Bréf í Högum hafa lækkað um 35 prósent á tæpum þremur mánuðum

Geng bréfa í Högum lækkaði um 7,24 prósent í dag. Markaðsvirði félagsins hefur dregist saman um tæpa 23 milljarða króna á þremur mánuðum.

Hagar reka meðal annars verslanir Bónus út um allt land.
Hagar reka meðal annars verslanir Bónus út um allt land.
Auglýsing

Virði hluta­bréfa í smá­söluris­anum Högum lækk­aði um 7,24 pró­sent í 182 millj­óna króna við­skiptum í Kaup­höll Íslands í dag. Gengi bréfa félags­ins var 36,5 krónur á hlut í lok dags. Hrun varð á verði bréf­anna strax í fyrstu við­skiptum í morg­un.

Mark­aðsvirði alls hluta­fjár í Högum er nú 42,8 millj­arðar króna en var 46,1 millj­arður króna við opnun mark­aða. Félagið á hins vegar 1,64 pró­sent hlut í sjálfum sér að virði um 700 millj­ónir króna.

Hagar voru skráðir á markað síðla árs 2011. Síðan þá hefur gengi bréfa í félag­inu marg­fald­ast og það náði hámarki sínu 15. maí síð­ast­lið­inn þegar það var 55,85 krónur á hlut. Síðan þá, á tæpum þremur mán­uð­um, hafa hluta­bréf í Högum lækkað um 35 pró­sent. Mark­aðsvirði félags­ins hefur dreg­ist saman um tæp­lega 23 millj­arða króna á sama tíma­bili.

Auglýsing

Ástæðan fyrir fallandi hluta­bréfa­verði Haga er afkomu­við­vörun sem félagið sendi frá sér eftir lokun mark­aða á föstu­dag. Þar var greint frá því að bráða­birgða­­upp­­­gjör fyrir júlí­­mánuð sýndi að sölu­­­sam­­­dráttur í magni og krónum átti sér áfram stað í júlí líkt og í jún­­í­mán­uð­i. Í til­­­kynn­ing­unni sagði að ljóst sé „að breytt staða á mark­aði hefur mikil áhrif á félag­ið.“ Gera má ráð fyrir að EBITDA Haga, sem er skráð félag á mark­aði, verði um 20 pró­­­sent lægri fyrir tíma­bilið mars til ágúst 2017 en á sama tíma­bili í fyrra. Þetta er í annað sinn sem Hagar senda frá sér afkomu­við­vörun á tveimur mán­uð­­­um. Sú fyrri var send út í byrjun júlí og var vegna þess að upp­­­­­gjör fyrir jún­­í­­­mánuð sýndi umtals­verðan sam­­­drátt milli ára. Sú breytta staða sem minnst er á í til­kynn­ing­unni er opnun á verslun Costco hér­lend­is, en hún opn­aði síðla í maí. Mark­aðsvirði Haga hefur hríð­­fallið eftir að Costco opn­aði í maí. Dag­inn áður en að Costco opn­aði var mark­aðsvirði Haga 64,6 millj­­arðar króna.

Hagar eru stærsta smá­­sölu­­fyr­ir­tæki á Íslandi. Það rekur meðal ann­­ars versl­­anir Bónus og Hag­­kaupa. Félag­ið, sem er skráð á markað og er að mestu í eigu íslenskra líf­eyr­is­­sjóða, hefur reynt að bregð­­ast við inn­­komu alþjóð­­legra stór­­fyr­ir­tækja, sér­­stak­­lega Costco og H&M, á íslenskan markað með ýmsum hætti. Á meðal þeirra aðgerða sem félagið greip til var að loka flestum tísku­vöru­versl­unum sem það rak, fækka fer­­metrum sem það var með starf­­semi sína á og með sam­ein­ing­um, en Hagar sam­­þykktu í fyrra­haust að kaupa Lyfju af íslenska rík­­inu á 6,7 millj­­arða króna og í apríl síð­­ast­liðnum að kaupa Olís á 9,1 millj­­arð króna.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið ógilti hins vegar sam­run­ann við Lyfju nýverið en er með sam­run­ann við Olís til með­­­ferð­­ar. Festi, sem rekur m.a. versl­­anir Krón­unnar og er einnig með umtals­verða mark­aðs­hlut­­deild á dag­vöru­­mark­aði, hefur einnig brugð­ist við inn­­komu alþjóð­­legra fyr­ir­tækja með því að loka versl­un­um, fækka fer­­metrum og með því að sam­ein­­ast olíu­­­fé­lag­inu N1. Sá sam­runi bíður einnig sam­­þykkis Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent