Tífaldast arðgreiðsla Landsvirkjunar innan örfárra ára?

Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur, MBA og sérfræðingur í orkumálum, skrifar um stöðu Landsvirkjunar.

Ketill Sigurjónsson
landsvirkjun virkjun burfell bu
Auglýsing

Nú fyrr í mars 2017 var haft eftir for­stjóra Lands­virkj­unar að eftir ein­ungis tvö til þrjú ár muni fyr­ir­tækið geta aukið arð­greiðslu til eig­and­ans veru­lega. Og að þær geti farið upp í um 10-20 millj­arða á ári. Þetta er á sömu nótum og fram kom í útvarps­við­tali og blaða­við­tali við for­stjór­ann í maí 2015, í til­efni af hálfrar aldar afmæli Lands­virkj­un­ar. Þar sagði for­stjór­inn að eftir tvö til þrjú ár gætu arð­greiðsl­urnar auk­ist - og orðið á nokkrum árum 10-20 millj­arðar króna.

Fari arð­greiðsla Lands­virkj­unar í 10-20 millj­arða króna yrði það gíf­ur­leg aukn­ing frá því sem verið hef­ur. Síð­ustu ár hefur arð­greiðsla fyr­ir­tæk­is­ins til rík­is­ins verið 1,5 millj­arður króna á ári. Þarna er sem sagt um að ræða mögu­lega tíföldun á arð­greiðslum - og jafn­vel rúm­lega það - innan ein­ungis nokk­urra ára. Og sam­kvæmt nýrri frétt í Við­skipta­blað­inu álítur for­stjóri Lands­virkj­unar að þetta geti orðið strax eftir þrjú til fjögur ár, þ.e. um eða rétt eftir 2020.

En hvernig má þetta vera? Hvaðan kemur stór­aukið svig­rúm til arð­greiðslna sem Lands­virkjun sér fram á innan fárra ára? Svo virð­ist sem eng­inn fjöl­mið­ill hafi spurt Lands­virkjun nánar út í þetta, þó svo um risa­f­rétt hljóti þarna að vera að ræða. Í þess­ari grein er leit­ast við að varpa ljósi á ástæður þess að bjart­sýni er um það hjá Lands­virkjun að fyr­ir­tækið geti innan örfárra ára með góðu móti staðið undir u.þ.b. tífaldri aukn­ingu arð­greiðslna.

Auglýsing

Lág arð­semi - en vatna­skil árið 2010

Vert er að hafa í huga að miðað við stærð Lands­virkj­unar yrðu arð­greiðslur af þess­ari stærð­argráðu, þ.e. 10-20 millj­arð­ar, engin ósköp. Fremur mætti þar tala um eðli­lega arð­greiðslu. Og Lands­virkjun hefur í ára­tugi skilað lít­illi arð­semi og þar að jafn­aði staðið tals­vert að baki t.d. nor­rænum raf­orku­fyr­ir­tækjum í rík­i­s­eigu.

Skýr­ing­arnar á lágri arð­semi Lands­virkj­unar eru ýms­ar. Fyr­ir­tækið hefur lengst af staðið í geysi­miklum skuld­settum fjár­fest­ing­um, sem hafa borið lít­inn arð til þessa, en kunna eftir atvikum að skila íslenska rík­inu góðum arði í fram­tíð­inni. Þessi hæga upp­bygg­ing á getu Lands­virkj­unar til eðli­legra arð­greiðslna skýrist fyrst og fremst af þeirri stað­reynd að raf­orku­verð fyr­ir­tæk­is­ins til stór­iðj­unnar hér hefur almennt verið mjög lágt.

Hér á landi eru þrjú álver. Af öllum rúm­lega tvö hund­ruð álverum heims­ins eru álverin á Grund­ar­tanga og Reyð­ar­firði að greiða lægra raf­orku­verð en næstum öll önnur álver. Sömu­leiðis hefur raf­orku­verðið til járn­blendi­verk­smiðj­unnar á Grund­ar­tanga verið mjög lágt.

Lengst af var raf­orku­verðið til álvers­ins í Straums­vík líka mjög lágt. En þar urðu mik­il­væg vatna­skil með nýjum raf­orku­samn­ingi Lands­virkj­unar við ÍSAL/RTA árið 2010, eins og útskýrt er hér að neð­an. Og með áfram­hald­andi hækkun á orku­verði Lands­virkj­unar til stór­iðj­unnar eru nú loks­ins að skap­ast skil­yrði og tæki­færi til bæri­legra arð­greiðslna hjá þessu rúm­lega hálfrar aldar fyr­ir­tæki.

Samn­ing­ur­inn við Straums­vík 2010 var afar mik­il­vægt skref

Stærsta ástæðan fyrir rekstr­ar­hagn­aði Lands­virkj­unar und­an­farin ár er raf­orku­samn­ing­ur­inn sem fyr­ir­tækið gerði við Rio Tinto Alcan (RTA/ÍSAL) vegna álvers­ins í Straums­vík árið 2010. Sá samn­ingur skilar Lands­virkjun miklu meiri tekjum en fyrri samn­ingar við Straums­vík gerðu, eins og sést vel á grafi á vef Icelandic and Northern Energy Por­tal. Þarna er reyndar um að ræða marg­földum tekna, þegar flutn­ings­kostn­að­ur­inn hefur verið dreg­inn frá (sá kostn­aður fer að sjálf­sögðu til Lands­nets.

Þessi samn­ingur Lands­virkj­unar við ÍSAL frá 2010 skiptir miklu máli fyrir afkomu Lands­virkj­un­ar. Þarna er um að ræða mjög stóran samn­ing, þ.e. Straums­vík­ur­samn­ing­ur­inn nær til mjög veru­legs hluta af allri raf­orku­sölu Lands­virkj­un­ar. Þessi samn­ingur er þess vegna mik­il­væg­asta ástæðan fyrir bæri­legri afkomu Lands­virkj­unar síð­ustu árin.

Raf­orku­verðið til Straums­víkur hækk­aði um næstum 200%

Nettó­verðið sem Lands­virkjun nú fær fyrir raf­ork­una sem ÍSAL kaup­ir, slagar hátt í 30 USD/MWst (þ.e. verðið fyrir sjálfa raf­ork­una, án flutn­ings­kostn­að­ar). Til sam­an­burðar má hafa í huga að skv. eldri raf­orku­samn­ingi Lands­virkj­unar við ÍSAL hefði raf­orku­verðið nú um stund­ir, þ.e. miðað við með­al­verð á áli 2016, ein­ungis verið nálægt 10 USD/MWst (þ.e. án flutn­ings­kostn­að­ar).

Þarna hefur nýi samn­ing­ur­inn frá 2010 því skilað hátt í þrefalt hærra verði per selda raf­orku­ein­ingu til Straums­vík­ur. Sem er geysi­leg hækk­un, enda hefur þessum samn­ingi frá 2010 verið lýst sem krafta­verki fyrir Lands­virkj­un. Samn­ing­ur­inn er afskap­lega áhættu­lít­ill fyrir fyr­ir­tækið og skilar því góðum tekj­um.

Áhættu­lít­ill samn­ingur sem lækkar vaxta­kostnað Lands­virkj­unar

Í stað áverðsteng­ingar í eldri samn­ingi er raf­orku­verðið í nýja samn­ingnum frá 2010 tengt banda­rískri neyslu­vísi­tölu (CPI). Vegna þessa samn­ings greiðir álver Rio Tin­to, þ.e. ÍSAL í Straums­vík, nú lang­hæsta raf­orku­verðið af öllum álfyr­ir­tækj­unum þremur sem hér starfa. Að auki þurfti álfyr­ir­tækið að greiða Lands­virkjun sér­stakar bætur vegna minnk­unar á kaup­skyldu, sbr. sér­stakt sam­komu­lag þar um frá 2014.

Vegna teng­ingar verð­á­kvæða þessa samn­ings við CPI er lík­legt að raf­orku­verðið til ÍSAL muni á kom­andi árum hækka nokkuð stöðugt en rólega (að því gefnu að ekki skelli langvar­andi efna­hag­skreppa á Banda­ríkj­un­um). Samn­ing­ur­inn við ÍSAL er því lík­legur til að tryggja Lands­virkjun góðar og stöðugar tekjur til langrar fram­tíðar (samn­ing­ur­inn gildir til 2036).

Það hvað þessi samn­ingur er áhættu­lít­ill fyrir Lands­virkjun skiptir veru­legu máli þegar lán­veit­endur meta hvaða vaxta­skil­yrði þeir vilja bjóða Lands­virkj­un. Þannig hefur samn­ing­ur­inn marg­vís­leg jákvæð áhrif á stöðu og afkomu Lands­virkj­unar og mark­aði mik­il­væg tíma­mót fyrir fyr­ir­tæk­ið. Þá er vert að nefna að samn­ing­ur­inn er ekki síður góður fyrir álfyr­ir­tæk­ið, að því leyti að það veit raf­orku­verðið nán­ast upp á hár langt fram í tím­ann og verðið er prýði­lega sam­keppn­is­hæft í alþjóð­legum sam­an­burði. En eflaust grætur ÍSAL það að njóta ekki lengur lækk­andi raf­orku­verðs jafn­skjótt og álverð lækk­ar.

Landsvirkjun er í eigu íslenska ríkisins.

Nýi samn­ing­ur­inn við Norð­urál getur skilað mjög góðri tekju­aukn­ingu

Samn­ing­ur­inn við álverið í Straums­vík er ekki eina mik­il­væga ástæðan fyrir þeim stór­auknu arð­greiðslu­mögu­leikum Lands­virkj­unar sem skap­ast um 2020. Þarna skiptir einnig veru­legu máli raf­orku­sölu­samn­ing­ur­inn sem Lands­virkjun og Norð­urál gerðu árið 2016 vegna álvers­ins á Grund­ar­tanga í Hval­firði.

Sam­kvæmt þeim nýja raf­orku­samn­ingi við Norð­urál verður orku­verðið til álvers­ins á Grund­ar­tanga, frá og með síð­ari hluta árs­ins 2019, tengt verð­þróun á raf­orku á s.k. Elspot mark­aði á nor­ræna raf­orku­mark­aðnum (Nord Pool Spot; NPS). Þetta þýðir að rétt eins og í samn­ingnum við Straums­vík verður þarna hætt að tengja raf­orku­verðið við verð á áli. Þetta dregur úr áhættu Lands­virkj­unar og mun vafa­lítið gefa fyr­ir­tæk­inu enn betra færi á hag­stæðri fjár­mögnun en verið hef­ur.

Hafa ber í huga að þarna er um skamm­tíma­samn­ing að ræða; hann gildir ein­ungis í fjögur ár. Því hafa bæði Lands­virkjun og Norð­urál tæki­færi til að losna fljót­lega undan honum (2023). En ella semja aftur um fram­lengd við­skipti í sam­ræmi við aðstæður sem þá verða uppi.

Nor­ræni raf­orku­mark­að­ur­inn beinn áhrifa­valdur á Íslandi

Af frétta­til­kynn­ingum um nýja samn­ing­inn við Norð­urál og umsögn Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ESA) um samn­ing­inn má ráða að nýja verðið til Norð­ur­áls verði nálægt því hið sama eins og orku­verðið sem greiða þarf hverju sinni á nor­ræna raf­orku­mark­aðnum í orku­við­skiptum iðn­fyr­ir­tækja. Sam­kvæmt þessu og miðað við með­al­verð á NPS árið 2016, myndi raf­orku­verðið til Norð­ur­áls hátt í tvö­fald­ast frá því sem fyr­ir­tækið greiddi Lands­virkjun árið 2016.

Þetta gefur von um að eftir 2019 muni nýi samn­ing­ur­inn við Norð­urál skila Lands­virkjun veru­legri tekju­aukn­ingu og þar með auka mögu­leika fyr­ir­tæk­is­ins á arð­greiðsl­um. Það sem er sér­stak­lega athygl­is­vert við þennan nýja samn­ing, er hvernig Lands­virkjun hefur þarna tekið skref í að færa íslenska raf­orku­mark­að­inn í átt til þess sem ger­ist á Norð­ur­lönd­un­um. Þar er um að ræða nýja sviðs­mynd, sem kann að marka upp­hafið að grund­vall­ar­breyt­ingu á íslenskum raf­orku­mark­að­i. Og gæti skapað hér aukin tæki­færi fyrir marg­vís­leg orku­verk­efni; þ.á. m. rennsl­is­virkj­anir og virkjun vind­orku.

Elkem hefur notið lægsta raf­orku­verðs­ins

Þriðja mik­il­væga ástæðan fyrir því að for­stjóri Lands­virkj­unar er bjart­sýnn um að arð­greiðslur fyr­ir­tæk­is­ins geti jafn­vel tífald­ast innan fáeinna ára, er vafa­lítið fyr­ir­hug­aður nýr raf­orku­samn­ingur við Elkem; eig­anda járn­blendi­verk­smiðj­unnar á Grund­ar­tanga í Hval­firði. Árið 2019 kemur nefni­lega að því að járn­blendi­verk­smiðjan á Grund­ar­tanga mun ekki lengur njóta þeirra fáheyrðu lágu kjara á raf­orkunni sem verið hefur fram til þessa.

Raf­orku­verð Lands­virkj­unar til Elkem er bæði tengt afurða­verði verk­smiðj­unnar og gengi norsku krón­unn­ar. Hvort tveggja hefur verið mjög lágt allra síð­ustu árin, sem hefur haldið aftur af tekjum Lands­virkj­un­ar. Að því gefnu að þarna verði samið um áfram­hald­andi raf­orku­við­skipti, má vænta þess að þarna muni orku­verðið hækka veru­lega og þar með verði aukn­ing á arð­semi Lands­virkj­un­ar. Sem er bæði sjálf­sagt og eðli­legt og vafa­lítið fullur skiln­ingur á því hjá Elkem.

Und­an­farin miss­eri hafa staðið yfir samn­inga­við­ræður milli Lands­virkj­unar og Elkem um hvert raf­orku­verðið skuli verða eftir að núver­andi samn­ings­á­kvæði þar um renna út 2019. Lík­legt er að þarna stefni Lands­virkjun að því að taka annað mik­il­vægt skref í að færa raf­orku­verðið til þess sem ger­ist á nor­ræna raf­orku­mark­aðn­um.

Hver nið­ur­staðan verður í þessum við­ræðum fyr­ir­tækj­anna er auð­vitað ómögu­legt að full­yrða. Þó má gera ráð fyrir að nið­ur­staðan verði samn­ingur um raf­orku­verð í takti við það sem samið var um við Norð­urál. Þar með myndi raf­orku­verðið til Elkem í reynd marg­fald­ast frá því sem verið hefur síð­ustu árin (hér er hug­takið „marg­faldast“ notað yfir það þegar hækkun er meira en tvö­föld og jafn­vel nálægt því að vera þre­föld).

10-20 millj­arða króna arð­greiðsla eftir þrjú til fjögur ár?

Eins og áður sagði þá rétt dugði nýi raf­orku­samn­ing­ur­inn við ÍSAL 2010 til að gefa Lands­virkjun færi á arð­greiðslu upp á um 1,5 millj­arð króna. Með því að halda áfram að greiða niður skuld­ir, auk þess að njóta nú betri láns­kjara, mun arð­greiðslu­geta Lands­virkj­unar vafa­lítið aukast smám sam­an.

Það virð­ist þó ansið langt í land með að unnt verði að greiða á bil­inu 10-20 millj­arða króna í arð innan ein­ungis þriggja til fjög­urra ára. En þá koma til nýir samn­ingar við Norð­urál og Elkem, sbr. það sem áður sagði. Og þeir mun­u/­myndu einmitt báðir taka gildi 2019. Og 2020 þar með verða fyrsta árið sem raf­orku­sala til þess­ara fyr­ir­tækja myndi skila miklu hærri tekjum en verið hef­ur.

Það er því engin til­viljun að for­stjóri Lands­virkj­unar talar um stór­auknar arð­greiðslur eftir nokkur ár, þ.e. um og eftir 2020. Stóra spurn­ingin er kannski fyrst og fremst sú hvort arð­greiðsl­urnar muni þá strax fara veru­lega yfir 10 millj­arða króna?

Nokkuð góðar líkur á arð­greiðslu­getu upp á um 10 millj­arða króna

Ekki er óraun­hæft að Lands­virkjun vænti þess að nýi samn­ing­ur­inn við Norð­urál og nýr samn­ingur við Elkem muni sam­tals auka árlegar tekjur Lands­virkj­unar um nálægt 60 millj­ónir doll­ara. Þessi tala er að sjálf­sögðu óviss, enda ekki búið að semja við Elkem! Og heldur ekki nein vissa um það hvernig raf­orku­verð á nor­ræna orku­mark­aðnum þró­ast. En ætla má að mark­mið Lands­virkj­unar séu nálægt umræddri tölu.

Miðað við núver­andi gengi gjald­miðla myndu árlegar tekjur Lands­virkj­unar þá aukast um u.þ.b. 6,5 millj­arða króna. Þar með væri arð­greiðslu­geta fyr­ir­tæk­is­ins mögu­lega orðin nálægt 7 millj­örðum króna, þ.e. þegar bæði er tekið til­lit til núver­andi arð­greiðslu­getu og við­bót­ar­innar (ásamt því að draga frá lík­lega tekju­skatts­greiðslu). Upp­hæðin gæti svo auð­vitað orðið hærri í krónum talið ef gengi krón­unnar lækk­ar.

Lækkun skulda og mögu­legir lægri vextir af skuldum Lands­virkj­unar munu svo vænt­an­lega gefa fyr­ir­tæk­inu tæki­færi á að auka arð­greiðsl­urnar ennþá meira. Þá er ótalin prýði­leg arð­semi af raf­orku­sölu til smærri kaup­enda eins og gagna­vera. Sam­kvæmt þessu öllu virð­ist ekki óraun­hæft að árleg arð­greiðsla Lands­virkj­unar geti eftir fáein ár verið orðin í námunda við 10 millj­arða króna. En þetta er þó ekki allt í hendi enn­þá.

Hag­stæðar aðstæður geta aukið arð­greiðslu­get­una hratt

Það er tals­verður munur á því að tala um árlega arð­greiðslu upp á 10-20 millj­arða eftir nokkur ár og því ef arð­greiðslu­getan verður í reynd ein­ungis rétt í nágrenni við 10 millj­arða króna. Hvernig raun­veru­leik­inn verður mun m.a. ráð­ast mjög af því hvort orku­verð á nor­ræna raf­orku­mark­aðnum hækki frá því sem verið hefur und­an­far­ið. Og að vel tak­ist til í nýjum samn­ingi við Elkem.

Við þetta bæt­ist svo að ef svo álverð hækkar mynda það hafa jákvæð áhrif á arð­greiðslu­get­una. Í því til­viki væri það álverðs­samn­ing­ur­inn við Fjarðaál sem myndi skila hærri tekjum en verið hefur síð­ustu árin. Hækkun álverðs um og eftir 2020 er mögu­leg en um það er að sjálf­sögðu óvissa. Við þetta bæt­ist svo prýði­leg arð­semi Lands­virkj­unar af ýmsum smærri orku­samn­ing­um. 

Þarna eru því margar breytur sem geta haft jákvæð (eða nei­kvæð) áhrif á arð­greiðslu­getu Lands­virkj­un­ar. Og hag­stæð þróun gæti sann­ar­lega skapað Lands­virkjun mögu­leika á að greiða á annan tug millj­arða króna í arð árlega.

Loka­orð

Til að hækka arð­greiðslur Lands­virkj­unar veru­lega og koma þeim í eðli­legt horf, þarf að nýta mjög vel öll þau tæki­færi sem skap­ast þegar stórir raf­orku­samn­ingar renna út. Miðað við stöð­una í dag skiptir tví­mæla­laust mestu núna fyrir Lands­virkjun að segja skilið við svaka­lega lágt raf­orku­verð til Elkem og tryggja að þar verði mjög veru­leg hækkun frá og með 2019.

Raun­hæft er að gera sér vænt­ingar um að arð­greiðslu­geta Lands­virkj­unar verði innan nokk­urra ára vel umfram þá u.þ.b. sjö millj­arða króna sem nýir samn­ingar við Norð­urál og Elkem, ásamt samn­ingnum við ÍSAL, kunna að skila. Sem eitt og sér yrði marg­földun á arð­greiðsl­unni und­an­farin ár.

Með hlið­sjón af þessu og ýmsum öðrum atriðum er ekki óraun­hæft að tala um þann mögu­leika að arð­greiðslu­geta Lands­virkj­unar verði senn nálægt 10 millj­örðum króna. Og jafn­vel á bil­inu 10-20 millj­arðar króna, sér­stak­lega ef álverð hækkar fljót­lega og samn­ing­ur­inn við Fjarðaál fer að hafa jákvæð­ari áhrif. Sem fyrr segir er þetta ekki allt í hendi enn sem komið er. En sann­ar­lega á réttri leið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None