Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina

Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.

Mockup_Book_cover_01.jpg
Auglýsing

Það þekkja flestir landsmenn raftónlistarsveitina GusGus. Hún var stofnuð árið 1995 og er því aldarfjórðungsgömul um þessar mundir.

Til þess að fagna 25 ára ferli GusGus ætlar hópur af aðdáendum frá Íslandi, Frakklandi og Þýskalandi að búa til ljósmyndabók fyrir aðdáendur um allan heim. Tilgangurinn er að fara yfir feril hljómsveitarinnar og bjóða upp á einstaka bók fyrir safnara. Safnað er fyrir útgáfu bókarinnar á Karolina fund.

Auglýsing
Meðlimir í hópnum eru miklir aðdáendur GusGus og elska Ísland, hafa séð bandið á sviði og komið til landsins margoft. Þeir hafa einnig gert tvær bækur um landið: „ÍSLAND” og „Nuit Blanche”.

Hugmyndin af gerð bókarinnar kom fyrir um tveimur árum og er núna á lokametrunum.

Bókin mun innihalda einstakar ljósmyndir af tónleikum sveitarinnar, baksviði þeirra og opinberum myndatökum en einnig persónulegar myndir frá meðlimum sveitarinnar og úr hópi aðdáenda þeirra. Einnig mun fylgja með hannað efni af plötuumslögum þeirra og myndböndum, blaðaúrklippur… eins mikið efni og mögulegt verður að koma fyrir til að byggja upp sjónræna ímynd sveitarinnar í þessi 25 ár sem liðin eru frá stofnun hennar.Birgir Þórarinsson, best þekktur sem Biggi Veira, hefur verið meðlimur í GusGus frá upphafi.

Verkefnið utan um GusGus 25 ára bókina er fyrir aðdáendur, og verður listrænt og auðskilið fyrir alla, en þó ekki söluvara. Bókin á að endurspegla heiminn í kring um GusGus eins mikið og hægt er. 

Til þess að geta prentað bækurnar þarf hópurinn sem stendur að verkefninu að safna fjármunum til að standa undir kostnaði af prentun og hefur því farið af stað með söfnunarherferð á Karolina Fund.

Þeir sem styðja við verkefnið geta nælt sér í eintak í forsölu eða valið einhvern af öðrum pakkatilboðum sem eru í boði á Karolina Fund síðunni.


Hægt er að lesa meira um verkefnið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk