Tíu ár frá því að iPhone var settur í sölu... og breytti öllu

Fyrsti iPhone-síminn var seldur á þessum degi fyrir áratug, 29. júní 2007. Síminn var langt á undan sinni samtíð og hefur markað djúp spor í söguna. Gunnlaugur Reynir Sverrisson fjallar um þessi tímamót á tölvuöld.

Á þessum degi fyrir réttum 10 árum var fyrsti iPho­ne-sími banda­ríska tölvu­fyr­ir­tæk­is­ins Apple settur í sölu. Sím­ans hafði þá verið beðið með mik­illi eft­ir­vænt­ingu frá því hann var kynntur í jan­úar þetta ár 2007.

Langar biðraðir mynd­uð­ust á sölu­stöðum og fengu færri sím­ann en vildu. Apple hafði sett sér mark­mið um að selja eina milljón síma fyrir lok sept­em­ber 2007 og tíu milljón síma fyrir lok árs­ins 2008. Þau mark­mið stóð­ust og rúm­lega það. Í lok árs 2008 höfðu rúm­lega 13 milljón símar selst. Til sam­an­burðar má geta að, átta árum síð­ar, á árinu 2016 seldi Apple rúm­lega 211 milljón síma.

Tæknirýnar voru flestir jákvæð­ir. Helsta gagn­rýnin beind­ist þó að tak­mörk­unum tæk­is­ins því list­inn yfir það sem sím­inn gat ekki gert var nokkuð lang­ur: Ekk­ert 3G, eng­inn mynd­bands­upp­taka með mynda­vél­inni og eng­inn stuðn­ingur við Adobe Flash sem flestar betri síður studd­ust við fyrir um ára­tug. Þá var ekki í boði að bæta við for­ritum á sím­ann.

Þrátt fyrir gagn­rýn­ina voru flestir þeirrar skoð­unar að sím­inn væri tíma­móta­tæki sem myndi hafa víð­tæk áhrif á mark­að­inn. Upp­lifun not­enda var frá­bær, sem skipti öllu þegar upp er stað­ið, ekki sam­an­burður á vél­bún­aði í Excel-skjali.

Við­brögð sam­keppn­is­að­ila voru tals­vert nei­kvæð­ari en almenn­ings og tækni­press­un­ar. Skortur á lykla­borði og stuðn­ingi við Microsoft Exchange-­þjón­ust­una var talin helsta fyr­ir­staðan á fyr­ir­tækja­mark­aði, auk þess að ekki var hægt að klippa, afrita og líma texta eða myndir í tæk­inu. Einnig voru efa­semdir um skiln­ing Apple á síma­mark­aðn­um.

Ed Coll­i­g­an, for­stjóri Palm sem var í sterkri stöðu með snjall­sím­ann Tréo árið 2007, hafði tak­mark­aða trú á getu tölvu­fyr­ir­tækj­anna til að fram­leiða góðan snjall­síma. „Við höfum stritað í mörg ár og lært hvernig á að smíða þokka­legan síma. PC-gaur­arnir munu ekki finna út úr þessu sí svona, þeir munu ekki bara labba inn”.

Rúmum tveimur árum síðar var Coll­i­gan rek­inn og fyr­ir­tækið var lagt niður árið 2011.

Áður en iPhone-símarnir komu á markað voru allir snjallsímar með hefðbundnu lyklaborði. Blackberry-símarnir nutu mikilla vinsælda.
Mynd: EPA

Sömu sögu má í raun segja um alla sem voru stærstir á síma­mark­aðnum áður en iPhone kom til sög­unn­ar. Má þar nefna Nokia, Black­berry, Palm og Windows Mobile. Það sem varð öllum þessum fyr­ir­tækjum að falli var ekki aðeins að iPhone væri betri – sem hann sann­ar­lega var – heldur að hann var mörgum árum á undan öllu öðru sem í boði var.

Það er óhætt að segja að sam­keppn­is­að­ilar Apple hafi van­metið iPhone veru­lega. Að þeirra mati var lausnin aðeins snerti­væð­ing gamla stýri­kerf­is­ins; Svínið vara­lit­að. Það leiddi til þess að næstu árin komu alls konar Franken­stein-símar á mark­að. Þetta voru jafnan símar sem keyrðu á úreltum stýri­kerf­um, hræði­legu við­móti og ömur­legri upp­lif­un. Salan á þessum símum gekk ávallt út á það sama: „Sjáðu hvað við getum gert miklu meira en iPho­ne,“ jafn­vel þótt sím­arnir hafi ekki getað leyst verk­efnin vel af hendi.

Þegar litið er til baka er aug­ljóst að aðeins eitt fyr­ir­tæki mat stöð­una rétt og brást við sam­kvæmt því; Google.

Fyrsta kynslóð iPhone samanborin við iPhone 6s.

Google

Google spáð því lengi að snjall­símar væru það næsta stóra og með snjall­símum kæmu nýir vafrar og ný net­upp­lifun á snjall­tækj­um. Og Google vildi vera „Google snjall­sím­anna“. Til að geta brugð­ist við snjall­tækja­þró­un­inni keypti Google lítið fyr­ir­tæki, Android, árið 2005 á 50 millj­ónir dala (tæpir 3,2 millj­arðar króna miðað við geng­is­skrán­ingu Seðla­banka Íslands 17. ágúst 2005).

Þegar iPhone var fyrst kynntur í jan­úar 2007 hafði Google unnið að smíði Android í rúm tvö ár. Próf­anir á tækjum gengu vel og fyr­ir­tækið var á góðri leið með að gefa út fyrstu Android-sím­tækin sama ár.

Í bók Fred Vogel­stein, Dog­fight: How Apple and Google Went to War and Started a Revolution, sagði Chris DeS­al­vo, einn af verk­fræð­ingum Google sem vann að Android, um iPho­ne-sím­ann: „Sem neyt­andi þá var ég dol­fall­inn, ég vildi eign­ast hann strax. Sem Goog­le-­starfs­maður þá hugs­aði ég: við þurfum að byrja upp á nýtt.“

Stað­reyndin var sú að þótt Google sá tæki­færið og ógn­ina þá hafði fyr­ir­tækið miðað of lágt. Sú útgáfa af Android sem Google hafði unnið að var mun lík­ari þeim snjall­símum sem í boði voru á þessum tíma. Áhersla á litla snerti­lausa skjái, lykla­borð og aðgerðir fram­kvæmdar með örva­hnappi. Það sem Apple hafði kynnt var í annarri deild.

Android og iPhone-símar fyrir áratug.

Ólíkt Nokia og öðrum síma­fram­leið­endum þá hafði Google ekki selt neina snjall­síma, og ætl­aði raunar hvorki að selja far­síma né stýri­kerfið fyrir þá. Fyr­ir­tækið var því í kjör­stöðu til að henda öllu í ruslið og byrja upp á nýtt. Smíði á Android-­stýri­kerf­inu eins og við þekkjum það í dag hófst strax í upp­hafi árs 2007. Ákvörðun Google var hár­rétt og með því að gefa fram­leið­endum stýri­kerfið og við­halda stöðugri þróun er Android nú vin­sælasta stýri­kerfi heims.

Í hvert skipti sem ég segi í Tækni­varp­inu að Apple hafi fundið upp snjall­sím­ann fæ ég vin­sam­legar ábend­ingar að þessi eða hinn sím­inn – sem eng­inn keypti – hafi nú verið á undan iPhone á mark­að. Þetta er auð­vitað dagsatt en það er líka stað­reynd að Apple fann upp snjall­sím­ann… eins og við þekkjum hann.

Eitt af því sem Apple gerði rétt var App­Stor­e-versl­un­in. Snjall­sím­inn er einka­tölvan sem við fengum aldrei í æsku. Stóri snert­iskjár­inn í fyrsta iPho­ne-sím­anum var frá­bær tómur strigi fyrir hvað sem okkur og milljón fyr­ir­tækjum dettur í hug.

Það vær full djarft (og jafn­vel rangt) að halda því fram að án iPhone hefðu snjall­símar aldrei orðið eins útbreidd vara og raun ber vitni. Flestir sem fylgd­ust náið með mark­aðnum upp úr 2004 sáu í hvað stefndi. En þegar sam­keppnin árið 2007 er skoðuð þá virk­aði inn­koma Apple sem amfetamín­ster­a­sprauta á mark­að­inn. Við sem neyt­end­ur, hvort sem við notum iPho­ne- eða Android-síma, njótum góðs af því. Því ber að fagna á þessu stóraf­mæli.

iPhone-síminn er nú útbreiddasta tegund snjallsíma í heiminum.
Mynd: EPA

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar