Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum

Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.

þingspilið.jpg
Auglýsing

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata hefur skapað spil, Þingspilið, sem byggir á reynslu hans við að starfa á Alþingi þar sem leikmenn geta spilað formann flokks á þingi sem keppist við að koma sem flestum þingmönnum í eigin vasa. Í spilinu er til að mynda hægt að styðja við málefni, setja lögbann á hneykslismál og stinga svo hina formennina í bakið. Jón Þór hefur safnað fyrir útgáfu spilsins á Karolina Fund og þeirri söfnun lýkur um komandi helgi.

Þegar hefur safnast um 120 prósent af þeirri upphæð sem þarf til að spilið fari í framleiðslu, en til þess þurfti að safnast

Auglýsing
yfir fimm þúsund evrur, 805 þúsund krónur. Alls hafa safnast yfir sex þúsund evrur, eða tæplega milljón krónur.

Náist að safna 150 prósent af umbeðinni upphæð munu allir bunkar spila í Þingspilinu koma í hágæða spilakassa. Náist að safna yfir 200 prósent af því sem óskað var eftir, um 1,6 milljón króna, verða spilin sjálf uppfærð og prentuð á hágæða pappír. 

Spilinu er lýst sem leik fyrir fólk sem þolir ekki spillingu, nema það fái að spila með.Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.

Jón Þór segir að hann hafi lengi hugsað um leiðir til að leikjavæða stjórnmálin og eftir að Gísli Einarsson, eigandi spilaverslunarinnar Nexus, benti honum á að vinsælustu spilin í búðinni væru partý spil, sem væru fljótlærð, fljótspiluð og skemmtileg, þá small hugmyndin saman.

Spilið er kortaspil sem passar í rassvasann og hægt að setja það upp og byrja að spila á innan við mínútu. Það er gert fyrir 3-8 spilara 14 ára og eldri og tekur 15-30 mínútur ef spilaðar eru tvær umferðir. „Þingspilið varð til í hitamóki eina desember nótt fyrir rúmu ári. Fyrri hugmyndir höfundar um stjórnmálaspil röðuðust svo inn í partýspila ramman í hitamókinu.“

Fyrsta hönnunin var unnin í síðasta jólafríi Jóns Þórs frá Alþingisstörfum. Spilið skrifaði sig svo eiginlega sjálft, að sögn Jóns Þórs, þegar farið var yfir stjórnmálasöguna í skopmyndum Halldórs Baldurssonar, sem birtast í Fréttablaðinu. „Halldóri fannst hugmyndin góð og gaf grænt ljós á að gera spilið. Formenn flokkanna á þingi sáu svo sitt spil og var skemmt. Einn sagði höfund ekki alslæman, annar vildi sjálfu af sér með höfundi og enn annar bað um að sjá hin „Formannaspilin“ og var sáttur við samanburðinn.Þema spilsins er að spila stjórnmálin síðustu ára í gegnum skopmyndir Halldórs Baldursonar. Þetta er eins og að spila Áramótaskaupið.“

Hér er hægt að taka þátt í framleiðslu spilsins og kaupa eintak.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk