Pútín er ber að ofan í sumarfríi... aftur

Framundan er kosningavetur í Rússlandi og þess vegna tók Pútín ljósmyndarann sinn með í sumarfríið.

Auglýsing

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, er kom­inn í sum­ar­frí eins og kollegi hans í Banda­ríkj­un­um. Það er hins vegar ólíkt með þeim tveimur að á meðan Don­ald Trump sprangar um á einka­golf­velli sínum í New Jersey er Pútín ber að ofan í Síberíu í fjall­göngu og veiði­ferð.

Pútín er í fjallgönguferð og veiðiferð í Síberíu.

­Mynd­irnar af fáklæddum Pútín á hest­baki síðan 2009 eru fræg­ar. Nú er for­set­inn aftur ber að ofan í sum­ar­fríi. Pútín heldur sér í fínu formi með reglu­legri kara­te-iðk­un. Pútín verður 65 ára í októ­ber.

Þessa mynd­ir, teknar af ljós­mynd­ara for­set­ans Aleksey Niko­l­skyi, eru birtar opin­ber­lega með það að mark­miði að styrkja ímynd Pútíns sem hrausts leið­toga grósku­mik­ils lands.

For­set­inn ákvað að njóta nátt­úr­unnar í kringum Baíkal-­vatn í sjálf­stjórn­ar­hér­að­inu Búrja­tíu í sunn­an­verðri Síber­íu. Baíkal-­vatn er vatns­mesta stöðu­vatn í heimi. Þar er talið að 22-23 pró­sent alls ferskvatns á yfir­borði jarðar sé að finna. Vatnið geymir jafn­framt meira magn ferskvatns en í öllum Vötn­unum miklu í Norð­ur­-Am­er­íku.

Pútín ásamt félaga sínum í fjallgöngu.

Það er kannski engin til­viljun að Pútín fari í þetta opin­bera sum­ar­frí sitt núna en for­seta­kosn­ingar eru á næsta leyti í Rúss­landi. Pútín hefur reyndar ekki enn sagt hvort hann ætli að gefa kost á sér eða ekki. Á föstu­dag­inn tal­aði hann fyrir framan hóp fólks nærri Baíkal-vatni í Síberíu og sagð­ist þar vera að velta fram­boði fyrir sér.

Ef Pútín ákveður að gefa kost á sér er talið lík­legt að fram­boð hans verði sjálf­stætt, þe. ekki undir merkjum Sam­ein­aðs Rúss­lands, stjórn­mála­flokks­ins sem stjórnar bæði fram­kvæmda­valdi og lög­gjaf­ar­valdi í Rúss­landi. Sjálf­stætt fram­boð muni hjálpa hinum vin­sæla leið­toga í for­seta­kjör­inu.

Pútin er sagður hafa elt bestu gedduna í Baíkal-vatni í tvær klukkustundir áður en hann veiddi fiskinn með spjóti.

Auglýsing

Vladimír Pútín stýrir bátnum.

Pútín hefur bæði gengt emb­ætti for­seta og for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands síðan árið 2000. Frétta­skýrendur telja lík­leg­ast að Pútín bjóði sig á end­anum fram og vinni. Það yrði fjórða kjör­tíma­bil hans sem for­seta.

Kosn­ingum í Rúss­landi er yfir­leitt stjórnað vand­lega af stjórn­völdum í Kreml. Strangar reglur eru um hverjir fá að vera í kjöri og aðgengi að fjöl­miðlum er skert. Þá er ekki sjálf­sagt mál að fá að reka kosn­inga­bar­áttu án inn­grips frá ráð­andi stjórn­völd­um.

Kjör­stjórn í Rúss­landi hefur sagt að aðal stjórn­ar­and­stæð­ingnum í Rúss­landi, Aleksei Naval­ny, muni ekki vera leyft að gefa kost á sér eftir að hann var ákærður fyrir fjár­drátt.

Pútín við stjórnvölinn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar