Sjónrænt og segulmagnað skipulag fyrir börn með einhverfu

Safnað fyrir umhverfisvænni og fallega lausn á sjónrænu skipulagi fyrir einhverf börn þar sem búlduleitar fígúrur eru handmálaðar á 100% náttúrulega viðarsegla.

Screenshot 2020-08-06 09.57.00.png
Auglýsing

Sjónrænt skipulag hefur hjálpað börnum og fullorðnum um allan heim með því að brjóta daginn niður í smærri einingar og sýna heildarmyndina á skýrari hátt. Emotiblots herferðin, sem nú er safnað fyrir á Karolina Fund, gengur út á að kynna nýja hugmynd af sjónrænu skipulagi til að auðvelda foreldrum og aðstandendum lífið. Um ræðir umhverfisvæna og fallega lausn þar sem búlduleitar fígúrur eru handmálaðar á 100% náttúrulega viðarsegla.

Zita Major, sem stendur að verkefninu ásamt Peter Garajszki, segir að hugmyndin að því hafi kviknað eftir að átta ára sonur þeirra, Aron, hafi greinst með einhverfu. „ Þá runnu á okkur tvær grímur. Fyrstu köstin hans þriggja ára, voru allt í einu ekki lengur vegna afbrýðisemi gagnvart nýfæddri systur hans, Hönnu. Heldur vegna óöryggisins sem því fylgdi eftir að áhersla heimilisins færðist frá honum og hans rútínu. Það eitt getur verið erfið lífsreynsla fyrir einhverf börn. Þá hófst upphaf Emotiblots™ skipulagsspjaldanna sem ég gerði fyrir hann svo hann fyndi fyrir öryggi og gleði.

Auglýsing
Með spjöldunum varð dagsskipulagið einfalt. Í dag eru yfir 80 mismunandi spjöld (bæði fyrir tilfinningar og skipulag) sem hafa hjálpað fleiri en 1000 börnum og gert þeim kleyft að vera hamingjusamari og stærri hluti af heildarmyndinni. Eftir nokkurn tíma reyndum við okkur áfram í endingabetri lausn og þá urðu seglarnir til.“

Zita segir að seglarnir séu vandaðir, fallega hannaðir og spari foreldrum mikinn tíma. „Seglarnir eru mun endingarbetri en spjöldin og geta borist á milli kynslóða. Foreldrar barna með einhverfu eru ofurhetjur en allar ofurhetjur þurfa aðstoð á einhverjum tímapunkti. Okkar markmið er að vera þessum meisturum til aðstoðar í að búa til áreynslulausa dagskrá fyrir börnin svo hægt sé að einbeita sér að stundunum sem veita ánægju.“

Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk