Sjúkraþjálfarar bíða fundar með heilbrigðisráðherra

Rammasamningi um greiðsluþátttökukerfi við sjúkraþjálfun verður sagt upp að óbreyttu, samkvæmt bréfi sem Sjúkratryggingar hafa sent sjúkraþjálfurum.

Svandís Svavarsdóttir
Auglýsing

„Við erum að bíða eftir að fá fund með heil­brigs­ráð­herra (Svandísi Svav­ars­dótt­ur) til að ræða um þessa stöðu, sem upp er kom­in,“ segir Unnur Pét­urs­dótt­ir, for­maður Félags sjúkra­þjálf­ara, en til stendur að segja upp ramma­samn­ingi, vegna þjón­ustu sjúkra­þjálf­ara, í ljósi þess að kostn­aður hefur farið fram úr því sem áætlað var.

Nýtt greiðslu­þátt­töku­kerfi var tekið í notkun 1. maí í fyrra, og segir Unnur að það hafi gert það að verkum að fleira fólk hafi getað nýtt sér þjón­ustu sjúkra­þjálf­ara, án þess að kostn­að­ur­inn væri óvið­ráð­an­legur fyrir það. Hún seg­ist hugsi yfir stöð­unni, einkum fyrir hönd skjól­stæð­inga sjúkra­þjálf­ara en einnig fyrir hönd stétt­ar­inn­ar.

Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara.Í bréfi sem sjúkra­þjálf­urum hefur borist frá Sjúkra­trygg­ingum Íslands (SÍ), segir að geri heil­brigð­is­ráð­herra ekki athuga­semd­ir, þá muni SÍ segja upp ramma­samn­ingi við sjúkra­þjálfa, er varðar greiðslu­þátt­töku rík­is­ins, fyrir lok mán­að­ar­ins með sex mán­aða fyr­ir­vara.

Auglýsing

Kostn­að­ur­inn hefur farið framúr því sem áætlað var þegar kerfið var tekið upp, og munar þar um 300 millj­ón­um, miðað við fram­reiknun fyrir þetta ár, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Unnur segir að sjúkra­þjálf­arar fagni því, að geta veitt sína þjón­ustu gagna­vart fleiri hópum í sam­fé­lag­inu, ekki síst þeim sem lágar tekjur hafa, og hið nýja greiðslu­þátt­töku­kerfi hafi opnað á þann mögu­leika fyrir fjöl­marga. Aukin sókn í sjúkra­þjálfun, miðað við það sem SÍ hafi gert ráð fyr­ir, sé af hinu góða, að mati Unn­ar. Hún seg­ist ekki hafa fengið ítar­legar upp­lýs­ingar enn­þá, um það „hvað hangi á spýt­unni“ en að hennar mati sé það af hinu góða - og til þess fallið að lækka kostnað fyrir heil­brigð­is­kerfið almennt - ef fólk almennt sé að nýta sér sjúkra­þjálf­un. 

Unnur seg­ist fagna umræðu um mál­ið, en furðar sig á því ef nýju kerfi og samn­ingi sé ekki gef­inn lengri tími. „Það er ekk­ert sem á að koma neinum á óvart í þessu, og frá okkar bæj­ar­dyrum séð, þá er það mik­il­vægt mál fyrir íslenskt sam­fé­lag, að tryggja aðgengi allra hópa í sam­fé­lag­inu að sjúkra­þjálfun,“ segir Unn­ur.

Hún seg­ist bjart­sýn á að lausn finn­ist á stöð­unni, sem upp er kom­in, og bindur vonir við að frek­ari upp­lýs­ingar komi fram eftir fund með heil­brigð­is­ráð­herra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent