Auglýsing

Þú ert farin að grána, elskan! hróp­aði vin­kona á sjö­tugs­aldri upp yfir sig þar sem við sátum og snæddum hádeg­is­verð. 

Ég hváði við. Síð­ustu árin hefur mér tek­ist að gleyma að ég sé farin að grána. Ég mæti reglu­lega til hár­greiðslu­meist­ara í hverf­inu mínu Schöneberg, vina­legrara konu sem galdrar burt þessa eilífðar áminn­ingu um hækk­andi ald­ur. Eða rétt­ara sagt: Ég mætti til hennar þangað til nú á haust­mán­uð­u­m. 

Átti ég að segja henni alla sól­ar­sög­una – eða brosa íbyggin að blá­kaldri stað­reynd lífs­ins og stinga upp mig næsta bita af kjúklingi í engi­fersósu? Ég lét vaða, aðal­lega til að útskýra fyrir sjálfri mér af hverju ég valsa um með áber­andi gráan hár­sveip. 

Auglýsing

Öfga­maður með skæri

Ég pant­aði fyrst tíma hjá hár­greiðslu­kon­unni fyrir tveimur árum. Reyndar sagði ég á okkar fyrsta fundi að mig lang­aði til að halda gráa lokknum og gera hann meira áber­andi því ég hafði séð svo smart konu á mínum aldri sem ýkti gráu hárin með stein­gráum og silfruðum strípum og ég dáð­ist að henni fyrir að taka þetta alla leið svona ung. En hágreiðslu­konan hafði verið fljót að tala mig ofan af því og freistað mín með ómót­stæði­legri blöndu af espressósvörtum og kara­mellu­brúnum hára­lit. Síðan klippti hún mig svo flott að ég sveif út aftur á ský­i. 

Kannski engin furða. Fyrsta skiptið sem ég fór í klipp­ingu í hverf­inu mínu hafði ég ráfað inn í hraða­þjón­ustu­klipp­ingu og snúið út aftur lík­ust tísku­slysi á átt­unda ára­tugn­um. Það borgar sig ekki að láta öfga­mann klippa sig, varð kunn­ingja mínum að orði þegar aðal­gatan fyllt­ist af bryn­vörðum lög­reglu­mönnum sem hand­tóku einn hrað­klipp­arann, grun­aðan um að leggja á ráðin um hryðju­verk. Seinna sá ég ekki betur en að mað­ur­inn hefði fyrst og fremst gerst sekur um að snyrta hárið á nokkrum bók­stafs­trú­ar­mönnum í mosku skammt frá – en hvað um það, máski sak­laus af hryðju­verkum en pott­þétt sekur um glæpi á kollum nískra góð­borg­ara í Schöneberg sem veigra sér við að borga meira en sjö evrur fyrir klipp­ing­una. 

Ang­ela Merkel í spegl­inum

Þessi kona tók hund­rað evrur fyrir hár­snyrt­ing­una, enda þaul­reyndur fag­maður á sex­tugs­aldri og kunni að klippa hár og hræra espressó saman við kara­mellu þannig að úr yrði eitt­hvað svo eðli­legt að mér tæk­ist að gleyma að ég væri farin að grána. 

Um tíma vissi ég fátt betra að setj­ast í stól­inn hjá henni og spjalla um mat­ar­ræði, hug­leiðslu og bækur því konan hafði nota­lega návist og lum­aði á ýmsu spenn­and­i. 

Einn dag­inn mæti ég til hennar með glóð­volgt ein­tak af Südd­eutsche Zeit­ung undir arm­in­um, spennt að sökkva mér ofan í þýska blaða­mennsku – sem í gæðum jafn­ast á við franska mat­reiðslu og íslenskar sund­laugar – með ban­eitr­aðan lit­inn í hár­inu og cappuccin­o-­boll­ann við hægri hönd, enda Ang­ela Merkel í löngu við­tali að tala um þá umdeildu ákvörðun sína, ári fyrr, að hleypa miklum fjölda flótta­fólks inn í Þýska­land. 

Þegar búið var að maka litnum í hárið teygði ég mig var­lega eftir blað­inu og opn­aði það svo for­síðu­myndin af Ang­elu blasti við á spegl­in­um, lík­ast því að hún væri sjálf mætt í klipp­ingu & lit­un. Hár­greiðslu­konan kippt­ist við þegar henni varð litið á alvöru­gefið and­lit kanslar­ans og ég sá sam­stundis að henni varð ekki um sel. Í tví- eða þrí­gang mætt­ust augu okkar í spegl­in­um, allt þar til and­rúms­loftið var orðið vand­ræða­legt og hún stik­aði til mín með þeim orðum að í dag kæmi bara kjaftæði út úr Ang­elu Merkel. 

