Tekjur vegna fasteignagjalda í Reykjavík 50 prósent hærri en 2010

Reykjavíkurborg hefur notið góðs af gríðarlegri hækkun fasteignaverðs á undanförnum árum. Innheimt fasteignagjöld borgarinnar hafa aukist um 50 prósent frá 2010. Á milli 2016 og 2017 skiluðu þau 18,2 milljörðum í tekjum í borgarsjóð.

ráðhús reykjavík
Auglýsing

Inn­heimt fast­eigna­gjöld í Reykja­vík hafa auk­ist um 50 pró­sent frá árinu 2010. Vegna þess árs inn­heimti Reykja­vík­ur­borg tæp­lega 12,1 millj­arð króna í fast­eigna­gjöld. Áætlað er að borgin inn­heimti 18,2 millj­arða króna í fast­eigna­gjöld vegna árs­ins 2017. Þetta kemur fram í svörum Reykja­vík­ur­borgar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Þar segir einnig að inn­heimta fast­eigna­gjalda muni skila 2,6 millj­arði króna meira í borg­ar­sjóð vegna árs­ins 2017 en hún gerði árið 2016. Það er tekju­aukn­ing upp á 16,6 pró­sent milli ára.

Hús­næð­is­verð næstum tvö­fald­ast

Fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæði hefur hækkað gríð­ar­lega á und­an­förnum árum og raun­verð fast­eigna hefur aldrei verið hærra en það er nú um stund­ir. Frá því í des­em­ber 2010 hefur hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, á öllu hús­næði, hækkað um 90 pró­sent. Hækk­unin hefur verið drifin áfram af skorti á fram­boði, sem hefur verið miklu minna en eft­ir­spurn. Sam­hliða hafa efna­hags­að­stæður batnað og kaup­máttur auk­ist og geta íbúa til að kaupa sér hús­næði þar af leið­andi meiri.

Auglýsing

Á sama tíma hefur einnig verið byggt mikið magn af atvinnu­hús­næði og sér­stak­lega hót­el­bygg­ing­um. Eft­ir­spurn eftir slíkum er síst minni en eftir íbúð­ar­hús­næði í ljósi þess að fjöldi ferða­manna sem heim­sækir Ísland heim hefur rúm­lega fjór­fald­ast frá árinu 2010.

Sveit­ar­fé­lög lands­ins eru með tvo meg­in­tekju­stofna. Ann­ars vegar rukka þau útsvar, sem er beinn skattur á tekjur sem rennur til þess sveit­ar­fé­lags sem við­kom­andi býr í. Hins vegar rukka þau fast­eigna­gjöld.

Slík gjöld eru aðal­lega tvenns kon­ar. Ann­ars vegar er fast­eigna­skattur (0,2 pró­sent af fast­eigna­mati á íbúð­ar­hús­næði og 1,65 pró­sent af fast­eigna­mati á atvinnu­hús­næði) og hins vegar lóð­ar­leiga (0,2 af lóða­mati á íbúð­ar­hús­næði og eitt pró­sent af lóða­mati á atvinnu­hús­næð­i). Auk þess þurfa íbúar að greiða sorp­hirðu­gjald og gjald vegna end­ur­vinnslu­stöðva sem hluta af fast­eigna­gjöldum sín­um.

Fast­eigna­mat hækk­aði um 17,2 pró­sent milli ára

Þar sem stóru breyt­urnar í greiddum fast­eigna­gjöld­um, fast­eigna­skattur og lóða­leiga, byggja á fast­eigna­mati þá aukast tekjur sveit­ar­fé­laga í beinu sam­ræmi við hækkun á fast­eigna­mati milli ára. Og fast­eigna­mat hefur hækkað gríð­ar­lega hratt sam­hliða þeim miklu hækk­unum sem orðið hafa á fast­eigna­mark­aði hér­lend­is. Þegar Þjóð­skrá Íslands, sem sér reiknar út fast­eigna­matið sem lagt er til grund­vallar álagn­ingu opin­berra gjalda ár hvert, birti nýtt mat fyrir árið 2018 í júní síð­ast­liðnum kom til að mynda fram að heild­ar­mat allra fast­eigna á land­inu hefði hækkað um 13,8 pró­sent milli ára.

Í Reykja­vík var með­al­hækkun fast­eigna­mats­ins 17,2 pró­sent. Hún var mest í póst­núm­eri 111, eða Efra Breið­holti, þar sem matið hækk­aði um 20,8 pró­sent að mið­gildi.

Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri Reykjavíkur. Mynd: Birgir Þór HarðarsonMatið hækk­aði líka mikið þegar það var reiknað út fyrir árið 2017, eða 7,8 pró­sent. Milli 2015 og 2016 hækk­aði það um 5,8 pró­sent. Og svo fram­veg­is.

Sam­an­dregið þá þýðir þessi hækkun á fast­eigna­mati ein­ungis eitt fyrir eig­endur fast­eigna: hærri skatta.

Skiptir miklu fyrir afkomu borg­ar­innar

Rekstur Reykja­vík­ur­borgar hefur notið góðs af þessum miklu hækk­un­um. A-hluti borg­ar­inn­ar, sem er sú starf­semi hennar sem er að hluta eða öllu leyti fjár­mögnuð með skatt­tekj­um, hefur verið í járnum á und­an­förnum árum. Árin 2014 og 2015 var hún til að mynda nei­kvæð upp á 16,4 millj­arða króna. Það þýðir að borg­inni vant­aði þá upp­hæð til að geta staðið undir rekstr­ar­kostn­aði A-hlut­ans. Vert er að taka fram að stærsta ástæða þess að hall­inn var jafn hár og raun ber vitni var sú að breyt­ingar á líf­eyr­is­skuld­bind­ingum á árinu 2015 gerði það að verkum að bók­færð voru gjöld sem voru rúm­lega tíu millj­örðum krónum hærri en þau voru árið eft­ir. Þrátt fyrir að líf­eyr­is­skuld­bind­ing­arnar væru teknar út fyrir sviga þá var borgin samt sem áður að tapa millj­örðum króna á ári.

Þetta breytt­ist í fyrra þegar afkoma hennar var jákvæð um 2,6 millj­arða króna. Og við­búið er að borgin skili sér í plús fyrir árið 2017 líka, en fjár­hags­á­ætlun fyrir árið 2017 gerði ráð fyrir að nið­ur­staðan yrði jákvæð um 1,8 millj­arða króna.

Fram­haldið ákveðið í haust

Stór breyta í þeirri afkomu er áætluð tekju­aukn­ing vegna fast­eigna­gjalda. Þau voru í heild 15,6 millj­arðar króna árið 2016 en sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun 2017 er búist við því að gjöldin skili 18,2 millj­örðum króna í borg­ar­sjóð í ár. Það er tekju­aukn­ing á þeim lið upp á 2,6 millj­arða króna á milli ára. Sú tekju­aukn­ing dekkar þann afgang sem Reykja­vík­ur­borg áætlar að skila á árinu 2017 og um 600 millj­ónir króna í við­bót­ar­kostnað til við­bót­ar.

Raunar hafa tekjur borg­ar­innar vegna inn­heimtra fast­eigna­gjalda auk­ist um 6,1 millj­arð króna frá árinu 2011, þegar þau voru tæp­lega 12,1 millj­arður króna. Tekju­aukn­ingin hefur verið lang­mest á allra síð­ustu árum og aldrei meiri en á milli áranna 2016 og 2017, þegar hún var upp á 16,7 pró­sent.

Í ljósi þess að fast­eigna­mat hækkar meira á milli áranna 2017 og 2018 en það hefur gert eftir hrun, og þeirrar stað­reyndar að þús­undir íbúða eru í upp­bygg­ingu í borg­inni auk alls þess atvinnu­hús­næðis sem er að rísa, má slá því föstu að tekjur borg­ar­innar vegna fast­eigna­gjalda munu að óbreyttu halda áfram að vaxa hratt.

Það er þó alls ekki meit­lað í stein að sú pró­senta sem borgin inn­heimtir í fast­eigna­gjöld verði ekki lækkuð í ljósi þess að hærra fast­eigna­verð hefur aukið tekjur hennar vegna þeirra svona mikið á skömmum tíma. Ákvörðun um það verður tekið í tengslum við afgreiðslu fjár­hags­á­ætl­unar Reykja­vík­ur­borgar fyrir árið 2018 á kom­andi hausti.

Kosið verður til borg­ar­stjórnar í Reykja­vík þann 26. maí næst­kom­andi.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar