Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Topp 10 – Réttarhöld í sögunni

miloo.png
Auglýsing

Þau eru fjölmörg réttarhöldin sem hafa skipt sköpum í gegnum tíðina. Í tilefni páska tók Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur saman lista yfir topp tíu réttarhöldin í sögunni. 

1. Nuremberg réttarhöldin

Nuremberg, 1946


Eftir seinni heimsstyrjöldina ákváðu bandamenn að draga leiðtoga nasista fyrir sérstakan dómstól til að svara fyrir þennan mesta hildarleik sögunnar. Reyndar var um mörg réttarhöld að ræða en þau frægustu voru haldin yfir 24 æðstu mönnum ríkisins sem ennþá voru á lífi. Robert Ley framdi sjálfsmorð fyrir réttarhöldin og Hermann Göring eftir að dómur féll. Auk þess var réttað yfir Martin Bormann í fjarveru hans en hann var þá þegar látinn. Ákæran á hendur þeim var samsæri um að spilla heimsfriði, að heyja árásarstríð, stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni (hugtak sem þangað til var nánast óþekkt). Sakborningarnir báru fyrir sig að þeir hafi verið að fylgja skipunum og kölluðu réttarhöldin réttlæti sigurvegaranna. Það fór þó þannig að 4 af þeim voru sýknaðir, 7 fengu langa fangelsisdóma og 12 af þeim voru dæmdir til dauða og hengdir 16. október sama ár.

Auglýsing

2. Jóhanna af Örk

Rouen, 1431


Jóhanna af Örk hafði leitt Frakka úr vonlausri stöðu í hundrað ára stríðinu. Hún var þó tekin til fanga af Búrgundum, bandamönnum Englendinga. Frakkakonungur borgaði ekki lausnargjald og því var réttað yfir henni af enskum kirkjudómstól. Englendingar höfðu verið niðurlægðir af ólæsri bændastúlku og því hlaut eitthvað meira að liggja að baki. Hún var kærð fyrir galdur, trúvillu og að ganga í karlmannsfötum. Yfirheyrslurnar stóðu lengi yfir en hún játaði aldrei. Undir lok réttarhaldanna mætti hún í karlmannsfötum, að sögn til að verja sig frá kynferðislegu áreiti varðanna, og þótti það bera merki um sekt hennar. Hún var dæmd trúvillingur og brennd lifandi í Rouen 30. maí sama ár. Eitt helsta meistaraverk leikstjórans Carls Dreyer er La Passion de Jeanne d´Arc frá árinu 1928, mynd sem byggð var á réttarskjölunum.


still-of-maria-falconetti-in-the-passion-of-joan-of-arc-(1928)-large-picture

3. Moskvuréttarhöldin

Moskva, 1936-1938


Réttarhöldin voru sýndarmennska frá A til Ö, notuð til að réttlæta aftökur og fordæmingu á óvinum eða réttara sagt hugsanlegum óvinum Jósefs Stalíns. Milljónir manna fórust í hreinsunum Stalíns úr öllum stéttum samfélagsins og enn fleiri voru send í þrælkunarbúðir í Síberíu. Einungis topparnir voru dregnir fyrir rétt. Þeir voru ákærðir fyrir að vinna gegn byltingunni og sovéskum gildum, morð, morðtilraunir, njósnir og landráð. Meðal sakborninga voru Bukharin, Rykov, Zinoviev, Kamenev og Radek o.fl. Þetta voru „gömlu bolshevíkarnir“, valdaklíkan í kringum Vladimír Lenín að undanskildum Stalín sjálfum. Einungis þeir sem játuðu skilyrðislaust og þóttu minnsta ógnin „sluppu“ með Síberíuvist. Langflestir voru dæmdir til dauða og skotnir á innan við sólarhring frá dómsuppkvaðningu.

4. Roe vs Wade

Washington, 1971-1973


Málið snerist um gölluð og úrelt fóstureyðingarlög í Texasfylki Bandaríkjanna. Sækjandinn var ung þunguð kona, Norma McCorvey (Jane Roe í málsgögnum) sem á endanum átti barnið og gaf til ættleiðingar. Hún kom þó aldrei í réttarsal heldur einungis lögfræðingar hennar sem höfðu leitað eftir slíku máli. Málið leitaði alla leið til hæstaréttar í Washington sem á endanum dæmdi Roe í hag og upp frá því hafa fóstureyðingar verið löglegar í Bandaríkjunum. Málið klauf þjóðina í tvennt. Talað er um Pro-Choice ef fólk styður óskilyrtan rétt til fóstureyðinga og Pro-Life ef fólk hafnar honum. McCorvey sjálf hefur snúist yfir í seinni hópinn og segist sjá eftir málsókninni.


tumblr_lfg6dvMWSF1qzr6zyo1_500

5. Oscar Wilde

London, 1895


Oscar Wilde var einn virtasti rithöfundur og leikritaskáld síns tíma. Hann átti í ástarsambandi við son markgreifans af Queensberry sem líkaði það illa. Hann kallaði Wilde „sódómíta“ á leiksýningu og Wilde brást við með því að höfða meiðyrðamál. Það reyndist þó feigðarför því að Wilde var vissulega samkynhneigður og upp komst um fyrri ástarsambönd hans. Hann var handtekinn og ákærður fyrir kynvillu. Málsvörn hans fólst í því að samband hans við karlmennina hafi verið andlegt en ekki kynferðislegt. Kviðdómurinn gat ekki komið sér saman og því þurfti önnur réttarhöld. Sá kviðdómur sakfelldi Wilde og hann var dæmdur til tveggja ára þrælkunarvinnu. Þar skrifaði hann eitt af sínum frægustu verkum, De Profundis (Úr djúpunum).

6. Slobodan Milosevic

Haag, 2002-2006


Milosevic hraktist frá völdum í Serbíu og var loks framseldur til aþjóða stríðsglæpadómstólsins, sakaður um stríðsglæpi og þjóðarmorð í átökunum í Bosníu í upphafi tíunda áratugarins. Hann neitaði aftur á móti að viðurkenna lögsögu dómstólsins og varði sig sjálfur. Réttarhöldin drógust á langinn og loks lést hann úr hjartaáfalli í fangaklefa sínum áður en niðurstaða fékkst. Seinna ályktaði dómstóllinn að Serbar væru ekki beinir gerendur að þjóðarmorðinu í Bosníu en hefðu brugðist því að koma í veg fyrir það og hefðu ekki sýnt samvinnu við að koma þeim seku til réttlætis. Þó að Milosevic hafi ekki verið dæmdur sýndu réttarhöldin þó að alþjóðasamfélagið hafði burði til að draga fyrrum þjóðhöfðingja til saka fyrir glæpi þeirra í starfi.


milosevic

7. Galileo Galilei

Róm, 1633


Galileo var einn af merkustu og frægustu vísindamönnum endurreisnarinnar. Það voru þó ekki hans eigin kenningar sem komu honum í klandur heldur kenningar prússneska stjörnufræðingsins Nicolaus Copernicus. Kenningin var sú að jörðin snúist í kringum sólina en ekki öfugt. Þetta stangaðist harkalega á við kenningar kirkjunnar um að jörðin væri miðpunktur alheimsins. Því var hann í tvígang dreginn fyrir rómverska rannsóknarréttinn. Hann var fundinn sekur um trúvillu, verk hans voru bönnuð og hann sjálfur settur í stofufangelsi. Galileo, sem var tæplega sjötugur, hætti þó ekki að vinna að vísindum en lofaði að kenna ekki framar það sem stangaðist á við kenningar kirkjunnar. Það var ekki fyrr en á 20. öld sem kirkjan viðurkenndi mistök sín og hreinsaði nafn Galileos.

8. Ted Bundy

Miami, 1979


Ted Bundy var einn af alræmdustu fjöldamorðingjum Bandaríkjanna en hann myrti að minnsta kosti 30 konur á einungis fjórum árum. Hann var einnig kynferðislega brenglaður nauðgari og náriðill. Glæpi sína framdi hann í mörgum fylkjum en það var í Flórída sem hann var ákærður fyrir árás á nokkrar stúlkur úr Florida State háskólanum. Tvær af þeim létust og Bundy stóð því frammi fyrir dauðarefsingu. Réttarhöldin sjálf voru stórmerkileg. Þetta var í fyrsta skipti sem réttarhöldum var sjónvarpað og nokkur hundruð manna alþjóðlegur fjölmiðlaher fylgdist grannt með. Bundy varði sig sjálfur og einhvern veginn fór hann að því að eignast töluvert marga aðdáendur, aðallega kvenkyns. Toppurinn á biluninni var þegar hann gifti sig í réttarsalnum í miðri vitnaleiðslu. Hann var dæmdur til dauða og í kjölfarið játaði hann á sig ótal morða. Hann var tekinn af lífi með rafmagnsstól árið 1989.


article-2412873-1BA4A735000005DC-811_634x412

9. Sókrates

Aþena, 399 f.Kr


Einn frægasti heimspekingur allra tíma var sakaður um trúvillu og að spilla æskunni með óæskilegum kenningum. Það sem stóð í raun að baki ákærunni var valdabarátta innan Aþenu. Sókrates þótti styðja ólýðræðisleg öfl og talað gegn þáverandi valdhöfum í borginni. Hann var orðinn sjötugur en hafði ennþá töluverðan áhrifamátt og marga fylgismenn. 500 dómendur kusu um afdrif hans í leynilegri kosningu. 280 kusu sekt en 220 sakleysi. Sækjendur vildu fá dauðadóm en Sókrates stakk upp á fjársekt sem lærisveinar hans buðust til þess að greiða. Dómendur kusu fyrri kostinn og Sókrates var neyddur til þess að drekka bikar fullan af eitri. Málið var tekið fyrir af alþjóðlegri nefnd  í Aþenu árið 2012 og réttað upp á nýtt. Sókrates var sýknaður í það skiptið því að atkvæði féllu jöfn.

10. Aparéttarhöldin

Dayton, Tennessee, 1925


Menntaskólakennarinn John Scopes var fenginn til að játa það á sig að hafa kennt nemendum sínum þróunarkenningu Darwins í ríkisreknum skóla. Það stríddi gegn lögum Tenneseefylkis á þeim tíma. Réttarhöldin voru þó meira gjörningur til að koma smábænum Dayton á kortið. Saksóknarinn var William Jennings Bryan, sem í þrígang var forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, en hann lést örfáum dögum eftir réttarhöldin. Verjandinn var Clarence Darrow, mannréttindafrömuður og einn þekktasti lögfræðingur landsins á þeim tíma. Barátta þeirra er goðsagnakennd og hefur mikið verið skrifað um hana. Scopes var dæmdur til fjársektar sem var svo felld niður. En merkilegt nokk þá standa deilurnar um þróunarkenninguna ennþá yfir í Bandaríkjunum.


Clarence Darrow og William Jennings Bryan. Darrow var lögmaður Scopes og Jennings Bryan sérfræðingur í Biblíunni sem saksóknari kallaði til.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None