Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina

Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.

Mockup_Book_cover_01.jpg
Auglýsing

Það þekkja flestir lands­menn raf­tón­list­ar­sveit­ina GusGus. Hún var stofnuð árið 1995 og er því ald­ar­fjórð­ungs­gömul um þessar mund­ir.

Til þess að fagna 25 ára ferli GusGus ætlar hópur af aðdá­endum frá Íslandi, Frakk­landi og Þýska­landi að búa til ljós­mynda­bók fyrir aðdá­endur um allan heim. Til­gang­ur­inn er að fara yfir feril hljóm­sveit­ar­innar og bjóða upp á ein­staka bók fyrir safn­ara. Safnað er fyrir útgáfu bók­ar­innar á Karol­ina fund.

Auglýsing
Meðlimir í hópnum eru miklir að­dá­end­ur GusGus og elska Ísland, hafa séð bandið á sviði og komið til lands­ins margoft. Þeir hafa einnig gert tvær bækur um land­ið: „ÍS­LAND” og „Nuit Blanche”.

Hug­myndin af gerð bók­ar­innar kom fyrir um tveimur árum og er núna á loka­metr­un­um.

Bókin mun inni­halda ein­stakar ljós­myndir af tón­leikum sveit­ar­inn­ar, bak­sviði þeirra og opin­berum mynda­tökum en einnig per­sónu­legar myndir frá með­lim­um sveit­ar­innar og úr hópi aðdá­enda þeirra. Einnig mun fylgja með hannað efni af plötu­umslögum þeirra og mynd­bönd­um, blaða­úr­klipp­ur… eins mikið efni og mögu­legt verður að koma fyrir til að byggja upp sjón­ræna ímynd sveit­ar­innar í þessi 25 ár sem liðin eru frá stofnun henn­ar.Birgir Þórarinsson, best þekktur sem Biggi Veira, hefur verið meðlimur í GusGus frá upphafi.

Verk­efnið utan um GusGus 25 ára bók­ina er fyrir aðdá­end­ur, og verður list­rænt og auð­skilið fyrir alla, en þó ekki sölu­vara. Bókin á að end­ur­spegla heim­inn í kring um GusGus eins mikið og hægt er. 

Til þess að geta prentað bæk­urnar þarf hóp­ur­inn sem stendur að verk­efn­inu að safna fjár­munum til að standa undir kostn­aði af prentun og hefur því farið af stað með söfn­un­ar­her­ferð á Karol­ina Fund.

Þeir sem styðja við verk­efnið geta nælt sér í ein­tak í for­sölu eða valið ein­hvern af öðrum pakka­til­boðum sem eru í boði á Karol­ina Fund síð­unni.Hægt er að lesa meira um verk­efnið hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiFólk