Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina

Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.

Mockup_Book_cover_01.jpg
Auglýsing

Það þekkja flestir lands­menn raf­tón­list­ar­sveit­ina GusGus. Hún var stofnuð árið 1995 og er því ald­ar­fjórð­ungs­gömul um þessar mund­ir.

Til þess að fagna 25 ára ferli GusGus ætlar hópur af aðdá­endum frá Íslandi, Frakk­landi og Þýska­landi að búa til ljós­mynda­bók fyrir aðdá­endur um allan heim. Til­gang­ur­inn er að fara yfir feril hljóm­sveit­ar­innar og bjóða upp á ein­staka bók fyrir safn­ara. Safnað er fyrir útgáfu bók­ar­innar á Karol­ina fund.

Auglýsing
Meðlimir í hópnum eru miklir að­dá­end­ur GusGus og elska Ísland, hafa séð bandið á sviði og komið til lands­ins margoft. Þeir hafa einnig gert tvær bækur um land­ið: „ÍS­LAND” og „Nuit Blanche”.

Hug­myndin af gerð bók­ar­innar kom fyrir um tveimur árum og er núna á loka­metr­un­um.

Bókin mun inni­halda ein­stakar ljós­myndir af tón­leikum sveit­ar­inn­ar, bak­sviði þeirra og opin­berum mynda­tökum en einnig per­sónu­legar myndir frá með­lim­um sveit­ar­innar og úr hópi aðdá­enda þeirra. Einnig mun fylgja með hannað efni af plötu­umslögum þeirra og mynd­bönd­um, blaða­úr­klipp­ur… eins mikið efni og mögu­legt verður að koma fyrir til að byggja upp sjón­ræna ímynd sveit­ar­innar í þessi 25 ár sem liðin eru frá stofnun henn­ar.Birgir Þórarinsson, best þekktur sem Biggi Veira, hefur verið meðlimur í GusGus frá upphafi.

Verk­efnið utan um GusGus 25 ára bók­ina er fyrir aðdá­end­ur, og verður list­rænt og auð­skilið fyrir alla, en þó ekki sölu­vara. Bókin á að end­ur­spegla heim­inn í kring um GusGus eins mikið og hægt er. 

Til þess að geta prentað bæk­urnar þarf hóp­ur­inn sem stendur að verk­efn­inu að safna fjár­munum til að standa undir kostn­aði af prentun og hefur því farið af stað með söfn­un­ar­her­ferð á Karol­ina Fund.

Þeir sem styðja við verk­efnið geta nælt sér í ein­tak í for­sölu eða valið ein­hvern af öðrum pakka­til­boðum sem eru í boði á Karol­ina Fund síð­unni.Hægt er að lesa meira um verk­efnið hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk