Auglýsing

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, stendur nú í ströngu við að reyna að koma saman ríkisstjórn ásamt öðrum stjórnmálamönnum sem kosnir hafa verið til þingsetu. Frá kjördegi 29. október hefur ríkt stjórnarkreppa vegna þess að Bjarna og öðrum leiðtogum stjórnmálaflokkanna hefur ekki tekist að koma saman ríkisstjórn. Vonandi tekst það og vonandi mun nýrri ríkisstjórn ganga vel að sinna störfum sínum og verkefnum, þjóðinni til heilla. 

Mér fannst ekki mikil auðmýkt í því þegar Bjarni sagði það vera „geðveiki“ að geta ekki séð það hversu góð staðan væri á Íslandi og hvað við hefðum það nú öll gott. Alveg óháð því, að Ísland er sannarlega dásamlegt land þar sem fólk býr við meira öryggi en víða annars staðar, þá þurfa stjórnmálamenn að tala varlega þegar svona alhæfingar eru annars vegar. Það er ekki stjórnmálamönnum einum að þakka að staðan nú er eins og hún er, eftir þá miklu erfiðleika sem hagkerfið gekk í gegnum í kjölfar hrunsins. Síðan er líka fólk í þessu landi sem er ekki fætt með silfurskeið í munni og upplifir ekki mikinn efnahagslegan uppgang í sínu lífi. Fjölmiðlar eiga alltaf að leyfa þeim röddum að hljóma jafn hátt og þeim sem koma frá fólkinu með silfurskeiðarnar. 

Inngrip ríkisvaldsins björguðu

Eitt af því sem bjargaði Íslandi var neyðarréttur og fjármagnshöft. Í báðum tilvikum var ríkisvaldinu beitt af alefli til að hindra að markaðurinn fengi einn og óstuddur að skolast niður í svartholið. Það fer ekki mikið fyrir umræðum um hvar sé best að staðsetja þessar aðgerðir á hugmyndafræðilegan mælikvarða. Það sem helst kemur í hugann er að aðstæðurnar á Íslandi staðfesta það, að markaðurinn getur ekki einn og óstuddur verið, eins og sumir halda fram. Það er hollt að minna á það, en um leið að muna að markaðsbúskapur, með skýru regluverki, er nauðsynlegur hagkerfinu.

Auglýsing

Örríkið Ísland er með hagkerfi sem er einn tíundi af hagkerfi Oregon, einu af ríkjum Bandaríkjanna sem er með um fjórar milljónir íbúa. Samt gat þetta svæði, sem er með aðeins 197 þúsund einstaklinga á vinnumarkaði, beitt fordæmalausum aðgerðum til að vernda eigin velferð eingöngu. Þetta gátu stærri þjóðir ekki gert og ekki heldur einstaka svæði innan ríkja, sem þó eru margfalt stærri og áhrifameiri en Ísland í hinum alþjóðavædda heimi viðskiptanna. Fjármálakreppan skall á þessum ríkjum og svæðum með miklu meiri þunga en á Íslandi. Það er síðan efni í annan pistil að velta því upp hvort þessi djúpa kreppa hafi mögulega haft áhrif á gang mála á hinu pólitíska sviði í heiminum að undanförnu. 

Talið varlega

Meðal annars af þessum ástæðum - þessu grunnatriði efnahagsbatans á Íslandi - ættu stjórnmálamenn ekki að tala um það sem einhverja „geðveiki“ ef fólk vill einblína á þá hluti sem þarf að laga, frekar en að njóta veislunnar sem byggir meðal annars á þessu mikla inngripi ríkisins, sem var óhjákvæmilegt og lagði grunninn að árangursríku uppgjöri slitabúanna fyrir almenning.

Nokkra punkta má nefna í þessu samhengi, sem innlegg í málefnalega umræðu um hvað má bæta og laga, þrátt fyrir að staða Íslands sé um margt öfundsverð í samanburði við meðaltal margfalt stærri þjóða út í heimi (mörg svæði innan þeirra, mun stærri en Ísland, eru þó áfram samkeppnishæfari en Ísland um flest, en það er önnur saga).

1. Það var ekki skemmtileg hátíðargjöf sem starfsmenn Actavis í Hafnarfirði fengu í lok ársins þegar 106 starfsmenn fengu uppsagnarbréf. Um 150 starfsmenn til viðbótar munu svo missa vinnuna á næstu misserum. Engin sambærileg störf eru á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er áfall fyrir íslenskt efnahagslíf þar sem uppbygging Actavis var lengi vel ein af árangurssögum úr íslensku efnahagslífi þar sem alþjóðlegt fyrirtæki hefur náð að festa rætur á alþjóðamörkuðum, með starfsemi á Íslandi sem hryggjarstykki. Þó það hafi verið ljóst um nokkurt skeið, í hvað væri að stefna, þá þarf að rýna þessa sögu til gagns fyrir framtíðina.

2. Vinnumálastofnun greindi frá því á dögunum að 7.300 ný störf hefðu orðið til í hagkerfinu á árinu 2016 sem væri met. Nær öll störfin urðu til innan fyrirtækja í ferðaþjónustu og síðan í byggingariðnaði. Þetta er ánægjulegt, en um leið umhugsunarefni. Betri hefði verið að sjá tölur sem sýndu að ný störf væru líka að verða til í hinum svonefnda alþjóðageira, þar sem alþjóðleg þekkingarfyrirtæki sækja fram á alþjóðamörkuðum. Það er stórt og mikilvægt mál til framtíðar litið, að efla þennan hluta hagkerfisins. Með öðrum orðum: þrátt fyrir mikinn uppgang í ferðaþjónustu og byggingariðnaði, þá má ekki gleyma því að horfa á stöðu mála hjá hinum fáu en mikilvægu alþjóðavæddu fyrirtækjum sem við eigum. Þau skipta miklu máli.

3. Eitt af því sem ríkisstjórnum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar mistókst að gera var að búa til skýrt og gott regluverk til að auðvelda aðgangsstýringu við náttúruperlur. Það er ekki bara við Ragnheiði Elínu að sakast í þeim efnum, því hún kom fram með tillögur sem samþykktar voru í ríkisstjórn en stöðvuðust í þinginu. Það sem kom í ljós var að flokkarnir voru ekki tilbúnir með gott plan í þessum efnum. Sérstaklega beinast spjótin að þjóðgörðunum og hvernig á að skipuleggja aðgangsstýringu í þeim. Gjaldtaka er þar augljós og sjálfsögð. En það verður að útfæra hana rétt þannig að góð aðstaða byggist upp og gætt sé að öryggissjónarmiðum og góðum samgöngum. Ný ríkisstjórn verður að taka þetta alvarlega. Vinna hratt og vel. Koma fram með lausnir sem nýtast vel.

4. Ný ríkisstjórn verður að hlusta á neyðarópin úr menntakerfinu. Í fyrsta lagi eru það niðurstöður alþjóðlegra kannanna á grunnskólastarfi, sem benda til þess að við þurfum að gera betur, og síðan áhyggjuraddir okkar helstu fræðimanna og rannsakenda. Vandinn tengist beint stöðu heilbrigðiskerfisins. Allt bendir til þess að menntakerfi okkar Íslendinga sé ekki að skila nægilega góðum árangri og sé undirfjármagnað. Það þarf ekki neina „geðveiki“ til að meta málin þannig að þetta sé áhyggjumál.


Þrátt fyrir uppgangstíma verður ný ríkisstjórn að horfa á þessi mál, sem hér eru talin upp, og koma fram með trúverðuga stefnu. Ísland er gott land með mikil náttúrunnar gæði - líklega efast enginn um það - en verkefnið er að bæta það sem er fyrir og reyna að undirbúa farveginn fyrir komandi kynslóðir. Vonandi tekst stjórnvöldum vel upp, hvaða flokkar sem það verða sem verða við stýrið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None