Mynd: Birgir Þór

Fjölmiðlar seldir fyrir rimlagjöldum án vitundar stærsta eiganda

Nær allir fjölmiðlar Pressunnar voru seldir í byrjun viku fyrir nokkur hundruð milljónir króna. Kaupverðinu var ráðstafað í vangreidd opinber gjöld og greiðslu krafna með sjálfskuldarábyrgð. Stærsti eigandi Pressunnar vissi ekkert fyrr en eftir að kaupin voru frágengin.

Flestir fjöl­miðlar Pressu­sam­steypunnar hafa verið seldir til nýs félags, Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar. Um er að ræða DV, DV.is, Press­una, Eyj­una, Bleikt, ÍNN og tengda vefi. Eftir í gamla eign­ar­halds­fé­lag­inu voru skildir hér­aðs­frétta­miðlar og nokkur hund­ruð millj­óna króna skuldir sem erfitt er að sjá hvernig eigi að fást greidd­ar.

For­svars­menn Dals­ins, þess félags sem meiri­hluta í Pressu­sam­stæð­unni (alls 68 pró­sent) segja að þeir hafi ekki vitað um að Sig­urður hefði gert kauptil­boð í nær allar eignir sam­stæð­unnar fyrr en eftir að stjórn Pressunnar hefði sam­þykkt það til­boð. Dal­ur­inn, félag í eigu Róberts Wessman, Árna Harð­ar­sonar og þriggja við­skipta­fé­laga þeirra, hafði opin­ber­lega eign­ast félagið að mestu í lok ágúst. Hins vegar hafði ekki verið hald­inn hlut­hafa­fundur eða stjórn­ar­fundur þar sem Dal­ur­inn gat fengið stjórn­ar­menn í takti við eign sína. Það var því stjórn Pressunn­ar, sem í sitja meðal ann­ars Björn Ingi Hrafns­son og Arnar Ægis­son, stærstu minni­hluta­eig­endur sam­stæð­unn­ar, sem sam­þykkti kauptil­boð­ið.

Skornir niður úr snör­unni

Fjár­mun­unum sem greiddir voru fyrir fjöl­miðla Pressunn­ar, einu raun­veru­legu verð­mæti félags­ins, hefur þegar verið ráð­staf­að. Ekk­ert af sölu­and­virð­inu er eftir til að mæta öðrum skuld­bind­ingum Pressu­sam­stæð­unn­ar. Greiddar voru upp opin­berar skuldir Pressunnar við Toll­stjóra sem hlupu á hund­ruðum millj­óna króna. Um var að ræða van­greidda stað­greiðslu skatta, van­skil á virð­is­auka­skatti og öðrum opin­berum gjöldum sem félagið hafði ekki staðið skil á á und­an­förnum árum. Toll­stjór­inn í Reykja­vík hafði lagt fram gjald­þrota­beiðni á hendur Press­unni fyrir hér­aðs­dómi vegna þess og átti að taka hana fyrir í gær­morg­un. Sú beiðni var hins vegar aft­ur­kölluð eftir að Sig­urður G. Guð­jóns­son gerði upp opin­beru gjöld­in. Slík gjöld eru oft kölluð rimla­gjöld, enda þýða van­skil á þeim vana­lega að ábyrgð­ar­menn félaga sem halda eftir fjár­munum sem eru með réttu rík­is­ins hljóta refsi­dóma fyrir vik­ið, sem gæti jafn­vel þýtt fang­els­is­vist. Skyndi­leg kaup Frjálsrar fjöl­miðl­unar á fjöl­miðlum Pressunnar komu í veg fyrir að ábyrgð­ar­menn félags­ins þyrftu að mæta þeim örlög­um.

Til við­bótar voru gerðar upp kröfur þar sem Björn Ingi Hrafns­son, fyr­ir­svars­maður Pressunn­ar, var í sjálf­skuld­ar­á­byrgð og prent­skuldir við Árvak­ur, sem prentar og dreifir DV.

Aðrar skuld­ir, meðal ann­ars við­skipta­skuld­ir, krafa fyrr­ver­andi eig­enda DV upp á 91 milljón króna sem er verið að reyna að sækja fyrir dóm­stól­um, ein­hverjar líf­eyr­is­sjóða­skuldir og tug millj­óna króna skuldir við sænskt mark­aðs­rann­sókn­ar­fyr­ir­tæki eru sem stendur enn inni í Pressu­sam­stæð­unni og óupp­gerð­ar. Þær hlaupa sam­tals á hund­ruð millj­óna króna enda voru sam­eig­in­legar skuldir Pressunnar og tengdra fyr­ir­tækja orðnar rúm­lega 700 millj­ónir króna í byrjun sum­ars, sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans sem komu að málum hennar á þeim tíma. 

Einn við­mæl­andi Kjarn­ans orð­aði það þannig að Frjáls fjöl­miðlun hafi greitt nákvæm­lega þá upp­hæð sem þurfti til að „skera Björn Inga niður úr snör­unn­i“. Annað hafi verið skilið eft­ir.

Þá hafi ekk­ert komið fram um hvort Frjáls fjöl­miðlun ætli sér að fjár­festa meira fé í upp­bygg­ingu fjöl­miðla­rekst­urs­ins. En ljóst sé að sú fjár­hæð sem greidd var fyrir fjöl­miðla Pressu­sam­stæð­unnar sé „sokk­inn kostn­að­ur“. Þ.e. hún fór öll í að hreinsa upp skuldir en ekki að neinu leyti í að fjár­festa í eign­un­um.

Vita ekk­ert hver borg­aði fyrir miðl­ana

Dal­ur­inn fékk engar upp­lýs­ingar um að kaupin væru að fara að eiga sér stað, og vissi ekki að þeim fyrr en þau voru um garð geng­in. Sala eigna Pressunn­ar, félags sem Dal­ur­inn á meiri­hluta í, fór því fram án vit­undar og vilja stærsta eig­anda félags­ins.

Í yfir­lýs­ingu sem Dal­ur­inn sendi frá sér í dag seg­ir: „Kaup­samn­ingur Frjálsrar Fjöl­miðl­unar um kaup á nán­ast öllum eignum Press­unar og tengdum félögum var kynntur fyrir eig­endum Dals­ins eftir að hann var frá­geng­inn. Ef marka má yfir­lýs­ingar kaup­anda þá verða allar skuldir félags­ins gerðar upp og þá sér­stak­lega skuldir við toll­stjóra og líf­eyr­is­skuld­bind­ingar starfs­manna. Við fögnum því ef þetta verður nið­ur­stað­an.

Björn Ingi Hrafnsson er stjórnarformaður Pressunnar og minnihlutaeigandi í félaginu ásamt viðskiptafélaga sínum.

Dal­ur­inn er áfram eig­andi að 68 pró­sent hlut í Press­unni og ekki er ákveðið hvað verður um þann eign­ar­hlut. En í ljósi umræddra við­skipta má telja að sá hlutur hafi lítið verð­mæti þar sem eignir hafa verið seldar úr félag­inu. For­svars­menn Dals­ins eru jafn for­vitnir og aðrir um að heyra hverjir standi að baki kaup­un­um.“

Sitja uppi með Svarta Pétur

Í raun má segja að Dal­ur­inn sitji uppi með Svarta Pét­ur. Félagið hafði ætlað sér að eign­ast alla Pressu­sam­stæð­una og fjöl­miðla­fyr­ir­tækið Birt­ing, ásamt með­fjár­fest­um, í vor. Raunar var til­kynnt um yfir­tök­una og á sama tíma greint frá því að Björn Ingi Hrafns­son myndi að mestu hverfa frá fyr­ir­tæk­inu. Þegar Dal­ur­inn und­ir­bjó yfir­tök­una kom hins vegar í ljós að staða Pressu­sam­stæð­unnar var mun verri en af hafði verið lát­ið. Mörg hund­ruð millj­óna króna skuldir komu í ljós auk þess sem launa­kjör æðstu stjórn­enda, sér­stak­lega Björns Inga og Arn­ars, komu vænt­an­legum nýjum hlut­höfum í opna skjöldu. Um var að ræða margar millj­ónir króna á mán­uði á meðan að sam­stæðan var öll rekin í tapi og fjöl­miðl­arnir sjálfir voru veru­lega und­ir­mann­að­ir. Dal­ur­inn dró sig á end­anum út úr yfir­tök­unni og lét nægja að eign­ast Birt­ing, sem gefur út þrjú tíma­rit. Dal­ur­inn hafði hins vegar þegar sett millj­ónir króna í Press­una til að gera upp við­kvæm­ustu skuldir henn­ar. Og eign­að­ist með því, að eigin mati, kröfu sem var umbreyt­an­leg í hluta­fé. Auk þess töldu Dals­menn reyndar að þeir ættu alls­herj­ar­veð í öllum helstu eignum félags­ins, t.d. DV og Eyj­unni.

Í ágúst­lok var til­kynnt um að hlutur Dals­ins í Press­unni væri 68 pró­sent. 

Ber að upp­lýsa Fjöl­miðla­nefnd um eign­ar­haldið

Við­mæl­endur Kjarn­ans telja nær ómögu­legt að Sig­urður G. Guð­jóns­son hafi greitt þá upp­hæð sem var greidd var fyrir fjöl­miðl­anna sem nú hafa verið færðir á nýja kenni­tölu úr eigin vasa. Ekk­ert hefur hins vegar verið upp­gefið um hverjir það séu sem lögðu til það fjár­magn.

Í 22. grein laga um fjöl­miðla er fjallað um til­­kynn­ing­­ar­­skyldu um eig­enda­­skipt­i að fjöl­miðla­veitu. Þar seg­ir: „Við sölu á hlut í fjöl­miðla­veitu bera selj­and­i og kaup­andi ábyrgð á því að til­­kynn­ing um söl­una sé send fjöl­miðla­­nefnd. Til­­kynn­ing um söl­una skal hafa borist fjöl­miðla­­nefnd innan tveggja virkra daga frá gerð kaup­­samn­ings“.

Róbert Wessman og viðskiptafélagar hans sitja uppi með Svarta Pétur.

Í lög­­unum segir einnig að Fjöl­miðla­­nefnd skuli leggja ­stjórn­­­valds­­sekt á bæði selj­anda og kaup­anda komi í ljós að þeir hafi van­­rækt að til­­kynna um eig­enda­­skipti á hlut í fjöl­miðli.

Frjáls fjöl­miðlun hefur ekki verið skráð hjá Fjöl­miðla­nefnd. Til að vera í sam­ræmi við lög ætti slík skrán­ing að eiga sér stað í dag eða á morg­un.

Birni Inga gríð­ar­lega létt

Starfs­menn Pressu­sam­stæð­unnar vita lítið sem ekk­ert um hvernig starf­semin verður héðan í frá, né hverjir komi til með að stýra henni. Í tölvu­pósti sem Björn Ingi sendi þeim fyrr í dag sagði hann að með við­skipt­unum væri tryggt að DV og Pressan myndu greiða „allar sínar helstu skuld­ir, t.d. við Toll­stjóra og líf­eyr­is­sjóði. Jafn­framt tryggja við­skiptin á sjötta tug starfa og treysta mik­il­væga fjöl­miðla áfram í sessi.“ Ekki er skil­greint sér­stak­lega hvað sé átt við með helstu skuld­ir.

Í tölvu­pósti hans kemur einnig fram að á næstu dögum verði greint frá helstu breyt­ingum sem hið nýja sam­komu­lag hafi í för með sér. „Á per­sónu­legum nótum vil ég segja að, að baki er gríð­ar­leg vinna og and­vökunæt­ur. Að ljúka þessu með far­sælum hætti er gríð­ar­legur léttir og umfang þess­ara við­skipta sýnir hve mik­il­vægir fjöl­miðl­arnir eru og hve mögu­leikar þeirra eru miklir til fram­tíð­ar,“ segir hann enn fremur í póst­in­um.

Við­bót 8.9.2017

Í upp­runa­legu skýr­ing­unni stóð að Dal­ur­inn hefði greitt inn 155 millj­ónir króna. Það var ekki nákvæmt og hefur verið leið­rétt. Þar stóð líka að Dal­ur­inn hafi upp­runa­lega átt 89 pró­sent en sá hlutur síðar minnkað í 68 pró­sent. Í ljós hefur komið að um ranga til­kynn­ingu til Fjöl­miðla­nefndar var að ræða og því hefur þetta verið leið­rétt. Þá kom fram að Sig­urður G. Guð­jóns­son hefði fundað með for­svars­mönnum Dals­ins, og var það sam­kvæmt heim­ilda­mönnum Kjarn­ans. Slíkt hefur verið borið til baka og frétta­skýr­ing­unni breytt í sam­ræmi við það. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar