Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina

Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.

Mockup_Book_cover_01.jpg
Auglýsing

Það þekkja flestir lands­menn raf­tón­list­ar­sveit­ina GusGus. Hún var stofnuð árið 1995 og er því ald­ar­fjórð­ungs­gömul um þessar mund­ir.

Til þess að fagna 25 ára ferli GusGus ætlar hópur af aðdá­endum frá Íslandi, Frakk­landi og Þýska­landi að búa til ljós­mynda­bók fyrir aðdá­endur um allan heim. Til­gang­ur­inn er að fara yfir feril hljóm­sveit­ar­innar og bjóða upp á ein­staka bók fyrir safn­ara. Safnað er fyrir útgáfu bók­ar­innar á Karol­ina fund.

Auglýsing
Meðlimir í hópnum eru miklir að­dá­end­ur GusGus og elska Ísland, hafa séð bandið á sviði og komið til lands­ins margoft. Þeir hafa einnig gert tvær bækur um land­ið: „ÍS­LAND” og „Nuit Blanche”.

Hug­myndin af gerð bók­ar­innar kom fyrir um tveimur árum og er núna á loka­metr­un­um.

Bókin mun inni­halda ein­stakar ljós­myndir af tón­leikum sveit­ar­inn­ar, bak­sviði þeirra og opin­berum mynda­tökum en einnig per­sónu­legar myndir frá með­lim­um sveit­ar­innar og úr hópi aðdá­enda þeirra. Einnig mun fylgja með hannað efni af plötu­umslögum þeirra og mynd­bönd­um, blaða­úr­klipp­ur… eins mikið efni og mögu­legt verður að koma fyrir til að byggja upp sjón­ræna ímynd sveit­ar­innar í þessi 25 ár sem liðin eru frá stofnun henn­ar.Birgir Þórarinsson, best þekktur sem Biggi Veira, hefur verið meðlimur í GusGus frá upphafi.

Verk­efnið utan um GusGus 25 ára bók­ina er fyrir aðdá­end­ur, og verður list­rænt og auð­skilið fyrir alla, en þó ekki sölu­vara. Bókin á að end­ur­spegla heim­inn í kring um GusGus eins mikið og hægt er. 

Til þess að geta prentað bæk­urnar þarf hóp­ur­inn sem stendur að verk­efn­inu að safna fjár­munum til að standa undir kostn­aði af prentun og hefur því farið af stað með söfn­un­ar­her­ferð á Karol­ina Fund.

Þeir sem styðja við verk­efnið geta nælt sér í ein­tak í for­sölu eða valið ein­hvern af öðrum pakka­til­boðum sem eru í boði á Karol­ina Fund síð­unni.Hægt er að lesa meira um verk­efnið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiFólk