Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Karolina Fund: Gulrófusnakkverksmiðja Prins Póló-hjónanna

df224fae900df125b13cfcc822b38075.jpg
Auglýsing

Berg­lind Häsler og Svavar Pétur Eysteins­son freista þess að hóp­fjár­magna Snakkverk­smiðju á Karol­ina Fund. Verk­smiðjan rís í gömlu fjósi á búgarði þeirra Karls­stöðum í Berufirði, en Sveita­snakkið er afrakstur þró­un­ar­vinnu sem hófst fyrir tveimur árum síð­an.

Svavar Pétur þekkja flestir sem tón­list­ar­mann­inn Prins Póló en hann átti mik­illi vel­gengni að fagna á síð­asta ári með plöt­unni Sorrí auk þess sem tón­listin úr kvik­mynd­inni París norð­urs­ins gerði storm­andi lukku. Berg­lind leikur á hljóm­borð með Prins Póló en þau hjónin leika einnig með hljóm­sveit­unum Skakkamanage og Létt á bár­unni. Svavar og Berg­lind mark­aðs­settu Buls­ur, græn­metisp­uls­ur, vorið 2012 og not­uð­ust þá líka við Karol­ina Fund til að koma verk­efn­inu á kopp­inn.

Bulsur hafa átt vel­gengni að fagna og fást nú í fjölda versl­ana víða um land. Berg­lind starf­aði sem frétta­maður á RÚV á Aust­ur­landi og í Reykja­vík og Svavar er graf­ískur hönn­uð­ur. Þau ráku um tíma gall­er­íið og plötu­búð­ina Havarí í Aust­ur­stræti og hafa nú blásið nýju lífið í apparatið á Karls­stöð­um.

Auglýsing

Í snakkverksmiðjunni verða framleiddar gulrófuflögur. Í snakkverk­smiðj­unni verða fram­leiddar gul­rófuflög­ur.

Umbreytt­ust úr hund­raðogeinn rottum í lands­byggð­ar­túttur



Segið okkur frá þess­ari ákvörðun að flytja út í sveit og ger­ast bænd­ur. Hvað rekur tón­list­ar­fólk í slíkar lífs­stíls­breyt­ing­ar?

„Frá því við kynnt­umst höfum við eytt mikið af okkar frí­tíma úti í sveit. Upp í bústað, inni í tjaldi eða að rúnta um sveitir lands­ins. Við umbreytt­umst því á skömmum tíma úr hund­raðogeinn rottum í lands­byggða­túttur sem end­aði með því að við keyt­pum jörð á Aust­fjörðum og byrj­uðum að búa. Fast­eigna­verð í Reykja­vík hjálpar líka heil­mikið til við að láta sveita­draum­inn ræt­ast. Þegar fjöl­skyldan stækkar og maður sér fram á að eyða nokkrum millj­ónum í að bæta við einu svefn­her­bergi þá byrjar maður ósjálfrátt að leita að eign í fjar­lægum póst­núm­er­um. Við höfum líka áhuga á mat­væla­fram­leiðslu og nýsköpun á því sviði og íslenska sveitin er kjör­inn vett­vangur fyrir þess konar brall."

0d4a1419a4eeb3c7f7b032fd4c5b503a

Sveita­snakk er nýjasta afurðin ykk­ar. Getið þið sagt okkur frá því og frá söfn­un­inni fyrir því að breyta fjósi í snakkverk­smiðju?

„Við byrj­uðum að þróa snakk úr gul­rófum haustið 2013 og eftir miklar til­raunir end­uðum við með afurð sem okkur lang­aði að mark­aðs­setja. Varan heitir Sveita­snakk og er úr bök­uðum gul­rófuflögum sem eru krydd­aðar með ferskum chili og hvít­lauk. Þær eru ekki djúp­steikt­ar. Gul­rófur er mein­hollar og fullar af C-vítamíni og inni­halda mun minna magn af kol­vetnum en kart­öfl­ur. Þegar við vorum svo sest að í sveit­inni kvikn­aði sú hug­mynd að fram­leiða snakkið á búgarð­inum og hóf­umst við þá handa við að umbreyta fjós­inu í snakkverk­smiðju. Verkið hófst síð­ast­liðið haust og við erum á loka­metr­unum núna. Eins og gefur að skilja þá kostar svona fram­kvæmd eyrun af og brugðum við því á það ráð að hefja hóp­fjár­mögnun á Karol­ina Fund. Fjár­mögn­unin virkar þannig að fólk getur keypt sér upp­lif­una á þeim afurðum sem Karls­staða­búið hefur fram að færa. Í boði er gist­ing í gesta­hús­inu, Bulsu­veisla, einka tón­leikar með Prins Póló í hlöð­unni, heim­sókn í sveita­snakkverk­smiðj­una og svo auð­vitað fyrsti skammtur af afurð­inni, brak­andi Sveita­snakk beint frá bænd­um!"

 

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None