Flótt­inn í stólnum

Nú, hváði ég og ætl­aði að mót­mæla því kurt­eis­lega en náði ekki að grípa orðið því þessi rólynd­is­lega kona varð skyndi­lega svo æst að hún tif­aði af hugaræs­ingi um leið og orðin hrúg­uð­ust út úr henni. Hitt og þetta um flótta­fólk sem hún full­yrti glanna­lega að myndi hafa af henni almenni­lega heil­brigð­is­þjón­ustu sem hún hefði greitt fyrir alla ævi með því að vinna hörðum höndum – og til hvers hefði hún þá verið að því? Hún gat varla und­ir­strikað nóg­sam­lega að múslimar ættu enga sam­leið með fólki eins og sér og ættu eftir að rústa þýskri sam­fé­lags­gerð með lífs­háttum sínum og alls­konar ofbeldi. Reið­ust var hún þó sjálfri sér að hafa á árum áður kosið Kristi­lega demókrata, flokk Ang­elu Merkel.

Brátt prís­aði ég mig sæla að hafa ekki náð að mót­mæla kon­unni því hún hefði verið vís til að skilja mig eftir með lit­inn í hár­inu og láta hann éta af mér höf­uð­leðr­ið. Í gungu­skap mínum muldr­aði ég eitt­hvað óljóst og flúði manískt augna­ráðið með því að stara á blaða­við­talið. 

Þýska­land feðra ykkar

Auð­vitað lang­aði mig að segja að ef mann­eskjur kenndar við Múhameðstrú væru upp til hópa eins miklar geim­verur og hún virt­ist álíta hefði meint þýsk sam­fé­lags­gerð farið til fjand­ans fyrir löngu síðan – miðað við fjölda þeirra á þýsku­mæl­andi svæði. Af mál­flutn­ingi hennar að dæma væri búið að marg­sprengja Þýska­land í tætlur meðan raunin er sú að það telst ennþá til stór­tíð­inda að arfa­slakur kollegi hennar bjóði þjón­ustu sína í rót­tækri mosku.

En ég sagði ekk­ert. 

Bara grúfði mig ofan í blað­ið. Vissi af reynslu að það kostar sitt að rök­ræða við bók­stafstrú­aðan þjóð­ern­is­sinna. Vissi líka að í þessum efnum mega stað­reyndir sín einskis. Um dag­inn sagði þýskur kunn­ingi minn að faðir sinn á sjö­tugs­aldri hefði misst úr slag þegar hann las eft­ir­far­andi slag­orð í aug­lýs­inga­her­ferð popúlista­flokks­ins AFD: Við færum ykkur Þýska­land feðra ykk­ar. 

Ég vil ekki sjá Þýska­land föður míns, grét aum­ingja mað­ur­inn og lái honum eng­inn. En hágreiðslu­konan var á öðru máli. 

Ég hefði getað gengið á dyr – en hvert átti ég að fara með lit­inn í hár­inu?

Bara eitt­hvert. Ég hefði átt að standa upp og fara. Skítt með lit­inn. Ég hefði getað rakað hárið af til áminn­ingar um ákvörðun mína: Að stíga út úr ofbeldi þess sem veit að maður er til­neyddur til að hlusta kring­um­stæðn­anna vegna. 

Hver er ég?

Um dag­inn hitti ég danskan leik­hús­mann í íslensku barna­af­mæli í Berlín og sá sagði mér að ungur hefði hann fengið heim til sín pípu­lagn­inga­mann sem hefði talað svo illa um svo­nefnda inn­flytj­endur að hann hefði séð eftir því alla ævi að hafa ekki rekið hann út og látið sig hafa að bíða eftir nýjum pípu­lagn­inga­manni. En atvikið varð til þess að nú stígur hann und­an­tekn­inga­laust út úr aðstæðum sem þessum og mót­mælir þannig á leik­ræna hátt, sama þótt hann sé staddur í leigu­bíl á hrað­braut eða í miðri aðgerð hjá tann­lækn­i. 

Ég sagði þá mann­inum frá hár­greiðslu­kon­unni og ég sagði honum líka frá leigu­bíl­stjóra sem hafði mis­notað aðstöðu sína til að boða hat­urs­boð­skap og vin­konu minni sem einn dag­inn trúði mér fyrir mann­fyr­ir­litn­ingu sinni í von um sam­þykki og ég sagði honum frá fjöl­skyldu­boð­inu þar sem mér var kross­brugðið vegna ummæla góð­legra vanda­manna. 

Og ég hugs­aði: Aldrei aft­ur. Ég ætla aldrei aftur að sitja muldr­andi í barm­inn þegar gott fólk segir hræði­lega vonda hluti vegna þess að því þykir svo kósí að-­segja-það-­sem-­mann­i-finn­st-und­ir­-­fjög­ur-augu.

Maður veit fyrst hver maður sjálfur er með því að standa upp. Ég heiti Auð­ur, ég er farin að grána og ég for­dæmi pré­dik­ara mann­hat­urs – hvort sem þeir skilja eigin brenglaða mál­flutn­ing eða ekki. 

Ég stend upp. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None