Fordæma stjórnvöld fyrir skilningsleysi

Hjálparsamtök fyrir flóttamenn og hælisleitendur fordæma íslensk stjórnvöld.

flóttamenn serbía
Auglýsing

Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum. Í henni segir að yfirvöld hafi ítrekað gerst sek um ómannúðleg og óásættanleg vinnubrögð, brot á mannréttindum fólks á flótta og brot á verkferlum stjórnvalda við fylgd umsækjenda um vernd úr landi eftir synjun.

„Á vef Útlendingastofnunar segir að „verklag stjórnvalda byggir á því að tryggja faglega, skipulega og mannúðlega framkvæmd við fylgd umsækjenda um vernd úr landi.“ Stoðdeild ríkislögreglustjóra, sem framkvæmir brottvísun eftir ákvörðun Útlendingastofnunar, skal „leggja áherslu á samvinnu við umsækjanda við undirbúning og framkvæmd fylgdar úr landi. Starfsmenn deildarinnar gæta þess að framkvæmd ákvarðana fari faglega fram með virðingu fyrir mannlegri reisn þess sem í hlut á og tryggja að framkvæmdin sé í samræmi við löggjöf og öryggisviðmið.“ Þá segir einnig að talsmaður viðkomandi skuli vera upplýstur og „kanna skal hvort viðkomandi eigi ólokið erindum eða málum fyrir stjórnvöldum.“ Þar að auki kemur fram á vefnum að „leitast skal við að tilkynna viðkomandi um nákvæma dagsetningu brottfarar eins fljótt og unnt er, helst að lágmarki með tveggja daga fyrirvara eða strax og dagsetning brottfarar liggur fyrir.“ Á vef lögreglunnar segir hinsvegar að „haft er samband við þann sem flytja á með góðum fyrirvara og honum/henni tilkynnt hvað muni gerast og þá hugsanleg dagsetning á framkvæmd, um það bil tvær vikur fram í tímann,“ segir í tilkynningunni. 

Auglýsing

Jafnframt segir, að stjórn Solaris, hafi á undanförnum vikum borgist margar frásagnir af brottvísunum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem eru alls ekki í samræmi við verkferla stjórnvalda. „Ítrekað hafa einstaklingar og fjölskyldur verið sóttar án nokkurs fyrirvara og sendar úr landi, framkvæmdin hefur verið ómannúðleg og ekki í neinu samstarfi við viðkomandi og/eða talsmenn, td. lögfræðinga þeirra,“ segir í tilkynningunni. 

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Málefni innflytjenda og hælisleitenda heyra undir hennar ráðuneyti.

Skilningsleysið algjört

Solaris minnast sérstaklega á mál Houssin, drengs frá Marokkó, sem nú hefur verið sendur úr landi. Hann varð meðal annars fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni, þar sem hann var um tíma vistaður. „Yfirvöld hafa síendurtekið brugðist Houssin, sem m.a. varð fyrir hrottalegu ofbeldi í fangelsi, nú síðast með því að senda hann úr landi í gær án nokkurs fyrirvara og samvinnu auk brots á upplýsingaskyldu. Slík vinnubrögð eru ómannúðleg og algjörlega óásættanleg og ber að fordæma. Stefnuleysi stjórnvalda í málefnum fólks á flótta er mikið áhyggjuefni. Stjórn Solaris skorar á alla ábyrgðaraðila, ríkislögreglustjóra, útlendingastofnun, dómsmálaráðherra og stjórnvöld að bregðast strax við því ófremdarástandi sem upp virðist komið í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi. Móta þarf stefnu í málaflokknum. Endurskoða og samræma þarf verkferla og sjá til þess að þeim sé ávallt framfylgt. Endurskoða þarf vinnubrögð Útlendingastofnunar og annarra viðeigandi aðila til þess að tryggja mannúð og mannlega reisn og að mannréttindi fólks á flótta séu virt,“ segir í yfirlýsingunni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent