Menningarpólítísk nýbreytni

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Endalausa þræði eftir sviðslistahópinn Streng.

Endalausir þræðir
Auglýsing

Streng­ur: Enda­lausir þræðir

Höf­und­ur: Leik­hóp­ur­inn ásamt Unu Torfa­dóttur

Leik­stjórn: Óðinn Ásbjarn­ar­son

Leik­mynd og bún­ing­ar: Katrín Guð­bjarts­dóttir

Hljóð­mynd: Magnús Thor­lacius

Leik­end­ur: Magnús Thor­laci­us, Urður Bergs­dótt­ir, Katrín Guð­bjarts­dóttir



Leik­hóp­ur­inn Strengur sam­anstendur af ungu sviðs­lista­fólki sem enn er í BA-­námi við Lista­há­skóla Íslands, tvö á sviðs­höf­unda­braut, þau Magnús Thor­lac­íus og Katrín Guð­bjarts­dótt­ir, en Urður Bergs­dóttir á sviðs­lista­braut. Þau þrjú eru leik­arar hóps­ins, en Óðinn Ásbjarn­ar­son, sem einnig er í BA-­námi á sviðs­höf­unda­braut LHÍ, er leik­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar; hann mun hafa átt frum­kvæði að því að þau mynd­uðu í sum­ar­byrjun leik­hóp­inn Streng, sem starfar á grund­velli sér­staks sam­komu­lags um átaks­verk­efni á vegum Vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar.

Auglýsing



Mark­miðið er að skapa sviðs­lista­verk þar sem lögð er áhersla á rann­sókn­ar­vinnu útfrá „þarfri sam­fé­lags­um­ræðu“ eins og segir á heima­síðu hóps­ins. Hug­myndin er að töfrar leik­húss­ins færi áhorf­and­ann nær flytj­and­an­um, umbreyti hvers­dags­líf­inu í dálitla stund og gefi færi á að gleðj­ast yfir líf­inu. Leik­hóp­ur­inn Strengur á að leiða saman gam­alt og nýtt, bera hug­myndir á borð fyrir fólk, finna hvað tengir okkur sam­an.



Þetta eru vissu­lega háleit mark­mið og göfug og er svo sem ekki í fyrsta skipti sem ungt lista­fólk hefur sett sér slík mark­mið – vest­ræn menn­ing hefur að geyma sögu ara­grúa slíkra hópa ungs fólks sem hafa í upp­hafi fer­ils síns reynt að koma orðum að því sem breyta skal – því það mun óhætt að segja að það sem sam­eig­in­legt er öllum þeim hópum sem lista- og leik­list­ar­saga Vest­ur­landa kann að segja frá, sem orðið hafa til frá lokum seinni heims­styrj­aldar eða svo og sem hafa lagt vinnu í að skil­greina sam­tíð sína, er að til stendur að breyta heim­in­um, að minnsta kosti þeim heimi sem næstur er, nán­asta umhverf­inu.



Leik­hóp­ur­inn Strengur virð­ist þó dálítið öðru­vísi að því leyti að hið unga lista­fólk sem hann skipar leitar sam­starfs við Vel­ferð­ar­svið Reykja­víkur og ég hygg það muni vera næsta fátítt að ungt lista­fólk hefji þannig feril sinn undir sér­stökum vernd­ar­væng hins opin­bera, en hér mun byggt á starfi Óðins leik­stjóra sem dag­skrár­stjóra félags­starfs eldri borg­ara í Norð­ur­brún í Reykja­vík. Þannig ber kannski að líta á Leik­hóp­inn Streng sem hluta af þróun félags­starfs eldri borg­ara þar sem ætl­unin er að skapa og bera á borð leik­sýn­ing­ar, en einnig nám­skeið í leik­list fyrir eldri borg­ara.

Endalausir þræðir Mynd: Aðsend



Það mun því óhætt að segja að hér sé um að ræða menn­ing­arpólítíska nýbreytni, sem er allrar virð­ingar verð. Hvað sem líður háleitum mark­miðum á heima­síðu er hér á ferð eins konar „nytja­leik­hús“, þar sem Vel­ferð­ar­svið kýs að fjár­magna hóp­inn, vænt­an­lega mark­hópi sín­um, eldri borg­ur­um, til auk­innar gleði og afþrey­ing­ar. Vert er því að veita athygli starfi og afdrifum hóps­ins; það væri vissu­lega gaman ef Vel­ferð­ar­svið myndi smám saman auka við starf­sem­ina og þá væri ekki síður magnað ef önnur sveit­ar­fé­lög tækju sér þetta fram­tak Vel­ferð­ar­sviðs sér til fyr­ir­mynd­ar.



„Nytja­leik­hús“ segi ég og er kannski óná­kvæm­lega orð­að; það er nefni­lega til sér­stakur straumur í þerapísku starfi sem byggir á aðferða­fræði leik­list­ar­innar – kúnstinni að segja sögu – og sem miðar að því að vald­efla ein­stak­ling­inn, gefa honum færi á að öðl­ast vald yfir og vald á eigin æfi, eigin til­finn­ingum og minn­ing­um. Það má jöfnum höndum heim­færa það undir nytjar og list og verður jafn­vel ekki greint þar á milli svo vel fari. Og það er kannski í ætt við þá rann­sókn­ar­vinnu, sem leik­hóp­ur­inn Strengur vill hafa sem grund­völl síns list­ræna starfs og krist­all­ast í sýn­ing­unni Enda­lausir þræð­ir.



Rann­sókn­ar­vinnan fólst í því að farið var á fund eldri borg­ara, sem síðar skyldu verða áhorf­endur og leitað til þeirra um minn­ing­ar. Þessar minn­ingar voru síðan soðnar niður í hand­rit þar sem minn­ing­arnar mynda þræði – enda­lausa þræði – sem tvinn­ast saman og verða að ein­hvers konar hug­mynd um veru­leik­ann eins og hann var. Sýn­ingin snýst því um hvort tveggja í senn, að hefja frá­sagn­ar­list­ina til vegs og virð­ingar en einnig að varð­veita minn­ingar – og ekki sér­lega auð­velt að greina þar á milli, því það flétt­ast líka sam­an, rétt eins og minn­ing­arn­ar.



Um leið verður til fjarska heill­andi og aðlað­andi sýn á mann­eskj­urnar og tengsl þeirra, nefni­lega sú, að í frá­sagn­ar­stund­inni verði til eitt­hvað sem kalla má ham­ingju þegar tvær mann­eskjur (eða fleiri) hitt­ast og fara að rifja upp minn­ingar og segja sög­ur. Dýnamíkin sem verður á slíkri stund gerir mann­eskj­urnar einmitt að mann­eskj­um.

Endalausir þræðir Mynd: Aðsend

Sýn­ingin Enda­lausir þræðir er þannig byggð. Í henni mæt­ast þrír ein­stak­ling­ar, fjar­lægir hver öðrum í upp­hafi, en hver og einn lumar á sögu, frá­sögn, minn­ingu og áður en varir fara þær að flétt­ast saman og til verður eitt­hvað sem kalla má sam-­fé­lag. Það er, eins ein­falt og það virð­ist, bæði fal­legt og hug­ljúft.

Það má við bæta, að þessi hug­mynd er styrkt með ein­faldri leik­mynd þar sem heil­mikið kað­al­verk myndar bak­grunn sviðs­ins og með því er minnt á hversu flók­inn sá vefur getur verið sem flétt­aður er af minn­ingum og sögu­brot­um. Lát­lausir bún­ingar vinna vel við leik­mynd­ina sem og ein­föld lýs­ing­in.

Sem áður sagði er leik­hóp­ur­inn enn við nám. Það vekur því ósvikna ánægju und­ir­rit­aðs að hér er texta­flutn­ingur með ágæt­um, skýr og skil­merki­legur og fram­burður með góðu móti. Hand­ritið er enda vel skrifað og í því er fremur hátíð­legur tónn sem krefst skýr­leika og vand­aðs flutn­ings.

Það er von­andi að Leik­hóp­ur­inn Strengur nái víða með sýn­ingu sína og enn frekar er ástæða til að óska þess að sam­starf hóps­ins og Vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borgar nái að dafna og efl­ast. Sú menn­ing­arpólítík sem það sam­starf ber vitni um er ekki ein­asta virð­ing­ar­vert, það er æski­legt hvernig sem á það er litið – ekki síst þegar kemur að því að auka vel­ferð og lífs­gæði eldri borg­ara sam­fé­lags vors.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk