Fátækasti maður á Íslandi

Dagur Hjartarson EKKI NOTA ÞESSA MYND
Auglýsing

1. Innkaupalistinn

Þetta var eins og í lélegu áróðursmyndbandi. Hann var ekki á litinn eins og ég. Talaði ekki sama tungumál. Hollenskar gulrætur. Blómkálshaus. Kjúklingabaunir. Fleiri niðursuðudósir. Heildarupphæðin náði 1800 krónum en það var ekki heimild á kortinu. Blómkálshausinn og ein niðursuðudósanna voru dregin frá en aftur ekki heimild. 

Á meðan fátæki maðurinn tíndi fleiri vörur upp úr pokanum buðumst við til að borga en hann afþakkaði með brosi – eins og í lélegu áróðursmyndbandi. Loks var upphæðin komin niður í þúsundkall. Aftur fékkst neitun á kortið. 

Hann fór tómhentur út. 

Auglýsing

2. Sykurmassi

Uppskrift (dugar til að hylja 28 cm köku):

  • 175 g (1 poki) Haribo sykurpúðar
  • 475  g Dan Sukker flórsykur (aðeins meira ef þið litið massann)
  • 2-2,5  msk vatn
  • 50 gr palmínfeiti eða kókósolía
  • Gel-matarlitur

3. „Það er mikill kærleikur í svona köku“

Árið 2013 greiddu íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi 12,8 milljarða í veiðigjöld til ríkisins. Svo völdu Íslendingar sér nýja ríkisstjórn, hana mynduðu lunkinn bakari úr Garðabænum og ofsóttur huldumaður frá Hrafnabjörgum. Þessir ungu milljarðamæringar lækkuðu veiðigjaldið niður í 4,8 milljarða. Þeir lækkuðu það um átta þúsund milljónir.

4. Meira um jöfnuð

Á síðustu sjö árum hafa íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi hagnast um 265 milljarða og greitt eigendum sínum arð upp á sirka 50 milljarða. Fimmtíu þúsund milljónir.

5. Að vera ríkur

Bjarni Ben lét ekki þar staðar numið heldur lagði af auðlegðarskatt. Í nýlegum pistli sýnir Indriði H. Þorláksson hvernig skattbyrði hefur aukist undan farin ár um sjö milljarða hjá 80% samskattaðra en lækkað um átta milljarða hjá tekjuhæstu 20% samskattaðra. 

6. Kakan skorin

Ég veit ekki af hverju, en þegar ég tek þetta saman leitar fátæki maðurinn í Bónus á hug minn. Ég hef ekki hugmynd um hver hann er. Kannski flóttamaður. Kannski er hann í þrælahaldi einhverrar starfsmannaleigu, þær hafa hundraðfaldast að stærð á síðustu tveimur árum. Kannski vinnur hann bara á Hótel Adam, ég veit það ekki. 

En það sem ég veit er að hópur útlendinga sem leita lágmarks-lífsgæða á Íslandi verður bráðum svo stór að það verður erfitt að fela hann í skugganum af afmæliskökum stjórnmálamanna. Sumir hafa af þessu áhyggjur, telja að við getum ekki tekið á móti fleirum. En kannski eru þeir ekki að telja rétt. Sjá lið fjögur hér að ofan.

7. Að vera raunsær

Í Fréttablaðinu 14. október síðastliðinn sagði fjármálaráðherra að kvótakerfið skilaði „gríðarlegum verðmætum og þá eiginleika verðum við að tryggja áfram.“ En hann talaði ekki af sama innblæstri um málefni flóttamanna, sagði að við þyrftum „að vera raunsæ.“ Loks hélt hann því fram að það væri mikill kærleikur í kökum. 

8. Hvaða erindi á Bjarni Ben í pólitík?

Bjarni Ben hagnaðist gríðarlega í viðskiptum fyrir hrun. Hann er flinkur að baka kökur. Og nú gæti hann orðið forsætisráðherra Íslands. Það er greinilegt að Bjarni er vanur að ná þeim markmiðum sem hann setur sér. En hvaða markmið hefur hann í pólitík? Vill hann berjast gegn mannréttindabrotum eins og fóstureyðingabanninu í Póllandi? Vill hann að söluferli ríkiseigna verði opið og gagnsætt? Vill hann breyta kerfi sem gerir suma ofurríka vegna pólitískra tengsla? Vill hann sanngjarnt skattakerfi? Vill hann stöðva undanskot í skattaskjólum? Vill hann að fleiri frekar en færri njóti arðsins af auðlindum þjóðarinnar? Vill hann beita sér gegn fátækt og misskiptingu auðs? Vill hann auka siðferði og gagnsæi í stjórnmálum?

Nú get ég ómögulega vitað hvað Bjarni Ben er að hugsa. En í fljótu bragði virðist svarið við öllum þessum spurningum vera nei. Og þegar ég skoða fyrir hvað hann stendur í pólitík og hvað honum finnst raunsætt að gera og ekki gera, þá velti ég fyrir mér hvort hann sé kannski fátækasti maður á Íslandi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiPistlar
None