Umferðin mín og umferðin þín

Auglýsing

Í opin­berri umræðu um umferð­ar­mál má skilja sem svo að helstu áhyggjur borg­ar­búa séu umferð­ar­tafir, of litlar götur og of lít­ill umferð­ar­hraði. Í störfum mínum fyrir Umhverf­is- og skipu­lags­ráð borg­ar­innar hitti ég fjölda íbúa vegna þeirra mála sem ráðið snerta. Ég get auð­veld­lega full­yrt að í þeim sam­tölum sem fram fara á íbúa­fundum eru allt önnur sjón­ar­mið uppi en ráða má af umræð­unni í fjöl­miðl­um. Þegar fólk ræðir um sitt nærum­hverfi, hverfið sitt, borg­ar­hlut­ann sinn þá eru það ekki umferð­ar­tafir sem liggja þyngst á íbú­um.

Hraðakstur

Fólk hefur áhyggjur af hraðakstri á göt­unum sem hindrar börn í að njóta til fulls ferða­frelsis án áhyggna for­eldr­anna. Aðgengi að íþróttum og öðrum tóm­stundum þykir víða skert því börn búa „öf­ugu megin við veg­inn“ og treysta sér síður yfir. Sú fram­kvæmd sem oft­ast er stungið upp á er hraða­hindr­un. Það er varla til sú gata í borg­inni þar sem íbúar hafa ekki tekið höndum saman og óskað eftir hraða­hindrun því þeim stendur uggur af hraðakstr­in­um.  Í svip­inn man ég ekki eftir hraða­hindrun sem sett hefur verið niður að frum­kvæði borg­ar­yf­ir­valda.  Að baki hverri þreng­ingu, öldu eða kodda er sam­an­tekin áskorun íbúa um að fara í stríð við hrað­ann í sínu hverfi.

Loft­mengun

Fólk hefur áhyggjur af loft­mengun og ekki að ástæðu­lausu. Bæði eitr­aðar loft­teg­undir og svifryk er mikil heilsu­far­sógn við alla borg­ar­búa. En ekki síst steðjar ógnin að þeim sem búa þar sem umferðin sker hverfið sund­ur, rétt utan við stofu­glugg­ann og þar sem leik­skól­arnir standa mitt á milli umferð­ar­æð­anna. Fólk getur farið í enda­lausar hár­tog­anir um upp­runa svifryks. Við þekkjum af rann­sóknum að hættu­leg­ustu agn­irn­ar, þær smæstu, koma úr vélum dísel­bíla. Bremsu­borðaryk er stór hluti ryks­ins sem og salt, aska, mold og mal­bik. En upp­runinn er samt alltaf bíla­um­ferð­in. Eftir því umferð­ing meiri því meira ryk og eftir sem umferðin er hrað­ari dreif­ist rykið víð­ar.

Auglýsing

Hávaði

Fólk hefur áhyggjur af og kvartar yfir hávaða af bíla­um­ferð­inni. Í hverfum þar sem áður var meiri rósemd áður en umferðin tók vaxt­ar­kipp er helsta áskor­unin sem við í for­svari fyrir umferð­ar­málin fáum að fjár­festa í hljóð­varn­ar­múr­um. Hávað­inn helst í hendur við fjölda bíla en aðal­lega helst hann í hendur við hrað­ann á göt­un­um. Fyrir utan hljóð­vegg­ina sem reistir hafa verið er fjöldi íbúa sem hefur fengið styrk til að bæta ein­angrun í glugg­um. Það er ekki að ástæðu­lausu því heilsu­far fólks og geta til að ein­beita sér að störfum sínum líður fyrir hávað­ann.

Túristar­útur

Fólk kvartar yfir því að túristar­útur þeysi um göt­urnar sínar dag og nótt með til­heyr­andi raski. Eitt algeng­asta umkvört­un­ar­efnið sem við fáum lýtur að þessum mál­um. Íbúum þykir rút­urnar ekki bara skapa hávaða og loft­mengun heldur fari þær illa með borg­ar­um­hverf­ið, stansi á miðjum götum og uppi á gang­stétt­um. Þegar reynt er að skapa rými fyrir rút­urnar heyr­ist oftar en ekki í almenn­ingi að betra væri að banna þær með öllu.

Að koma vanda sínum yfir á aðra

Það er ekki fyrr en við förum að tala um umferð­ina í öðrum hverfum eða á ótil­greindum stað í borg­inni sem er ekki nálægt hús­inu okk­ar, heldur nálægt heim­ilum ann­arra að umræðan fer að snú­ast upp í kvart­anir yfir að umferðin fái ekki nógu mikið pláss. Sem betur fer eru þó íbúa­fundir yfir­leitt um ástandið í því hverfi sem fólk býr í sjálft en ekki hvernig fólk myndi vilja sjá önnur hverfi þró­ast. Okkur sem sitjum í Umhverf­is- og skipu­lags­ráði er upp­álagt að hugsa fyrir almanna­hags­munum en ekki síður sjá til þess að ekki sé gengið á hlut borg­ar­búa í einu hverfi þegar íbúar í öðrum hverfum ásæl­ast lífs­gæðin og vilja breyta þeim í greiða umferð.

Höf­undur er verk­fræð­ingur og full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar í umhverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None