­dráttur í fram­kvæmd­um, þ.e. minna virkjað en verið hefur og minna tekið af veltufé til fram­kvæmda.
  2. Minni afborg­anir skulda, enda hafa skuldir farið lækk­andi (og láns­hæfi fyr­ir­tæk­is­ins batnað og vextir því orðið lægri en ella).
  3. Aukn­ing á rekstr­ar­tekj­um, sem kemur til vegna hækk­andi raf­orku­verðs, þ.e. hærra með­al­verð fæst fyrir hverja selda fram­leiðslu­ein­ingu.

Lítið virkjað á næstu árum

Eins og áður sagði skiptir hér veru­legu máli að Lands­virkjun hyggst nú verja minna fjár­magni í virkj­un­ar­fram­kvæmd­ir. Einnig skiptir miklu að vegna lækk­andi skulda fer nú almennt minna fé í afborg­anir lána og vaxta­greiðslur og það skapar aukið svig­rúm til arð­greiðslna.

Sú þróun að nú muni hægja á virkj­un­ar­fram­kvæmdum af hálfu Lands­virkj­unar kemur kannski sumum á óvart. Sér­stak­lega í ljósi þess að und­an­farin miss­eri hefur tals­verð umræða verið um það hér­lendis að það jaðri við raf­orku­skort í land­inu.

Á móti kemur að næstu árin má nýta til und­ir­búa nýjar fram­kvæmd­ir, sem svo gætu farið á fullt eftir fáein ár. Það ætti því að vera óþarfi að ótt­ast raf­orku­skort. Svo er það vel að merkja Lands­virkjun sem útvegar kís­il­veri United Sil­icon raf­magn, en þar mun nú allt vera stopp og nokkuð óvíst um fram­haldið. Það er því ekki úti­lokað að þar losni um raf­orku, sem að vísu er ekki mjög mikið magn. Þetta er auka­at­riði en gæti sem sagt skipt máli.

Tekið skal fram að ekki liggja fyrir nákvæmar upp­lýs­ingar um áætl­aðar fram­kvæmdir Lands­virkj­unar á næstu árum. Þess vegna er erfitt að áætla af nákvæmni t.a.m. hversu stórum hluta af veltufé sínu Lands­virkjun hyggst verja til slíkra verk­efna. Og því aug­ljós­lega vand­kvæðum bundið fyrir utan­að­kom­andi að meta hversu mikil áhrif fram­kvæmdir koma til með að hafa á arð­greiðslu­get­una.

Tekju­ó­vissa gæti haldið aftur af arð­greiðslum

Áætl­anir Lands­virkj­unar um að arð­greiðsla geti farið í allt að 20 millj­arða króna eftir ein­ungis 3-4 ár er háð marg­vís­legum óvissu­þáttum og ytri skil­yrð­um. Það er t.a.m. óvíst hversu góður árángur næst í að auka tekjur Lands­virkj­unar af raf­orku­söl­unni. Og til að vel gangi má raf­orku­verðið á nor­ræna orku­mark­aðnum helst ekki verða mjög lágt og slæmt væri ef álverð yrði mjög lágt. Þá er ennþá óvíst hvort end­ur­samið verður við Elkem á þeim nótum sem Lands­virkjun gerir ráð fyr­ir. Og ekki er heldur víst hverju raf­orku­samn­ingur Lands­virkj­unar við Norð­urál muni nákvæm­lega skila í tekjur eftir að hann gengur í gildi á árinu 2019; það ræðst af verð­þró­un­inni á nor­ræna raf­orku­mark­aðn­um. Þarna eru því margir óvissu­þættir fyrir hendi.

Þá er líka óvíst hversu miklum tekjum um helm­ing­ur­inn af raf­orku­sölu Lands­virkj­unar muni skila, þ.e. vegna þess að þar er orku­verðið tengt álverði. Hér er að sjálf­sögðu átt við orku­samn­ing Lands­virkj­unar og Fjarða­áls (Alcoa), ásamt raf­orku­söl­unni til Norð­ur­áls (Cent­ury) fram á 2019. Um þessar tekjur ríkir veru­leg óvissa og sú óvissa veldur miklum vik­mörkum um það hvaða arð­greiðslna megi vænta frá Lands­virkjun á kom­andi árum. Álverð er sem sagt ennþá mik­il­vægur þáttur í afkomu Lands­virkj­un­ar. Svo er geng­is­þróun líka ávallt óvissu­þátt­ur; hér er jú rætt um arð­greiðslu í íslenskum krón­um.

Aukn­ing í arð­semi Lands­virkj­unar er eðli­leg og aðkallandi

Vert er að hafa í huga að miðað við stærð (fram­leiðslu­magn) Lands­virkj­unar yrðu arð­greiðslur af þess­ari stærð­argráðu, þ.e. 10-20 millj­arð­ar, engin ósköp. Fremur mætti þar tala um eðli­legan arð, svo sem ef miðað er við sam­bæri­legan rekstur á Norð­ur­lönd­un­um. Lands­virkjun hefur í ára­tugi skilað lít­illi arð­semi og hefur þar að jafn­aði staðið tals­vert að baki t.d. nor­rænum raf­orku­fyr­ir­tækjum í rík­i­s­eigu.

Góð tíð­indi fyrir eig­anda Lands­virkj­unar

Hér í lokin má svo sjá töflu sem sýnir hvernig arð­greiðslur Lands­virkj­unar gætu mögu­lega þró­ast á kom­andi árum. Þarna er vel að merkja um að ræða mögu­lega sviðs­mynd en ekki spá. Þessi sviðs­mynd er raun­hæf að gefnum til­teknum for­send­um, en þær for­sendur geta hæg­lega breyst. Þess vegna er t.a.m. ekki víst að það muni ganga svona hratt að auka arð­greiðsl­urnar og kannski ennþá síður lík­legt að nákvæm­lega þessi spá muni ganga eft­ir.

Í töfl­unni er t.d. gert ráð fyrir því að árlegar tekjur Lands­virkj­unar af Norð­ur­áli og Elkem auk­ist brátt um hátt í sex millj­arða króna. Sem er að sjálf­sögðu óvíst og kann að vera full bjart­sýnt f.h. Lands­virkj­un­ar, m.a. með hlið­sjón af því að nú er verið að spá mjög lágu raf­orku­verði á nor­ræna orku­mark­aðnum á kom­andi árum. Umrædd sviðs­mynd er því háð marg­vís­legum fyr­ir­vör­um. En er engu að síður vís­bend­ing eða til­laga um það hvaða staða gæti verið framundan hjá Lands­virkjun m.t.t. arð­greiðslna.

Mögu­leik­inn á 10-20 millj­arða króna arð­greiðslu Lands­virkj­unar á allra næstu árum er sem sagt til staðar þó svo að marg­vís­legir óvissu­þættir séu fyrir hendi. Það hljóta að vera ánægju­leg tíð­indi fyrir eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins, sem er íslenska rík­ið. Meiri og nákvæm­ari upp­lýs­ingar um arð­greiðslur Lands­virkj­unar kunna svo að koma fram á árs­fundi fyr­ir­tæk­is­ins sem fer fram í dag; mið­viku­dag­inn 26. apr­íl. Áhuga­sömum um orku­mál má einnig benda á skrif á vefnum Medi­um.com.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None