Mynd: Evertonfc.com gylfi18.08.2017
Mynd: Evertonfc.com

Eyðslumet verður sett í Englandi...og verðmiðarnir eiga bara eftir að hækka

Ensku úrvaldsdeildarfélögin hafa eytt um 1.100 milljónum punda í leikmenn og hafa enn tvær vikur til að bæta við. Fjögur lið hafa eytt yfir 130 milljónum punda og tíu lið hafa bætt eyðslumet sitt. Ekkert bendir til þess að bólan sé að springa.

Ensku úrvalds­deild­ar­fé­lögin hafa eytt um 1.100 millj­ónum punda í leik­menn og hafa enn tvær vikur til að bæta við. Fjögur lið hafa eytt yfir 130 millj­ónum punda og tíu lið hafa bætt eyðslu­met sitt. Ekk­ert bendir til þess að bólan sé að springa.

Félögin í efstu deild í Englandi hafa þegar eytt tæp­lega 1.100 millj­ónum punda, um 150 millj­örðum króna, í nýja leik­menn í yfir­stand­andi félaga­skipta­glugga. Það þýðir að þau hafa nú þegar eytt nán­ast jafn miklu og félögin gerðu í sum­ar­glugg­anum 2016, þegar heildar­eyðslan fór í fyrsta sinn yfir millj­arð pund og end­aði í 1.194 millj­ónum punda. Og það eru enn tæpar tvær vikur eftir þar til glugg­inn lok­ar.

Á þessum tíma í fyrra voru félögin ekki búin að eyða nærri því svona hárri fjár­hæð. Þekkt er að mestum fjár­­hæðum er iðu­­lega eytt á enda­­sprett­in­um, rétt áður en glugg­­anum er lok­að. Sum­arið 2015 var til að mynda fimmt­ungur allra kaup­verða greiddur út í síð­ustu vik­unni. Það breytt­ist lítið í fyrra.

Stór við­skipti eins og kaup PSG á Neymar fyrir 200 millj­ónir punda, eða kaup Everton á Gylfa Sig­urðs­syni fyrir alls um 45 millj­ónir punda, hrinda vana­lega af stað keðju­verk­un. Barcelona þarf að kaupa leik­menn í stað Neymars og ef þeir ná í Phil­ippe Cou­inho frá Liver­pool þarf Liver­pool að kaupa sterkan leik­mann í hans stað. Swan­sea þarf að gera slíkt hið sama til að fylla skarð Gylfa. Og svo koll af kolli. Við slíkar aðstæð­ur, og þegar nær dregur enda glugg­ans, hefur verð­mið­inn á leik­mönn­um, sem þegar er orð­inn klikk­aður í sum­ar, til­hneig­ingu til að hækka enn frek­ar.

Það blasir því við að nýtt eyðslu­met verður sett þetta sum­ar­ið.

Eyða marg­falt meira en fyrir ára­tug

Mikil verð­­bólga hefur verið í eyðslu lið­anna í ensku úrvals­­deild­inni á und­an­­förnum árum. Fyrir ára­tug eyddu þau til að mynda sam­tals 260 millj­­ónum punda í nýja leik­­menn í sum­­­ar­­glugg­an­­um. Nú stefnir í að eyðslan verði fjórum sinnum meiri og þetta sumar er það fimmta í röð sem nýtt eyðslu­­met er sett.

Alls hafa tíu félög í ensku úrvals­deild­inni bætt eyðslu­metið sitt í sum­ar:

  • Chel­sea borg­aði 58 millj­ónir punda fyrir Álvaro Morata

  • Arsenal, borg­aði 52 millj­ónir punda fyrir Alex­andre Lacazette

  • Everton,borg­aði 45 millj­ónir punda fyrir Gylfi Sig­urds­son

  • Liver­pool borg­aði 39 millj­ónir punda fyrir  Mohamed Salah

  • West Ham borg­aði 24 millj­ónir punda fyrir Marko Arnautovic

  • Bour­nemouth borg­aði 19,4 millj­ónir punda fyrir Nathan Aké

  • Watford, borg­aði 18,5  millj­ónir punda fyrir Andre Gray

  • Sout­hampton, borg­aði 18 millj­ónir punda fyrir Mario Lem­ina

  • Brighton, borg­aði 11,7 millj­ónir punda fyrir  Davy Pröpper

  • Hudd­ers­fi­eld, borg­aði 11 millj­ónir punda fyrir Steve Mounié

Dýr­asti leik­mað­ur­inn sem enskt lið hefur hins vegar keypt er Romelu Lukaku, sem fór frá Everton til Manchester United fyrir 75 millj­ónir punda. Sá verð­miði gæti reyndar hækkað um 20 millj­ónir punda ef vel gengur hjá Lukaku og Manchester United á næstu árum.

Það lið sem hefur eytt lang­mestum pen­ingum er Manchester City. Þeir hafa keypt leik­menn fyrir 220 millj­ónir punda, mest­megnis bak­verði. Sam­tals hefur Pep Guardi­ola eytt yfir 400 millj­ónum punda í nýja leik­menn frá því að hann tók við stjórn­ar­taumunum hjá lið­unum fyrir rúmu ári sið­an. Þrjú önnur lið hafa eytt vel yfir 100 millj­ónum punda í leik­menn það sem af er sumri. Það kemur kannski ekki á óvart að tvö þeirra eru Manchester United og Chel­sea, en óvenju­legra er að Everton, sem er frekar þekkt fyrir að eyða nán­ast engum pen­ingi nettó, hefur keypt leik­menn fyrir 133 millj­ónir punda. Reyndar verður að fylgja sög­unni að liðið hefur líka selt leik­menn fyrir nálægt 100 millj­ónum punda og á enn eftir að selja nokkra leik­menn til við­bót­ar.

Og vert er að benda á að liðin í efstu deild hafa aldrei fengið jafn mikið fé fyrir leik­menn sem hafa verið seldir eins og í yfir­stand­andi glugga, eða um 525 millj­ónir punda. Nettó eyðslan er því rúm­lega 500 millj­ónir punda eins og stend­ur.

Risa­­vaxnir sjón­­varps­­samn­ingar

Ástæðan fyrir þess­­ari miklu eyðslu er aug­­ljós. Það eru rosa­­legir fjár­­hags­­legir hags­munir undir í því að halda sæti sínu á meðal þeirra bestu í Englandi og fyrir betri liðin aukast þeir hags­munir eftir því sem þau lenda ofar á töfl­unni í lok tíma­bils.

Ástæða ástæð­unnar er umfang ­sjón­varps­rétt­­­ar­­­samn­ing, sem hefur auk­ist gríð­­­ar­­­lega sam­hliða aukn­um vin­­­sældum ensku úrvals­­­deild­­­ar­innar og fleiri kepp­­­ast nú um að kom­­­ast yfir­ rétt­inn en áður. Í byrjun  árs 2015 var gerður nýr samn­ingur sem er að mörg­um talin nærri gal­in. Þá var rétt­­­ur­inn fyrir árin 2016-2019 seldur fyrir 5,2 millj­­­arða punda. Það þýðir að Sky Sports og BT Sport, sem keyptu rétt­inn, borga ­meira en tíu milljón pund fyrir hvern leik sem stöðv­­­­­arnar sýna.

Til sam­an­­­burðar má ­nefna að samn­ing­­­ur­inn sem var í gildi fyrir árin 2013 til 2016 kost­aði um þrjá millj­­­arða punda. Og þegar úrvals­­­deildin var sett á fót árið 1992 var ­sjón­varps­rétt­­­ur­inn seldur til sex ára fyrir 191 milljón punda. Til að setj­a þann vöxt á sölu­­­tekjum sjón­varps­réttar í sam­hengi þá fengu liðin í deild­inn­i ­sam­tals 32 millj­­­ónir punda á með­­­al­tali á árið á tíma­bil­inu 1992 til 1997. Á ár­unum 2016 til 2019 fá þau um 1,3 millj­­­arða punda til skipt­anna.

Til við­­­bótar segja enskir fjöl­miðlar að salan á alþjóð­­­legum sýn­ing­­­ar­rétti á enska bolt­­­anum skili ensku úrvals­­­deild­inni þremur millj­­­örðum punda á samn­ings­­­tím­an­­­um. Sam­tals verður rétt­­­ur­inn því seldur fyrir um eitt þús­und og fjögur hund­ruð millj­­­arða ­ís­­­lenskra króna. Eina íþrótta­­­deildin í heim­inum sem þénar meira vegna seldra ­sjón­varps­rétta er banda­ríska NFL-­­­deild­in.

Nú standa yfir við­ræður um samn­ing sem tekur gildi eftir 2019. Og sam­kvæmt fréttum breskra miðla verður hann enn hærri. Það er því ekk­ert sem bendir til þess að tími gölnu kaupanna sé að renna sitt skeið. Þvert á móti er við­búið að verð­mið­arnir muni hækka enn frekar á næstu árum.

Keðju­verkun

Enska úrvals­­deildin er alveg sér á báti þegar kemur að vin­­sældum og pen­inga­flæði. Þetta vita önnur lið í öðrum deild­um, hvort sem um er að ræða neðri deild­­irnar í Englandi eða aðrar deild­­ar­keppnir í heim­in­­um.

Það eru því í gangi tvenns konar verðstrúkt­úrar á félaga­­skipta­­mark­aðn­­um, sá sem gildir fyrir ensku félögin og felur í sér mun hærra verð, og sá sem gildir fyrir hina. Í praktík virkar þetta þannig að ef enskt félag setur inn til­­­boð í leik­­mann hækkar verðið ósjálfrátt, vegna þess að selj­enda­­fé­lagið vita að öll ensku úrvals­­deild­­ar­­fé­lögin eiga ótrú­­legt magn af pen­ing­­um. Af öllum þessum inn­­­kaupum verður síðan keðju­verk­un, þar sem kaup­verðin sem minni lið inn­­heimta nýt­­ast þeim í að styrkja sig. Því má segja að hinn mikli auður ensku úrvals­deild­ar­innar sé orð­inn helsti drif­­kraft­­ur­inn í við­­skipta­hlið nútímaknatt­­spyrn­unn­­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar