Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?

Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.

Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Auglýsing

Þann 20. mars árið 1967 hljóp móður og sveittur jap­anskur elli­líf­eyr­is­þegi í gegnum mark á hlaupa­braut í Stokk­hólmi, og lauk þar með tíma­frekasta mara­þon­hlaupi sög­unn­ar. Mara­þoni sem hófst árið 1912. Mað­ur­inn var ein­sam­all, eini kepp­and­inn sem var eft­ir, en þrátt fyrir það tók fjöldi áhorf­anda klapp­andi á móti honum auk blaða­manna og sjón­varps­mynda­véla. Nokkuð óvenju­leg athygli fyrir hlaup eins gam­al­mennis, þó svo það gerð­ist senni­lega ekki á hverjum degi árið 1967 að jap­anskir eft­ir­launa­þegar hlypu um götur Stokk­hólms, og hvað þá að eft­ir­lýstir menn næðu að ljúka hlaupi fimm ára­tugum eftir að það hófst.

Í hvert sinn sem ein­hver segir okkur að lífið sé lang­hlaup þá ættum við að hafa í huga sög­u Kanag­uri Shizo, og við ættum líka að hafa hana í huga þegar við hugsum til þess að Ólymp­íu­leik­arnir verða ekki ár eins og vana­lega, heldur er þeim frestað í fyrsta sinn frá því árið 1940.

Þetta er auð­vitað ekki í fyrsta sinn sem Ólymp­íu­leikum er frestað frá því þeir hófust aftur við upp­haf síð­ustu ald­ar. Meira að segja ekki einu sinni í fyrsta sinn sem Tókýó­borg frestar þeim. Af skilj­an­legum ástæðum var lítil stemn­ing fyrir Ólymp­íu­leik­unum árið 1916 þegar blóð­ug­ustu átök hingað til í sög­unni stóðu yfir, og einnig skilj­an­legt að hvorki árið 1940 né árið 1944 gátu þjóðir heims­ins mæst í friði ólymp­íu­leik­vang­in­um, enda hafði seinni heims­styrj­öld­inni tek­ist að slá öll met þeirrar fyrri í blóðsút­hell­ingum og hryll­ingi.

Grikkir til forna höfðu þá reglu að jafn­vel á stríðs­tímum máttu íþrótta­menn kom­ast greið­lega leiðar sinnar til að keppa, enda voru Ólymp­íu­leik­arnir til­eink­aðir Seifi og eng­inn stríðs­herra vildi styggja hann. Þess vegna náðu hvorki styrj­aldir né plágur að stöðva leik­ana á fornöld, en nútím­inn og alþjóða­sam­fé­lagið lýtur öðrum reglum en grísku borg­rík­in. Ólymp­íu­leik­arnir fara ein­ungis fram á frið­ar­tím­um, og ein­ungis ef ekki vofir yfir hætta á ban­vænum vírus­um.

Tókýó 1940 – Ólymp­íu­leik­arnir sem aldrei urðu

Áður en heims­styrj­öldin síð­ari hófst stóð einmitt til að halda Ólymp­íu­leik­ana í Tókýó. Það er senni­lega ekki til marks um góða dóm­greind hjá val­nefnd­inni að rétt fyrir upp­haf heims­styrj­ald­ar­innar hlutu Berlín og Tókýó þann heiður að hýsa leik­ana. Það voru nas­ist­arnir í Þýska­landi sem fundu upp á þeirri hefð að láta ólymp­íu­kyndil kveikja ólymp­íu­bál­ið, en þegar stóð til að taka ólymp­íu­log­ana austur þá voru Þjóð­verjar búnir að her­taka Frakk­land og byrj­aðir að varpa sprengjum á London, og Jap­anir gengnir úr þjóða­banda­lag­inu og fastir í lang­dregnu stríði á meg­in­landi Kína.

Auglýsing
Þrátt fyrir þetta var það ekki ólymp­íu­nefndin sem tók af skarið og afboð­aði leik­ana. Hún hefur ávallt borið fyrir sig póli­tísku hlut­leysi og gert litlar sið­ferð­is­legar kröfur til land­anna sem bjóð­ast til að halda leik­anna. Það voru jap­anskir póli­tíkusar og hers­höfð­ingjar sem litu svo á að þótt leik­arnir væru frá­bært áróð­urstæki þá voru þeir of dýrir til að rétt­læta í miðju stríði. Helsinki var því á síð­ustu stundu boðið að halda leik­ana en þó svo borgin hefði verið annar upp­haf­legu umsækj­end­anna afþökk­uðu Finnar einnig heið­ur­inn. Vetr­ar­stríðið við Sov­ét­menn var í fullum gangi og því hvorki tími né pen­ingar aflögu til að und­ir­búa Ólymp­íu­leika að sumri til og jafn­vel óvíst að Finn­land myndi vera sjálf­stætt ríki enn á þeim tíma­punkti. Það voru því hvorki keppt í þoli, þreki eða fimi það ár í Tókýó eða Helsinki það ár. Ári síðar vörp­uðu Jap­anir sprengjum á Pearl Harbour með þeim afleið­ingum að næstu árin log­aði Kyrra­hafið og Banda­ríkin dróg­ust inn í stríð við öxul­veld­in.

Að stríð­inu loknu voru Jap­anir með tak­mark­aða getu til að halda leik­ana og þjóðir heims­ins með enn minni áhuga á að mæta til Tókýó Leik­arnir voru því haldnir í London, og fengu upp­nefnið „The Austerity Games,“ vegna þess hversu nísku­legir þeir voru í sam­an­burði við fyrri leika. (Það upp­nefni mætti kannski snúa upp á íslensku sem „hung­ur­leik­arn­ir“).

Ólymp­íu­leik­arnir 1964 – draum­ur­inn ræt­ist

En Ólymp­íu­draumnum var þó ekki lok­ið. Árið 1964 komu þeir loks til Tókýó og í fyrsta sinn til Asíu, þar til Pek­ing loks hélt þá árið 2008. Leik­arnir árið 1964 mörk­uðu tíma­mót fyrir ímynd Jap­ans á Vest­ur­lönd­um, því þarna sást í fyrsta sinn frið­sæl þjóð með vax­andi milli­stétt, gott skipu­lag og hrað­skreiðar lest­ir. Stærstu útgjöldin í kringum leik­ana fólust mögu­lega í því hversu miklu hraðar fyrstu Shink­an­sen lín­urnar voru byggð­ar, en þetta voru á þeim tíma öfl­ug­ustu og hrað­skreið­ustu lestar í heimi, og eru enn þann dag í dag mikið tækni­afrek.

Japan hafði barist fyrir því að fá Júdó við­ur­kennda sem Ólymp­íu­í­þrótt og margir voru von­góðir um að það tryggði land­inu auð­veldan sig­ur. Það fór þó ekki betur en svo að Hol­lend­ing­ur­inn Ant­on­ius Gees­ink sigr­aði jap­anskan and­stæð­ing sinn með yfir­burðum í úrslita­viður­eign­inni og hreppti ólymp­íugullið. En Jap­anir máttu vel við una, þeir hlutu 16 gull engu að síður sem var það lang mesta sem nokkur þjóð fékk að und­an­skildum stór­veld­unum Sov­ét­ríkj­unum og Banda­ríkj­un­um, en þau voru auð­vitað í sér­flokki.

Þetta var liður í stra­tegíu sem gekk út á að koma Japan aftur í sam­fé­lag þjóð­anna og bæta ímynd lands­ins. Japan var nýlega búið að greiða Indónesíu stríðs­skaða­bæt­ur, skrifa undir við­skipta­samn­inga og mikið kapp var lagt á að end­ur­nýja diplómat­ísk tengsl við lönd eins og Suð­ur­-Kóreu sem höfðu verið her­numin af Japön­um. For­sæt­is­ráð­herr­ann þegar til­kynnt var að Ólymp­íu­leik­arnir skyldu haldnir í Jap­an, Kishi Nobusuke var þó að mörgu leyti umdeildur maður heima fyrir og erlend­is. Í heims­styrj­öld­inni síð­ari hafði hann verið æðsti stjórn­andi Man­sjúríu í Norð­ur­-Kína þar sem framdir voru margir stríðs­glæp­ir, og eftir stríðið mátti hann dúsa í fang­elsi, flokk­aður á A-lista banda­manna yfir stríðs­glæpa­menn, enda hafði hann verið í rík­is­stjórn­inni sem lýsti stríði á hendur Banda­ríkj­unum og und­ir­skrift hans var á 

Í þessum pistli verður ekki rakið hvernig Banda­ríkja­menn komust að þeirri nið­ur­stöðu að Japan gæti fallið í skaut komm­ún­ism­ans og að Kishi væri mað­ur­inn til að bjarga Japan undan þeim örlög­um, en þremur árum eftir stríðið höfðu þeir sleppt honum úr fang­elsi og studdu hann í stofnun nýs íhalds­flokks. Ára­tug eftir stríðið var hann far­inn að spila golf með Eisen­hower, og kynntur upp í pontu af Nixon sem heið­urs­gestur í Banda­ríkja­þingi, enda litu Banda­ríkja­menn hann á lyk­il­banda­mann sinn, (Þeir voru nú þegar byrj­aðir að þrýsta á Jap­ani víg­væð­ast aftur og að leyfa þeim að stækka her­stöðvar sínar í land­inu til að geta betur sigr­ast á komm­ún­ism­anum í Suð-Aust­urasíu, nánar til­tekið Víetna­m).

Auglýsing
Kishi varð þess ekki aðnjót­andi að vera for­sæt­is­ráð­herra þegar Ólymp­íu­leik­arnir komu til Jap­ans 1964. Segja má að hern­að­ar­brölt Banda­ríkj­anna hafi kostað hann emb­ætt­ið, því mót­mæla­aldan sem reis eftir að Nobusuke kynnti til nýjan varn­ar­mála­samn­ing Jap­ana við Banda­ríkin varð honum að falli. Sá heiður að taka á móti Ólymp­íu­leik­unum féll í skaut Ikeda Hayato, póli­tískum and­stæð­ingi og mun frjáls­lynd­ari sam­flokks­manni Kishi sem vildi leggja áherslu hag­vöxt og efna­hags­legar úrbætur fyrir almenn­ing, frekar en að auka póli­tísk umsvif keis­ar­ans eða víg­væð­ast aft­ur.

Þegar til­kynnt var á Ólymp­íu­leik­unum þá var það þó eng­inn annar en dótt­ur­sonur Kishi sem steig upp á sviði. Grænt rör svipað því sem sést í Nin­tendo-­leikj­unum um Súper Maríó reis upp úr jörðu og þaðan upp úr steig Abe Shinzo, núver­andi for­sæt­is­ráð­herra Jap­ans.

Það verður for­vitni­legt að sjá hvort Abe Shinzo hald­ist í emb­ætti nógu lengi til að taka á móti Ólymp­íu­leik­un­um, hann er að mörgu leyti póli­tískur arf­taki móð­urafa síns, úr íhalds­sam­ari armi íhalds­flokks­ins, en hann er óvenju sterkur for­sæt­is­ráð­herra í landi þar sem sjald­gæft er að for­sæt­is­ráð­herrar hald­ist lengi á topp­in­um. Í augna­blik­inu siglir hann þó nokkuð lygnan sjó.

488 millj­arða króna fram­kvæmda­sjóð­ur­inn

Tókýó stendur því upp úr í sögu Ólymp­íu­leik­ana að því leyt­inu til að hún hefur bæði haldið Ólymp­íu­leika einu sinni og aflýst þeim tvisvar. Að öllu jöfnu ef eng­inn heims­far­aldur færi nú um heim­inn hefði heims­byggðin átt að safn­ast saman fyrir framan sjón­varps­skjái og horfa á opn­un­ar­at­höfn leik­anna í Tókýó þann 24. júlí.

Sama hvort við fílum íþróttir eða ekki þá eru opn­un­ar­at­riði og loka­at­riði Ólymp­íu­leika mikið sjón­ar­spil þar sem þjóðir reyna að sýna bæði list­ræna og tækni­lega getu sína. Í Ríó fyrir fjórum árum voru sam­ba-d­ans­ar, ofur­fyr­ir­sætur og atriði þar sem leik­vang­ur­inn umbreytt­ist í bæði frum­skóg og amazon-fljót. Í London var breskt popp, James Bond og drottn­ingin fyr­ir­ferða­mikil svo eitt­hvað sé nefnt.

Athöfnin í Tókýó hefði eflaust verið glæsi­leg og vel skipu­lögð. Ég ímynda mér að bæði pókemonar og popp­stjörn­ur, Súper Maríó og ýmsar teikni­mynda­fígúr­ur, auk dans­at­riða sem byggðu á kab­úkí, Noh-­leik­húsi eða öðrum hefð­bundnum list­um, leik­enda í glæsi­legum kímónóum og him­inn fullan af trylltum flug­eld­um, (Það er mikil hefð í Japan fyrir sum­ar-flugelda­sýn­ing­um), hefðu sést í sjón­varp­inu ef þeim hefði ekki verið frestað.

Auð­vitað ætti ég ekki að skrifa hefði. Ég ímynda mér auð­vitað að þó svo engir spjót­kast­ar­ar, sprett­hlauparar, kúlu­varparar eða sund­kappar sjá­ist á skjánum í augna­blik­inu sé það bara tíma­bundið ástand meðan kófið stendur yfir. Mun­um, lífið er lang­hlaup.

Það er mikið í húfi að leik­arnir séu haldn­ir, að vel tak­ist til og þeir séu vel sótt­ir. Árið 2012 var ákveðið að ráð­ast í fram­kvæmdir á þjóð­ar­leik­vang­inum í Tókýó, sem á sínum tíma hafði hýst Ólymp­íu­leik­ana 1964. Þessar fram­kvæmdir áttu fyrst að kosta um millj­arð adala en bólgn­uðu fljótt út og um 2015 var gert ráð fyrir 2,2 millj­örðum dala til að reisa bygg­ingu sem bresk-íraski arki­tekt­inn Zaha Hadid átti að teikna.

Þessar hug­myndir mælt­ust álíka vel fyrir og inn­flutn­ingur á dönskum strám í Naut­hóls­vík­ina og borg­ar­yf­ir­völd urðu fljótt að draga úr áætl­unum sínum og velja þess í stað teikn­ingar jap­anska arki­tekts­ins Kengo Kuma en drög hans að nýjum og betri þjóð­ar­leik­vang áttu eftir að reyn­ast um einum millj­arði dala ódýr­ari. Það er þó ekki nema hluti kostn­að­ar­ins. Tókýó­borg setti til hliðar fé í 3,6 millj­arða dala fram­kvæmda­sjóð, auk þess sem einka­að­ilar hafa fjár­fest veru­legum upp­hæðum í hót­el­bygg­ing­ar. (Tókýó­borg er með eitt hæsta fer­metra­verð í heim­i). Nú þegar er búið að færa einn stærsta fisk­markað í heimi til að hægt sé að byggja ný hótel mið­svæðis og vonin var sú að túrismi og gestir sem kæmu í kjöl­far Ólymp­íu­leik­anna myndu glæða lífi í staðn­aðan efna­hag.

Það er mikið í húfi. Stórar fjár­hæð­ir, og COVID-19 hefði varla getað skollið á verri tíma.

Lífið er lang­hlaup – bók­staf­lega fyrir suma

Nú er ekki mein­ingin að rekja bar­áttu jap­anskra stjórn­valda við COVID-19, margir hafa furðað sig á árangri japönsku þjóð­ar­innar sem ekki býr við þann lúxus að hafa ótal veik­inda­daga, en þó við afar gagn­lega hefð sem hefur verið við lýði frá því Spænska veikin skall á 1920. Hún er sú að ganga um með grímur ef maður finnur fyrir kve­fein­kenn­um, nokkuð sem Japönum þykir sjálf­sagt að þegar frjó­korna­tím­inn gengur yfir á vorin í Tókýó fyll­ast allar lestir af grímu­klæddu fólki sem er alltof kurt­eist til að hnerra á hvort ann­að. Sökum þess og kannski menn­ing­ar­legra áherslna á hrein­læti breidd­ist COVID-19 seint innan lands­ins þar sem stjórn­völd drógu á lapp­irnar að fara í miklar neyð­ar­ráð­staf­an­ir.

Póli­tíkusarnir héldu lengi í von­ina að í júlí yrðu leikar en gáfu sig þó á end­an­um. Enda jafn­vel þó Japan gæti lýst yfir fulln­að­ar­sigri í bar­átt­unni við veiruna þá velta ólymp­íu­leik­arnir ekki síður á þátt­töku ann­arra þjóða, og ekki bjargar það hót­el­unum ef að engir áhorf­endur sjá sér fært að mæta. Það er því senni­lega skyn­sam­leg ráð­stöfun að fresta leik­unum í bili. Ekki bara lýð­heilsu­lega heldur líka fjár­hags­lega.

Það er því ekk­ert annað að gera en að bíða og vona. Lífið er jú, lang­hlaup. Þó svo Ólymp­íu­leikar séu aflýstir 1940 getur verið að 24 árum síðar séu þeir haldnir á sama stað, og þó svo maður hverfi úr miðju mara­þoni árið 1912 er ekki víst að maður fái aldrei færi á að ljúka því.

Árið 1912 hófst nefni­lega ólympísk saga Jap­ans þegar tveir íþrótta­menn sett­ust um borð í lest og fóru frá Kóreu yfir Kína og loks Síberíu með stefn­una á Stokk­hólm. Annar þeirra veikt­ist illa og hinn, maður að nafni Kanag­uri Shizo varð að hjúkra honum alla leið­ina. Þessir tveir menn ætl­uðu sér að keppa á Ólymp­íu­leik­unum í Stokk­hólmi og voru fyrstu Jap­an­arnir til að reyna slíkt. Sá sem veikt­ist Mis­hima Yahiko var sprett­hlaupari, og sá sem hjúkraði honum í lest­inni var lang­hlaupar­inn Kanag­uri sem ætl­aði að reyna við Mara­þon á leik­un­um.

Í átján daga lesta­ferð­inni þar sem vinur Kanag­uri var með háan hita voru fá tæki­færi til að æfa sig, þó svo hlaupar­inn nýtt hvert stopp til að hlaupa á braut­ar­pöllum og hring um lest­ar­stöðv­arn­ar. Þegar hann kom til Sví­þjóðar átti hann erfitt með að melta mat­inn í land­inu og var kannski sjálfur orð­inn veik­ur. Engu að síður þá mætti hann til leiks þann fjórt­ánda júlí og spratt af stað ásamt öðrum hlaup­ur­um.

Þetta var erf­iður dagur og ein­ungis hálfn­aður með hlaupið féll jap­anski lang­hlaupar­inn í yfir­lið. Sænsk fjöl­skylda í nágrenn­inu bjarg­aði honum af göt­unni og hjálp­aði honum að ná sér, en þá var dag­ur­inn lið­inn og Kanag­uri skamm­að­ist sín svo mikið að hann þorði ekki að til­kynna hvað hafði gerst. Hann fór því hljótt og lét sig hverfa úr landi. Honum fannst hann hafa valdið landi sínu mik­illi skömm, enda mikið í húfi. Þetta var í fyrsta sinn sem Japan tók þátt, eina asíu­þjóð­in, og hann hafði fallið í yfir­lið.

Það sem lang­hlaupar­inn vissi hins vegar ekki var að hann þurfti ekki að skamm­ast sín neitt sér­stak­lega. Hita­stigið hafði verið óvenju hátt þennan júlí­dag, um 32 gráð­ur, og helm­ingur hlauparanna hafði fengið aðsvif og neyðst til að hætta í miðju hlaupi. En þar sem hann til­kynnti ekki yfir­völdum að hann væri far­inn, og mætti aldrei í mark, eða aftur í Ólymp­íu­þorp­ið, töldu menn að hann hefði horfið spor­laust.

Stjórn­völd í Sví­þjóð reyndu að hafa uppi á honum og þegar hvorki tangur né tetur fannst af honum fór hann í möppu sem óút­skýr­an­legt manns­hvarf.

Auglýsing
Kanaguri lifði þó ágætu lífi eftir þetta. Hann þjálf­aði íþrótta­menn í Jap­an, stofn­aði keppnir og keppn­is­deild­ir, sneri aftur á Ólymp­íu­leik­ana 1920 í Antwerpen og náði góðum árangri í Mara­þon­hlaup­inu þar. Hann og aðrir í japönsku Ólymp­íu­nefnd­inni áttu eflaust mikið heiðr­inum fyrir því að Tókýó vann til­boðið um að halda leik­ana 1940 og aftur 1964. Svo virð­ist sem að á þeim tíma­punkti að sænska lög­reglan hafði gef­ist upp á að finna jap­anska lang­hlauparann og ekki einu sinni hug­kvæmst að athuga hvort hann væri skráður hlaup­ari á öðrum ólympískum við­burð­um.

En árið 1967 vakti málið for­vitni sænskra blaða­menn. Það var eitt­hvað svo skrítið við að þátt­tak­andi í ólymp­íu­leikum hyrfi spor­laust. Og viti menn, eftir smá rann­sókn­ar­vinnu kom í ljós að Mara­þon­hlaupar­inn var búsettur í Japan og kom­inn á eft­ir­laun.

Haft var sam­band við Kanag­uri og honum boðið að koma aftur til Sví­þjóðar og klára hlaup­ið. Ágóð­inn af því átti að renna til góð­gerð­ar­mála. Kanag­uri sem hafði alltaf skamm­ast sín fyrir þetta atvik í lífi sínu sló til. Í þetta skiptið þurfti hann ekki að þrauka átján daga um borð í síber­ískri kola­lest heldur gat flog­ið. Hvort að hann náð að melta sænska mat­inn eða tekið með sér nesti fylgir ekki sög­unni en þegar hann kom í mark og var spurður út í hlaupið sagði hann:

„Þetta var nokkuð löng ferð, í milli­tíð­inni gift­ist ég og átti sex börn og tíu barna­börn.“

Hann á ennþá metið fyrir tíma­frekasta Mara­þon­hlaup­ið.

Spurn­ingin er svo bara hvort Tókýó slái fyrra met um 24 ára frestun á haldi Ólymp­íu­leika, eða tak­ist að halda þá í júlí á næsta ári.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk