Mynd: Birgir Þór

Tekjur af fasteignagjöldum aukast þrátt fyrir að álagning lækki

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að lækka fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði á næsta ári um tíu prósent. Samt munu tekjur borgarinnar af innheimtu fasteignagjalda halda áfram aukast um milljarða á ári næstu árin.

Reykja­vík­ur­borg gerir ráð fyrir að hafa 20,2 millj­arða króna í tekjur af fast­eigna­gjöldum á næsta ári. Tekjur borg­ar­innar af slíkum eru áætl­aðar 18 millj­arðar króna í ár. Þessi hækkun mun eiga sér stað þrátt fyrir að fast­eigna­gjöld á íbúð­ar­hús­næði verði lækkuð um tíu pró­sent – úr 0,2 pró­sent í 0,18 pró­sent – og að afslættir aldr­aðra og öryrkja af slíkum gjöldum verði aukn­ir. Þetta kemur fram í fjár­hags­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar fyrir árin 2018 til 2022 sem lögð var fram í borg­ar­stjórn í gær.

Þessar breyt­ingar munu skila umtals­verðum sér í auknum ráð­stöf­un­ar­tekjum borg­ar­búa. Á fimm ára tíma­bili fjár­hags­á­ætl­un­ar­innar nemur lækk­unin á fast­eigna­gjöldum sam­tals um 2,6 millj­örðum króna á breyti­legu verð­lagi.

Það er lagt upp með að hækka við­mið tekna elli- og örorku­þega til lækk­unar fast­eigna­skatts og frá­veitu­gjalds um 25 pró­sent. Í frum­varpi til fjár­hags­á­ætl­unar segir að þessi hækkun feli í sér að afsláttur borg­ar­innar til þess hóps hækki úr 326 millj­ónum króna í 489 millj­ónir króna, eða sem nemur 163 millj­ónum króna. Þegar lækkun á fast­eigna­sköttum er líka talin með muni heild­ar­á­vinn­ingur elli- og örorku­líf­eyr­is­þega á næsta ári vera um 230 millj­ónir króna.

Þrátt fyrir lækkun á því hlut­falli sem greitt er í fast­eigna­gjalda fyrir íbúð­ar­hús­næði er samt sem áður reiknað með mik­illi áfram­hald­andi tekju­aukn­ingu borg­ar­innar vegna inn­heimtu slíkra. Í grein­ar­gerð með fjár­hags­á­ætlun segir að gert sé ráð fyrir að þau auk­ist um 8,9 pró­sent á næsta ári og um 7,2 til 7,8 pró­sent næstu þrjú árin eftir það. Í þeim útreikn­ingum er búið að taka til­lit til áhrifa  af breyttri mats­að­ferð á hót­elum og gisti­stöðum sem kemur inn í fast­eigna­mat 2019, og mun hækka fast­eigna­mat þeirra umtals­vert. Þá stendur yfir gríð­ar­lega upp­bygg­ing á íbúð­ar- og atvinnu­hús­næði í Reykja­vík um þessar mundir sem mun skila umtals­verðri tekju­aukn­ingu.

Hús­næð­is­verð rokið upp á örfáum árum

Sveit­­ar­­fé­lög lands­ins eru með tvo meg­in­­tekju­­stofna. Ann­­ars vegar rukka þau útsvar, sem er beinn skattur á tekjur sem rennur til þess sveit­­ar­­fé­lags sem við­kom­andi býr í. Hins vegar rukka þau fast­­eigna­­gjöld.

Slík gjöld eru aðal­­­lega tvenns kon­­ar. Ann­­ars vegar er fast­­eigna­skattur (0,2 pró­­sent af fast­­eigna­mati á íbúð­­ar­hús­næði og 1,65 pró­­sent af fast­­eigna­mati á atvinn­u­hús­næði) og hins vegar lóð­­ar­­leiga (0,2 pró­sent af lóða­mati á íbúð­­ar­hús­næði og eitt pró­­sent af lóða­mati á atvinn­u­hús­næð­i). Auk þess þurfa íbúar að greiða sorp­­hirð­u­­gjald og gjald vegna end­­ur­vinnslu­­stöðva sem hluta af fast­­eigna­­gjöldum sín­­um. Nú ætlar Reykja­vík­ur­borg sem sagt að lækka fast­eigna­skatt­inn á íbúð­ar­hús­næði niður í 0,18 pró­sent.

Inn­­heimt fast­­eigna­­gjöld í Reykja­vík hafa auk­ist um 50 pró­­sent frá árinu 2010. Vegna þess árs inn­­heimti Reykja­vík­­­ur­­borg tæp­­lega 12,1 millj­­arð króna í fast­­eigna­­gjöld. Áætlað er að borgin inn­­heimti 18 millj­­arða króna í fast­­eigna­­gjöld vegna árs­ins 2017. Líkt og áður segir er reiknað með að hann skili 20,3 millj­örðum króna á næsta ári þrátt fyrir að fast­eigna­skattar á íbúð­ar­hús­næði lækki.

Þessi mikla tekju­aukn­ing er drifin áfram af því að fast­eigna­verð á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu hefur hækkað gríð­­ar­­lega á und­an­­förnum árum og raun­verð fast­­eigna hefur aldrei verið hærra en það er nú um stund­­ir. Frá því í des­em­ber 2010 hefur hús­næð­is­verð á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu, á öllu hús­næði, hækkað um 94 pró­­sent. Hækk­­unin hefur verið drifin áfram af skorti á fram­­boði, sem hefur verið miklu minna en eft­ir­­spurn. Sam­hliða hafa efna­hags­að­­stæður batnað og kaup­máttur auk­ist og geta íbúa til að kaupa sér hús­næði þar af leið­andi meiri.

Á sama tíma hefur einnig verið byggt mikið magn af atvinn­u­hús­næði og sér­­stak­­lega hót­­el­­bygg­ing­­um. Eft­ir­­spurn eftir slíkum er síst minni en eftir íbúð­­ar­hús­næði í ljósi þess að fjöldi ferða­­manna sem heim­­sækir Ísland heim hefur rúm­­lega fjór­fald­­ast frá árinu 2010.

Fast­­eigna­­mat hækk­­aði um 17,2 pró­­sent milli ára

Þar sem stóru breyt­­urnar í greiddum fast­­eigna­­gjöld­um, fast­­eigna­skattur og lóða­­leiga, byggja á fast­­eigna­mati þá aukast tekjur sveit­­ar­­fé­laga í beinu sam­ræmi við hækkun á fast­­eigna­mati milli ára. Og fast­­eigna­­mat hefur hækkað gríð­­ar­­lega hratt sam­hliða þeim miklu hækk­­unum sem orðið hafa á fast­­eigna­­mark­aði hér­­­lend­­is. Þegar Þjóð­­skrá Íslands, sem sér reiknar út fast­­eigna­matið sem lagt er til grund­vallar álagn­ingu opin­berra gjalda ár hvert, birti nýtt mat fyrir árið 2018 í júní síð­­ast­liðnum kom til að mynda fram að heild­­ar­­mat allra fast­­eigna á land­inu hefði hækkað um 13,8 pró­­sent milli ára.

Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í Reykjavík.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í Reykja­vík var með­­al­hækkun fast­­eigna­­mats­ins 17,2 pró­­sent. Hún var mest í póst­­­núm­eri 111, eða Efra Breið­holti, þar sem matið hækk­­aði um 20,8 pró­­sent að mið­­gildi.



Matið hækk­­aði líka mikið þegar það var reiknað út fyrir árið 2017, eða 7,8 pró­­sent. Milli 2015 og 2016 hækk­­aði það um 5,8 pró­­sent. Og svo fram­­veg­­is.

Sam­an­­dregið þá þýðir þessi hækkun á fast­­eigna­mati ein­ungis eitt fyrir eig­endur fast­­eigna: þeir borga fleiri krónur í skatta.

Fast­eigna­skattar lyk­il­breyta í afkomu

Rekstur Reykja­vík­­­ur­­borgar hefur notið góðs af þessum miklu hækk­­un­­um. A-hluti borg­­ar­inn­­ar, sem er sú starf­­semi hennar sem er að hluta eða öllu leyti fjár­­­mögnuð með skatt­­tekj­um, hefur verið í járnum á und­an­­förnum árum. Árin 2014 og 2015 var hún til að mynda nei­­kvæð upp á 16,4 millj­­arða króna. Það þýðir að borg­inni vant­aði þá upp­­hæð til að geta staðið undir rekstr­­ar­­kostn­aði A-hlut­ans. Vert er að taka fram að stærsta ástæða þess að hall­inn var jafn hár og raun ber vitni var sú að breyt­ingar á líf­eyr­is­skuld­bind­ingum á árinu 2015 gerði það að verkum að bók­­færð voru gjöld sem voru rúm­­lega tíu millj­­örðum krónum hærri en þau voru árið eft­­ir. Þrátt fyrir að líf­eyr­is­skuld­bind­ing­­arnar væru teknar út fyrir sviga þá var borgin samt sem áður að tapa millj­­örðum króna á ári.

Þetta breytt­ist í fyrra þegar afkoma hennar var jákvæð um 2,6 millj­­arða króna. Í ár er gert ráð fyrir að rekstr­ar­af­gangur borg­ar­innar verði um 500 millj­ónir króna og fjár­hags­á­ætlun reiknar með að hann verði 3,4 millj­arðar króna á næsta ári. Rekstr­ar­nið­ur­staðan á síðan að batna veru­lega á árunum 2019 til 2022 og vera þá lægst 5,6 millj­arðar króna árið 2019 og mest 10,8 millj­arðar króna.

Stór breyta í þeirri afkomu er áætluð tekju­aukn­ing vegna fast­­eigna­gjalda. Þau voru í heild 15,6 millj­­arðar króna árið 2016 en áætlað er að þau skili 18 millj­­örðum króna í borg­­ar­­sjóð í ár. Það er tekju­aukn­ing á þeim lið upp á 2,4 millj­­arða króna á milli ára. Minna má á að Reykja­vík­ur­borg ætlar að reka A-hlut­ann sinn með 500 millj­óna króna afgangi á yfir­stand­andi ári. Auknar tekjur vegna fast­eigna­gjalda á árinu eru tæp­lega fimm sinnum sú upp­hæð.



Þegar skoðað er tíma­bilið frá 2011 og út næsta ár munu tekjur vegna fast­eigna­gjalda hafa auk­ist um 8,1 millj­arð króna. Tekju­aukn­ingin hefur verið lang­­mest á allra síð­­­ustu árum.



Kosið verður til borg­­ar­­stjórnar í Reykja­vík þann 26. maí næst­kom­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar