Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina

Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.

Mockup_Book_cover_01.jpg
Auglýsing

Það þekkja flestir lands­menn raf­tón­list­ar­sveit­ina GusGus. Hún var stofnuð árið 1995 og er því ald­ar­fjórð­ungs­gömul um þessar mund­ir.

Til þess að fagna 25 ára ferli GusGus ætlar hópur af aðdá­endum frá Íslandi, Frakk­landi og Þýska­landi að búa til ljós­mynda­bók fyrir aðdá­endur um allan heim. Til­gang­ur­inn er að fara yfir feril hljóm­sveit­ar­innar og bjóða upp á ein­staka bók fyrir safn­ara. Safnað er fyrir útgáfu bók­ar­innar á Karol­ina fund.

Auglýsing
Meðlimir í hópnum eru miklir að­dá­end­ur GusGus og elska Ísland, hafa séð bandið á sviði og komið til lands­ins margoft. Þeir hafa einnig gert tvær bækur um land­ið: „ÍS­LAND” og „Nuit Blanche”.

Hug­myndin af gerð bók­ar­innar kom fyrir um tveimur árum og er núna á loka­metr­un­um.

Bókin mun inni­halda ein­stakar ljós­myndir af tón­leikum sveit­ar­inn­ar, bak­sviði þeirra og opin­berum mynda­tökum en einnig per­sónu­legar myndir frá með­lim­um sveit­ar­innar og úr hópi aðdá­enda þeirra. Einnig mun fylgja með hannað efni af plötu­umslögum þeirra og mynd­bönd­um, blaða­úr­klipp­ur… eins mikið efni og mögu­legt verður að koma fyrir til að byggja upp sjón­ræna ímynd sveit­ar­innar í þessi 25 ár sem liðin eru frá stofnun henn­ar.Birgir Þórarinsson, best þekktur sem Biggi Veira, hefur verið meðlimur í GusGus frá upphafi.

Verk­efnið utan um GusGus 25 ára bók­ina er fyrir aðdá­end­ur, og verður list­rænt og auð­skilið fyrir alla, en þó ekki sölu­vara. Bókin á að end­ur­spegla heim­inn í kring um GusGus eins mikið og hægt er. 

Til þess að geta prentað bæk­urnar þarf hóp­ur­inn sem stendur að verk­efn­inu að safna fjár­munum til að standa undir kostn­aði af prentun og hefur því farið af stað með söfn­un­ar­her­ferð á Karol­ina Fund.

Þeir sem styðja við verk­efnið geta nælt sér í ein­tak í for­sölu eða valið ein­hvern af öðrum pakka­til­boðum sem eru í boði á Karol­ina Fund síð­unni.Hægt er að lesa meira um verk­efnið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
44 smit um helgina – Breytingar orðið í niðurstöðum landamæraskimanna
„Atburðir helgarinnar eru vissulega vonbrigði og við höfum fengið nú staðfest svo um munar að breska afbrigðið er til staðar í samfélaginu,“ segir Alma Möller landlæknir.
Kjarninn 19. apríl 2021
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
Kjarninn 19. apríl 2021
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiFólk