Stærstu lífeyrissjóðirnir ekki með tapstöðu í Högum

Stærstu lífeyrissjóðir landsins eiga rúmlega þriðjungshlut í Högum. Þeir keyptu stærstan hluta bréfa sinna þegar gengi Haga var mun lægra en það er í dag.

Bónus, stærsta verslunarkeðja landsins, er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni. Alls reka Hagar 50 verslanir innan fimm smásölufyrirtækja og fjögurra vöruhúsa.
Bónus, stærsta verslunarkeðja landsins, er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni. Alls reka Hagar 50 verslanir innan fimm smásölufyrirtækja og fjögurra vöruhúsa.
Auglýsing

Virði hluta­bréfa í smá­söluris­anum Högum hefur hríð­fallið und­an­farnar vik­ur. Frá því um miðjan maí­mánuð hefur gengi bréfa félags­ins lækkað um 35 pró­sent og mark­aðsvirði þess dreg­ist saman um tæpa 23 millj­arða króna.

Ástæðan er inn­koma alþjóð­lega stór­fyr­ir­tæk­is­ins Costco á íslenskan dag­vöru­mark­að. Frá því að Costco hóf starf­semi 23. maí hafa Hagar tví­vegis sent frá sér afkomu­við­vörun vegna sam­dráttar í sölu sem rak­inn er til breyt­inga á mark­aðn­um.

­Stærstu eig­endur Haga eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Þeir eiga um helm­ing hluta­bréfa í félag­inu beint eða óbeint og virði hlutar þeirra hefur dreg­ist saman um nálægt tólf millj­arða króna á þremur mán­uð­um. Og þrír stærstu sjóðir lands­ins eru þar umsvifa­mest­ir, líkt og í mörgum öðrum skráðum félög­um. Mark­aðsvirði bréfa þeirra í Högum hefur dreg­ist saman um tæpa átta millj­arða króna frá því um miðjan maí. Mikil gagn­rýni hefur verið sett fram á sjóð­ina fyrir að taka þátt í áhættu­sömum hluta­bréfa­við­skiptum og margir gagn­rýnendur nota stöðu Haga sem dæmi um slík við­skipti. En hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir tapað á við­skiptum sínum með hluti í Hög­um?

Gildi var með frá upp­hafi

Þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eiga sam­tals rúm­lega þriðj­ungs­hlut í Hög­um, eða 33,88 pró­sent. Þeir eru Gildi Líf­eyr­is­sjóður (á 12,95 pró­sent), Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (A-­deild hans á 10,24 pró­sent hlut og B-deildin 3,53 pró­sent) og Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna (á 10,24 pró­sent).

Hagar voru fyrsta félagið sem skráð var á markað eftir hrun­ið. Hópur fjár­festa sem fékk að kaupa alls 44 pró­sent hlut í félag­inu fyrir skrán­ingu greiddi 10 krónur á hlut fyrir 34 pró­sent og 11 krónur fyrir við­bótar tíu pró­sent. Sam­tals greiddi hóp­ur­inn 5,4 millj­arða króna fyrir þennan 44 pró­senta hlut.

Í hópnum voru m.a. nokkrir líf­eyr­is­sjóð­ir. Stærstur þeirra var Gildi, sem átti með beinum hætti 8,6 pró­sent hlut þegar Hagar voru skráðir á mark­að. Fyrir þann hlut greiddi Gildi rúm­lega einn millj­arð króna. Gengi bréfa í Högum við opnun mark­aða í dag var um 36,5 krónur á hlut. Virði þess hlutar sem Gildi keypti í upp­hafi, og hefur haldið á alla tíð síðan þá, er um 3,8 millj­arðar króna miðað við skráð gengi Haga í dag. Því væri ágóði Gildis af upp­haf­legri fjár­fest­ingu sjóðs­ins í Hög­um, ef hann seldi öll þau bréf í dag, um 2,8 millj­arðar króna.

Gildi hefur hins vegar bætt við sig hlutum í Högum síðan þá á hærra verði. Í lok árs 2012 átti sjóð­ur­inn 10,3 pró­sent og ári síðar 10,8 pró­sent hlut. Þannig hélst eign­ar­hlutur Gildis fram á þetta ár. Gengi Haga á árinu 2012, þegar Gildi bætti stærstu við­bót­inni við sig, var 16,45 krónur á hlut í upp­hafi árs en 22,48 krónur á hlut í lok þess. Þ.e. langt undir því gengi sem er á bréf­unum í dag. Þessi kaup hafa því líka skilað sjóðnum bók­halds­legum hagn­aði.

Auglýsing
Á þessu ári fór Gildi svo að bæta við sig hlutum í Hög­um. Fyrst í mars­mán­uði þegar eign­ar­hlutur sjóðs­ins fór upp í 11,9 pró­sent.  Síðan aftur í júní­mán­uði, nokkrum vikum eftir að Costco opn­aði sína versl­un, og eign­ar­hlut­ur­inn fór upp í 12,95 pró­sent, þar sem hann stendur í dag. Áætla má að Gildi hafi greitt á bil­inu 1,1-1,2 millj­arða króna fyrir þessa hluti. Ef sjóð­ur­inn seldi þá alla í dag fengið hann um 926 millj­ónir króna fyrir þá. Tapið er því ekki umtals­vert í stóra sam­heng­inu og ljóst að Gildi hefur hagn­ast mjög vel á fjár­fest­ingu sinni í Högum heilt yfir.

Hagn­aður hjá hinum líka

LSR er næst stærsti eig­andi Haga í dag. Sjóð­ur­inn var ekki á meðal þeirra sem fjár­festu mikið í félag­inu við skrán­ingu. Hann var raunar ekki á meðal 20 stærstu hlut­hafa Haga í lok árs 2011. Það breytt­ist á fyrri hluta árs­ins 2012 og í mars það ár var eign­ar­hlutur A-deildar LSR kom­inn í 6,2 pró­sent. Um helm­ingur þess hlutar var keyptur á rúm­lega 17 krónur á hlut. Hinn hlut­inn, miðað við skráð gengi, hefur verið keyptur á geng­inu 16-17 krónur á hlut. Kaup­verðið hefur verið í kringum 1,2 millj­arða króna.

Í lok  árs 2012 var eign­ar­hlutur LSR kom­inn í 8,4 pró­sent. Ári síðar var eign­ar­hlut­ur­inn kom­inn í 9,4 pró­sent. Hann hefur að mestu hald­ist í kringum þá hlut­deild síð­an, eða þangað til að sjóð­ur­inn bætti lít­il­lega við sig hlut í ár, 2017. Eign­ar­hlutur A-deild­ar­innar er nú 10,24 pró­sent. B-deild sjóðs­ins á síðan 3,53 pró­sent hlut, en hún átti 4,9 pró­sent hlut í árs­lok 2012, þegar gengi bréfa í Högum var rúm­lega tvö­falt lægra en það er í dag.

Sam­an­dregið þá liggur fyrir að LSR hefur hagn­ast á fjár­fest­ingu sinni í Hög­um.

Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna var einnig lengi í gang við kaup á bréfum í Hög­um. innkoma Costco á íslenska markaðinn hefur hrisst upp í bæði dagvöru- og eldsneytismarkaði.Sjóð­ur­inn átti 0,72 pró­sent hlut í árs­lok 2011 og bætti við sig hægt og rólega næstu árin. Í árs­lok 2013 var hlut­ur­inn orð­inn 4,8 pró­sent og í lok árs 2014 8,2 pró­sent. Seinni hluta þess árs var gengi bréfa í Högum svipað og það er í dag. Versl­un­ar­menn hafa síðan selt hluta af bréfum sínum í Högum á árinu 2016 og það sem af er ári. Þær sölur eru með hagn­aði. Þeir eiga nú 7,16 pró­sent hlut og ljóst að sjóð­ur­inn hefur hagn­ast á fjár­fest­ingu sinni í smá­söluris­an­um. Að minnsta kosti eins og staðan er í dag.

Arð­greiðslur og end­ur­kaup

Hagar hafa greitt niður lán á und­an­förnum árum langt umfram lána­samn­inga. Það hefur skilað sér í því að skuldir félags­ins hafa lækkað gríð­ar­lega á skömmum tíma. Á rekstr­­ar­ár­inu 2011/2012 vor­u ­nettó vaxat­ber­andi skuldir Haga 8,4 millj­­arðar króna. Í lok síð­­asta rekstr­­ar­ár­s, ­sem lauk í febr­­úar 2017, voru þær orðnar 1.279 millj­ónir króna. Eigið fé félags­ins var á sama tíma 17,4 millj­arðar króna og eig­in­fjár­hlut­fallið 57,8 pró­sent. Þessi mikla áhersla á nið­ur­greiðslu skulda skil­aði sér í því að eig­in­fjár­staða Haga er nú 11,2 millj­örðum krónum betri en hún var í lok rekstr­ar­árs­ins 2011/2012.

Það varð til þess að stjórn Haga sam­þykkti nýja arð­greiðslu­stefnu á aðal­fundi í apríl í fyrra sem fól í sér að lögð yrði áhersla á að félagið skili til hlut­hafa sinn þeim verð­­mætum sem skap­­ast í rekstr­inum á hverju ári. Áfram yrði stefnt að því að Hagar greiði hlut­höfum sínum arð sem nemi að lág­­marki 50 pró­­sent hagn­að­­ar­ næst­lið­ins rekstr­­ar­árs, líkt og gert hafði verið und­an­farin ár. Að auki myndi ­fé­lagið kaupa eigin bréf og kaupa fast­­eignir á hag­­stæðu verði sem nýt­ast ­fé­lag­inu í starf­­semi sinni. Á síð­asta rekstr­ar­ári keypti félagið bréf af hlut­höfum sínum fyrir einn millj­arð króna og frá því að félagið var skráð á markað hefur það greitt um 6,4 millj­arða króna í arð til hlut­hafa sinna. Stór hluti þeirra arð­greiðslna hefur runnið til íslenskra líf­eyr­is­sjóða í hlut­hafa­hópn­um.

Stærstu sjóðir lands­ins hafa því ekki tapað á fjár­fest­ingu sinni í Hög­um, þótt að mark­aðsvirði eignar þeirra hafi dreg­ist umtals­vert saman á und­an­förnum mán­uð­um. Þvert á móti myndu þeir allir hafa hagn­ast veru­lega á fjár­fest­ing­unni ef þeir seldu bréf sín í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar