Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, stendur nú í ströngu við að reyna að koma saman rík­is­stjórn ásamt öðrum stjórn­mála­mönnum sem kosnir hafa verið til þing­setu. Frá kjör­degi 29. októ­ber hefur ríkt stjórn­ar­kreppa vegna þess að Bjarna og öðrum leið­togum stjórn­mála­flokk­anna hefur ekki tek­ist að koma saman rík­is­stjórn. Von­andi tekst það og von­andi mun nýrri rík­is­stjórn ganga vel að sinna störfum sínum og verk­efn­um, þjóð­inni til heilla. 

Mér fannst ekki mikil auð­mýkt í því þegar Bjarni sagði það vera „geð­veiki“ að geta ekki séð það hversu góð staðan væri á Íslandi og hvað við hefðum það nú öll gott. Alveg óháð því, að Ísland er sann­ar­lega dásam­legt land þar sem fólk býr við meira öryggi en víða ann­ars stað­ar, þá þurfa stjórn­mála­menn að tala var­lega þegar svona alhæf­ingar eru ann­ars veg­ar. Það er ekki stjórn­mála­mönnum einum að þakka að staðan nú er eins og hún er, eftir þá miklu erf­ið­leika sem hag­kerfið gekk í gegnum í kjöl­far hruns­ins. Síðan er líka fólk í þessu landi sem er ekki fætt með silf­ur­skeið í munni og upp­lifir ekki mik­inn efna­hags­legan upp­gang í sínu lífi. Fjöl­miðlar eiga alltaf að leyfa þeim röddum að hljóma jafn hátt og þeim sem koma frá fólk­inu með silf­ur­skeið­arn­ar. 

Inn­grip rík­is­valds­ins björg­uðu

Eitt af því sem bjarg­aði Íslandi var neyð­ar­réttur og fjár­magns­höft. Í báðum til­vikum var rík­is­vald­inu beitt af alefli til að hindra að mark­að­ur­inn fengi einn og óstuddur að skol­ast niður í svart­holið. Það fer ekki mikið fyrir umræðum um hvar sé best að stað­setja þessar aðgerðir á hug­mynda­fræði­legan mæli­kvarða. Það sem helst kemur í hug­ann er að aðstæð­urnar á Íslandi stað­festa það, að mark­að­ur­inn getur ekki einn og óstuddur ver­ið, eins og sumir halda fram. Það er hollt að minna á það, en um leið að muna að mark­aðs­bú­skap­ur, með skýru reglu­verki, er nauð­syn­legur hag­kerf­inu.

Auglýsing

Örríkið Ísland er með hag­kerfi sem er einn tíundi af hag­kerfi Oregon, einu af ríkjum Banda­ríkj­anna sem er með um fjórar millj­ónir íbúa. Samt gat þetta svæði, sem er með aðeins 197 þús­und ein­stak­linga á vinnu­mark­aði, beitt for­dæma­lausum aðgerðum til að vernda eigin vel­ferð ein­göngu. Þetta gátu stærri þjóðir ekki gert og ekki heldur ein­staka svæði innan ríkja, sem þó eru marg­falt stærri og áhrifa­meiri en Ísland í hinum alþjóða­vædda heimi við­skipt­anna. Fjár­málakreppan skall á þessum ríkjum og svæðum með miklu meiri þunga en á Íslandi. Það er síðan efni í annan pistil að velta því upp hvort þessi djúpa kreppa hafi mögu­lega haft áhrif á gang mála á hinu póli­tíska sviði í heim­inum að und­an­förn­u. 

Talið var­lega

Meðal ann­ars af þessum ástæðum - þessu grunn­at­riði efna­hags­batans á Íslandi - ættu stjórn­mála­menn ekki að tala um það sem ein­hverja „geð­veiki“ ef fólk vill ein­blína á þá hluti sem þarf að laga, frekar en að njóta veisl­unnar sem byggir meðal ann­ars á þessu mikla inn­gripi rík­is­ins, sem var óhjá­kvæmi­legt og lagði grunn­inn að árang­urs­ríku upp­gjöri slita­bú­anna fyrir almenn­ing.

Nokkra punkta má nefna í þessu sam­hengi, sem inn­legg í mál­efna­lega umræðu um hvað má bæta og laga, þrátt fyrir að staða Íslands sé um margt öfunds­verð í sam­an­burði við með­al­tal marg­falt stærri þjóða út í heimi (mörg svæði innan þeirra, mun stærri en Ísland, eru þó áfram sam­keppn­is­hæf­ari en Ísland um flest, en það er önnur saga).

1. Það var ekki skemmti­leg hátíð­ar­gjöf sem starfs­menn Act­a­vis í Hafn­ar­firði fengu í lok árs­ins þegar 106 starfs­menn fengu upp­sagn­ar­bréf. Um 150 starfs­menn til við­bótar munu svo missa vinn­una á næstu miss­er­um. Engin sam­bæri­leg störf eru á íslenskum vinnu­mark­aði. Þetta er áfall fyrir íslenskt efna­hags­líf þar sem upp­bygg­ing Act­a­vis var lengi vel ein af árang­urs­sögum úr íslensku efna­hags­lífi þar sem alþjóð­legt fyr­ir­tæki hefur náð að festa rætur á alþjóða­mörk­uð­um, með starf­semi á Íslandi sem hryggjar­stykki. Þó það hafi verið ljóst um nokk­urt skeið, í hvað væri að stefna, þá þarf að rýna þessa sögu til gagns fyrir fram­tíð­ina.

2. Vinnu­mála­stofnun greindi frá því á dög­unum að 7.300 ný störf hefðu orðið til í hag­kerf­inu á árinu 2016 sem væri met. Nær öll störfin urðu til innan fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu og síðan í bygg­ing­ar­iðn­aði. Þetta er ánægju­legt, en um leið umhugs­un­ar­efni. Betri hefði verið að sjá tölur sem sýndu að ný störf væru líka að verða til í hinum svo­nefnda alþjóða­geira, þar sem alþjóð­leg þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki sækja fram á alþjóða­mörk­uð­um. Það er stórt og mik­il­vægt mál til fram­tíðar lit­ið, að efla þennan hluta hag­kerf­is­ins. Með öðrum orð­um: þrátt fyrir mik­inn upp­gang í ferða­þjón­ustu og bygg­ing­ar­iðn­aði, þá má ekki gleyma því að horfa á stöðu mála hjá hinum fáu en mik­il­vægu alþjóða­væddu fyr­ir­tækjum sem við eig­um. Þau skipta miklu máli.

3. Eitt af því sem rík­is­stjórnum Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar og Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar mistókst að gera var að búa til skýrt og gott reglu­verk til að auð­velda aðgangs­stýr­ingu við nátt­úruperl­ur. Það er ekki bara við Ragn­heiði Elínu að sakast í þeim efn­um, því hún kom fram með til­lögur sem sam­þykktar voru í rík­is­stjórn en stöðv­uð­ust í þing­inu. Það sem kom í ljós var að flokk­arnir voru ekki til­búnir með gott plan í þessum efn­um. Sér­stak­lega bein­ast spjótin að þjóð­görð­unum og hvernig á að skipu­leggja aðgangs­stýr­ingu í þeim. Gjald­taka er þar aug­ljós og sjálf­sögð. En það verður að útfæra hana rétt þannig að góð aðstaða bygg­ist upp og gætt sé að örygg­is­sjón­ar­miðum og góðum sam­göng­um. Ný rík­is­stjórn verður að taka þetta alvar­lega. Vinna hratt og vel. Koma fram með lausnir sem nýt­ast vel.

4. Ný rík­is­stjórn verður að hlusta á neyð­ar­ópin úr mennta­kerf­inu. Í fyrsta lagi eru það nið­ur­stöður alþjóð­legra kann­anna á grunn­skóla­starfi, sem benda til þess að við þurfum að gera bet­ur, og síðan áhyggju­raddir okkar helstu fræði­manna og rann­sak­enda. Vand­inn teng­ist beint stöðu heil­brigð­is­kerf­is­ins. Allt bendir til þess að mennta­kerfi okkar Íslend­inga sé ekki að skila nægi­lega góðum árangri og sé und­ir­fjár­magn­að. Það þarf ekki neina „geð­veiki“ til að meta málin þannig að þetta sé áhyggju­mál.



Þrátt fyrir upp­gangs­tíma verður ný rík­is­stjórn að horfa á þessi mál, sem hér eru talin upp, og koma fram með trú­verð­uga stefnu. Ísland er gott land með mikil nátt­úr­unnar gæði - lík­lega efast eng­inn um það - en verk­efnið er að bæta það sem er fyrir og reyna að und­ir­búa far­veg­inn fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Von­andi tekst stjórn­völdum vel upp, hvaða flokkar sem það verða sem verða við stýr­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None