Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Fimm skrýtnir gerningar Vladimír Pútíns og hálfguðshugmyndin

putin-fors----a.jpg
Auglýsing

Kast­ljós alheims­ins hefur beinst að Rúss­landi und­an­far­ið, sam­hliða botn­lausu falli olíu­verðs og rúss­nesku rúblunn­ar. Augun bein­ast vit­an­lega helst að Vla­dimír Pútín, for­seta Rúss­lands, sem hefur verið iðinn við að reyna að sýna heim­inum mik­il­feng­leika og mátt rúss­neska veld­is­ins það sem af er ári. Sam­hliða hefur Pútín reynt að skapa hálf­guðsí­mynd um sjálfan sig með áherslu á karl­mennsku, þor, kjark og yfir­­­burði.

Í vik­unni var Pútin kos­inn maður árs­ins í Rúss­landi, fimmt­ánda árið í röð. Af því til­efni fannst Kjarn­anum til­valið að end­ur­birta upp­færðan topp fimm lista, sem birt­ist upp­haf­lega í app-­tíma­riti Kjarn­ans í febr­úar síð­ast­liðn­um, og fjallar um  fimm skrýtin upp­á­tæki Pútíns sem ætlað var að ýta undir þessa nán­ast ómennsku ímynd sem mað­ur­inn vill að fólk hafi af hon­um.

 

Auglýsing

5. Pútín finnur forn­muni

Í ágúst 2011 ákvað Pútín að skella sér í köfun í Svarta­haf­inu við strendur Suð­ur­-Rúss­lands. Þegar for­set­inn var búinn að kafa niður á nokk­urra metra dýpi fann hann fyrir algjöra til­viljun tvö grísk duft­ker frá sjöttu öld. „Fjár­sjóð­ur,“ sagði blautur en skæl­bros­andi Pútín þegar hann steig upp úr sjónum og sýndi sjón­varps­fjöl­miðl­um, sem fyrir aðra til­viljun voru staddir á staðn­um, grip­ina. Í kjöl­farið fór hann að þylja upp ýmsar stað­reyndir um forn-grískt leir­tau.

4. Pútín grætur fyrir þjóð sína



Í Rúss­landi má for­set­inn bara sitja í átta ár í senn. Pútín þurfti því að fá vin sinn Dimitrí Med­vedev til að halda hita á stólnum í eitt kjör­tíma­bil á meðan hann gerði sig gjald­gengan á ný. Á meðan var Pútín for­sæt­is­ráð­herra og réð áfram öllu. Þegar hann tók aftur við for­seta­tign­inni í mars 2012 hélt hann vit­an­lega sig­ur­ræðu á Rauða torg­inu í Moskvu. Það fyrsta sem vakti athygli var að húðin í and­lit­inu á for­set­anum hafði strekkst tölu­vert og hann var mun slétt­ari en aldur hans sagði til um. Það sem vakti hins vegar mesta athygli var að for­set­inn granít­harði skældi með ekka á meðan á ræð­unni stóð. Spuna­meist­arar Kreml vildu þó ekki meina að karl­mennið Pútín hefði bug­ast yfir þeirri ábyrgð sem kjós­endur hans höfðu sett á herðar for­set­ans. Ástæða táranna, að þeirra sögn, var kaldir vind­ar.

3.Pútín fer í karl­mann­legt sum­ar­frí

Í ágúst 2009, þegar Pútín var for­sæt­is­ráð­herra, fór hann í sum­ar­frí, eins og menn gera. Með í för voru að sjálf­sögðu fjöl­miðlar svo hægt yrði að skrá­setja, og deila, athöfnun hans með þegn­un­um. Pútín fór ekki til Ibiza eða á lúx­us­hótel í Mið-Aust­ur­lönd­um. Hann eyddi frí­inu í úti­legu í Síber­íu. Þar synti hann flugsund á móti straumnum í á, safn­aði eldi­við­i,­bjarg­aði sér í nátt­úr­unni og spjall­aði við inn­fædda. Og svo fór hann auð­vitað á hest­bak. Þetta gerði hann allt ber að ofan.

2. Júdómeist­ar­inn Pútín



Vla­dimír Pútín er ekki bara gáf­aður og úrræða­góð­ur. Hnefar hans eru skráðir sem vopn. Og hann er með svarta beltið í júdó og finnst þræl­skemmti­legt að skella sér í hvíta bún­ing­inn til að skella and­stæð­ingi eða tveimur fyrir framan sjón­varps­mynda­vél­arn­ar. Pútín lætur það þó ekki duga. Hann er líka með svarta beltið í karate og er, að eigin sögn, marg­faldur Rúss­lands­meist­ari í rúss­nesku bar­daga­list­inni sam­bo.

1. Pútín róar hlé­barða



Í febr­úar fór Pútín að skoða pers­neska hlé­barða í ólymp­íu­borg­inni Sot­sjí. Með í för voru full­trúar úr alþjóð­legu ólymp­íu­nefnd­inni og, að sjálf­sögðu, fjöl­miðl­ar. Þar ákvað Pútín að fara inn í búr hlé­barðaunga sem heitir Grom. Pútín klapp­aði Grom og upp­lýsti fjöl­miðla um leið um hversu miklar kyn­verur hlé­barðar væru. Þeir gætu makað sig yfir 270 sinnum á viku þegar þannig lægi á þeim. Pútín lýsti aðdáun sinni á þess­ari eðl­un­ar­fýsn og -getu. Athyglin fór eitt­hvað í taug­arnar á Grom, sem réðst að sögn rík­is­rek­innar rúss­neskrar sjón­varps­stöðvar að frétta­mönn­um. Pútín ákvað í kjöl­farið að taka hlé­barð­ann í fangið og róa hann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði