Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Karolina Fund: Gulrófusnakkverksmiðja Prins Póló-hjónanna

df224fae900df125b13cfcc822b38075.jpg
Auglýsing

Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson freista þess að hópfjármagna Snakkverksmiðju á Karolina Fund. Verksmiðjan rís í gömlu fjósi á búgarði þeirra Karlsstöðum í Berufirði, en Sveitasnakkið er afrakstur þróunarvinnu sem hófst fyrir tveimur árum síðan.

Svavar Pétur þekkja flestir sem tónlistarmanninn Prins Póló en hann átti mikilli velgengni að fagna á síðasta ári með plötunni Sorrí auk þess sem tónlistin úr kvikmyndinni París norðursins gerði stormandi lukku. Berglind leikur á hljómborð með Prins Póló en þau hjónin leika einnig með hljómsveitunum Skakkamanage og Létt á bárunni. Svavar og Berglind markaðssettu Bulsur, grænmetispulsur, vorið 2012 og notuðust þá líka við Karolina Fund til að koma verkefninu á koppinn.

Bulsur hafa átt velgengni að fagna og fást nú í fjölda verslana víða um land. Berglind starfaði sem fréttamaður á RÚV á Austurlandi og í Reykjavík og Svavar er grafískur hönnuður. Þau ráku um tíma galleríið og plötubúðina Havarí í Austurstræti og hafa nú blásið nýju lífið í apparatið á Karlsstöðum.

Auglýsing

Í snakkverksmiðjunni verða framleiddar gulrófuflögur. Í snakkverksmiðjunni verða framleiddar gulrófuflögur.

Umbreyttust úr hundraðogeinn rottum í landsbyggðartúttur


Segið okkur frá þessari ákvörðun að flytja út í sveit og gerast bændur. Hvað rekur tónlistarfólk í slíkar lífsstílsbreytingar?

„Frá því við kynntumst höfum við eytt mikið af okkar frítíma úti í sveit. Upp í bústað, inni í tjaldi eða að rúnta um sveitir landsins. Við umbreyttumst því á skömmum tíma úr hundraðogeinn rottum í landsbyggðatúttur sem endaði með því að við keytpum jörð á Austfjörðum og byrjuðum að búa. Fasteignaverð í Reykjavík hjálpar líka heilmikið til við að láta sveitadrauminn rætast. Þegar fjölskyldan stækkar og maður sér fram á að eyða nokkrum milljónum í að bæta við einu svefnherbergi þá byrjar maður ósjálfrátt að leita að eign í fjarlægum póstnúmerum. Við höfum líka áhuga á matvælaframleiðslu og nýsköpun á því sviði og íslenska sveitin er kjörinn vettvangur fyrir þess konar brall."

0d4a1419a4eeb3c7f7b032fd4c5b503a

Sveitasnakk er nýjasta afurðin ykkar. Getið þið sagt okkur frá því og frá söfnuninni fyrir því að breyta fjósi í snakkverksmiðju?

„Við byrjuðum að þróa snakk úr gulrófum haustið 2013 og eftir miklar tilraunir enduðum við með afurð sem okkur langaði að markaðssetja. Varan heitir Sveitasnakk og er úr bökuðum gulrófuflögum sem eru kryddaðar með ferskum chili og hvítlauk. Þær eru ekki djúpsteiktar. Gulrófur er meinhollar og fullar af C-vítamíni og innihalda mun minna magn af kolvetnum en kartöflur. Þegar við vorum svo sest að í sveitinni kviknaði sú hugmynd að framleiða snakkið á búgarðinum og hófumst við þá handa við að umbreyta fjósinu í snakkverksmiðju. Verkið hófst síðastliðið haust og við erum á lokametrunum núna. Eins og gefur að skilja þá kostar svona framkvæmd eyrun af og brugðum við því á það ráð að hefja hópfjármögnun á Karolina Fund. Fjármögnunin virkar þannig að fólk getur keypt sér upplifuna á þeim afurðum sem Karlsstaðabúið hefur fram að færa. Í boði er gisting í gestahúsinu, Bulsuveisla, einka tónleikar með Prins Póló í hlöðunni, heimsókn í sveitasnakkverksmiðjuna og svo auðvitað fyrsti skammtur af afurðinni, brakandi Sveitasnakk beint frá bændum!"

 

Hægt er að skoða verkefnið nánar og leggja því lið hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None