Drekasvæðið og norðurslóðaþversögnin

Hrafnhildur Bragadóttir og Stefán Gíslason
Auglýsing

Í umræðu um mál­efni norð­ur­slóða er stundum talað um „norð­ur­slóða­þver­sögn­ina“ (á ensku „Arctic para­dox“). Hún felst í stuttu máli í því að vilja vernda norð­ur­heim­skautið gegn áhrifum lofts­lags­breyt­inga og öðrum umhverf­isógn­um, en vilja á sama tíma nýta bætt aðgengi að svæð­inu, vegna bráðn­unar íss, til að stór­auka þar jarð­efna­vinnslu – sem stuðlar síðan að enn frek­ari lofts­lags­breyt­ing­um.

Getur for­ystu­ríki í lofts­lags­málum staðið fyrir jarð­efna­vinnslu á norð­ur­slóð­um?

Óhætt er að segja að norð­ur­slóða­þver­sögnin lifi góðu lífi hér á landi. Á sama tíma og Ísland vill vera leið­andi í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum og verndun norð­ur­heim­skauts­ins stefna íslensk stjórn­völd ótrauð að áhættu­samri jarð­efna­vinnslu í nýjum lindum á Dreka­svæð­inu, sem liggur norðan heim­skauts­baugs og til­heyrir einu af við­kvæm­ustu vist­kerfum heims.

Þetta tvennt er svo fjarri því að vera sam­rým­an­legt að stuðn­ings­menn olíu­vinnsl­unnar eiga jafn­vel erfitt með að sann­færa sjálfa sig um að svo sé. Í opn­un­ar­ræðu á Arctic Circle ráð­stefn­unni í Reykja­vík í októ­ber 2014 gerði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, lítið úr því að vinnsla á Dreka­svæð­inu fæli í sér norð­ur­slóða­þver­sögn­ina fyrr­nefndu, og vís­aði meðal ann­ars til þess að stuðst yrði við strangar umhverfis­kröfur og að gróð­inn af olíu­vinnslu yrði nýttur til skyn­sam­legra verka. Aðeins mán­uði fyrr hafði hann þó sjálfur kom­ist að þver­öf­ugri nið­ur­stöðu, þegar hann lýsti því yfir á leið­toga­fundi um lofts­lags­mál í New York að Ísland ætti vegna legu sinnar á norð­ur­slóðum að stefna að kolefn­is­fríu hag­kerfi. Hann lagði þar áherslu á hætt­una sem líf­rík­i heim­skauta­svæð­is­ins stafar af hlýnun jarðar og benti á að hafið á norð­ur­slóðum væri sér­stak­lega við­kvæmt fyrir áhrifum lofts­lags­breyt­inga, m.a. vegna súrn­unar sjáv­ar. Við því vanda­máli væri aðeins ein lausn: að hætta að losa koldí­oxíð út í and­rúms­loft­ið. 

Auglýsing

Fyrir liggur að til að raun­hæft sé að ná mark­miði Par­ís­ar­samn­ings­ins um að halda hækkun hita­stigs innan við tvær gráður þurfa um tveir þriðju hlutar af öllu jarð­efna­elds­neyti í þekktum lindum að liggja óhreyfð­ir. Í þeim útreikn­ingum telst Dreka­svæðið ekki með, þar sem það er ekki „þekkt lind“ í þessum skiln­ingi. Með öðrum orð­um: Ef Ísland vill láta taka sig alvar­lega í alþjóð­legri sam­vinnu í lofts­lags­málum þarf að hætta nú þegar að leita að nýjum olíu- og gaslind­um. 

Ísland leggur allt undir meðan aðrir hætta við

Tveir sér­leyf­is­hafar stunda nú rann­sóknir á Dreka­svæð­inu, ann­ars vegar hópur sem leiddur er af kín­verska rík­inu, nánar til­tekið rík­is­ol­íu­fé­lag­inu CNOOC International, og hins vegar hópur sem kanadíska olíu­fé­lag­ið Ithaca Petr­o­leum er í for­svari fyr­ir. Norska rík­is­ol­íu­fyr­ir­tæk­ið Petoro á fjórð­ungs­hlut­deild í hvoru sér­leyfi en íslensk fyr­ir­tæki, Eykon Energy ehf. og Kol­vetni ehf., eru í minni­hluta í hvoru leyfi um sig (15% og 18,75%). Rann­sóknum fyr­ir­tækj­anna hefur að þeirra sögn miðað vel síð­ustu mán­uði. Nið­ur­stöður mæl­inga hjá öðrum hópnum hafa gefið til­efni til áfram­hald­andi rann­sókna, en nið­ur­staðna er beðið frá hinum hópn­um. Ef olía eða gas finnst í vinn­an­legu magni er hugs­an­legt að und­ir­bún­ingur að vinnslu beggja hópa geti hafist innan ára­tugar.

En á sama tíma og fréttir ber­ast af góðum gangi olíu­rann­sókna í íslenskri lög­sögu virð­ist áhugi á norð­ur­slóða­vinnslu fara hratt dvín­andi í kringum okk­ur. Það end­ur­spegl­ast m.a. í þeirri kald­hæðn­is­legu stað­reynd að vegna lít­illar eft­ir­spurnar eftir þjón­ustu rann­sókn­ar­skipa hafa botn­mæl­ingar á Dreka­svæð­inu feng­ist á „algjörum útsölu­prís“, eins og fram kom í frétt á vef Rík­is­út­varps­ins á liðnu vori. Áætl­anir um olíu­leit við Græn­land voru lagðar til hliðar seint á síð­asta ári og stór­fyr­ir­tæk­ið Shell hætti í fyrra við áætl­anir um olíu­vinnslu við strend­ur Alaska, jafn­vel þótt fyr­ir­tækið hefði þá þegar eytt 7 millj­örðum doll­ara í verk­efn­ið. Nýleg ákvörðun Nor­egs um að heim­ila olíu­leit á Barents­hafi hefur sætt gríð­ar­legri and­stöðu og það bíður nú þar­lendra dóm­stóla að skera úr um hvort hún sam­ræm­ist nýlegu umhverf­is­á­kvæði í stjórn­ar­skrá Nor­egs. 

Ástæða þess að fjár­festar halda að sér höndum er einkum verð­lækkun á olíu, hinn óhemju­mikli kostn­aður sem fylgir vinnslu á norð­lægum slóðum og vís­bend­ingar um mun betri ávöxtun fjár­fest­inga í end­ur­nýj­an­legri orku. Að auki leikur eng­inn vafi á því að jarð­efna­vinnsla norðan við heim­skauts­baug felur í sér meiri áhættu en ann­ars stað­ar, enda gera válynd veð­ur, kaldur sjór, miklar fjar­lægðir og vetr­ar­myrkur aðstæður einkar erf­iðar ef til olíuslyss eða olíu­leka kem­ur. Ef alvar­legur olíu­leki verður á Dreka­svæð­inu er alls óvíst hvort hægt verður að end­ur­heimta kostnað vegna við­bragðs- og björg­un­ar­að­gerða af leyf­is­höfum eða trygg­ing­ar­fé­lög­um, hvað þá kostnað vegna tjóns á nátt­úru og þess skaða sem olíu­leki kann að hafa í för með sér fyrir fisk­veið­ar, ferða­þjón­ustu og aðra hluta hag­kerf­is­ins sem eru háð­ir ­nátt­úru­auð­lind­um nær­liggj­andi svæða.  

Jafn­vel þótt litið væri fram hjá skuld­bind­ingum Íslands í lofts­lags­málum er því óhjá­kvæmi­legt að spyrja hvort olíu- og gasvinnsla á Dreka­svæð­inu geti talist rök­rétt ákvörðun í efna­hags­legu til­liti. Er það virki­lega svo að hugs­an­legur hagn­aður Íslend­inga af vinnsl­unni sé þess virði að leggja megi undir hreina ímynd Íslands og orð­spor lands­ins í lofts­lags­málum og taka ófyr­ir­sjá­an­lega áhættu með ferða­þjón­ust­una og fisk­veið­arn­ar? Og hefur það ekki ein­hverja þýð­ingu í þessu sam­hengi að hagn­að­ur­inn af vinnsl­unni kæmi að stóru leyti í hlut erlendra fyr­ir­tækja og ríkja?

Ten­ing­unum hefur verið kastað

Flestir stjórn­mála­flokkar studdu áætl­anir um olíu­vinnslu á Dreka­svæð­inu þegar sér­leyfin voru gefin út árin 2013 og 2014 á grund­velli umhverf­is­skýrslu og þjóð­hags­legs mats frá árinu 2007 og í sam­ræmi við lög nr. 13/2001 um leit, rann­sóknir og vinnslu kol­vetnis (kol­vetn­is­lög). Þess má geta að í umræddri umhverf­is­skýrslu kemur fram að aflað hafi verið „reynslu af bor­unum eftir olíu á svip­uðu eða meira haf­dýpi (t.d. á Mexík­ófló­a)“. Ætla má að sú reynsla hafi fengið nýja merk­ingu eft­ir Deepwa­ter Horizon slysið í Mexík­óflóa árið 2010. Eftir sem áður voru sér­leyfin veitt árin 2013 og 2014, m.a. á grund­velli umhverf­is­skýrsl­unn­ar.

Á und­an­förnum miss­erum hefur orðið við­snún­ingur í afstöðu Sam­fylk­ing­ar­innar og Vinstri grænna til nýt­ingar Dreka­svæð­is­ins, en þessir flokkar vilja nú hverfa frá áformum um vinnslu. Ástæð­urnar fyrir þess­ari stefnu­breyt­ingu eru þær að flokk­arnir telja það að betur athug­uðu máli ósam­rým­an­legt stefnu Íslands í lofts­lags­málum að standa fyrir áhættu­samri olíu­vinnslu á norð­ur­slóð­um, auk þess sem Sam­fylk­ingin telur að það kunni að skaða hags­muni Íslands í tengslum við ferða­þjón­ustu og sjáv­ar­út­veg.

Ljóst er engu að síður að hin póli­tíska ákvörðun um hvort Ísland eigi að vera olíu­ríki hefur verið tek­in, að minnsta kosti í bili. Sér­leyfin fela í sér sam­eig­in­leg rann­sókn­ar- og vinnslu­leyfi sem verða virk í áföng­um. Ef jarð­efni finn­ast í vinn­an­legu magni og sér­leyf­is­hafar upp­fylla skil­yrði sem sett eru fyrir rann­sóknum verða leyfin fram­lengd til vinnslu í allt að 30 ár. Þótt form­lega taki Orku­stofnun sjálf­stæða ákvörðun um fram­leng­ingu leyfanna, sem skal m.a. byggð á umhverf­is- og hag­kvæmn­is­mati þar sem líta þarf til athuga­semda umsagn­ar­að­ila og almenn­ings, er ólík­legt að það ferli leiði eitt og sér til þess að vinnslan verði ekki heim­il­uð. Enda hefur verið gengið út frá því, m.a. af hálfu orku­mála­stjóra, að leyf­is­hafar eigi rétt á skaða­bótum ef sú verður raun­in, jafn­vel þótt enn eigi lögum sam­kvæmt eftir að meta áhrif ein­stakra vinnslu­fram­kvæmda á umhverfið og taka afstöðu til þess hvort vinnslan sé „hag­kvæm frá þjóð­hags­legu sjón­ar­miði“ eins og kveðið er á um í kol­vetn­is­lög­um.

Í umhverf­is­mati vegna áætl­unar stjórn­valda um olíu­leit á Dreka­svæð­inu frá árinu 2007 var ekki fjallað um áhrif olíu­vinnsl­unnar á lofts­lags­breyt­ing­ar. Engin merki eru heldur um að á síð­ari stigum máls­ins hafi farið fram mat á áhrifum vinnsl­unnar á lofts­lags­stefnu Íslands, eða á áhrifum hennar á fjár­hags­lega hags­muni lands­ins af hreinni ímynd og ferða­þjón­ustu, sem hefur aug­ljós­lega allt aðra þýð­ingu fyrir Ísland nú en fyrir tíu árum. Ýmsum spurn­ingum virð­ist því ósvarað um und­ir­bún­ing þeirrar afdrifa­ríku ákvörð­unar að veita sér­leyfin fyrir fáeinum árum.

Skoða þarf málið upp á nýtt

Olíu­vinnsla í heim­inum mun ekki leggj­ast af á næst­unni. Hins vegar ríkir vax­andi sam­staða um að jarð­efna­vinnsla á norð­ur­slóðum sé óverj­andi í umhverf­is­legu til­liti, bæði vegna þess hversu við­kvæmt svæðið er og vegna þess að jarð­efnin sem þar kunna að finn­ast rúm­ast engan veg­inn í lofts­lags­bók­haldi jarð­ar­búa. Nýlega kom fram í úttekt Rík­is­út­varps­ins að aðeins tveir stjórn­mála­flokkar sem eru í fram­boði til Alþingis styðja með beinum hætti olíu­vinnslu á Dreka­svæð­inu, þ.e. Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur. Flestir aðrir flokkar vilja staldra við og skoða hvaða mögu­leikar eru fyrir hendi til að end­ur­skoða stefnu stjórn­valda í mál­inu, jafn­vel þótt það kunni að leiða til greiðslu skaða­bóta til leyf­is­hafa. 

Eins og hér hefur verið rakið mælir allt með því að málið verið skoðað upp á nýtt og skýr­ari afstaða tekin til þess hvernig greiða eigi úr norð­ur­slóða­þver­sögn­inni. Ætlar Ísland að vera for­ystu­ríki í lofts­lags­málum og verndun norð­ur­slóða – eða olíu­ríki sem stundar áhættu­sama jarð­efna­vinnslu á norð­ur­slóð­um? Þessi tvö ólíku hlut­verk fara ekki sam­an. Kosn­ing­arnar á laug­ar­dag fela í sér tæki­færi til að hafa áhrif á þetta val.

Höf­undar starfa hjá Environ­ice – Umhverf­is­ráð­gjöf Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None