Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Gallblaðran í Vatnsmýri

pall-asgeir.jpg
Auglýsing

Kalda stríðið var dásamlegur tími. Þá var ekkert grátt svæði til heldur aðeins svart eða hvítt. Heimurinn skiptist í þá sem voru með mér og þá sem voru á móti mér. Plús eða mínus, líf eða dauði, af eða á. Hin spillta borg gegn hinni hreinu sveit. Hinn frjálsi heimur gegn alheimssamsæri kommúnista. Sjálfstæðisflokkurinn, Varðberg og Hvöt gegn Alþýðubandalaginu, MíR og Samtökum herstöðvaandstæðinga.

Annað hvort átti maður amerískan bíl, las dálka Billy Graham í Morgunblaðinu og hló að Ferdinand og Stínu og Stjána eða keypti Þjóðviljann, ók á Moskvits, fór í vinnubúðir til Kúbu og kunni Nallann utanbókar.

Eftirsjá að kalda stríðinu


Svo var Berlínarmúrinn rifinn, Kaninn fór heim, Reykjanesbær fór á hausinn og heimurinn varð grár og markalaus. Kompásinn bilaði og engin leið að vita hvort maður átti að treysta vinum óvina vina sinna eða hvort óvinir vina óvina minna væru gott fólk. Ameríka sökk í spik og trúarbrjálæði og rússneski björninn reyndist vænisjúkur, tannlaus og með skorpulifur.

Yfirkomnir af söknuði eftir svarthvítum öruggum heimi hrína þeir út í tómið að útlönd séu hættuleg, pestarkjöt frá Evrópu mun ekki gera yður frjálsa og ríka heldur langveika og lingeðja.

Auglýsing

En í fjarlægum afkimum heimsins standa rosknir menn blárauðir í framan við að blása í deyjandi glæður kalda stríðsins og mála með hvítu og svörtu yfir gráu tónana í litrófi sannleikans. Þeir berjast í Skagafirðinum og þeir berjast í Vatnsmýrinni og þeir berjast í Staksteinum og Reykjavíkurbréfum. Yfirkomnir af söknuði eftir svarthvítum öruggum heimi hrína þeir út í tómið að útlönd séu hættuleg, pestarkjöt frá Evrópu mun ekki gera yður frjálsa og ríka heldur langveika og lingeðja. Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar en við skulum samt veita fáeinum fjölskyldum sannra Íslendinga einkarétt á nýtingu þeirra um aldur og ævi.

Umsátrið um Ísland


Í hinum svarthvíta heimi er setið um Ísland. Allskonar fólk vill fá að flytja inn allskonar mat án eftirlits, það vill gerast aðili að sáttmálum um mannréttindi og náttúruvernd, gott ef það vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslur og nýja stjórnarskrá. Konur vaða upp á dekk með allskonar hugmyndir um sjálfstæði, jafnrétti og erlent rugl.

Við erum hársbreidd frá því að sharía lög komi í stað Grágásar um land allt, strætisvagnabílstjórar geri bænahlé á fastri áætlun, þjófar verði handhöggnir á Lækjartorgi á sunnudagsmorgnum og óskírlífar konur grýttar á Austurvelli.

Þessir menn vilja helst drepa langveik börn utan af landi og neyða almenning til þess að ferðast á reiðhjólum.

Síðasta víglína hins frjálsa heims liggur um Vatnsmýrina. Afturhaldskommatittir í sauðargærum bestu flokka hafa laumað sér inn í borgarstjórn Reykjavíkur og hyggjast loka neyðarbrautinni. Þessir menn vilja helst drepa langveik börn utan af landi og neyða almenning til þess að ferðast á reiðhjólum. Þeir vilja opna útibú frá Norður-Kóreu í Reykjavík og ef við stöðvum þá ekki verður Garðabær næstur og þá falla dómínókubbarnir einn af öðrum.

Örvita af hræðslu hlaupa varðmenn hins frjálsa heims frá manni til manns með þykkan bunka undirskrifta sem sýna hugheila tryggð alþýðunnar við Reykjavíkurflugvöll. Bænarskrárnar hlaðast upp á þröskuldum ráðherra, þær flæða um síður dagblaðanna.

Breyttir tímar


En það er enginn að hlusta því við erum að horfa kettlingamyndbönd á Facebook meðan við bíðum eftir flugvélinni til Köben. Við erum hætt að lesa Tímann og bíða eftir erindum á aðalfundi Varðbergs og síðasta Keflavíkurgangan er löngu farin og það eru allir búnir að gleyma því til hvers þessi flugvöllur var byggður í miðbæ Reykjavíkur. Við höfum gleymt honum nema rétt að meðan Fokkerinn frá Egilsstöðum skríður yfir Austurvöll og ræðumaður í stól á vellinum gerir hlé á máli sínu og vonar að hann fari ekki á trýnið ofan í Tjörnina áður en hann sleppur inn á braut því Gulla frænka er að koma í bæinn til að fá sér nýjar tennur eða er hún að flytja. Ég bara man það ekki.

Einhver þarf að senda þessari breiðfylkingu framsóknarflugvallarvinafylkingu dagatal svo þau sjái að árið 2015 er runnið upp. Því má fylgja einlægt bréfkorn um það hvað við erum orðin hryllilega leið á þessum óstöðvandi hræðsluáróðri, þessu forpokaða trúarjarmi, þessum lygum um sérstöðu Íslands, hreinleika Íslands og hina góðu fortíð Íslands.

Fortíðin var andstyggileg. Við þurfum að komast frá henni til framtíðar og við þurfum engan flugvöll til þess. Það slær ekkert hjarta í Vatnsmýrinni. Þetta eru krampar í gallblöðru kalda stríðsins og það kemur í okkar hlut að jarða hana þar.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiPistlar
None