Bjarni Benediktsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

Metútgjöld, skattalækkanir og niðurgreiðsla skulda

Barna- og vaxtabætur munu ekkert hækka á næsta ári frá því sem áður hafði verið ákveðið. Sama er að segja um fæðingarorlofsgreiðslur. Aukin framlög eru fyrst og fremst til heilbrigðis- og menntamála. Kjarninn rýnir í fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti fyrsta fjár­laga­frum­varp nýrrar rík­is­stjórnar í morg­un. Frum­varpið verður lagt fram á Alþingi á morgun og í kjöl­farið mun fara fram fyrsta umræða um það. 

Hvað er nýtt?

Nýja rík­is­stjórnin ætlar að eyða 15 millj­örðum krónum meira en til stóð að eyða í fjár­laga­frum­varp­inu sem Bene­dikt Jóhann­es­son, þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði fram í sept­em­ber. Að hluta til koma þeir pen­ingar til vegna þess að svig­rúm til eyðslu er meira en áður var áætl­að, vegna þess að tekjur rík­is­sjóðs verða sex millj­örðum krónum hærri en talið var að þær yrðu í sept­em­ber. Alls eiga inn­heimtar tekjur að verða 840 millj­arðar króna sem er það mesta sem ríkið hefur nokkru sinni haft í tekjur á einu ári. Áætl­aðar tekjur 2017 eru 39 millj­örðum krónum lægri.

Þetta mun þýða það að afgangur af fjár­lögum verður 35 millj­arðar króna og verður þeim pen­ingum vænt­an­lega ráð­stafað í nið­ur­greiðslu skulda hins opin­bera. Í fjár­laga­frum­varpi Bene­dikts var stefnt að því að afgang­ur­inn yrði 44 millj­arðar króna.

Hvaðan kemur þetta við­bót­ar­fé?

Það kemur fyrst og síð­ast til vegna þess að á Íslandi er for­dæma­laus góð staða í efna­hags­mál­um. Afgangur af við­skipta­jöfn­uði við útlönd á síð­asta árs­fjórð­ungi var til að mynda 68 millj­arðar króna sem er næst­mesti afgangur sem mælst hefur frá árinu 1995. Metið á þriðji árs­fjórð­ungur 2016. Við­skipta­af­gang­ur, sú tala sem stendur eftir þegar tekjur af vörum og þjón­ustu hefur verið dregin frá kostn­aði þjóð­ar­bús­ins af kaupum á vörum og þjón­ustu, hefur nú verið jákvæður í fjórtán árs­fjórð­unga í röð, eða frá árs­byrjun 2014.

Til sam­an­burðar má minna á að þjóð­ar­búið íslenska var tekið með nær sam­felldum við­skipta­halla í ára­tugi fram til árs­ins 2012. Þannig að það er góð­æri, sér­stak­lega vegna feiki­legs vaxtar í ferða­þjón­ustu á örfáum árum. Og það skilar sér í sífellt hærri tekjum rík­is­sjóðs.

Það höfðu margir hægri­menn miklar áhyggjur af því að skattar myndu rjúka upp ef Vinstri græn og „Skatta-Kata“ kæmust í rík­is­stjórn. Þær áhyggjur virð­ast vera óþarfar, að minnsta kosti ef byggt er á fjár­laga­frum­varp­inu. Eina stóra skatta­breyt­ingin sem ráð­ist er í er hækkun á fjár­magnstekju­skatti úr 20 pró­sentum í 22 pró­sent en með fylgir fyr­ir­vari um að skatt­stofn fjár­magnstekna verði tekin til end­ur­skoð­un­ar. „með það fyrir augum að raun­veru­legur ávinn­ingur af fjár­magni verði skatt­lagður og alþjóð­legur sam­an­burður verður um leið auð­veld­ar­i.“ Sér­fræð­ingar sem Kjarn­inn hefur rætt við telja lík­legt að þessi breyt­ing, sem felur í sér að raun­á­vöxtun verður skatt­lögð í stað nafn­á­vöxt­un­ar, muni fela í sér umtals­verða lækkun á skatt­stofni ansi margra. Hækk­unin á að skila 1,6 millj­örðum króna á árinu 2018.

Eru þá skatta­lækk­anir í píp­un­um?

Já, miklu frek­ar. Í frum­varp­inu seg­ir: „Ný rík­is­stjórn stefnir að því að halda áfram að draga úr álög­um, gera skatt­heimtu sann­gjarn­ari og tryggja skil­virkt skatt­eft­ir­lit. Rík­is­stjórnin hyggst leggja áherslu á lækkun tekju­skatts í neðra skatt­þrepi á kjör­tíma­bil­inu, en umfang og tíma­setn­ingar ráð­ast af fram­vindu samn­inga á vinnu­mark­aði. Þá er það einnig for­gangs­mál á kjör­tíma­bil­inu að lækka trygg­inga­gjald.“

Þá verður und­an­þága umhverf­is­vænni bif­reiða, s.s. raf­magns- og tengilt­vinn­bif­reiða, frá virð­is­auka­skatti fram­lengd og kolefn­is­gjald verður hækkað um 50 pró­sent í stað 100 pró­sent eins og gert var ráð fyrir í fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2018–2022. Fallið er frá fyrri áformum um tekju­öflun sam­hliða jöfnun olíu­gjalds við bens­ín­gjald og hægt verður á afnámi íviln­unar vöru­gjalds af bíla­leigu­bíl­um. Og þá er auð­vitað hætt við að hækka virð­is­auka­skatt á ferða­þjón­ustu.

Mesta aukningin er á framlögum til heilbrigðismála.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Ýmsar aðrar skatta­breyt­ingar koma til skoð­unar á fyrsta starfs­ári nýrrar rík­is­stjórn­ar, sam­kvæmt frum­varp­inu,  svo sem virð­is­auka­skattur á íslenskt rit­mál, tón­list og bæk­ur, skatta­legt umhverfi fjöl­miðla og skatt­lagn­ing höf­und­ar­rétt­ar­greiðslna. Ekk­ert er hins vegar um útfærslur á þeim lækk­unum í frum­varp­inu né er greint frá hvenær þær eiga að taka gildi.

Í hvað er þá verið að eyða?

Fram­setn­ing á frum­varp­inu miðar öll við að sýna breyt­ingar á fram­lögum til mála­flokka á milli áranna 2017 og 2018, líkt og venja er. Þess vegna er erf­ið­ara að glöggva sig á hverjar breyt­ing­arnar eru á milli þess frum­varps sem Bene­dikt Jóhann­es­son lagði fram í sept­em­ber og þess sem Bjarni Bene­dikts­son kynnti í morg­un. Útgjalda­aukn­ingin þar á milli er nefni­lega ekk­ert svo mikil í stóra sam­heng­inu. Líkt og áður sagði verða útgjöld aukin um 15 millj­arða króna.

Aukið er við fram­lög til heil­brigð­is­mála og nemur sú hækkun ríf­lega 21 millj­arði króna milli áran­anna 2017 og 2018. Það stóð þó alltaf til að auka fram­lög til mála­flokks­ins og þess sáust skýr merki í síð­asta fjár­laga­frum­varpi líka. Þá stóð til að sú aukn­ing yrði 13,5 millj­arðar króna. Þarna er stærsta við­bót­in.

Fram­lög til mennta­mála hækka líka en þar er um mun lægri tölur að ræða. Fram­lög til fram­halds­skóla eru aukin um 400 millj­ónir króna og fram­lög til háskóla um einn millj­arð króna. Þá verða settar 450 millj­ónir króna í mál­tækni­verk­efni. Alls aukast fram­lög til mennta-, menn­ing­ar- og íþrótta­mála um 5,5 millj­arða króna milli fjár­laga 2017 og 2018. Sú aukn­ing sem er á milli þess fjár­laga­frum­varps sem lagt var fram í sept­em­ber og þess sem kynnt var í morgun er umtals­vert lægri.

Sam­göngu­mál og inn­viða­fjár­fest­ingar voru mikið rædd í aðdrag­anda kosn­inga. Fram­lag til sam­göngu­fram­kvæmda er þó ein­ungis 1,6 millj­örðum krónum hærra en fyrra frum­varp sagði til um, þrátt fyrir að um 15 millj­arða króna vanti til þess að sam­göngu­á­ætlun sé full­fjár­mögn­uð.

Barna­bæt­ur, vaxta­bætur og fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslur verða allar jafn­háar og til stóð að þær yrðu í frum­varpi Bene­dikts Jóhanns­sonar í sept­em­ber.

En skulda­stað­an, hver er hún?

Skuldir rík­is­sjóðs hafa hríð­lækkað á und­an­förnum árum. Þar skipta mestu ein­skiptis­tekjur á borð við miklar arð­greiðsl­ur, t.d. úr bönk­um, og stöð­ug­leika­fram­lögin sem kröfu­hafar föllnu bank­anna greiddu fyrir að fá að fara út úr íslensku höft­un­um. Þegar skuld­irnar náðu hámarkai árið 2012 stóðu þær í um 1.500 millj­örðum króna. Skulda­staða í árs­lok 2017 nemur um 907 millj­örðum króna og stefnt er að því að skuldir lækki um 50 millj­arða króna á næsta ári.

Vaxta­greiðslur eru þó enn þung­ar. Ríkið áætlar að greiða alls 58 millj­arða króna í vexti á næsta ári og til við­bótar er áætlað að vextir vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga verði um 14 millj­arðar króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar