Pexels

Hjálpin í gegnum netið

Sífellt fleiri nýta sér sálfræðiþjónustu í gegnum netið erlendis og hafa sérfræðingar hér á landi verið að prufa slíka þjónustu. Mikil fyrirhöfn getur falist í því að sækja sér aðstoð fyrir fólk á landsbyggðinni en slík þjónusta gæti létt fólki lífið.

Fjar­með­ferðir eru að ryðja sér til rúms á tímum þar sem fólk reiðir sig á tölvur í rík­ara mæli. Með þeim er hægt að sækja sér sál­fræði­þjón­ustu í gegnum netið og eru ein­stak­lingar sem þurfa á slíkri þjón­ustu að halda ekki stað­bundn­ir. Lands­byggðin hefur löngum verðið verr sett sam­an­borið við höf­uð­borg­ar­svæðið þegar kemur að aðgengi að þjón­ustu og þykir sumum fjar­með­ferðir leysa ákveð­inn hluta vand­ans. 

Umræðan komin skammt á veg

Sigurbjörg LudviksdóttirSál­fræð­ing­ur­inn Sig­ur­björg Ludvigs­dóttir hefur sinnt nokkrum skjól­stæð­ingum sínum í gegnum netið í u.þ.b. ár. Hún hefur einnig hand­leitt aðra sál­fræð­inga sem hafa verið að veita með­ferð með þessum hætti á fjar­fund­um. Fólkið hjá Tölum sam­an, sem er fjar­þjón­usta Kvíða­með­ferð­ar­stöðv­ar­inn­ar, fékk styrk frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu í árs­byrjun til að bjóða upp á fjar­með­ferð og halda utan um árang­urs­tölur og fleira. Enn hefur ekki verið farið af stað með verk­efnið því beðið er eftir við­brögðum frá Land­lækn­is­emb­ætt­inu. Sig­ur­björg segir að umræðan sé ekki komin mjög langt á leið hér á landi en að áhug­inn sé alltaf að aukast, sér­stak­lega úti á landi.

Hún segir að reynslan hafi verið mjög góð hingað til. Til að byrja með hafi hún haft áhyggjur af því að ná ekki nægi­lega góðum tengslum við skjól­stæð­inga sína í gegnum net­ið. Svo virð­ist þó ekki vera og segir Sig­ur­björg að hún hafi náð þessum góðu tengslum þrátt fyrir fjar­lægð­ina. Það sýni reynsla hennar en hún bendir einnig á að rann­sóknir sýni fram á að bæði skjól­stæð­ingar og með­ferð­ar­að­ilar hafi góða sögu að segja um fjar­með­ferð­ir.

Hentar fólki með væg­ari vanda 

Sig­ur­björg sinnir fyrst og fremst kvíða­með­ferð og segir hún að hluti af því sé að taka fólki í æfingar og gera til­raunir og fleira. Þannig sé ekki hægt að gera sömu æfingar í fjar­með­ferð og ann­ars væri hægt með sjúk­ling­inn á staðn­um. „Þá reynir á að fólkið sé reiðu­búið að gera það sem gera þarf til að ná bata,“ segir hún. Það virð­ist ekki vera vanda­mál, enn sem komið er.

Hún segir jafn­framt að með­ferð af þessu tagi henti síður fólki með alvar­legan eða mjög flók­inn vanda. Þá sé betra að hafa fólk á staðnum og fag­að­ila í kring. Fólk með væg­ari og afmark­aðri vanda sé mót­tæki­legra fyrir fjar­með­ferð. Hún bendir þó á að frek­ari reynsla eigi eftir að koma á slíkar með­ferðir en til­finn­ing hennar sé þessi.

Ákveðin vand­kvæði fylgja slíkri með­ferð, að mati Sig­ur­bjarg­ar, en það gæti verið snúið að nýta slíka þjón­ustu við til að mynda afmark­aðri fælni. Þá nefnir hún með­ferðir sem fólgnar eru í því að vera með við­kom­andi í aðstæð­um, til dæmis dýra­fælni og inni­lok­un­ar­kennd. Þegar sál­fræð­ing­ur­inn er með skjól­stæð­ingnum í æfingum þá þarf hann að vera á staðn­um, að hennar sögn. En með­ferðir við almennri kvíða­röskun eða félags­fælni myndu henta einkar vel í fjar­með­ferð.

Reglu­verkið á að gera ráð fyrir fjar­með­ferðum

Sig­ur­björg seg­ist ekki vera farin á fullt í slíka starf­semi enda sé enn verið að móta reglu­gerðir hjá Land­lækn­is­emb­ætt­inu og því sé ekki gert ráð fyrir fjar­þjón­ustu í kerf­inu. Þess vegna er þetta enn á til­rauna­stigi og ákveðin óvissa í kringum ferl­ið.

Hún telur að reglu­verkið eigi að gera ráð fyrir fjar­með­ferðum fyrir fólk að nýta ef því hent­ar. „Við búum í landi þar sem lítið aðgengi er að sál­fræði­þjón­ustu fyrir lands­byggð­ina,“ segir hún og bætir við að margir þurfi að ferð­ast langar leiðir til að leita sér aðstoð­ar. Þetta eigi einnig við um fólk sem kemst ekki að heiman af ein­hverjum ástæð­um. Hún telur slíka þjón­ustu einnig henta fólki sem ferð­ast mikið eða starfi erlend­is. Þá sé gott að geta leitað sér sál­fræði­þjón­ustu á móð­ur­mál­inu hvar sem er í heim­in­um. Sig­ur­björg bendir á í þessu sam­hengi að sál­fræð­ing­arnir sér­hæfi sig í ákveðnum teg­undum af sjúk­dómum og að flestir séu þeir í Reykja­vík.

Fólk af erlendum upp­runa með annan menn­ing­ar­legan bak­grunn gæti einnig nýtt slíka þjón­ustu, að mati Sig­ur­bjarg­ar. Það gæti leitað sér aðstoðar í sínu heima­landi í gegnum netið og myndi þetta því opna á fjölda mögu­leika.

Við búum í landi þar sem lítið aðgengi er að sálfræðiþjónustu fyrir landsbyggðina.

Góðir verk­ferlar nauð­syn­leg­ir ­Sig­ur­björg segir að fjar­með­ferðir séu not­aðar erlendis í meira mæli en hér á landi, til að mynda í Sví­þjóð, Nor­egi, Ástr­alíu og Banda­ríkj­un­um. „Það er ekk­ert sem bendir til þess að þetta ætti að vera eitt­hvað síðra en þegar fólk þiggur sína sál­fræði­þjón­ustu á stofu,“ segir hún.

Hún segir að lokum að nauð­syn­legt sé að vera með góða verk­ferla í kringum svona verk­efni til að tryggja öryggi sjúk­lings, net­ör­yggi þurfi að vera til staðar o.s.frv.

Kara Connect

Unnið að leið­bein­ing­um 

Núver­andi ramma­samn­ingur milli sjálf­stætt starf­andi geð­lækna og Sjúkra­trygg­inga Íslands býður ekki upp á þann mögu­leika að geð­læknir veiti skjól­stæð­ingum við­töl í gegnum fjar­þjón­ustu.

Land­lækn­is­emb­ættið hefur aftur á móti reynt að leið­beina þeim aðilum sem eru á bak­við þau verk­efni sem komið hafa fram með fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu. Þetta segir í svari emb­ætt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

„Í ljósi þess fjölda verk­efna sem sprottið hafa upp á síð­ustu mán­uðum telur emb­ættið nauð­syn­legt að setja skýr­ari kröfur varð­andi slíka þjón­ustu og und­ir­býr nú leið­bein­ingar fyrir þá aðila sem hyggj­ast stunda fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu. Emb­ættið hefur safnað slíkum leið­bein­ingum frá sam­starfs­að­ilum á hinum Norð­ur­lönd­unum og er nú að vinna úr þeim og setja upp frum­drög að íslenskum leið­bein­ing­um,“ segir í svar­inu.

Fólk losnar við umstang

Til­raunir hafa verið gerðar með hug­búnað fyrir fjar­með­ferðir en Þor­björg Helga Vig­fús­dóttir stofn­aði fyr­ir­tækið Kara Conn­ect með sam­starfs­fólki sínu á síð­asta ári. Hún segir að Kara sér­hæfi sig í að þjón­usta sér­fræð­inga til að ná tengslum við skjól­stæð­inga sína á ein­faldan og öruggan hátt.

Hún segir að við­brögðin við kerf­inu hafi verið mjög góð en hún telur að kostir fjar­með­ferða séu margir, til að mynda sparist ferða­tími milli staða og kostn­að­ur. Einnig telur hún kost að losna við umstangið við að finna með­ferð­ar­að­ila og kom­ast að því hver borgar og segir hún að fólk losni við langa biðlista. „Það eru margar litlar breytur sem ein­fald­ast mjög mik­ið,“ segir hún.

Bylt­ing í aðgengi að hjálp

Þorbjörg Helga VigfúsdóttirÞor­björg talar um fjar­með­ferð sem mikla bylt­ingu í aðgengi að hjálp og segir að það sé aðal­m­antra þeirra sem vinna að þessum for­rit­um. Hún segir að sér­fræð­ing­arnir geti verið hreyf­an­legir með Köru, þeir fái öll þau for­rit sem þeir þurfi til að nýta í rekst­ur­inn auk öruggrar mynd­fund­ar­gáttar og með­ferð­ar­nótna. Þeir geti með tækn­inni bætt rekst­ur­inn sinn til muna.

„Stóra hug­myndin er að skjól­stæð­ing­arnir geti leitað sjálfir að réttum sér­fræð­ing­um. Við ætlum að byggja þetta þannig upp að nógu margir sér­fræð­ingar verði í gagna­banka,“ segir hún. Þá gæti fólk flett þeim upp sem geta aðstoðað við hvers konar vanda­mál sem upp koma.

Það er ekkert sem bendir til þess að þetta ætti að vera eitthvað síðra en þegar fólk þiggur sína sálfræðiþjónustu á stofu.

Ísland á eftir öðrum löndum

Þau stefna á að færa út kví­arnar erlend­is. Þor­björg segir að Ísland sé eilítið á eftir þegar kemur að þessum málum og að Íslend­ingar eigi eftir að læra margt. Rann­sóknir hafi sýnt að fjar­þjálfun virki vel og að kynna þurfi slíka starf­semi ennþá betur innan heil­brigð­is­kerf­is­ins.

139 sér­fræð­ingar eru nú þegar skráðir í kerfið og hafa lokið 7000 þjálf­un­ar­klukku­stundum á hálfu ári í gegnum mynd­fundi. Vegna góðra við­bragða telur Þor­björg að sér­fræð­ingar hafi verið að bíða eftir ein­hverju sam­bæri­legu en víða erlendis hafi svipuð módel verið sett upp og notuð í sama til­gangi.

Umræðan brýn

Þor­björg segir að nauð­syn­legt sé að fá umræðu í gang um fjar­með­ferð­ir, það sé komin tími til að nýta tækn­ina til að ná til fólks og þjón­usta það.

Hún segir að allir tali fyrir þessum breyt­ingum hér heima en lög og reglur séu ekki að taka mið að þess­ari þróun sem sé synd, sér­stak­lega í svo dreif­býlu landi. Hún segir að erlendis hafi hlut­irnir gengið hrað­ar, til dæmis sé vin­sælt orðið að bjóða þjón­ustu heilsu­gæslu­lækna á net­inu.

Enn fremur segir hún að sam­keppni sé um heilsu­gæslur á net­inu í Sví­þjóð og væri upp­lagt að létta undir með starf­sem­inni hér á landi með því að nýta sömu tækni. „Þá er hægt að ráða til sín verk­taka sem er tengdur til tölvu og komið á sam­skiptum á milli sér­fræð­ings, sál­fræð­ings eða félags­ráð­gjafa og skjól­stæð­ings,“ segir hún. Hún telur jafn­framt að stundum vanti upp á að hugsa út fyrir sveit­ar­mörk og landa­mæri varð­andi þessa hluti.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent