Ríkur maður peningar

Tvö prósent fjölskyldna skiptu með sér tug milljarða söluhagnaði

3.682 fjölskyldur, tæplega tvö prósent fjölskyldna, fengu hagnað vegna hlutabréfasölu í fyrra upp á 28,7 milljarða króna. Tekjur vegna hlutabréfasölu jukust um 38,3 prósent milli ára en fjölskyldum sem nutu slíks hagnaðar fjölgaði einungis um 3,7 prósent.

Tekjur ein­stak­linga á Íslandi af arði námu 43,3 millj­örðum króna í fyrra. Þær juk­ust um 24,6 pró­sent milli ára og er arður nú orðin stærsti ein­staki liður fjár­magnstekja rík­is­sjóðs. Fjöldi þeirra sem töldu fram arð vegna árs­ins 2016 var 14.545 og fjölg­aði um 685 milli ára, eða um tæp­lega fimm pró­sent. Þetta kemur fram í frétt fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um álagn­ingu opin­berra gjalda á ein­stak­linga 2017.

Sölu­hagn­aður jókst um 39,1 pró­sent milli ára þrátt fyrir að fjöl­skyldum sem töldu fram sölu­hagnað hafi ein­ungis fjölgað um 5,4 pró­sent. Það bendir til þess að fámennur hópur sé að taka til sín þorra þess arðs sem verður til í íslensku sam­fé­lagi.

Sölu­hagn­aður var alls 32,3 millj­arðar króna í fyrra og þar af nam sala hluta­bréfa 28,7 millj­örðum króna og hækk­aði um 38,3 pró­sent á milli ára. Á sama tíma fjölg­aði fjöl­skyldum sem telja fram sölu­hagnað vegna hluta­bréfa um ein­ungis 3,7 pró­sent í 3.682 alls. Fjöl­skyldur á Íslandi voru um 197 þús­und í fyrra. Það þýðir að tæp­lega tvö pró­sent fjöl­skyldna lands­ins greiði fjár­magnstekju­skatt vegna sölu­hagn­aðar á hluta­bréf­um. 

Hag­tölur sýna að 86 pró­sent verð­bréfa, sem eru meðal ann­ars hluta­bréf, eru í eigu rík­asta tíu pró­sent Íslend­inga. Sam­an­dregið liggur því fyrir að nokkur þús­und Íslend­ing­ar, undir fimm pró­sent þjóð­ar­inn­ar, tekur til sín nær allan sölu­hagnað vegna hluta­bréfa hér­lend­is.

Eigið fé heim­ila jókst um 415 millj­arða milli ára

Nettó­eign heim­ila lands­ins, sem skil­greind sem heild­ar­eignir þeirra að frá­dregnum heild­ar­skuld­um, einnig kallað eigið fé, var sam­tals 3.194 millj­arðar króna í lok árs 2016. Það jókst um 415,2 millj­arða króna, eða 13,4 pró­sent á milli ára en ekki hafa verið birtar tölur um hvernig það nýja fé sem varð til skipt­ist á milli tekju- eða eigna­hópa sam­fé­lags­ins. Á verð­lagi þess árs námu nettó­eignir heim­ila lands­ins um 1.830 millj­örðum króna í árs­lok 2011. Frá þeim tíma hafa þær því auk­ist um 1.364 millj­arðar króna í krónum talið, eða um 74,5 pró­sent. Að teknu til­liti til verð­bólgu nemur raun­gild­is­auk­ing á nettó­eign heim­ila tæp­lega 1.100 millj­örðum króna, eða um 52 pró­sent.

Tölur Hag­stofu Íslands fyrir árið 2015 sýndu þó að rík­asta tíund lands­manna átti um 64 pró­sent af öllu eigin fé hér­lendis í lok þess árs. Efn­uð­ustu 20 pró­sent lands­manna áttu 87 pró­sent af öllu eigin fé á sama tíma.

Tekjur vegna hluta­bréfa­sölu juk­ust um 38,3 pró­sent

Tekjur vegna arð­greiðslna hafa auk­ist mjög á und­an­förnum árum. Árið 2012 námu þær 16,7 millj­örðum króna og hafa nálægt því þre­fald­ast í krónum talið síðan þá. Árið 2014 voru tekjur vegna arð­greiðslna tæp­lega 30 millj­arðar króna og árið 2015 34,8 millj­arðar króna. Þá var hagn­aður af sölu hluta­bréfa 20,8 millj­arðar króna og því ljóst að hann jókst um 7,9 millj­arða króna á milli ára, eða um 38,3 pró­sent. Sölu­hagn­að­ur­inn lækk­aði þó milli áranna 2014 og 2015 og var sú skýr­ing gefin í frétt fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um álagn­ingu opin­berra gjalda fyrir árið 2016 að nokkrir ein­stak­lingar hefðu verið með „óvenju­lega háan sölu­hagn­að“ á árinu 2014.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar